Fálkinn


Fálkinn - 28.07.1928, Side 13

Fálkinn - 28.07.1928, Side 13
F Á L K I N N 13 Veðdeildarbrjef. Bankavaxtabrjef (veðdeildar- brjef) 7. flokks veðdeildar Landsbankans fást keypt í Landsbankanum og útbúum hans. Vextir af bankavaxtabrjefum þessa flokks eru 5%, er greið- ast í tvennu lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. Landsbanki Íslands J Hreinar léreftstuskur kaupir háu verði Prentsm. Gutenberg. SVENSKA AMERIKA LINIEN Stærstu skip Norðurlanda. Beinar ferðir milli Gautaborgar og Ameríku. Aðalumboðsmaður á íslandi: Nic. Bjarnason, Rvík. (■ ( ( ( ( I Leðurreimar Strigareimar Reimalásar Einar 0. Malmberg. Vesturgötu 2. — Sími 1820. < , ► ^ Hver, sem notar ^ < CELOTEX ► i 03 i < ASFALTFILT > ^ í hús sín, fær hlýjar og p, ^ rakalausar íbúðir. ^ ^ Einkasalar: ^ < Verslunin Brynja, ► ^ Laugaveg 24, Reykjavík. ^ (/) 0) Reykið einungis > 3 g Phönix ® o> O 0) CL vindilinn danska. Avalt mestar og ^ bestar birgðir fyr- irliggjandi af allsk, I karlmanna- og g| unglingafatnaði. VÖRUHÚSIÐ M* Reykjavík. L Ávalt fjölbreyttar birgöir af HÖNSKUM fyrirliggjandi. HANSKABÚÐIN. ogo OgO ogo HÚSMÆÐUR. Drjúgur er Mjaliar-dropinn. Styðjið innlendan iðnað. ogo ogo ogo Fjárhættuspilarinn. Eftir ÖVRE RICHTER FRICH. En maðurinn í hægindastólnum ineð ljóns- hausunum var fínn maður, — hann var sjálf- ui' lögreglustjórinn í Amsterdam. Aftur á móti var ekki hægt að gruna manninn, sem á móti honum sat um að vera fínn maður. í>að var sem sje forngripasalinn frá Rue Bonaparte i París, Charles Rigault. Vjer höfum áður haft tíekifæri til að Iýsa bæði hans innra og ytra mánni. Borgarastjettin á sín saurkvikindi og Charles Rigault var eitt þeirra, og eitl þeirra allra þefillustu. — Mjei' líst málið alt býsna óljóst, sagði lögreglustjórinn og geisiiaði, án þess að reyna að leyna því. Rigault var allur á lofti af ákafa. Að öllu samanlögðu, sagði hann — gera öll þessi nöfn lítið til eða frá, því þau eru svo að segja öll fölsk. Aðalatriðið er, að hak við allar þessar .rneir og minna nafn- lausu persónur liggur hulinn svívirðilegur glæpur. Yfirlagt ránsmorð af allra versta tæi. Og það er þetta morð, sem við viljum kom- ast fyrir. Bæði Hollandi og Frakklandi stend- ur það á miklu, að málið sje rannsakað al- veg út í æsar. Ekki svo mjög vegna morðsins sjálfs, heldur vegna alira þeirra verðmæta, sem morðinginn eða morðingjarnir hafa skotið undan. Lögreglustjóri leit á manninn, sem sat andspænis honum, með fyrirlitningu. Hann þekti þessa tegund manna fullýéi. Hann stundi. Hver er það, sem á mest í húfi, ef þessi verðmæti fara forgörðum, spurði hann og neri einglyrnið. Rigáúlt setti snöggvast upp vandræðasvip og hugsaði með sjálfum sjer: Þessir Hol- lendingar spyrja eins og fjandinn sjálfur hefði lagt þeim orð í munn. — Því, eftir því, sem jeg fæ best sjeð, er enginn erfingi til eftir þenna Jakob Harvis, sem er sagður hafa verið myrtur á „Holl- andia“. Á vegabrjefaskrifstofunni hjer hef- ir einu sinni verið gefið út vegabrjef á nafn- ið Jakob Harvis, sein mun hafa átt heima einhversstaðar á nýlendunum. En nafnið Htur annars ekki út fyrir að vera hollenskt. Rigault átti bágt með að stilla sig. —- Nafnið?, hvað hefir það að þýða! Það getur enginn vafi á því leikið, að sá maður, sein síðasl har nafnið, átti engan rjett á því. Það kann jeg hetur við, að sje annað, svaraði Hollendingurinn kuldalega. Ennfrem- ur væri ekki úr vegi að sanna, að þessi Jakob Harvis hafi verði myrtur .... að hann sje yfirleitt dauður! Ef til vill hefir hann fallið l'yrir horð af slysni, og ef til vill hefnr hann hjargað sjer í land. „Hollandiá“ var þessa nótt, sem slysið skeði, fáeinar mílur frá Spánarströnd. Veðrið var ágætt og hann hef- ir getað synt i land. Við verðum heldur að bíða með þolinmæði. Frá Rigault heyrðist lágt urr. Hann var i þann veginn að sleppa sjer, og þurfti heila mínútu til að bæla niður hina rjettlátu reiði, sem sauð niðri í honuin. - Gott og vel, sagði hann loks með ó- eðlilegri stillingu, - eftir orðum herra lög- reglustjórans að dæriia, vill hollenska lög- reglan ekki hjálpa okkur til að koma þess- um glæp upp. Hollenski embættisinaðurinn rjetti úr sjer í stólnum. — Við erum búnir að vinná að því mikið verk, sagði hann hvasst, — að rannsaka þenna dularfulla viðburð á „Holl- andia“. Við höfum komið því til leiðar, að barón de Grez gal ekki komist yfir farang- ur Jakobs Harvis. Og þegar einn illræmdur flugumaður að nafni Gance skýrði okkur frá því, að barón de Grez hjeti rjettu nafni Charles Latour og væri illræmdur franskur glæpamaður, reyndum \dð að ná í hann. Hann slapp, en við röktum spor hans til Rouen og fólum svo frönsku lögreglunni að halda áfram eltingaleiknrim. Mín slcoðun er, að hinir frönsku stjettarbræður okkar hafi — vægast talað — verið dálítið seinheppi- legir í verkum sínum. De Grez éða Latour hefir, eftir öllu að dæma, komist til Parísar með fljótshálnum. Hann hefir tekið sjer gistingu á gistihúsi i Suresnes undir nafn- inu Jakob Hai-\'is. Þetta sýnst í fljótu bragði heimska, én er kænskubragð. Franska lög- reglan slær hring um gistihúsið, og finnur mann í herbergjum Harvis ineð vopn í höndum og skýtur hann niður. Siðan aug- lýsir hún með brauki og bramli, að ráns- morðinginn Charles Latour hafi verið skot- inn. Seinna kemur það í ljós, að líkið er af Gance, sjálfum flugumanninum, sem hafði sagt til Charles Latour. Hvað viljið þjer kalla þetta og þvílikt? .... Heimsku? .... Gance var, að mínu áliti fyrirlitleg skepna, sem verðskuldaði þau afdrif, sem hann fjekk. En i laganna skilningi var það þó mannslíf, sem þar fór forgörðum. Og má jeg nú spyrja yður: Hvað hafið þið gert við Charles La- tour eða barón de Grez? Hefir jörðin gleypt hann, eða hvað? Lögreglustjórinn vissi ekki sjálfur hversu rjett hann hafði getið til. En Rigault stóð upp. — Það skal jeg segja yður, sagði hann. Jeg hel’ alla ástæðu til að halda, að hann sje hjer í Amsterdam. — Nú, það voru þó altaf frjettir. En livers- vegna sögðuuð þjer það ekki strax? Og hafið þjer nákvæma lýsingu á Latour? Það hef jeg. í fyrsta lagi hef jeg hitt hann í París. í öðru lagi er til nákvæm lýs- ing á honum í skjalasafni oklcar. Að vísu hef- ir hann tekið ýmsum breytingum, því hann er snillingur að dulbúa sig. En fingraförum sínum getur hann ekki breytt, og heldur ekki getur hann losnað við örið eftir gamla hnífs- stungu í vinstra upphandlegg. Nú, þá virðist alt vera í himnalagi. En hvar álítið þjer að hans sje að leita hjer í borginni? — Hvernig getið þjer spurt, herra lögreglu- stjóri? Auðvitað hjá konunni sem var með honum á „Hollandia“. Föli inaðurinn í hægindastólnum stóð upp svo snöggt, að Rigault sá, að hann var hreint ekki eins seinlátur og hann hafði haldið. — Jæja. Þjer meinið Suzzi Lacorribe. Jeg ætla aö vona að yður skjátlist. Jeg hef talað við hana olt og mörgum simium um þetta, og hún hefir sagt mér hreinskilnislega það, sem hún veit. Hún þekti ekki barón de Grez nema stutt og af tilviljun. Þau hittust við spilaborðið. Ungfrú Lacombe, sem annars er ekki ensk heldur landi yðar, hefir að vísu ó- læknandi löst, sem sje spilafiknina, en að því frátöldu, þori jeg að fullyrða, að hún er heiðarleg kona, sem mundi aldrei flekka hendur sínar í hlóði nje ganga í lið með morðingjum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.