Fálkinn - 28.07.1928, Síða 14
14
F Á L K I N N
))feTMN]iQL:
— REYK]AVÍK
ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði
Biðjið um
BENSDORPS
SÚ KKULAÐI
Odýrast eftir gæðunum.
ÐT
J Þvottabalar . . . Kr. 3,95 1
Þvottabretti. . . — 2,95
Þvottaklemmur — 0,02
Galv. fötur . . . — 2,00
Kaffikönnur . . — 2,65
Katlar — 4,55
Pottar — 1,85
k Sigurður Kjartansson.
\ Latugaveg 20 B. Sími 830. k
-□
Ge Iraun I 12.
Svar: ..........
Nafn: .........
Heimili: ........
Póststöð: ......
Getrauninni „Þekkirðu landið" er nú lokið lijer í blaðinu. — Keppendur
skulu scnda nöfn þau er þeir geta upp á, á öllum 12 stöðunum, i lokuðu um-
slagi, til afgreiðslu „Fálkans", Reykjavík, — og skrifa í hornið á umslaginu
„Þckkirðu landið". — Skulu suörin uera komin eigi siðan en 1. október, ]>ví
]>ann dag verða ]>au opnuð. — VERÐLAUNIN ERU: I. verðlaun kr. 25.00, II.
verðl. 10.00 og svo þrenn verðlaun á 5 krónur. — Að öðru leyti visast til
upplýsinganna i fyrsta blaði „Fálkans“.
Seljið ekki tófuyrðlinga án þess að tala við íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux.
Á audlit forngripasalans kom háðslegt bros.
Hún kvað vera mjög falleg, sagði hann
háðslega.
Bœði brosið og háðsglósan fór fram hjá
lögreglustjóranum.
— Jæja, sagði hann, — jeg skal gefa út
skipun um að gera húsleit hjá Suzzi La-
combe. En jeg er bara hræddur um, að
franska lögreglan sje hjer á villuspori eins
og i fyrra skiftið. Auk þess ....
— Jeg er alveg handviss um að fara með
rjett mál, tók Rigault fram i með þjósti. En
þessi Latour er djöfull í mannsmynd. Einu
sinni hefir hann gabbað mig. En það skal
verða 1 síðasta sinn.
— Það skyldi gleðja mig, ef þjer hefðuð
á rjettu að standa, sagði lögreglust jórinn
þreytulega og leit á klukkuna. Annars er
fyrirhafnarlitið að ná í Suzzi Lacoinbe. Öll
Amseterdam tilbiður hana. Eftir hálftima
dansar hún i „Orania". Ef Latour á annað
borð er kominn hingað til þess að hitta hana,
verður hann þar auðvitað líka í einhverju
dulargerfi. Ef til vill er best, að þjer setið
npp gerfiskegg, til þess að hann þekki yður
ekki. Þjer skuluð lá einn af mínum bestu
mönnuin með yður. Jeg fer þangað líka sjálf-
ur, en það er ekki heppilegt, að við sjeum
saman. Þjer gefið nijer merki, ef þjer sjáið
manninn. En um að gera að setja ekki alt í
iippnám. Suzzi Laeombe er injög vinsæ! hjer,
og J>að er til fjöldinn allur af ungum mönn-
um, sem mundu með ánægju stúta yður, ef
hann vissi, að þjer ætluðuð að vinna henni
inein. Jeg verð að biðja að láta ekki franska
blóðið hlaupa með yður í gönur.
Forngripasalinn stóð upp með tilgerðarleg-
um Jióttasvip. Verði þjer alveg rólegur,
sagði hann. Jafnfraint vil jeg tilkynna yð-
ur, að ætlun mín er að fá upphæðina, sem
lögð hefir verið til höfuðs morðingja Jakobs
Harvis.
Þjcr skuluð fá alla Júdasarpeningana
beinl í smettið á yður, sagði lögreglujstór-
inn reiðilega.....En varið þjer yður. Gerið
þjer nú ekki fleiri asnastrik. Þjer erufí á hol-
lenskri jörð, sem stendur.
25. Kapítuli.
Þetta er viðurstyggilegur uppspuni,
sagði James Carr og reisti sig við á legu-
bekknum, sem hafði stunið undir þunga
hans um hríð. Og jeg fer áreiðanlega lil Hel-
vítis, sem er heimkynni lýginnar.
Ungi maðurinn, sem stóð við gluggann og
var að horfa út yfir hreinþvegna torgið, sneri
sjer snöggt við. — Þitt helvíti er áreiðanlega
ekki kvíðvænlegur staður, sagði hann. Og
farirðu Jiangað, fylgi jeg þjer með mestu á-
nægju. Og svo getur Rigault gamli þá klifr-
aði upp himnastigann, ef hann vill ....
— Já, með snöru um hálsinn.
— .læja, ef J)ú vilt. Það gæti kannske
læknað verstu forvitnina í honum.
— En ertu nú alveg viss um, að það hafi
verið hann?
— Já. Þegar við ókum burt frá spila-
klúbbnum fórum við fram hjá húsi, sein var
til hægri við okkur.
— Þá kom hann þjótandi þaðan út. Riga-
ult gamli var eitthvað mikið að flýta sjer, og
leit út eins og' mannæta, sem hefir fundið
þefinn af feitum trúboða.
—- Jæja, Jiað væri nú samt skömin að láta
dónann koma vilja sínum frani. Jeg skal tala
við Suzzi Lacombe eftir danssýninguna og
útskýra málið fyrir henni. Jeg skj'ldi verða
mjög hissa, ef okkur tækist ekki að gabba
Jienna slepjuga þorpara .... Og hollenska
lögreglan er hreinlegri en svo, að hún vilji
vera í samvinnu við flugumann eins og hann
.... Auðvitað, ef Jní vill taka greifatignina
aftur og grafa upp líkið í Pére Lachaise,
þá ....
Hrollur fór um unga inanninn. — Nei,
með |)ví gerði jeg mig hlægilegan um alla
eilífð. Jeg yrði kallaður uppvakningurinn,
eða anuað verra. Og að verða fyrir aðhlátri
Parísarborgar .... Jiað er verra en sjálfur
dauðinn.
—r Jæja, jæja, þá er alt í lagi. Vertu bara
hnarreistur og víktu ekki frá þeirri braut,
sem þú ætlar þjer að fara.. Lögreglan heldur
sjer altaf við mótsagnirnar, en mótsögnin er
nú að vísu einn liður i þroska inannsins.
Vertu reiður, en ekki óður þegar þú verð-
ur tekinn fastur.
— Gott og vel .... en mjer geðjast nú
samt ekki að Jiessu öllu saman og ekki veit
jeg hvað ungfrú Lacombe segir um öll þessi
boðorð ....
— Vertu rólegur, vinur.......leg þekki nú
að vísu ekki konur, en mjer er sagt, að J)ær
geti líka verið inannlegar .... En nú verð-
uin við að flýta okkur .... Vertu bara hug-
hraustur, Jiá tekst okkur áreiðanlega að leika
leikinn á enda.
„Orania" var einn af þeim nýtísku dans-
stöðum, sem opnar dyr sínar J)egar allur al-
menningur lokar sínuin dyrum. Þó ekki al-
inenn jazzknæpa fyrir búðarstúlkur og búð-
arlokur, heldur fínn skemtistaður, með lista-
brag. Menn segja oft að Amsterdam sje leið-
inlegur bær, en eitl er víst, að liann vantar
ekki hina fáguðu spiilingu. Helsta aðdráttar-
aflið i „Orania", til þess að draga fólk þang-
að og hleypa í það fjöri, áður en salurinn
var ruddur fyrir dansinn, var danssýning
Suzzi Lacombe og meðdansara hennar, sem
var engu miður frægur.
James Carr og vinur hans koinu mátu-
lega til að sjá síðasta dans þeirra. En hann
var um leið sá besli ....
Með iniklum erfiðismunum komust þeir
að borði sínu. Innan um þetta skrautbúna
fólk, virtist Jakob Harvis töturlega til fara í
grófu tilbúnu cheviotfötunum, en hinsvegar
voru tilburðir og framkoma hans svo fyrir-
mannleg, að hann vakti almeniia eftirtekt.
Lögreglustjórinn leit með ineðaumkun á
fórnardýr Rigaults, en forngripasalinn neri
saman höndum af kæti.
— Ósvífinn dóni, Jiessi Lalour, sagði hann
við fjelaga sinn, sem átti að talta hann fast-
ann.
— Svo þetta er ])á hinn frægi Charles,
svaraði hinn. Hann er unglegur eftir aldri.
— Þar hafið þjer rjett að mæla, svaraði
Rigault. En Latour er listamaður á sínu
sviði. Hann kann betur að mála sig en
nokkur daðurdrós í Faubourg St. Germain.
Seinast þegar jeg sá hann, var liann með
sítt skegg og í kattarskinnsúlpu. En nú verð-
ur bráðum endir á þeim sjónhverfingaleik
hans.
*