Fálkinn


Fálkinn - 18.08.1928, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.08.1928, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. Hræðsla — guðhræðsla. Hftir Ölctf Ólafsson kristniboCa. II. í heílagri ritningu kemur það skýrt í ljós, að ótti og hvers- konar angist kom inn í heiminn í fótspor sifndarinnar. •— Eftir syndal'allið urðu þau hrædd, Adam og Eva, og földu sig fyrir Guði. Þegar heiðingjarnir tilbiðja skurðgoðin í hörgum og hofurn og á heimilum sínum, þá stafar það ekki af kærleilc, heldur þrælsótta, hræðslu. Ef eitthvað er að, ilt í ári, vanheilsa eða þó ekki sje nema ígerð í fingri, þá stafar það af því, að guðirnir eru reiðir, sífelt reiðir. Þá verður að blíðka með bænum og fögrum loforðmn og kaupa af þeim minstu hjálp fyrir iniklar fórn- ir. Talið er að hjáguðadýrkunin kosti kínversku þjóðina a. m. k. 400 miljónir króna árlega, í reið- uin peningum. Þess vegna er heimurinn full- ur af sorg, angist. og neyð, að hann er fullur af órjettlæti og synd. —- Ekkert nema syndin getur gert menn svo óhamingju- sama, að þeir hræðist skapara sinn, reyni að leyna sjer fyrir honum, fjarlægjast hann. Mörg- um er svo farið að því aðeins geta þeir glaðst og skemt sjer, að þeir ekki hafi Guðs nafn í huganum. Mörgum væri kvöl að því, að sitja kyrir fyrir í 5 mín- útur og liugsa einungis um Guð og heilagan vilja hans sjer til handa. Vinir .Tesú eru þá í þeirri sjer- stöðu að þeir ekki þurfa að hræðast neitt, neitt nema -—- G,uð. (5. versið). Og það stafar af þvi, að Jesús hefir kent þeim að óttast Guð á alt annan hátt, en mönnum er eðlilegt, áður en þeir veita orði hans og Anda móttöku. Guðhræðslan er heilagur agi og ótti i hjörtum barna Guðs. hau eru ekki hrædd að hugsa um Guð; þau óttast yfir alla hluti að þau hugsi of Íítið um hann. Þau reyna ekki að fela sig fyrir Guði eða fjarlægjast hann. hau óttast miklu fremur að þau sjeu honum elcki nógu nálæg, ekki nógu hreinskilin gagnvart hjarta mitt“ — nær verður ekld honum: »,Prófa mig Guð og þektu homist; — rannsaka mig og þektu hugsanir minar; og sjá þú hvort jeg er á vegi lifsins". Þannig er harnseðlið. Barninu er fyrir öllu að þóknast foreldri sínu. — „Yfirgef mig ekki Drott- inn. Guð minn ver ekki fjarri mjer; skunda til liðs við mig. Þrottinn, þú hjálp mín!“ Þess vegna segir Jesús hvað eftir annað við vini sína: „Hræð- lst ekki — hjarta yðar skelfist ekki“, að í hjarta þeirra er sann- llr Guðsótti. — Hafirðu gert Grottinn að athvarfi sínu, sje hann hjálp þín, þá er þjer borg- ll5- Óttist þú hann þarftu ekki nð vera hugsjúkur um neitt, eða ottast nokkurn hlut. í návist f^rottins eru engir skuggar; þar, þar aðeins, geturðu verið full- komlega öruggur. „Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss“. Lúther kveður svo sterkt að orði, að haiin segir: „Þótt djöflum fyllist veröld víð, þeim vinst ei oss að hrella; ]>vi Jesús vor oss veikum lýð er vörn og hjálparhella". — Þetta er á meðalið gegn hræðslu, sem Jesús ráðleggur okltur: sannur guðsótti. — „Hjarla yðar skelfist ekki: trú- ið á Guð og trúið ó mig. — Ótt- ist Drottinn þjer hans heilögu, því að þeir er óltast har.n líða engan skort. — Augu Drottins hvíla á þeim, er óttast hann. á þeim er vona á miskunn lians“. Sjertu í rjetlri afstöðu við Guð þinn og skapara, svo þjer verði að vilja hans, er öllu öðru óhætt. En sjertu nú í ósátt við sjálfan Guð, er þá ekki hætt við að flest fari að verða á móti þjer? Hverfið því aftur og takið sinnaskiftum, að si/ndir ykkar verði afmáðar! Þau skilaboð koma nú hjerineð til þín frá Kristi sjálfum: „Látið sættast við Guð. Leitið fyrst Guðs rík- is, og þá mun alt þetta veitast yður að auki“. Lofaðu Mannkynsfrelsaranum að verða frclsari þinn, og muntu þá sannreyna, að Guð, sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, held- ur framseldi hann fyrir olckur alla, hann gefur okkur alt með honum, — alt sem heyrir til lífs og guðsótta. Sjeum við fyrir blóð Jcsú orð- in börn Guðs, höfum við þá ekki fengið alt, rjettindi barnsins, eðli barnsins og elsku! En „ótti er ekki í elskunni, heldur útrekur fullkomin elska óttann“ Komið nú og eigumst lög við, segir Drottinn. —- Komið og tak- ið á móti gleðinni í Guðs ríki fyrir óttann og sorgirnar í heim- inum. Ivomið og kjósið vanvirðu Krists, krossinn og þrenging- arnar í Guðsríki, fyrir skamm- vinnan synda-unað heimsins. ÞEGAR ÞJÓÐVERJAR ÆTL- UÐU AÐ BRENNA LONDON. Fyrir skömmu voru liðin 40 ár frá því að Villijálmur fyrrum Þýska- landskeisari kom til rikis i Þýska- landi. Þýsku blöðin mintust varla á þetta afmæli, en um líkt leyti kom út bók eftir þýska liöfuðsmanninn Ernest Lehmann, sem var forstöðu- maður loftskipasmiðastöðvanna þýsku á ófriðarárunum og annaðist allan undirbúning árásaferðanna, sem Zeppeiins-loftför Þjóðverja fóru til Englands til þess að gera þar spell- virki. Hefir bókin vakið afarmikla atliygli fyrir það, að liöfundur ljóst- ar þar upp Ijótu áformi herstjórn- arinnar þýsku. Hafði hún ætlað að senda loftlier til London með í- kveikjusprengjur, nægilega margar til þess að brenna alla lieimsborgina til kaldra kola. Tuttugu Zeppelinsskip þurfti til far- arinnar og átti livert þeirra að varpa niður yfir borgina 300 ikveikju- sprengjum. Með þessum 6000 sprengj- um átti að kvikna svo víða i borg- inni, að ekki yrði hægt að stöðva eldinn. Herstjórnarráðið sendi áætlanir sin- ar um þetta til Lehmann höfuðs- manns og sagði hann það eitt, að þetta væri hægt. Þó ekki kviknaði nema frá fimtu hverri sprengju yrði eldsvoði á meira en þúsund stöðum í borginni og þann eld gæti ekkert brunalið ráðið við. Hins vegar benti liann á, að búast mætti við gagnárás og að Bretum mundi takast að skjóta niður 6—7 loftför. En á siðustu stundu kom babb í bátinn. Loftskipastjórum Þjóðverja hraus hugur við slíkri för, ekki vegna sjálfra sin lieldur vegna eyði- leggingarinnar, sem af þessu leiddi. Áætlað var að um ein miljón sak- lausra manna, kvenna og barna mundi láta lífið og lieil heimsborg leggjast í rúst. Þá var ennfremur bent á, að Loiulon væri óvíggirt borg og að það væri ófyrirgefanlegt að eyðileggja alla þær menningarnienjar, sem þar væri, nema liernaðarástæður ræki til. En mestu skifti það, að því er höf- undurinn segir, að Vilhjálmur keis- ari lagðist persónulega injög fast á móti þessu áformi. Og til þess að senda allan loftskipaflotann í herferð þurfti samþj'kki hins æðsta herstjóra — keisarans, þó herstjórnin gæti án hans samþykkis sent einstök skip i leiðangra til Englands. Höfundurinn segir, að keisarinn liafi ávalt verið á móti þessum loftárás- um, sem gerðar voru ú enska bæi og afstýrði hann þeim framan af. En er á leið stríðið og viðureignin harðn- aði ljet hann undan síga vilja her- stjórnarráðsins en setti þó ýms skil- yrði viðvíkjandi því hvernig árásun- um skyldi hagað. Og herstjórnin beið með framkvæmd Lundúnabrunans i von um, að bráðum mundi rimman liarðna svo, að keisarinn gæfi sam- þykki. En nú kom annað til greina. Zeppelinsárásirnar á ensku bæina höfðu alls ekki þau áhrif, sem ætl- ast var til. Þjóðverjar lijeldu að Bret- um mundi fallast hugur við þau, og að almenningur í Englandi mundi hcimta frið fyrir hvern inun, er ó- friðarhættan kæmi inn yfir landið sjálft. En þetta liafði farið á hina lciðina. Breska þjóðin gerðist enn hatursfyllri og æstari i ófriðarmál- unum en hún liafði nokkurntíma ver- ið áður. Og svo fór að lokum, að liætt var við þessa eldherferð. Lehmann liöfuðsmaður kemst að þessari niðurstöðu í bók sinni: Það var skipun keisarans um að lilífa London, sem bjargaði stærslu borg heimsins frá algerðri eyðileggingu. Okrarinn í Pompeji. Margir lialda, að uppgrefti Pompeji- borgar, sem eyddist í gosi frá Vesú- vius á 79. ári eftir Krists burð, sje fyrir löngu lokiö. Svo er ekki. Enn er vcrið að grafa upp rústirnar og nýlega hefir verið grafið ofan af nýjum borg- arhluta. Fræðast menn itarlega um daglegt líf manna í Rómaveldi fyrir 2000 úrum, af því er þarna lcemur i dagsljósið. Eitt nýfundna húsið segir sögu okr- arans Cecilius Jucundus Cornelius Tagcs. Hann átti þrjú hús sem stóðu saman. Hann var bóndasonur og er hann liafði safnað nokkru fje með því að lána bændum í sveit sinni peninga gegn okur\röxtum, fluttist hann til Pompeji og virðist einkum liafa haft heldri menn að skiftavin- um. Fegursta liúsið hafði hann tekið af lignum manni er varð gjaldþrota og fluttist liann i það sjálfur. Hefir liann — þó okrari væri, lifað í óhófi. Skrifstofa hans var í öðru liúsinu. Út frá lienni voru smákumbaldar alt í kring; var liálfdimt þar inni. í þess- um hvelfingum talaði hann við skifta- vini sína undir fjögur augu. Úr skrif- stofunni voru leynigöng út að af- skektri götu, svo að skiftavinirnir gætu lieimsótt okrarann svo litið bæri á. Hlið öll og liurðir i húsinu voru Fyrverandi tcnqdadóttir Vil- lijálms Þýskalandskeisara, Al- exandra Victoria af Slesvig- Iiolsten, sem áður var gift næst gngsta sgni keisarans, prins August Wilhelm, er sem stcndur í Neiv Yorlc. Þar hefir hún haldið stóra sýningu á mál- verkum sínum, því hún er list- málari allgóður. Prinsessan heit- ir nú frú Ruemann, er gift amerískum blaðamanni og lcvað vera fremur fátæk. „Bláa dúfan“. Þessi Indiánakerling, sem hcitir ,,tíláa dúfan“, er clsta núlifandi manneskja í Banadaríkjunum. Ilún er fullra 109 ára. í tilefni af þvi var hún nýlega kölluð á fund Coolidge forseta. Var henni teliið mcð kostum og kgnjum i Washington, bæði í „hvíta hús- inu“ og eins meðal borgarbúa. mjög rambyggileg og lokað með slag- bröndum. Þegar eldgosið dundi yfir hefir Tages flúið hcimili sitt i mesta flýti, og ef til vill tckist að forða sjer úr bænum með fjemætustu dýrgripi sína. Menn giska á, að hann liafi geymt gull sitt og gimsteina í leirkerum og látið þræla sína flýja með þau þegar gosið kom, þvi að i liúsi lians voru engin leirker, en þau voru venjuleg- asta heimilisprýðin í í-ikismannaliús- um í Pompeji. Eldcert fanst fjemætt í húsinu nema bronzemynd af okr- aranum sjálfum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.