Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1928, Qupperneq 7

Fálkinn - 25.08.1928, Qupperneq 7
F A L K I N N 7 HE/MKOMA SAGA EFTIR JÓNAS LIE. Enginn gat sjeð nokkurn mun ;’i garminum honum Mitja og á hinum Rússunum í fangabúð- uniun í Dúrotz. Augun voru jafn smá og snör eins og þús- undir af öðrum rússneskum augum. Nefið var breitt og dá- Htið brett upp á við, hörundið brúnað af sól og sápuleysi. Hann var allra manna hversdagsleg- astur, eins og búða-ofurstinn sagði er hann hat'ði árangurs- laust verið að leita að þeim fanganum, sem hann hafði trú- að fyrir, að skera sjer vindlinga- munnstykki úr hjarkargrein. Mitja stóð við hliðina á ofurst- anum, en gaf sig ekki fram, þvi að hann skildi ekkert af þýsku kokhljóðunum ofurstans og var því löglega afsakaður. En þegar uiunnstykkið var húið kom hann brosandi inn á skrifstofu ofurst- aias með listaverkið. Og þetta Varð til þess, að Mitja varð vika- piltur ol'urstans, lærði þýsltu og varð einskonar milligöngumað- Ur hans og landa sinná. Mitja hafði verið handtelcinn í Masúríumýrunum. Hann hafði hlýtt í blindni, legið dögum saman í skotgröfunum, gengið hergöngu, sofið og barist og hlýtt alveg jafn mótþróalaust og venjulega, þegar honum var skipað að fleygja frá sjcr byss- unni og ganga með báðar hend- ur upprjettar inn í fangabúð- irnar. Mitja var í Diirotz í fjögur ár. Hann frjetti eklcert að heiman allan þennan tíma. Ekkert frá Maruschu, konunni sinni, Petja, drenghnokkanum eða Sergej föður sínum. Og einn góðan veð- urdag var Mitja sendur til Berlín og settur til að aka salernavagni, ásamt þrekinni konu, ljóshærðri, herðabreiðri og handleggja- stuttri. Hún var góð við hann og gaf honum vindlinga, en hún þreif altaf taumana og jós úr sjer skömmunum þegar Mitja harði horaða klárinn. Hann komst aldrei að því hvað hún hjet. Nafnið var ekkert annað eu einskonar óhljóð, sem hann g'at ekki haft eftir. Einn daginn hvarf hún. Fólk þyrptist saman á götuhorni. Herdeiklir fóru um strætin öðru hverju. Þegra Mitja ók vagnin- um heim uin kvöldið var portið læst. Hann barði á dyr með stígvjelahælnum og kona dyra- varðarins kom og sagði honum að fara norður og niður. Mitja 8erði það. Skildi vagninn eftir, en seldi hestana hálffullum sjó- hða, Ijet ekki renna af sjer í viku, lagði lag sitt við hermenn- uia, sem gert höfðu uppreisn, svaf í keisarahöllinni og komst úieð naumindum undan byssu- slingjum þjóðernissinna. Mán- hði síðar var hann handtekinn USarnt noklcrum hundruðum nianna og kastað í skip, sem sighli með hann til Kronstadt. Mitja kysti ekki hina helgu ,n<)ld ættjarðarinnar er hann steig í land aftur. Og grjet ekki ei' hann sá gyltu turnana á kinaillovskakirkjunni. Hann á- varpaði inann, sem var að selja eldspítur á götunni, en hann skildi ekki mállýskuna sem hann talaði og þá fór Mitja að hölva á þýsku. í þrjú ár fór hann fótgang- andi um Rússland. Tók sjer fari á þakinu á járnhrautarvagni frá Moskva til Odessa og hjelt á- fram fótgangandi austur á bóg- inn og snikti mat hjá frönsk- um ferðamanni, sem hann að lokum rændi. Svaf á nóttunni og gekk á daginn, mánuð eftir mánuð. Og Mitja fór að halda ræður á sovjetfiindunum. Hann hafði sjeð heiminn og komið inn í höll keisarans í Berlín. Eins og farfuglarnir fljúga í ákveðna átt, eins hjelt Mitja til suðausturs. Og eitt kvöld sá hann hylla undir þorpið sitt austur á sljettunni. Hann var ekki einn. Tetchingedawai .. .. ! Hann var ineð háskólaprófessor cg þeir drukku saman flösku af heimabrugguðu vodka. Þeir drukku lítið, ekki mikið, gerð- ust háværir og staðnæmdust ut- arlega i þorpinu við húsið henn- ar Maruschku. — Vinur minn, sagði prófessor- inn. Hún tekur á móti þjer eins og glataða syninum, þrýstir þjer að brjóstum sjer og slátrar ali- kálfi. Jeg ætla að hinkra við l’yrir utan, til þess að trufla ykkur ekki. Mitja fór inn. Kona stóð við hlóðin og var að elda. Hún var farin að eldast. — Maruschka, hugsaði Mitja með aðdáun. And- litsdrættirnir voru skarpir og þreytulegir, mynd sults og seyru. En hún hafði þó varla ástæðu til að vera óánægð. Hann varð gramur yfir þessu og sparkaði í stól. — Hvað vilt þú hjer inn, var hrópað með ljótri, gjallandi rödd, eins og hljóðið kæmi frá fiðlustreng sem er að slitna. — Jeg vil ekki hafa fulla menn inn í mín hús! Út með þig. Hann hló, tók stólinn og sett- ist. — Maruschka, sagði hann blíðlega og hallaði undir flatt. Hún hörfaði undan út í hornið og horfði á hann, eins og hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann stóð upp. Endurtók nafn hennar, urraði það eins og björn og færði sig nær henni. Þá opn- aðist hurðin inn í herbergið við hliðina á stofunni og ungur maður kom inn, með hrafnsvart hár og strítt. Hann gerði sig byrstan og líklegan til alls. —- Hver er þetta, spurði Mitja, alveg hissa, en fjekk ekki svar. Svo sneri hann sjer að mannin- um sem inn kom. Maruschka stóð kyr og steinþagði, en augnaráðið varð flóttalegt. — Jeg er maðurinn hennar, sagði sá sem inn kom. —■ Ha, en jeg þá? Mitja reyndi sem hann gat að láta sjer ekki fatast. — Jeg er Mitja. Hann hnykl- aði brúnirnar, teygði fram var- irnar, eins og börn gera og end- urtók: Mitja. Þá datt honum alt í einu í hug, að nú væri hann ineð alskegg og mundi því ekki vera þekkjanlegur. En nú kom kvenvonskan fram í almætti sínu. Hún hugsaði til skammanna, sem nú mundu dynja yfir, höggin, sem greidd mundu verða á háða bóga og börnin, sem hjúfruðu sig að henni. — Mitja er dáinn, jeg þekki þig elcki, sagði hún og sneri sjer undan. Mitja gat sjeð það á bakinu á henni, að hún laug á móti betri vitund. — Hún vill ekki kannast við mig, sem hefi sofið í höll keisarans og kann að tala tvö tungumál, hugsaði hann með sjer og var hissa. — Hún lýgur! Og ókunni maðurinn, sem nú var kvæntur henni, sá þetta líka, hugsaði það sama, lagði fingurgóminn á vörina á sjer og sagði hægt: — Og þó það væri satt. Þó þú værir Mitja. Gömlu lögin eru gengin úr gildi. Við erum gift samkvæmt nýju lögunum. — Og Petja? Hún leit lymskulega á hann. — Hann dó í fyrra, þegar minst var um matinn. — Og Sergej? Hún svaraði án þess að vikna: — Úlfarnir hirtu hann í hitti- fyrra, þrjár verstir hjerna frá, úti á steppunum. Hann horfði á börnin þrjú, á hlóðirnar, á sperrurnar og bit- ana, á Maruschku, á ókunna manninn, sem nú var maðurinn hennar — horfði lengi á þau. — Þú gætir fengið að liggja hjerna í nótt. En það er þröngt hjá okkur. Og hann benti á börnin þrjú. Mitja var þakklátur fyrir gest- risnina og kinkaði kolli, braut heilann um hverju hann ætti að svara, en datt ekkert í hug. Og svo gekk hann þegjandi út. í skurðinum við veginn fyrir utan lá prófessorinn steinsof- andi. Stígvjelin hans með stóru götunum stóðu upp úr. Mitja fór þegjandi úr frakkanum braut hann saman og stakk und- ir höfuðið á sjer. Eftir að hann var lagstur flökraði það að hon- um að kveikja í húsinu hennar Maruschku. Hann fór að leita að eldspítum en fann þær ekki og sofnaði út frá öllu saman. ----------------------;----■»< Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8b. Sími 420 hafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og end- ingargóðu veggfóðri.papp- ír, og pappa á þil, loft os gólf, gipsuðum loftlist- um og loftrósum. Verslið ÍÍOiSOOOOOCnatSaííOOOOOaOSíOOCíia o o o o o o o o o o o § o o o § í § i 1 j Edinborg. j I I ooooooooooooooooooooooooo OSRAM PERUR hvergi ódýrari en hjá H. P. Duus. Best Uaup hjá J. Þorláksson & Norðmann.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.