Fálkinn - 25.08.1928, Síða 10
10
F Á L K I N N
m=
11 KONUR!
| j LítiS til karlmannanna, : :
: | hve mjög þeir líftryggja ! !
1.111 iiniii — Eruö þjer eigi jafn : !
2 I verðmætar þeim?
! ! „Andvaka“ — Sími 1250. ! :
m-—
Heiðruðu húsmæður!
Notið eingöngu langbesta
skóáburðinn.
Fæst í skóbúðum og verslunum.
*......... =----------
Austurstræti 1. ReykjaYík.
Vefnaðarvörur
úr ull og baðmull.
Allskonar fatnaðir
ytri sem innri
ávalt fyrirliggjandi.
- -----Z
Fyrir kvenfólkið.
Konungleg barnakerra.
Þessi mynd cr af Ástriði krón-
prinsessu í Belgíu. Það þykir
tíðindum sæta að hún sjálf ek-
ur barni sínu um yöiur Bryssel-
arborgar, og hefir þessi mynd
af lienni birtst í mý-mörgum er-
lendum blöðum.
KVENNALIÐ MUSSOLINI.
Mussolini hefir meSal margs aunars
lcomið bví til leiðar, að kvenfólkið í
ítaliu iðkar íþróttir miklu meira en
áður gerðist. Og í fascistafjelögunum
ítölsku liafa hvarvetna myndast leik-
fimis- og íþróttaflokkar, skipaðir
kvenfólki eingöngu. Páfanum var
þetta ekki að skapi, og liann andmælti
því harðlega. En það virðist ekki hafa
borið tilætlaðan árangur, því kven-
fólkið hamast ineira en nokkru sinni
fyr, og er nú farið að æfa sig í
vopnaburði og skylmingum. Eru það
kvenskátar, sem gengið liafa á undan
í ]>essu.
í ræðu, sem aðalritari fascistafjc-
laganna lijelt nýlega í Rómaborg
mintist liann á kvenfólkið, sem væri
farið að læra að fara með byssu.
„Það er ekki til þess að geta notað
byssuna í ófriði, ekki til þess að
drepa. En það er til þess, að herða
kvenfólkið, til þess að nýja kynslóð-
in verði ekki eins og sú fyrri. Nú er
kvenfólkið svo viðkvæmt, að það líð-
ur yfir það ef það sjer byssu“.
En tilefnið til mótmæla páfans var
kven-iþróttamót eitt mikið, sem ný-
lega var lialdið í Róm. Tóku þátt í
mótinu 3000 leikfimisstúlkur og alls-
konar íþróttir voru uin Iiönd hafðar,
einnig aflraunir. En páfanum sárnaði
mest, að stúlkurnar skyldu iðka spjót-
kast og kunna að fara með byssu. —
IJað hafði verið einkennileg sjón, að
ganga um götur Rómaborgar þá daga
sein mótið var. Alstaðar gaf að líta
ungar, stuttkliptar stúlkur, í fascista-
húningi, og þessar stúlkur eru jafn
ólíkar hefðarmeyjunum i Róm eins
og dagur er nótt. Þvi hefðarmeyj-
arnar í Róm eru af „gamla skólan-
um“ og kæra sig kollótta um kven-
rjettindi.
„Kvenbúningur fascista er eflir nýj-
ustu tísku og tilkomumikill", sagði
Mussolini í ræðu er hann útbýtti verð-
laununum eftir mótið. En búningur
þessi er: hvítur „jurnper" og felt pils,
svart, svartir skór og sokkar og svart-
ur höfuðbúnaður er líkist mest vefj-
arhatti og eftirlíking „Berettu" Rafa-
els og keimlikur tyrkneskum fez. En
þegar fascistastúlkur eru á gangi á
götum úti verða þær þó að liafa yfir-
liöfn (,,slá“) — vitanlega svarta —-
yfir búningnum. Allar fascistastúlkur
úr norðurhjeruðum Ítalíu eru incð
drengjakoll, en hinsvegar ganga stúlk-
urnar frá Sikiley, Calabríu og öllum
hjeruðum fyrir sunnan Napoli ennþá
allar með langt hár..
VENUS NÚTÍMANS.
Hjerna á árunum varð einhver til
þess að mæla vaxtarlag Venusar-
lílcneskisins fræga nákvæmar en nokk-
ur skraddari mælir mann sem liann
á að sauma föt á. Og málin voru
send um allan heim, og kvenfólkinu
sagt, að ef likainsvöxtur þeirra væri
fallegur ætti liann að svara sem best
til þessara mála.
En nú er þetta vaxtarlag horfið úr
tísku. Og hafa nú verið gefin út ný
mál, sem eiga að vera samkvæmt
kröfum nútímans um fagurt vaxtar-
lag. Eru þau meðaltal af málum, sem
tekin hafa verið af söngmeyjunum í
„Ziegfield Follies“ New York, en þær
þykja bera af öllu kvenfólki að lík
amsfegurð, og sjerfræðingar eru ávalt
á ferð frá þessari stofnun til þess að
ráða þangað kvenfólk, sem skarar fram
úr að vaxtarlagi. En málin á Zieg-
field-stúlkunuin eru svona:
Hálsinn 34 cm, hrjóstið 88 cm,
mittið 72 cm, mjaðmirnar 05 cm.,
lærið 50 cm, kálfinn 36 cra, öklinn
18 cm., framliandleggur 22 cm, úlí-
liður 15 cm. og upphandleggur 26 cm.
Hæðin á að vera 160 centimetrar og
þyngdin 57 kílógröm.
Fyrir löngu liafa menn samið skrár
um, hvernig hlutfallið eigi að vera
milli líkamshæðar og þyngdar. Var
gamla reglan þannig, að fólk ætti að
vega jafn mörg kilógröm eins og hæð
]>ess væri margir centimetrar fram yf-
ir hundrað. T. d. ætti stúlka, sem
væri 56 kg. á þyngd að vera 156 cm.
á hæð. En nú gera menn aðrar kröf-
ur, og hlutfallið milli liæðar og
])yngdar er svona, samkvæmt liinuin
nýjustu kröfum:
Hæð 146 cm. = l>yngd 43.5 kg.
— 148 — = — 45.5 —
— 150 — = — 46.25 —
— 152 — = — 47.5 . —
— 154 — = — 49.5 -—
— 156 — = — 50.75 —
— 158 —= — 52.5 —
— 160 — = — 55.25 —
— 162 — = — 57.25 —
— 164 — = — 59.75 —
— 166 — = — 62.75 —
— 168 — = — 63.75 —
— 170 — = — 66.75 —
— 172 — = — 70.5 —
Taflan nær ekki lcngra en að 172
centimetra hæð, livort sem það á að
skiljást sem svo, að konur megi ekki
vcra hærri. 172 cm. er vitanlega al-
veg nóg.
Greta Garho, liin fræga sænska kvik-
myndaleikkona, liefir skrifað æfi-
minningar sínar í lilaðið „Photoploy".
Kemst hún ]iar m a. inn á, livers-
vegna hún liafi ekki gifst og svo
skrifar liún: Mjer hefir altaf fallið
vel að vera ein, en ekki altaf vera
„ein“ með sömu persónu.
hyggin husmoðir
lítur í pyngju sína áður en hún lætur tvo
peninga fyrir einn.
Af bestu dósamjólkinni jafngildir 1
mjólkurdós 1 lítra nýmjólkur. — Hvaða
vit er þá í því að kaupa mjólkurdósina
mikið hærra verði heldur en nýmjólkur-
líterinn.
Ekki er það af því að hún sje betri.
Verið hagsýn, kastið ekki peningunum
frá yður og það að mestu út úr landinu.
Hugsið um velferð barnanna. Qefið
þeim mikla nýmjólk.
Notið mjólkurmat í hverja máltíð, það
verða áreiðanlega ódýrustu matarkaupin.
En kaupið hana hjá:
MJÓLKURFJELAGI
REYKJAVÍKUR
Keillier’s
County
Caramels
eru mest eftirspurðu og bestu
karamellurnar.
í beildsölu hjá
Tóbaksverslun íslands h.f.
Einkasalar á íslandi.