Fálkinn - 25.08.1928, Blaðsíða 14
14
F A L K I N N
Mlmm i OisEn ÍÉ
--- REVKJAVÍK ------
ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði.
Biðjið um
BENSDORPS
SÚ KKULAÐI
Odýrast eftir gæðunum.
Ávalt fjölbreyttar birgðir af
HÖNSKUM fyrirliggjandi.
HANSKABÚÐIN.
SRáR-éæjni nr. 2.
Eftir Giiðm. Bergsson.
Hvítt byrjar og mátar í 2. leik.
Lausn á krossgátu nr. 2.
L á r j e 11.
1. I>rusk, 5. gnegg, 9. já, 10, árbrú,
12. ár, 13. íri, 14. rá, 16. lilána, 18.
eg, 19. krani, 21. dregg, 23. ala, 24.
mig, 25. hnaus, 27. fanir, 29. ás, 30.
Kapcr, 32. nú, 33. már, 34. er, 36.
garró, 38. rá, 39. nárán, 40. óspar.
LóSrjett.
1. Þjark, 2. rá, 3. sá, 4. krili, 5.
grind, 6. nú, 7. já, 8. grugg, 11. brú,
15. árans, 16. hnauk, 17. armar, 18.
eggin, 20. ala, 22. ein, 25. iiásin, 26.
saman, 27. Ferró, 28. rúmar, 31. pár,
35. rá, 36. gá, 37. ós, 38. rá.
Meiri liluLi lausnanna sem hárust
voru rjettar. Við útdrátt úr rjettu
lausnunum var dregið nafn Sesseiju
Sigurðardóttur, Skólavörðustíg 9. Vitji
hún verðlaunanna á skrifstofu Fálk-
ans, Austurstræti 6.
□*p----------------------
F Þvottabalar . . . Kr. 3,95
Þvottabretti... — 2,95
Þvottaklemmur — 0,02
Galv. fötur ... — 2,00
Kaffikönnur . . — 2,65
Katlar........... — 4,55
Pottar........... — 1,85
l Sigurður Kjartansson.
I Laugaveg 20 B. Sími 830. Jj
□^_______________________
Weber & Feustel,
Greiz, Þýskalandi.
Mjög fjölbreitt sýnishornasafn af sjer-
staklega góðum og fallegum ullarkjólaefn-
um frá ofangreidu firma hjá
TAGE MÖLLER.
Sími 2300 (heimasími 350).
Seljið ekki tófuyrðlinga án þess að tala við íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux.
en tók þó ekki eftir nakta fætinum, sem
Itússinn hafði sjeð, og ekki gat hann held-
ur greint andlit mannanna, því þau voru
hulin uppbrettum krögum og niðurbrett-
um höttum. En eitthvað fanst honum skrít-
ið að sjá þá leggja svona stóran böggul, vaf-
inn í bláa álneiðu, inn í ltifreiðina.
Ungi maðurinn leit í kring um sig ó-
ákveðinn. Engin lifandi sála var á götunni,
að undanteknum mönnunum, sem hann
hafði þegar sjeð. Hann gekk út úr skugg-
anum undir sóltjaldinu, og þá tóku menn-
irnir við bifreiðina að flýta sjer grunsam-
lega mikið, og áður en margar sekúndur
voru liðnar, var bifreiðin koinin af stað á
l’leygiferð.
f sama vetfangi stökk hálfklæddur mað-
ur út úr húsdyrunum. Hann var einna lík-
astur einhverskonar illvætti, með strítt, ó-
greitt hárið. Hann öskraði af reiði þegar
hann sá Minerva-vagninn hverfa fyrir götu-
hornið, og sneri sjer að unga manninum,
sem þar stóð.
Suzzi hefir verið numin burt —, æpli hann
og reif í hár sjer. Flýtum okkur á eftir
þeim*
Og án þess að litast um eftir eiganda bif-
hjólsins, þaut hann að því og setti það af
stað, því svo var hann heppinn, að það var
ólæst. Hann setti fljótt á fulla ferð á eftir
bifreiðinni. Hvorugur mælti orð. Alexis sat
við stýrið, en Philip sat á aftursætinu.
Bifhjálið þaut áfram eins og byssuskot,
með nieiri hraða en áður hafði þekst í ann-
álum Amsterdamborgar. Lögreglumenn ætl-
uðu að reyna að stöðva það, en hættu
fljótlega öllum tilraunum í þá átt, lil þess
að hætta ekki lífi sínu um of.
Alexis kunni að stýra og hepnin var með
honum. Á horninu hjá Vondelpark þar, sem
ríkisbubbar borgarinnar búa i strjálum hús-
um, kom hann auga á bifreiðina, sem dró
heldur ekki af ferðinni. En hvað getur góð
bifreið, sem öll Belgía er hreykin af, móti
góðum Henderson? .... þar sem hann, á
annað borð hefir svigrúm lil að aka eins
hratt og honum líst?
linni í bifreiðinni sátu Charles Rigault og
barón van Pjes og studdu stóra böggulinn
í bláu ábreiðunni. — Þetta gekk fljótt,
sagði Rigault, jeg tók hana í baðinu —t-
allsnakta. Herra minn trúr, hvílík sjón ....
Hollendingurinn urraði. Augu hans voru
blóðhlaupin.
— Svo selli jeg klóróformhettuna yfir
andlitið á henni, hjelt Frakkinn áfram.
Það skeði á einni svipstundu. Sagði ekk-
ert einasta orð, og gaf ekki hljóð frá sjer.
Maður hefir nú líka æfingu ....
— Nakin, tautaði baróninn, .... nakin
...., og grófu hendurnar ætluðu að fara að
taka ábreiðuna frá ....
— Hægan, hægan, sagði Rigault .... þjer
verðið að hafa þolinmæði. Fyrst verð jeg
að rá 50.000 gyllini, því þetta er hættulegt
fyrirtæki, eins og þjer getið skilið ....
Hann komst ekki lenggra. Stóra bifreiðin
ipptist við, hallaðist og staðnæmdist.
Hringurinn á öðru afturhjólinu var sprung-
inn, og það munaði minstu að bifreiðin
ylti út i síkið. Þá kom andlit á rúðuna og
baróninn rak upp æðisgengið öskur. —
Það er dansarinn, æpti hann, — dreptu
hann .... f sama bili sá Rigault annað
andlit á hinni rúðunni. —- Dauði og djöf-
ull, æpti hann, — nú er um að gera að
vera snar. Og Rigaull dró upp skammbyssu
sína.
31. Kapítuli.
Þvi miður er ekki til nein fullkomin
lögregluskýrsla um bardagann við síkið hjá
Vondelpark í Amsterdam. Eitia vitnið, sem
máske hefði getað gefið slíka skýrslu, er
þögult, al' góðum og gildum ástæðum.
Þetta er sjerstök saga, og er sögu vorri, að
mestu leyli óviðkomandi.
Hollensku blöðin fengu heldur eltki tæki-
færi til að kynnasl þessari sögu út í æsar,
þótt fleiri mannslif en eitt færu þar l'orgörð-
um. Ýmsar tilgátur komu auðvitað fram,
en lögreglustjórinn, sem sjálfur var ekki
nægilegá kunnugur öllum atvikum, vildi
ekki láta meira af hendi við forvitna blaða-
menn, en nauðsyn krafði. Og alt var það
vegna hinna fögru augna Suzzi Lacombe.
En vjer höfum seinna hitt mann þann,
er kallaði sig ranglega Jakob Harvis, úti á
einum útkjálka veraldar — vjer segjum
ekki hvar. — Hann var hamingjusamur
maður, en slíkir menn vilja fúslega segja
æfisögu sína. Jeg hef leyfi hans til þess að
hripa niður aðaldrættina af frásögn hans.
Því hvað gerir nafn til eða frá á vorum
dögum, þegar annarhvor maður gengur
undir fleiri nöfnum en einu. Nú vill enginn
heita Olsen, Sörensen, Smith eða Duval
lengur. Þetta er óskiljanlegt, en þó satt. Það
eru óalgeng, hljómfögur nöfri, að viðbætt-
um titlum, sem ganga mest í augu manna.
Hver óbreytt „Miss Ameríka“ vill vera
hertogafrú. Lofinn henni bara að krækja
sjer í hertoga.
Eftir þenna útúrdúr skundum vjer al’t-
ur til bifreiðarinnar við Vondelpark. Menn
geta tæpast hugsað sjer hentugri stað til
að gera upp reikningana við óvini sína, en
þann, þar sem Minervabifreiðin stóð og
hallaðist út að síkinu — mitt í löngum trjá-
göngum. Þetta var á þeim tíma dagsins,
þegar umferð var sama sem engin — sem
sje í hádegisverðartímanum. Næsta íbúðar-
húsi var í hjer um bil 100 metra fjarlægð.
Þar voru fáein börn að leika sjer í garðin-
um. Þau heyrðu að vísu nokkur skot, en
sáu ekkert.
Liðsmunur var milcill. Tveir alvanir menn
vopnaðir skammbyssum, annarsvegar, en
hinsvegar ungur dansari með lítinn rýting
í hægri hendi. Með honum hafði hann
stungið gat á afturhljólið á bifreiðinni. Og
við hlið hans stóð ungur nautnaseggur
með mjóan göngustaf og ljettan að vopni.
Apk þessara, sem taldir hafa verið var bif-
reiðarstjórinn, sem var þjónn baróns van
Fi es. Hann hefði vissulega getað ráðið úr-
slitum, húsbónda sínum í hag, á skömmum
tima, ef ekki hefði kálfshjarta setið i brjósti
hans. Jafnskjótt, sem hann sá bifhjólið
greip hann flóttann — til Jiess að kalla á
hjálp — el'tir Jivi, sem honuin sagðist síð-
ar frá. Bardaginn ýar því á milli fjögurra
mánna og var ekki annað fyrirsjáanlegt en
úrslitin væru fyrirfram ákveðin — eldri
ömnnunum í vil. Tvær nýtísku skammbyss-
ur móti rýting og göngustaf .... En hjex‘
kom það í Jjós, sem svo aft áður, að inenn
með sauruga samvisku berjast oftast
klaufalega.