Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1928, Síða 7

Fálkinn - 20.10.1928, Síða 7
F A L K I N N 7 fíflarnir á Hornströndum. Eftir Jóhannes úr Kötlum. Hann var ákaflega lítill; það Var alveg satt. Og það var svei Mijer fyndið af forlögunum að láta hann eignast þessa stóru konu. En það vildi til, að hann yar maður til að leika á forlög- m aftur á móti. Og einm'itt um það er þessi saga. Hann hjet Jóakim og var skólapiltur i Reykjavík, þegar sagan hefst. Litli Kimi var hann altaf kallaður, og þótti honum hað hin argasta háðung. Hann reyndi að hafa þykka sóla undir skónum sínum og háan hatt á höfðinu. En ekkert dugði. Hvern- sem hann reyndi, gat hann aídrei orðið meðalmaður að hæð. Hann var fremur duglegur við að læra lexíurnar sínar, og hegar einhver hafði orð á því við hann, að eldci myndi heila- hú hans vera minna en í öðrum áiönnum, ljet hann vcl yfir þeirri uppgötvun. Fremur var litla Kima gjarnt til kvenna, en var þó frámuna- legur klaui'i í þeim sökum, og hendi hann smæð sinni um það eins og annað. Ungu stúlkurnar hæddu hann og stríddu honum á ^msar Jundir og fjelagar hans sögðu, að svo kvenlegar tilfinn- ingar myndu aldrei glæpast á svo kvenlegu útliti. Þetta þótti Kiina horngrýti hart, og lrugs- nði sjer að sanna liið gagnstæða með tímanum. Þá vildi það til, að fröken Margrjet varð þjónustustúllca hjá matselju hans. Hún var liá °g iturvaxin, eins og stærðar karlmaður, vaxin upp úr mesta meyjaí'J) 1 ómanum, en þó vel að sjer um ýmsa liluti. Þar að auki vnr hún vel efnuð, sem oft 1-eyndist kostur í augum fátækra skólapilta. Þessi stúlka var sú eina, sem nldrei henti gaman að smæð Jóa- kims. Niðurstaðan varð loks sú, nð þau fóru að skiflast á hýr- II m augum í laumi og mæla sjer mót suður við Skcrjafjörð á sunnudagsnóttum. Og daginn Sem litli Kimi slapp úr skólan- um setlu þau upp hringana. Það mátti segja að Reykjavík ^etlaði að missa vitiö i fyrsta sinni, sem þau Jóakim og Mar- gi'jet sáust saman á götunni. Það var álilía lirífandi atburður °g þegar Oddur gainli af Skagan- llm sást fyrst í litklæðunum sín- llm. .— Menn tóku fyrst eftir þeim niður í Aðalslræti. Og fólk- Jð safnaðist utan um þau, með uPpglent augu og eyru, eins og gráðugir gammar utan um hræ- III á amerísku sljettunum. Litli Kimi þoldi ekki mátið. hann ætlaði að reyna að forða sjer frá þessu heljarstóra konu- efni sínu, smeygja sjer inn á milli stóru mannanna og reyna nð fela sig í þrönginni. En Mar- gejet tólc þjettingsfast í liandlegg hans og teymdi hann með sjer lnn Austurstræli og upp Lauga- Veg- Altaf óx mannfjöldinn, æp- andi og bendandi, og lögreglan vjeði ekki neitt við neitt. Mar- grjet var hinn rólegasta og hvarf inn í eittlivert liúsið með unnusta sínum, áður en nokk- urn varði. „Þetta er ljóta eldraunin“, tautaði litli Kimi, þegar þau voru sloppin inn. „Jeg þoli þetta ekki til lengdar, bætti hann við og þurkaði af sjer svitann. „Er það þá satt, Jóakim, sem strákarnir hafa verið að segja. Er það virltilega satt, að þú sjert ekki karlmaður"? Margrjet var nokkuð hastar- leg í rómnum. „Ó, þú mátt ekki vera reið, elsku Margrjet inín“, svaraði Kimi. „Jeg get ekki gert að því, hvað jeg er lítill“. Eftir þetta sáust þau aldrei saman á götu í Reykjavík. Um þessar mundir kom sá framfarakippur í Hornstrend- jnga, að þeir stofnuðu með sjer kaupfjelag, En svo vantaði þá náttúrlega lærðan og duglegan framkvæmdastjóra að sunnan. Samvinnuskólapiltana langaði ekkert norður á Hornstrandir, svo þetta ætlaði að lenda í mestu vandræðum. Margrjet, unnusta litla Kima, hafði eitt sinn lokið prófi i Verslunarskólanum með ágæt- um vitnisburði. Nú eggjaði hún Jóakim sinn á, að sækja um þelta ágæta embætti. Hann fjelst loks á það, en þó með vissu skilyrði, sem síðar mun koma í ljós. Kimi fjekk orðalaust framkvæmdarstjórastöðuna, því hann var svo heppinn að þelckja einn slcrifstofuþjóninn hjá S. í. S. — Þau hjónaleysin giftu sig, áður en þau hurfu norður og fengu um leið konungsleyl'i fyr- ir ættarnafninu Fífill. „Göðafoss“ lá á höfninni og fyrsti ílutningsbáturinn var að lenda. Aðeins tveir farþegar stigu á land og skálmuðu upp bryggjuna. Það var herra Fífill hinn nýji framkvæmdarstjóri, og frú lians. Kaupfjelagsstjórn- in, þrír ráðsettir og aívarlegir öldungar, stóðu i tjörunni og tóku á móti þeirn ungu hjón- unum. Þeim leist vel á hið iturvaxna karlmenni, sem hér eftir átti að „afhenda" þeim og „inn- heimta“. Öllu miður geðjaðist þeim að þessari smávöxnu konu hans, sem slcartaði i nærskorn- uin reiðbúningi — og reigði snoðinn drengjakollinn. Þeir voru óvanir þesskonar viðrinum þar á Hornströndum, því að í fljótu bragði var það stærðar- munurinn einn, sem greindi þau hjónin að. Það glampaði á nýsmíðað kaupfjelagshúsið norður á eyr- inni. Þangað hjeldu nú fjár- málamennirnir, þvi í því húsi var einnig hin fyrirhugaða íbúð framkvæmdastjórans. Þau hjón- in lýstu því yfir við dyrnar, að þau æsktu einkis nema hvíldar- innar og tóku þá gömlu menn- irnir hæversklega ofan og hypj- uðu sig. Alt var tilbúið í nýja húsinu, eins og um hafði verið samið. Meira að segja hjónarúmið stóð þar uppbúið. „Heldurðu að ráð mitt ætli ekki að hepnast bærilega“? sagði frú Fífill, þegar hún var að hátta og púðarnir hrundu utan af henni. „Jú, það er jeg alveg viss um“, svaraði framkvæmdastjór- inn og tók ístruna af magan- um á sjer. Það er víst ekki mik- ill vandi að leika á þessa hless- aða Strandaglópa“. „Já, það eru nú eiginlega for- lögin, en ekki Hornstrending- arnir, sem mjer hefir loks tek- ist að leika á“, svaraði frúin og vatt sjer upp í. Tíminn leið á Hornströndum sem hvarvetna. Ivaupfjelagið nýja dafnaði eins og fífill, sögðu karlarnir og þökkuðu það nafn- inu á blessuðum framkvæmda- stjóranum. Þau hjónin urðu þvi fljót vinsæl, enda þótt fólk þættist verða vart við ýmislegt nýstárlegt í fari þeirra. Frúin þótti heldur ómannblendin og hjákátleg í klæðaburði, því þá sjaldan hún sást, var hún altaf í reiðfötum eða „karlmanns- fötum“ eins og kjaftakerlingarn- ar orðuðu það. En svo kom það upp úr kaf- inu, að þetta var „siður fyrir sunnan". Og loks voru allar ráðgáturnar leýstar með þess- ari sömu staðhæfingu: að þetta væri siður fyrir sunnan. Það þótti mönnum því und- arlegast af öllu, hvað fram- kvæmdastjórinn fitnaði ofsalega, þegar fram liðu stundir. Að vísu hafði hann verið ýstrubelg- ur alla tíð, en þó var ýstran alt- af að vaxa, jafnt og þjett. Menn þóttust vita að þetta væri afleið- ingar af leynilegri víndrykkju, og ljetu það altsaman gott heita. En einn góðan veðurdag lagð- ist framkvæmdastjórinn íarveik- ur. Langt var læknis að vitja, svo það ráð var tekið að sækja yfirsetukonuna til bráðabirgða, ef ske kynni að hún gæti eitt- hvað hjálpað. Og mikil var undrun yfirsetu- konunnar, sem von var, þegar hún uppgötvaði að framkvæmda- stjórinn var orðinn jóðsjúkur og að því kominn að ala barn. Og enn meiri varð undrun henn- ar, þegar frú Fífill kom að rúm- inu og spurði ósköp sakleysis- lega: „Jæja, hvað segið þjer um konuna mína, ljósmóðir góð?“ En það vildi til, að Ingibjörg gamla yfirsetukona var veraldar- vön og hvorki hrædd nje hjá- trúarfull. Hún tók á móti barn- inu, eins og ekkert væri um að vera. Alt gekk eins og í sögu. Þarna fæddist fallegur drengur, nýr fífill á akri mannlífsins. Herra Fífill og frú buðu Ingi- björgu gömlu gildan sjóð, ef hún þegði og gengi í lið með þeim. En hún hristi bara höfuðið og þagði. Skömmu síðar voru þau hjón- in kærð fyrir sýslumanninum, því enginn gat trúað því, að ann- að eins og þetta væri siður fyr- ir sunnan. Sýslumaðurinn þar á Ströndunum hafði í marga krappa raun komist um dagana, en þó var þetta ltanske sú krapp- asta. Framkvaandastjórinn, eða rétt- ara sagt Margrjet, játaði að hafa klipt hár sitt og klæðst buxum, peysu og frakka. En ef þetta væri hegningarvert hjá sjer, þá væri þúsundir kvenna um land alt sekar um samskonar athæfi. Frú Fífill eða litli Kimi kvaðst vera saklausari en nokkurt harn. Hann hefði aldrei í pils komið á æfinni, og enga lifandi sál beð- ið að kalla sig frú. Það væri stærðarmunurinn einn, sem varp- að hefði þessu ryki í augun á fólkinu. Annars kváðust þau hjónin bæða hafa konunglega heimild fyrir karlkynsnafninu Fífill, og gætu menn, ef þeir vildu, kært konunginn fyrir þá vitleysu. — Hitt væri einkamál eitt, hvern- ig þau skiftu með sjer verkum í lífsbaráttunni, enda myndi Kaupfjelaginu standa svo hjart- anlega á sama um, hvort það væri karl eða kona, sem hjálpaði því til að græða. Þarna stóð þá sýslumaðurinn ráðalaus á þurru landi. Lögin voru orðin úreltari en hann var- aði sig á. Hann tók þá bara það ráð, að segja Hornstrendingum að skammast sín. Þeir þektu ekki nótt frá degi — og ekki karl frá konu. Svo sló hann í klárinn sinn og reið hurt í fússi. Litli Kimi hló og hugsaði, að þetta þyrfti bannsettur Reykja- vílcur-skríllinn að frjetta. — Hornstrendingarnir hlýddu yfir- valdi sínu og Ijetu alt sitja við sama. Margrjet varð framkvæmda- stjórinn áfram. Kaupfjelagið dafnaði eins og fífill. Litli strákurinn hennar dafn- aði eins og fífill. Og það var eins og heldur farið að togna úr Kima. Hann liafið leikið eitthvað svo laglega á forlögin. ■« Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8b. Sími 420 hafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og end- ingargóðu veggfóðri.papp- ír, og pappa á þil, loft og gólf, gipsuðum loftlist- um og loftrósum. o o o o I Verslið o o o o o o o o o o o o o « o o o Edinborg. ooooooooooooooooooooooool

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.