Fálkinn


Fálkinn - 01.12.1928, Qupperneq 7

Fálkinn - 01.12.1928, Qupperneq 7
F Á L K I N N 7 Að leiðarlokum Langt upp í hæðunum, sem i'ísa eins og dökkur, blárauður Veggur kringum hið fagra, bláa Como-valn, stendur lílil veður- barin kirkja á þverhnýptu bjargi, þrjú þúsund fet fyrir of- an vatnið. Fyrir neðan hana liggja þorpin Cadenabbia og Menaggio; á bak við hana og ofanvert er röð eftir röð af skuggalegum fjöllum og ber hátt við himin það eru fótstallarn- ir undir hinum risavöxnu Alpa- fjöllum. Síðasta ljósleita smá- húsið i þorpunum stendur full- ar tvær mílur frá hlykkjóttu göt- unni, sem gengur i bugðum upp hinn gulleita ldett. Einu sinni á ári fara landsbúarnir pílagríms- l'erð i hvítum og svörtum klæð- um, lil hinnar litlu kirkju, til þess að hiðja um regn af himni þessa árstíð. Annars er hún sjaldan heimsótt. Blagden klifraði hægt upp eft- ir þröngu götunni, sem lá eins og hreinn hvítur borði frá hinni litlu marglitu húsabygg- ingu við vatnið. Það var ekki minnsti vindblær, ekki einu sinni skrjáf í grá-grænu oliu- trjánum, sem sindruðu í sólskin- inu. Smá eðlur, sem sleiktu sól- skinið á heitum hellunum, horfðu á hann með Ijómandi augum, og þustu hurt til að forða sjer er hann hreyfði sig. Skuggar Cyp- Ustrjánna lágu yl'ir götunni eins og stigaþrep. Og Blagden klifr- aði hærra og teygði að sjer feg- urð alls þessa. Þegar hann opnaði lágu dyrn- ar á litlu kapellunni, var kuld- inn og' dimman inni fyrir eins og önnur hindrun á leið hans. Hann gekk inn, og fótatalc hans bergmálaði hátt gegnum skugg- ana, jiótt hann gengi á blátánum. Eftir hið bjarta sólskin úti gat hann aðeins gert sjer grein fyrir nijög litlu þar inni í fyrstu. Inn við gafl logaði á fjórum kertum, og hann hjelt þangað, yfir hið slitna gólf. 1 tilkomulausu gylt- uni ramma er mjög var fallið á, hjekk mynd af Maríu mey, upp yfir þessum fjórum flöktandi kertaljósum. Bagden starði á hana undrandi. Hún hafði auðsjáanlega verið máluð af meistara. Blagden var ekki listainaður, en hann sá þetta á andlitinu. Hún var mál- uð af undursamlegum skilningi á fegurð konunnar. Ef til vill voru augun það dásamlegasta — lýstu nieðaumkun, huggun og sorg. Myndin, sem máluð var með þokukendum bláum lit, xann að nokkru leyti saman við hina dimrnu skugga, og flöktandi kertaljósið gaf rnáðuin tak- niarkalinunum töfra, scin hálf blektu hann — sum augnablikin virtist myndin hafa líf. Hún brosti daufu löngunarfullu hrosi. En í strigann var skorin löng l'ii'a í hjartastað á Mariu-mynd- inni og gapti hún sundur, svo nð óprýði var að. Fyrir neðan niyndina lá mjór rýtingur þak- •nn ryki á litlum palli. Blagden iaut l'orvitnislega niður til að •aka hann upp — en þá sagði Hidd á bak við hann: „Jeg vil ekki að þjer snerti hann herra minn“, og Blagden hörfaði aftur á bak eins og hann hefði gert eitthvað af sjer. Mað- ur stóð í skugganum næstum fast við hlið hans. Hann var gamall, elsti maður sem Blagden hafði sjeð og var í siðri munka- kápu. Andlit hans var líkt og fölnað laufblað, hrukkótt og gult, og hárið snjóhvítt. Litlu, hvössu augun hjeldu Blagden rígföstum með hinúm einkennilega Ijóma sínum. Annars var andlit lians eins og dauð gríma. „Hví ekki?“ sagði Blagden. Munkurinn gekk fram i hið daufa Ijós og gerði krossmark fyrir sjer er hann fór fram hjá myndinni. Hann horfði hikandi á unga manninn, sem hann hafði fyrir framan sig, og virti fyrir sjer andlit hans með furðulegu nístandi augnaráði. Hann virt- ist finna þar það sem hann leit- aði að, og þegar haiin talaði undraðist Blagden hlíðuna i röddinni. „Þessu fylgir saga. Kærir herr- an sig um að heyra hana?“ Blagden kinkaði kolli. Og þeir drógu sig báðir inn i skuggann, lítið eitt framundan litlum, lág- um stólum. Framundan þeim yfir hinu dansandi ljósi kert- anna fjögra, stóð hin skemda Maríumynd, i'yrir neðan hana lá hinn rykþakti rýtingur. Þá hyrj- aði gamli munkurinn frásögu sína, en Blagden horfði upp til myndarinnar. „Það vildi alt til fyrir fjölda mörgum árum“, sagði gamli munkurinn, „en jeg er gamall svo að jeg man það: Rósa lijet stúlkan. Hún var hjá foreldrum sínum í litlu húsi fyrir ofan Menaggio. Og á hverjum degi söng hún útí heita sólskininu á ógirtum akrinum þegar hún var að gæta geitanna fyrir gömlu hjónin, og rödd hennar var eins og svalt vatn í smálæk sem niðar í forsælunni. Hún var altaf að syngja, hún Bósa litla, því hún var ung og sólin liafði aldrei hætt að skína fyrir hana. Fólkinu þótti hún lagleg. En svo var Giovanni. Á hverjum inorgni fór hann fram hjá heimili hennar þar sem gulu rósirnar með Ijósrauðu bikurun- um uxu svo yndislega, og altaf var hún vön að senda honum koss úr litla glugganum. Þá vann Giovanni af öllum æskunn- ar kröftum, og hann söng líka meðan hann vann. Þvi var það ekki alt liennar vegna. Oft fóru geiturnar hjá Rósu út að víngarði Giovanni þegar fór að skyggja, og þau ráku þær heim saman, sísyngjandi og leiddust þegar hin gullbjarta sól hvarf bak við hæðirnar fyrir handan vatnið. Stundum gengu þau saman jiegar kveldroðinn var á himn- inum og Giovanni batt kórónu úr smá-blómunum sem uxu kringum þau og litla prinsess- an lians har hana og hló hjart- anlega. Þau voru eins og börn. Nótt- inni eyddu þau saman á vatninu, og þá sagði hann henni frá draumum sínum; en hlíðandvar- inn andaði á lokka hennar svo að þeir snertu hina hrúnu kinn hans. Og tunglsgeislarnir teygðu sig eins og gullin brú frá balcka að bakka. Fólkið staklt sarnan nefjum uin að þau myndu gifta sig eftir uppskerutímann. En þá Ijet nýtt afl til sín taka í lífi stúlkunnar. Það var kirkjan. Enginn skilur hvenær eða hvers- vegna þetta afl nær tökum a ungri stúlku hugsa jeg. Hún var hertekin af þeirri hugmynd, að liún skyldi gefa sig við kirkj- unni, fara í litla nunnuklaustr- ið fyrir handan vatnið og yfir- gefa sólskinið. Hana langaði ekki til að i'ara, og þetta var skrítið en þó fagurt. Þessi unga, fríða stúlka, sem virtist vera svo mikið i ætt við sólskinið og blómin, átti að ioka kirkjuhurðinni við því öllu. Yður finst þetta skrítið, herra minn. Giovanni var hamslaus megið þjer trúa. Hann hafði dreymt svo yndislega um það ókomna, að honum fanst það kvöl, að hikarinn væri nú hrifs- a'ður frá vörum hans. Hann greip litlu hendurnar hennar, sem sólin hafði svo ott kyst, og bað hana á hnjánum að vera og tárin streymdu niður kinnar lians. Rósa grjet líka, en gat eigi svarað bænum hans. Jeg held hún hafi unnað honum. Samt er eitthvað sterkara en ástin milli pilts og stúlku. Hún bað um einnar nætur frest til að taka ákvörðun. Hún ætlaði að koma hingað upp í kirkjuna og biðja Maríu að leiðbeina sjer. Hann kysti á henni kaldar varirnar og fór burtu. Hann var ungur og el'aðist alls ekki um að hún myndi vilja sig'. Stúlkan lcom hingað. Alla nóttina kraup hún hjcr á ósljettu steingólfinu — hað ti) guðs og grjet; þvi hún elskaði hann. Og María iney leit niður með stóru löngunarfullu augunum sem þjer sjáiið, og fjötraði sál stúlkunnar fastara og fastara við sína eigin sál. Og þegar morgnaði hvarf hún inn- fyrir hvítu veggina fyrir handan vatnið án þess að sjá unnusta sinn aftur. Giovanni varð brjál- aður þegar lionum var sagt það. Hann hrópaði upp hatur sitt á heiminum og guði sínum, og þaut upp litlu götuna, sem við sitj- um nú við endann á, herra minn. Hjer dró hann rítinginn, sem þjer sjáið fyrir neðan Maríu- inyndina og stakk honum í hana með blótsyrði á vörum“. Blagden kinkaði kolli, eu gamli maðurinn þagði uin stund áður en hann hjelt áfram: „Giovanni hvarf í tvo daga. Þegar hann kom aftur var and- lit hans enn þá óðs manns and- lit. Hann mætti líkfylgd sem fór i bugðum upp litlu götuna. Það var jarðarför stúlku. Giovanni var að hraða sjer áfram í blindni er hann var stöðvaður. Menn á- sökuðu hann alls ekki fyrir það sem hann hafði gjört, ljetu enga heiskju í ljós, aðeins ólta og meðaumkun. Rósa hafði dáið á hnjánum í klaustrinu, nákvæmlega sam- tímis og hann stakk myndina þarna. Og honum var sagt nokkr- um mánuðum seinna, að andlit hennar hefði verið undarlega likt andliti Maríu meyjar, cr þeir fundu hana fagurt, afsakandi og dapurt. Menn vissu ekki neina ástæðu til dauða hennar. Það eru til hlutir, sem vjer l'áum eigi skilið. Hún var að biðja guð um kraft, sögðu systurnar“. Munkurinn hætli að tala og langa stund sálu . þeir jiöglir, Blagden og föli, silfurhærði mað- urinn og störðu þegjandi á hið fagra andlit upp yfir þeim. Það var Blagden, seni rauf þögnina. „Hvað haldið þjer að hafi komið fyrir?“ spurði hann seint. „Jeg' veit ekki“, sagði munk- iirinn. Þá varð önnur jiögn og aftur var það Blagden sem talaði. „Hvað sem ]>ví líður“, sagði hann og strauk hendinni um augun, „þá greiddi hún aftur á móti skuldina sem Giovanni stóð í við guð sinn“. „Haldið þjer það“, sagði munkurinn lágt, „jeg veit ekki herra minn, því jeg er Giovanni". Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 b. Sími 420 hafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og end- ingargóðu veggfóðri.papp- ír, og pappa á þil, loft og gólf, gipsuðum loftlist- um og loftrósum. o o o o o o o o o o o o o o o o o Q o 1 Verslið I Edinborg. o o o o o ooooooooooooooooooooooooo oaaí»®®®®®®®®®íaís®®íaafflía®íSíao _ i j_í Úrval af saumavjelum, handsnúnum, stignum og mótorvjelum. g Magnús Benjamínsson & Co. | O®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®**

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.