Fálkinn


Fálkinn - 02.02.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.02.1929, Blaðsíða 14
14 F Á L Iv I N N Lár j ett. 1 gras. 6 gefa rá'ðningu. 11 óslitið áframliald. 12 gefa hljóð frá sjer. 13 vont. 15 stuttur i spuna. 17 hreyf- ing. 19. rfumefni. 20 strjálingur. 24 grcinir (úrelt). 25 rithöfundur. 2(1 lega. 27 kvenmannsnafn. 28 tónn. 29 á vagnhestum. 31 gerir ógilt. 33 á manni og birni. 34 fornafn. 35 verða stiitari. 39 einkenni á blómplöntum. 43 tónn. 44 mannsnafn. 45 í fjárhúsi. *G mar. 47 á skinni. 48 iðnaðarmenn. 50 = 25 lárjett. 51 jarðspell. 53 sann- færing. 54 sár: 55. úldið ket. 58 lcyna. G1 nískur. G2 segja upp vistinni. Lausn á skákdæmi nr. 4. Jtvítt: 1. H e 2 x e 5 2. H d 2 - e 2 3. H e 5 - e 3 mát. Svarl: 15 h 1 — g 2 B eitthvað Lóðrjett. 1 l>0l. 2 livað sem vera skal. 3 skammstöfun í bragfræði. 4 litarefni. 5 lifir slundum á sjávarbotni. G hár. 7 forsetning. 8 titill. 9 ilát. 10 bættir. 14 skemd. 16 forsetning. 18 eldur. 20 greinilegt. 21 ákvæði um livað leyfi- legt sje eða ekki. 22 = 44 lárjett. 23 suðuáhöld. 30 gangur. 32 völlur. 35 minka. 3G eimyrja. 37 vend. 38 naglar. 39 á gufuskipi. 40 gera sturl- aðan. 41 slæmi. 42 flæðisker. 49 smá- agnir. 52 þyngdareining. 54 likains- hluti. 56 = 47 lárjett. 57 líkams- hluti. 59 samtenging. 60 = 25 lárjett. Lausn á skákdæmi nr. 5. Hvítt: 1. II e 8 - c 7 2. H c 7 x e G mát. 1................. 2. I) e G - e 3 mát o. s. frv. Svart: R c G x e G R d 5 x f 4 Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. var augnabliksfreisting, tautaði hann. — Jeg veit ekki hvernig það atvikaðist. — Ivonuna prestsins yðar, hjelt Londe á- fram. — Og, að því þjer sjálfur segið, var þetta í fyrst sinn, sem þjer töluðuð við hana, að undanteknu því er hún var hoðin heim til vðar. — Jeg hefði alls ekki yrt á hana, svaraði Oakes, — ef hún hefði eklti orðið hrædd við hvellinn í byssu minni. Jeg sá ekki, að hún kom og skaut kanínu, sem var á götunni. Á eftir fylgdi jeg henni heim og hún bauð mjer inn og meðan við sátum í setustof- unni .... — Einmitt, sagði Londe, háðslega. Hlíf- ið mjer við þessum leiðinlegu smáatriðum Svo lituð þjer upp og sáuð mig standa í dyr- unum. —- Já, sem aldrei skyldi verið hafa. Londe brosti. — Jeg hefði getað drepið yður undir eins, sagði hann. — En, ef þjer viljið heyra sannleikann, þá er hann sá, að jeg ætla alls ekki að drepa yður. — Ef jeg kemst nokkurntíma hjeðan lif- andi .... byrjaði ungi inaðurinn. — Engar hótanir! tók hinn fram í. — Sjáið þjer ekki sjálfur hversu heimskuleg- ar þær eru. Auk þess eruð þjer sjerstakur heppnismaður. Fyrir örfáum mánuðum, hefði jeg líklega gert á yður tilraun, sem hefði verið hættuleg lífi yðar. En eftir þá, sem jeg ætla að gera nú, verðið þjer jafn- góður og getið farið að skjóta kanínur strax á morgun. Við skulum nú sjá. Londe leit á úr sitt og tók hatt sinn. — Það er víst, sagði hann, —- tími til kominn, að jeg fari í síðdegisheimsókn til móður yð- ar, það gleður yður sjálfsagt, að jeg fer þangað á hverjum degi og hugga hana og kem henni í gott skap. Hún ber sig aðdáan- lega — til þess að gera. Þó er eitt, sein mjer leiðist, sem sje það, að hún hefir fengið hjálp frá Scotland Yard. Það ber ekki vott um gott álit á lögreglunni. hjer. — Jeg vildi, að þjer vilduð fara, muldraði Gerald Oakes önuglega. Mjer er andstygð að heyra til yðar. — Er það uppeldi! stundi Londe. — Að haga sjer svona i annara manna húsum! Jæja, jeg verð víst að slíta mig hjeðan um stundarsakir. Jeg fer til móður yðar. Á morgun verðið þjer sennilega kominn þang- að sjálfur. Ungi maðurinn bylti sjer á hliðina og leit forvitnislega á Londe, sem stóð þröskuldin- um, með barðastóra prestshatlinn í annari hendi og keyri í hinni. —• Ef jeg kemst þangað, sagði hann, — hvað haldið þjer þá, að verði um yður? Londe brosti. — Jeg verð líklega að eiga undir því, sem verða kann, sagði hann. Þjer verðið vonandi ekki of grimmur. Þjer verðið að inuna eftir kossinum, sem þjer fenguð. Ungi maðurinn lá kyr á bálk sínum og horl'ði á dökkklædda manninn, sein gekk niður eftir stígnum i garðinum. Hann varð skelfdur af þeim ruglingi, sem kominn var á hugsanir hans. Hann get með engu nióti munað hversu lengi hann hafði legið í þessu andstyggilega herbergi, eða hve langt var síðan hann hefði etið eða drukkið. Alt virt- ist þokukent og óljóst frá því augnabliki er varir hans skildu við varir þessarar ein- lcennilegu, töfrandi konu, og hann var í hrifn- ingu, en um Ieið ósjálfrátt hræddur, leit síðan upp og sá eiginmann hennar standa á þröskuldinum. Framltoma Londes bar vott um hrygð og undrun, enda þótt hann stilti sig vel, en ungi maðurinn varð afar sneypt- ur. Hann hafði byrjað að stama einhvers- konar afsökun við alvarlega manninn, sem nálgaðist hann. Næst hafði hánn staðið í þeirri trú, að inaðurinn ællaði að hleypa úr byssu á hann. Hann sá eitthvað svart í út- rjettri hönd Londes, svo kom lítill gufu- strókur og hjarta lians og skilningarvit dofn- uðu og hann misti loks meðvitundina. Hann inundi aðeins eftir tveiin gráuin augum, sem störðu á hann eins og gegnum þoku .... Dyrnar opnuðust, hægt og rólega, og kon- an kom inn. Hjarta unga mannsins tók að slá örar, þrátt fyrir magnleysi hans. Hún benti honum að þegja og kom nær honum. Sami yndisþokkinn var í hreyfingum hennar sem áður og augu hennar brunnu af áslríðu. — Fyrirgefðu mjer, sagði hún —• 1 guðs bænum, segið mjer hvort mað- urinn yðar er vitskertur, sagði hann. Hvað ætlar hann að gera við mig. Mjer finst jeg vera í hálfgerðum dvala, og get ekki einu- sinni munað hve lengi jeg hefi verið hjerna. — Þei, þei, sagði líún, blíðlega. Nei, hann er ekki vitskertur. En hann er iniklu reiðari en hann virðist, og afskaplega afbrýðisamur. Hún brosti til Gerakl Oakes, en hann var í engu skapi til að svara því í sömu mynt. — Getið þjer ekki hjálpað mjer að komast hjeð- an? sagði hann biðjandi. Hún varð snöggvast hugsi. Þjer þurfið að verða styrkari en þjer eruð nú, sagði hún. Getið þjer drukkið eitt glas af víni? •—• Jeg hefði nú haldið það, svaraði hann með ákafa. Hún leit snöggvast út um glugg- ann yfir garðinn. Síðan fór hún út en kom að vörmu spori aftur með fult glas af port- víni. — Drekkið þjer þetta í snatri, sagði hún, —• þá eykst yður ef til vill máttur svo þjer getið staðið á fætur. Hann tók gíasið og tæmdi jiað. Rjett í bili fanst honum hann hressast og blóð hans renna örar, en svo sljóvgaðist hann aftur. Hann fórnaði liönd- unum. — Guð minn góður, æpti hann, • — nú kemur þokan aftur. Hann fjell aftur á bak. Ivonan hallaði sjer að honum, strauk hár hans og kinnar. Augu hann lokuðust, andardrátturinn varð reglulegur, en andlilið varð náfölt. Hann virtist sofa, Ann stóð ferðaklædd með blað í hendi, sem virtist hafa gert henni einhver mikil vonbrigði. Hún fór með það inn í skrifstofu Rockes til þess að sýna honum það. — Mjer finst þjer ættuð að líta í þetta blað, áður en við leggjum af stað, hr. Rocke, sagði hún og stundi mæðulega. — Jeg býst helst við, að nú sje ekki til neins að fara. Daniel tók blaðið úr hendi hennar. Yfir greininni, sem hún benti á, var stór og feit fyrirsögn: „SKÝRING Á DULARFULLA VIÐBURÐIN- UM í SOUTH FAWLEY HR. GERALD OAKES FINST í SIvÓGINUM ÞAR SEM HANN HVARF Einn srf skógarvörðum hr. Geralds Oakes fann húsbónda sinn í morgun, sitjandi upp við tr je, sofandi, fá skref frá staðnum, sem hann hvarf frá fyrir nokkrum dögum. Byssan lá við hlið hans, og cnda þótt hann sje eftir sig, virðist hann ekki hafa heðið neitt heilsu- tjón. Samt sem áður getur hann ekki gefið neina skýringu á fjarveru sinni, og man ekkert eftir því, sem gerðist eftir að hann fór að heiman. Hann man ekki einu sinni eftir því hvernig hann fór að komast aftur til staðarins, sem hann hvarf frá. Þetta er því undarlegra, sem enginn felustaður er til um þessar slóðir, og lögreglan hefir leitað vand- lega alstaðar í kring, dögum saman. Síðutsu frjettir: Frjettaritari vor hefir komið til South Fawley Hall og hefir frjett, að enda þótt hr. Oakes líði vel, getur hann alls enga grein gert fyrir hvarfi sínu, og vildi varla trúa því, að fjórir dagar væru liðnir siðan hann fór að heiman. Hann man

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.