Fálkinn - 02.02.1929, Blaðsíða 15
F Á L K I N N
15
„GLATAÐI SONURINN".
Framh. af bls. 2.
Stöðulítill og hverflyndur, og undir
eins og Helga systir Þóru keraur til
skjalanna tekst lienni að ná valdi j-f-
ir honum. hau Þóra giftast en Helga
herðir á vjelabrögðum sinum og svo
fara leikar, að Þóra deyr af hennar
Völdum.
í Óskari er tónlistarmannsefni. Eftir
dauða Þóru flækist liann lít í lieim,
burt rekinn úr föðurgarði, fj-rir að
hafa falsað nafn föður síns á ávísun,
sem honum var um megn að borga.
Og fundum Óskars og Helgu ber sam-
an á nýjan leik og enn lenda ]>au i
spilavitinu i Monte Carlo, þar sem
hún hafði verið með Óskari og Þóru
á brúðkaupsferð þeirra, en i þeirri
ferð hafði liún gint hann til að falsa
ávisunina. Óskar liggur flatur fyrir
spilafýsninni og Helga gerir sem hún
getur til að ala á þeirri ástriðu. Loks
leiðist hann til að svíkja i spilum —
i samráði við forstjóra bankans. Og
hegar alt kemst upp verða ekki önnur
ráð til að bjarga Óskari undan en
að segja hann dauðan. Hann flýr iir
spilavítinu og byrjar nýtt líf. Nokkru
peinna er liann orðinn frægt tónskáld
bg nefnist Kristján Kristjánsson. Og
jafnskjótt og lionum hefir græðst fje
til þess að borga foreldrum sinum
l'að, sem þau höfðu greitt til þess að
forða lionum frá fangelsi fer hann
heim til íslands. Samfundir hans og
dóttur hans, þegar þangað kemur, eru
með átakanlegustu þáttum sögunnar.
Hún veit ekkert nema ilt um föður
sinn og segist ekki mundu fagna ]>ví
að sjá hann aftur. Og þá finst Óskari
lifið ekki þess vert að lifa þvi framar.
Hann hverfur — verður úti í Hengl-
inum.
— — — — Myndin hefir ýmsa ó-
kosti sögunnar, en einnig flesta kosti
hennar. Og þó ýmsa galla megi finna
á myndinni, þá eru kostir hennar yf-
ivgnæfandi. Viðburðarrás sögunnar er
vel rakin, og ýmsir þættir mjög á-
takanlegir og liða seint úr minni.
Myndin er í tveimur köflum og
heitir sá fyrri Glataði sonurinn og
lýkur honum með dauða Þóru. Seinni
hátturinn heitir Afturhvarf glaða son-
arins. Er myndin alls 16 þættir og
verður því að sýna Iiana á tveimur
kvöldum.
„Glataði sonurinn“ hefir ekki fengist
leigður, og er það ástæðan til að hann
hefir ekki verið sýndur hjer fyrir
löngu. En nú hefir NÝJA BlÓ keypt
eintak af myndinni, látið setja i hana
islenska texta og sýnir l'yrri hlutann
í fyrsta skifti í kvöld. Munu fáir láta
hjá líða að sjá þessa mj-nd, bæði
vegna sögunnar, sem margir hafa les-
>ð og þá eigi síður vegna ]>ess, að
myndin er tekin hjer á landi.
Leikurinn er góður, en með talsvert
enskum keim. Sjerstök ástæða er til
að nefna leik Stewart Ilomc, scm á
köflum er glæsilegur.
Um daginn gaf prestur i Ameríku
saman i hjónaband dansfólk —' og
gerði það meðan brúðlijónin voru að
dansa. Þau fóru dansandi inn i hjóna-
bandið og dansa nú vonandi á rós-
framvegis.
TEIKNIÐ.
Frh. af 7. síðu.
vera stærri, kinnar hennar voru
rjóðar og bros hennar eins og
ungrar stúlku.
Lengi lá hún í faðmi hans án
þess að segja eitt einasta orð.
Hann kysti enni hennar, munn
og augu og hún fór höndum um
háls hans og axlir. Og tár komu
fram í augu hennar er hún
strauk á honum silfurgrátt hár-
ið. —
— Teiknið? mælti hann er
þau voru sest inn í vagninn.
—• Já, teiknið, svaraði hún og
horfði hugfangin á hann. Við
höfum lifað verstu tíma sem
yfir heiminn hafa gengið, en við
höfum einnig sjeð teiknið. Styrj-
öldin kollvarpar öllu náttúru-
lögmáli.
—- Jeg skil þig ekki, sfamaði
hann, og æðarnar þrútnuðu á
enninu á honum. — Flýttu þjer
að segja mjer, hvað þú átt við.
—Það er ekki til að segja
það heldur til að sjá það.
Og honum tókst ekki að toga
út úr henni eitt einasta orð um
þetta frekar.
Honum var margt í hug þeg-
ar hann kom inn í húsið sitt
aftur. Og hann hrökk við er
hann kom auga á svolítið barns-
rúm. Honum lá við að hrópa
upp yfir sig.
Konan leit brosandi til hans.
— Styrjöldin hefir gefið þjer
son, mælti hún.
Það komu hrukkur í andlitið
á honum og dró yfir það kvíða-
skugga.
— Nei, ekki tökubarn, heldur
reglulegt styrjaldarbam. Það
fæddist nákvæmlega níu mánuð-
um eftir lát föður þíns.
Hann stóð þarna við litla
rúmið og vissi ekki sitt rjúk-
andi ráð. Á koddanum lá lítið
barnshöfuð með rjóðar kinnar
og tvær litlar hendur með spent-
um greipum teygðu sig upp
undan sænginni.
—- Þú mátt ekki vekja hann,
hvíslaði móðirin.
En alt í einu andvarpaði
drengurinn og lagði aðra hend-
ina ofan á sængina, beygði
þumalfingur og vísifingur, en
hjelt' hinum stífum og beinum.
Teiknið!
Hann greip um litlu hendina
og fann að ailir fingurnir beygð-
ust inn í lófa hans.
— Æ, nú vekurðu hann og
þá fer hann að gráta, þegar
hann sjer ókunnugt andlit yfir
sjer, hvislaði móðirin.
En í sama bili opnaði barnið
augun. Honum datt ekki í hug
að gráta, litla drengnum. Hann
starði á föður sinn með stórum,
einbeittum, dimmbláum augum.
Sömu augunum, sem gamli Jó-
hann Matthíás hafði horft á
hann fyrrum, siðast er þeir sá-
ust.
Og það fór um föðurinn til-
finning, sem hann hafði aldrei
orðið var við áður. Það var
faðir hans, sem horfði á hann
með þessum barnsaugum og gaf
honum teiknið um, að eilíft líf
væri til.
BaBsamBMatgasm&BBUMmea
3
P
4
I
1
Í
'Í
%
SPARAR:
Tíma-Vinnu- Peninga.
TSOAP
LEW,R UROTUERS LIMITEO, PORT SUNLIGHT, ENGL\ND.
Kæra húsmóðir!
Trúið mér einni fyrir þvottinum!
Með mestu varúð næ ég burt öllum óhreinindum, án þess að skemma
tauið minstu ögn. Ég held léreftum hvítum sem mjöll, ullardúkum fögrum
sem rósum. — Með því að nota lélegar sápur til þvotta, eyðið þér tugum
króna á ári í skemdu líni og fatnaði. — Látið mig vinna hjá yður allan
ársins hring. Tauið mun endast margfalt lengur. Pvotturinn verður fal-
legri, og þér komist að raun um helmings hagnað af upphæð þeirri, sem
þér árlega notið fyrir lakari sáputegundir.
Munið eftir mér næst, þegar þér kaupið sápu. Ég sit í öllum búðarhillum
bæjarins og bíð eftir yður. Ekkert heimili á Iandinu ætti að vera án mín.
Yðar einlæg
SÓLSKINSSÁPAN
Silfuvplettuövuv:
Matskeiðar, Desertskeiðar,
Hnífar, Gafflar, Teskeiðar,
— Kökugaflar, Kökuspaðar,
Compotskeiðar, Sósuskeiðar,
Rjómaskeiðar, Strausykurs-
skeiðar, Konfektskálar,Avaxta-
skálar, Ðlómsturvasar.
Ódýrast í bænum.
Versl. GOÐAFOSS,
Sími 436. Laugaveg 5.
Ungur maður, sem roðnar er betri
en sá, sem fölnar.
Þa'ð er ómögulegt að njóta hvíldar
nema maður hafi nóg að gera.
----o------
Eitthvað það vitlausasta sein þú get-
ur gert, sagði heimspekingurinn, er að
láta skýin frá i gær skyggja á sól-
ina i dag.
----o----
Menn atliuga ekki alrnent hjá öðr-
- um galla, sem menn ekki þekkja hjá
sjálfum sjer.
TITANIC
bifreiðafjaðrir eru komnar
aftur; reynslan sýnir altaf
betur og betur með hverjum
deginum, að þær eiga engan
sinn líka hvað gæði snertir.
Havoline smurningsolíur
svíkja engan. Notið að eins
bestu olíur á allar bifreiða-
vjelar. — Mansfield bif-
bifreiðagúmmí er án efa það
besta sem til landsins hefir
komið; fæst gegn fyrirfram
pöntun.
Sendi gegn póstkröfu
hvert á land sem er.
Haraldur Sveinbjarnarson.
Hafnarstræti 15. Sími 1909.
| Dönsk bökunaregg }
( á 15 aura stk.
Maiarverslun
Tómasar Jónssonar. |