Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 09.02.1929, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N TORPEDO Fullkomnustu ritvjelarnar fyrirliggjandi hjá Magnús Benjamínsson&Co, &fláfi~écemi nr. 10. Eftir Guðm. Bergsson. Hvítt byrjar og mátar í 3. leik. Samkvæmt liagskýrslum Bandaríkj- anna hafa 283 menn haft yfir eina Elsta, besta og þektasta ryksugan er Nilfisk. Aðalumboð hjá Raítækjaverslun Jón Sígurösson. Austurstr. 7. miljón dollara i tekjur 1927 og er það 52 fleiri en úrið áður. Af þessum 283 voru aðeins 10 sem höfðu yfir 5 mil- jón dollara tekjur, en 14 höfðu liaft svo miklar tekjur árið áður. I Best kaup hjá J. Þorláksson & Norðmann. Ávalt fjölbreyttar birgðir af HÖNSKUM fyrirliggjandi. HANSKABÚÐIN. Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. vagn þeirra með skipandi bendingu. Þetta var augsýnilega frú Oakes. — Það er víst dr. Osborne, sem jeg tala við? sagði hún. — Hafið þjer vitjað um son minn? Daniel hristi höfuðið. — Jeg hefi verið að vitja um son yðar, sagði hann, og það gleður mig innilega, að honum hefir eltki orðið neitt um það, sem fyrir hann kom. Jeg færði honum brjef frá Sir Francis Worton. — Einmitt? sagði hún. Sir Francis er gam- all vinur okkar. Fyrirgefið, að jeg stöðvaði yður. En sjáið þjer til, jeg var að vonast eftir lækni um þetta leyti og þóttist viss um, að þjer væruð hann. — Mjer þykir vænt um að hafa átt kost á að tala við son yðar. Þetta er afar merki- legur viðburður. Frú Oakes leit á hann forvitnislega. — Ef þjer eruð vinur Sir Francis, sagði hún, — eruð þjer náttúrlega eitthvað riðinn við leynilögreglustörf, eruð „uppgötvari“ — er ekki farið að kalla það svo? — Hafið þjer uppgötvað nokkuð? — Alls ekki neitt, játaði Daniel. — Við vonuðum hálft í hvoru, að við gætum kannske gert einhverjar uppgötvanir í mál- inu, en jeg er hræddur um, að það verði ekki annað en vonbrigði. — En má jeg spyrja yður að einu? — Með ánægju. — Er nokkuð nýkomið fólk hjer í ná- grenninu, sem þjer þekkið alls ekki frá fyrri tíð, og hafið ef til vill haldið vera öðruvísi en það er í raun og veru? — Ekki nokkur sála, svaraði hún hik- laust. — Að undanteknum sjera Lord og konu hans, sem eru ágætis manneskjur, liefi jeg þekt hvert mannsbarn hjer í nágrenn- inu árum saman. — Sjera Lord og kona hans? át Daniel fljótt eftir. — Hvaða hjón eru það? — Sjera Lord hefir verið hjer fyrir sjera Maseley, i mánaðar tíma, sagði frú Oaeks. — Jeg var rjett núna að fylgja honum á stöðina. Einstaklega hjálpsamur maður, sjera Lord. Jeg veit ekki hvernig jeg hefði látið huggast, hefði hans ekki notið við. Daniel fann, að Ann greip í handlegg hans. Hann sat grafkyr í vagninum. Vind- urinn hvein yfir grasblettina í garðinum, og úði fjell niður af laufi trjánna. Það var rjett eins og alt tæki á sig óeðlilega mynd, loftið varð eitthvað svo undarlegt, og honum fanst eins og sannleikurinn hljómaði í eyrum sjer: Londe hafði pantað bækurnar i nafni sjera Maseley! Hvað var því til fyrirstöðu? Og G(erald Oakes hafði mist minnið. — Þjer sögðust hafa verið að fylgja þeim af stað? sagði Daniel, jafnskjótt og hann fjekk vald yfir rödd sinni. — Vitið þjer hvert þau ætluðu? — Til London, svaraði frú Oakes. — Þau tóku lestina á skiftistöðinni. Mjer skilst þau hafa íbúð í Harley House, og jeg er að hugsa um að heimsækja þau þegar jeg fer til borgarinnar. Daniel flýtti sjer grunsamlega mikið að kveðja. Hann fór á símastöðina til að senda skeyti og í gistihúsið til að taka farangur sinn. Þegar þangað kom, fjekk húsmóðirin honum brjef. — Þetta var jeg beðin fyrir til vðar, af prestinum, sem hefir verið hjer fyrir sjera Maseley, sagði hún. — Hann kom hjer við um leið og hann fór á stöðina. Daniel reif upp umslagið ....: Kæri fjandmaður minn! Þjer lifið sannarlega ónæðissömu lífi, en það eru líklega þessi andstygðar blöð, sem eiga sök á því. Dularfult manns- hvarf nægir til að gefa yðar hágáfaða heila nóg að starfa. En hængurinn er sá, að þjer bíðið alt af þangað til eitthvað stendur um það i blöðunum. Ungi maðurinn nær sjer fullkomlega eftir nokkurn tíma, og jeg er hreykinn af ár- angrinum af tilraun ininni. Áður en langt um líður mun jeg gera aðra, sem jeg er sannfærður um, að yður muni finnast enn meir til um. Ef hún hepnast, er þessi langa barátta mín á enda. Heilsið þjer hr. Gerald Oalces frá mjer. Hann er allra besti piltur, en ætti að venja sig af því að kyssa ann- ara manna konur, Au revoir, Joscpli Londe. P.S. — Jeg fer frá Fawley með lestinni kl. 5.10 og auðvitað hafið þjer yðar venjulega lögregluliðsafla á Waterloo- stöðinni. Þjer eruð besta skinn, en ein- faldur og of cjac/nsær, að mjer finst. Daniel rjetti Ann brjefið. Varir hans höfðu hvítnað. Vonbrigðin, sem hann varð fyrir hvað eftir annað, voru farin að setja merki sín á hann. Ann stakk handlegg sínum undir handlegg hans. — Daníel, sagði hún, — sjáið þjer ekki, að ef hann nær einhverntíma marki sínu, eða þykist hafa náð því, þá ríð- ur það honum að fullu. Annaðhvort fremur hann sjálfsmorð, eða gefur sig á vald lög- reglunni. Ef hann verður nokkurntíma heil- brigður aftur, bíður hans enn grimmilegri refsing en við getuin nokkurntima fengið framgengt. Þau heyrðu járnbrautarlestina fara skröltandi yfir brú, langt í burtu. Daniel leit í áttina þangað, fyrst skuggalegur á svip, siðan grimmilegur. — Ef jeg hefði afl Sam- sons, sagði hann, — mundi jeg fórna hverju mannsbarni í þessari lest, eins og Samson fórnaði múgnum í musterinu. Jeg mundi fella súlurnar undan brúnni, svo hún dytti niður með braki. Jeg mundi með ánægju horfa á hundruð manna deyja, aðeins til að vera viss um, að þessi inaður væri einn þeirra. — Það mundi jeg ekki gera, svaraði hún, — og hefi jeg þó gildari ástæðu til að hata hann en þjer, en jeg mundi láta mjer lynda að bíða átekta. Jeg get þegar sjeð þess merki, að innan skamms mun hann verða feginn að fella súlurnar sjálfur. Og þegar til- finningar hans eru komnar í það horf, fer hefnd okkar að verða lítils virði. Daniel svaraði engu, en ekki dró úr blóð- þorstaglampanum í augum hans. VII. STRÆTI DAUÐANS. Londe fleygði Times-blaðinu, sem hann hafði verið að lesa, til konu sinnar, sem stóð á arinábreiðunni í setustofu frá Vik- toríu-tímabilinu, og hleypti brúnum. Þau höfðu sest að til nokkurra mánaða í af- skektum królc í Surrey. — Lestu þetta, Judith, sagði hann. Hún rjetti út höndina, letilega, dró að sjer blaðið og las greinina upphátt: „Eitt hundrað sterlingspund verða greidd fyrir hverja upplýsingu um nú- verandi bústað Sir Joseph Londes, áður í Melborne, Ástralíu, yfirlæknis í hern- um. Utanáskrift: Hólf 117, skrifstofa þessa blaðs“. Judith leit upp og hló eins og krakki. —- Þetta getur ekki annar verið en þú, Joseph, sagði liún. Það virðist sem einhvern Iangi í meira lagi að hafa tal af þjer. Hann leit til hennar með illmannlegum glampa í skæru augunum — sem virtust vera minni og innar í höfðinu en nokkrum mánuðum áður. — Já, einhver vill tala við mig, endurtók hann gremjulega. — Og auðvitað veit jeg hver sá er. Það er þessi erkivitfirringur í jiessum vitfirringa-heimi, Daniel Rocke. Og jeg veit hvað hann vill meira. Hann vill hengja mig. -— Það er hlægilegt, svaraði hún. Er fólk kannske hengt nú á dögum?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.