Fálkinn - 09.02.1929, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BfÓ ......
Undir verndarvæng
Napoleons.
Sjónleikur í 9 þáttum
eftir skáldsögu A. Conan Doyle.
Aðalhlutverk leika:
Rod la Rocque
Phyllis Haver.
Verður sýnd innan skams.
Best. Ódýrast.
INNLENT
r
ölgerðin Egill Skallagrímsson.
Rafmagnstæki sem notuð
eru um allan heim.
PROTOS
RYKSUGUR
BÓNVÉLAR
ÞVOTTAVÉLAR
HÁRÞURKUR
HITAPÚÐAR
Fæsl hjá
raftækja-
sölum.
Jk,
Tau-legghlífar
fyrir karlmenn og kvenfólk
er nýjasta tískan.
Fallegt úrval af legghlífum hjá okkur.
Lárus 0. Lúðvígsson
Skóverslun.
E3:
.............................iHiminmiHiiiiiimiiiiii.liiniiTiTiTtTiXTiiTTiOTnnTíriiliillnliiiMÍTiTiTTi'iiTm
................................................
NÝJA ÐÍÓ ..
Glataði
sonurinn
Eftir hinni frægu skáldsögu
Halls Caine’s.
Myndin er tekin hjer á landi
Dg textarnir eru íslenskir.
Síðari hluti, 7 þættir, sýndur
næstu viku.
Allir verða að sjá
þessa mynd.
Litla Bílastöðin
Lækjartorgi
Bestir bílar.
Ðesta afgreiðsla.
Best verð.
Sími 668 og 2368.
Kvikmyndir.
GAMLA BIO.
Gamla Bio sýnir bráðlega merka
mynd, „Undir verndarv.xng Napo-
leons“, sem gerð er eftir skáldsögu
er hinn kunni rithöfundur Conan
Doyle hefir samið. Saga þessi byggist
sumpart á sögulegum viðhurðum og
er mjög spennandi. Meðal persónanna
í myndinni má nefna sjálfan Napo-
leon mikla, sem Max Barwyn leikur,
Josephine keisaradrotningu og Tall-
eyrand utanriltisráðherra. En aðal-
hlutverkin leika Rod la Roqué og
PhyRis Haver. Drotninguna leikur
Julia Faye.
Ekkert hefir verið sparað*við kvik-
myndatöku og gefur myndin góða
hugmynd um lifið i Frakklandi á
dögum Napoleons mikla.
NÝ.IA BIO
hefir sýnt fyrri hluta myndarinnar
„Glataði sonurinn“ undanfarna viku
og hefir mikil aðsókn verið að mynd-
inni. Jafnskjótt og sýning þessa kafla
er lokið verður síðari hlutinn sýndur,
og er hann mun áhrifameiri en sá
fju-ri, enda sjást þar sögulokin.
JACKIE COOGAN.
Charlie Chaplin hefir nýlega sagt
frá því í ensku tímariti hvernig fund-
um hans og Jackie Coogan bar sam-
an. Er þetta aðalefni frásagnarinnar:
— Kvöld eitt 1918 fór jeg í Orphe-
um-leikhúsið í Los Angeles til þess
að sjá sundkonuna Anette Keller-
mann. Seinasta skiftið sem hún kom
fram á leiðsviðið leiddi hún við liönd
sjer fjögra ára gamlan dreng, son
mannsins sem sá um sýningar henn-
ar. hessi drengur var Jacltie Coogan.
Fólk vildi ekki fara út úr leikliúsinu
en klappaði fyrir sundkonunni. Og
svo var Jackie látinn biðja fólkið um
að fara nú heim. Og hann gerði það
svo vel, að allir fóru.
Þessi atburður varð mjer þýðingar-
mikill. Áruin saman hafði mig Iang-
að til að leika sögu sem heitir „Tlie
Kid“, en orðið að slá þvj á frest af
því að mig vantaði smádreng í ann-
að lilutverkið. En þarna var einmitt
drengurinn.
I’aðir Jackies hafði verið leikari
þegar hann var ungur. Og þegar
Jaqkie var 21 mánaða kom hann í
fyrsta skifti á leiksvið, í New York.
Rað varð með þessuin hætti: Móðir
lians hafði farið með hann í leikhús-
ið til að liorfa á leik, sem faðir hans
ljek í. Drengurinn þekti föður sinn á
leiksviðinu og heimtaði að fara upp
á leiksviðið til hans. Gerði hann
þetta svo áberandi, að fólkið i lcik-
húsinu var farið að horfa meira á
drenginn en leikendurna. Faðir hans
gerði sjer litið fyrir og fór og sótti
drenginn og fór með liann upp á
leiksviðið. Og hann ljet eins og ætti
hann þar lieima. Hjeldu áhorfend-
urnir, að þetta væri hluti úr leikrit-
inu — og eftir það var Jackie lát-
inn vera meðal áhorfendanna á liverju
kvöldi og sóttur upp á sviðið á
hverju kvöldi.
Besti kostur Jackie er sá, að liann
er svo látlaus; jafnvel eftir að „Tlie
Kid“ hafði verið sýnt og dálætið á
drengnuin var orðið sem mest, Ijet
liann það ekkert á sig fá. Honum hef-
ir ekki skilist ennþá, að hann sje
frægur. Faðir hans sjer fyrir því,
hann er jafnan með honum hvar sem
hann er, til þess að afstýra því að
hann verði „skemdur“.
Jackie hefir enga hugmynd um, að
hann sje rikur. Og þó hefir hann
grætt að meðaltali liálfa miljón doll-
ara á ári undanfarin ár. — begar
liann er að leika í kvikmyndum
hleypur hann hvenær sem hann á frí
inn í herbergið sitt og leikur sjer að
gullunum sinum. Hann á dýrasta leik-
fangasafn í heimi, alt gefið honurn
af aðdáendum viðsvegar um heim.
En nú er Jackie að verða of gam-
all. Hann er 14 ára og inenn eru
liræddir um, að hinum glæsta ferli
lians sje lokið. I’að er óneitanlega
nokkuð snemt.
„ENGLAR JEHOVA“.
bað er trúkredduflokkur einn, sem
kallar sig þessu látlausa nafni. Fjöl-
mennur er hann ekki, eitthvað uin
200.000 sálir alls í heiminum og aðall.
í löndunum Belgíu, Austurríki, Sviss,
Þýskalandi, Englandi og Mexico. beir
aðhyllast í flestum atriðuin trúarsetn-
ingar bibliunnar, en hafa ýmsa siði,
t. d. mega þeir ekki bragða kjöt. Og
svo afneita þeir öllum læknavfsind-
uin og meðalagutli. I>eir Iækna sjálfir.
Nú bar það við nýlega að kaup-
maður einn í Wien dó í höndunum
á einum af þessum „englalæknum“.
Kaupmaðurinn var nýkominn í söfn-
uðinn fyrir látlausa áeggjan konu
sinnar, sem hafði verið „engill“
lengi. Og næst þegar kaupmaðurinn
varð lasinn ljet hann sækja „engla-
læknirinn Hermann Mill. Ilann lækn-
aði mest með nuddi, og nuddaði
kaupmanninn svo rösklega í hjarta-
grófinni að hann dó. '
Lögreglan tók i taumana og rann-
saltaði málið og kom það í ljós, að
kaupmaðurinn hefði verið sárlítið
veikur, en að „læknirinn" liefði drep-
ið hann. En ekkjan fagnaði dauða
mannsins síns og sagði að guð hefði
deytt hann, því göfugra hlutverk biði
hans hinumeginn.
Nú hafa stjórnarvöldin sett konu-
garminn á geðveikrahæli og bannað
þennan sjertrúarflokk í Austurriki.
„Englarnir“ eiga sjer „Messias“ hjer
á jörðu. Hann heitir Freytag, er skó-
ari og á heima í Frankfurt a. Main.
SPRÆKUR BISKUP.
Dr. Ingram Lundúnabiskup varð 71
árs í janúar. Nokkrum vikum fyrir
afmæli silt vakti hann eftirtekt á
sjer fyrir það, að vera leikforingi i
hockev-leik, sem stóð 40 minútur og
setja þrjú mörk fyrir sitt lið af 7
sem gerð voru. Leikurinn stóð milli
stúdenta frá Marlborough- og Radley-
skólum og liinir leikmennirnir voru
allir ungir. Var hann í Marlborough-
liðinu. Radley gerði fyrsta markið,
en þá hrópaði biskupinn til liðsmanna
sinna, eins og ungur fullhugi, og
eggjaði ]>á. Eftir fjórar minútur gerði
hann fyrsta márkið í sínu liði og síð-
an hamaðist hann leiltinn á enda, og
virtist alveg óþreyttur að lokum.
I>að eru fáir, sem standa Helen
Wills á spörði í tennis. En sumarið
1926 sigraði Ingram biskup hana i
þeim leik, vestur í . Ameríku.
Biskupinn er talinn vcra sá Lund-
únabúi, sem heldur bestri heilsu og
þoli í hlutfalli við aldur sinn. Hann
segir að allur galdurinn sje í því fólg-
inn, að fara vel með líkama sinn og
láta heilann vinna. I>á þakkar hann
og heilsu sína því, að liann bragðar
hvorki tóbak nje áfengi. Hann er
göngumaður mikill og á hverju hausti
fer hann i heimsókn á Marlborough-
skóla, þar sem hann nam ungur.
I'ekur hann úr flokki skólasveina
liðsveit i hockey og labbar með þá
til Radley og keppir við strákana þar.
Alt virðist benda á, að liann geti
haldið þeim kappleikjum uppi í mörg
ár enn.