Fálkinn - 23.02.1929, Page 1
16 slr 40 an
NÝJASTA KONUNGSRÍKIÐ
Albanía e.r smáríki á vestanverðum Balkanskaga og fjekk sjálfstæðisviðurkenningu í árslok 1912, er Balkanrikin skiftu á
milli sín bróðurhlutanum af Tgrklandi. Er landið á stœrð við Danmörku og íbúatalan um 850 þúsund. Landið vildi verða
konungsríki og var Vilhjálmur fursti af Wied fenginn í hásætið, e.n hann liröklaðist þaðan burtn eftir rúmlega árs vist
og Ijet illa gfir verunni. Höfðu Allmnir verið undir stjórn Tgrkja síðan árið 14-31 og höfðu litið mannast. — Framan af
heimsstyrjöldinni var landið stjórnlaust, en ítalskur hershöfðingi lýsli yfir því árið 1917, að landið væri sjálfstætt og var
það nú gert lyðveldi me.ð 12 manna stjórn og er forsetinn jafnframt forsætisráðherra og herstjóri. Þihgið er í tveim deild-
um, 99 í neðri og 18 í efri. 1 janúar 1925 var Ahmed Bey Zogu kjörinn forseti. Hefir þingið nú kjörið liann til konungs
og nefnist hann Skande.rbeg II. en Skanderbeg hjet síðasti konungur Albana. — Myndin sýnir: 1. Konungur heldur her-
skoðun f'yrir utan þinghúsið, rjett eflir krýninguna, 2. og 3. Albanar í þjóðbúningum. h. Lýðveldisfáninn dreginn niður en
konungsfáinn upp. 5. Skanderbeg konimgur. 6. Fjölskylda konungsins. Aftast sjást foreldrar hans. Skanderbeg er ekki
nema 3h ára gamall og er sagt að Mussolini hafi gqrt hann að konungi.