Fálkinn - 23.02.1929, Page 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BÍÓ —
Litli
lúöurþeytarinn.
Eftir Gardner Su/livan.
Aðalhlutverk leikur:
Jackie Coogan.
Verður sýnd bráðlega.
Best. Ódýrast.
INNLENT
ölgerðin Egill Skallagrímsson.
Rafmagnstæki sem notuð
eru um allan heim.
PROTOS
RYKSUGUR
BÓNVÉLAR
ÞVOTTAVÉLAR
HÁRÞURKUR
HITAPÚÐAR
Faest hjá
rafiækja-
sölum.
^ in.ii;;w...ii.ri)iMMti.n)i'iii!!iu.tit'.ii.....li..........■...H.i..iii?m.iin.in»rins;mi';iii!ir:Mi'i.Minli:iiii)'fiMirni.iiiMi'ini;iiii.ii.Miiniii.ii;.7lrii.Til,i'ii.ii,.i.. ........................................................................... „m,
Tau-legghlífar
fyrir karlmenn og kvenfólk
er nýjasta tískan.
Fallegt úrval af legghlífum hjá okkur.
Lárus G. Lúðvígsson
Skóverslurt.
3
NÝJA BÍÓ
Fegursta rósin
(Valencia).
Þýskur kvikmyndasjónleikur
í 7 þáttum.
Aðalhlutverkin leika:
Oskar Marion,
Maria Dalbaicin,
Dorothea Wieck o. fl.
Litla Ðílastöðin
Lækjartorgi
Bestir bílar.
Besta afgreiðsla.
Best verð.
Sími 668 og 2368.
Kvikmyndir.
Jackie Coogan.
Hjer birtist inynd af Jackie Coogan
eins og hann lítur út nú. Hefir þetta
undrabarn kvikmyndanna verið á ferð
um stórborgir Evrópu undanfarið og
alstaðar tekið méð kostum og kynj-
um. Jackie leikur aðalhlutverkið í
myndinni „Litli Iúðurþeytarinn", sem
sýnd verður innan skamms í GAMLA
BÍÓ, og er ]>ar eitt af bestu hlut-
verkum hans.
FEGURSTA RÓSIN
(Valencia) heitir mynd sem NÝJA
BÍÓ sýnir um helgina. Myndin gerist
í Malaja á Spáni og aðalpersónurnar
eru tvær fagrar stúlkur, sem að inn-
ræti eru jafn ólíkar og dagur og nótt:
blómasöiustúlkan Valencia og hin
göfuga Nicolesa Zamora. Valencia er
piltagull, m. a. verður þýskur sjómað-
ur hugfanginn af lienni. En hún er
ótrygg. Svo kynnist hanu Nicolesu og
takast með þeim einlægar ástir. Þá
vaknar afbrýðissemin hjá Valenciu og
lmn fær mann til að skemma orgelið
í kirkjunni rjett áður en brúðkaup
Þjóðverjans og Nicolesu fer fram. En
fólkið er lijátrúarfult og tekur þögn
orgelsins vott um að Nicolesa sje ó-
verðug þess að giftast. En prettirnir
komast upp og alt fer vel. Myndin
sýnir Dorotheu Wieck í hlutverki
Nicolesu.
NOBILE — li It A SSI >
För Nobile á loftfarinu „ftalía“ í
fyrravor er einhver hin ógiftusamleg-
asta norðurför, er sögur fara af. Lítil
tyrirliyggja og þjóðarmetnaður voru
mest ábei'andi, enda reyndust þeir
ítalirnir ekki menn til að komast
hjálparlaust af ísnum. Myndu þeir
sennilega hafa farist allir, ef Rússar
hefðu ekki mannað út stærsta ísbrjót
heimsins, „Krassin" þeim til bjargar.
Um svaðilfarir þeirra Nobile og fje-
laga hans og hjálparleiðangur „Krass-
ins“ ætlar Henrik J. S. Ottóson að
flytja fyrirlestur í Gamla Bíó næst-
komandi sunnudag kl. 2 e. h. Hefir
hann allar nýjustu upplýsingar og
rannsóknir við að slyðjast, m. a. um
afdrif Malmgrens liins sænska o. fl.
Sýndar verða margar skuggamyndir,
svo menn geti fengið liugmynd um
hrakningana og svaðilför „Krassins“.
Fyrirle'stur þcssi verður óefað mjög
fróðlegur og skemtilegur, þar sein
hann er um efni, sem allur áhugi
manna liefir beinst að í síðustu þrjá
ársfjórðunga.
Hjer birtist mynd
.■a;i;,'l'Mg| ísbrjótnum, tek-
in i Stavanger í
sumar sem leið, en
þangað varð skipið
að leita til viðgerð-
ar, er það hafði
laskast í ísnum. —
„Krassin“ er 10,000
smáiestir að stærð
og hefir geysilega
sterka vjel. Skipið
getur brotið margra
metra þykkan is og
haldið sæmilegri
ferð eigi að síður.
Þrátt fyrir allar
framfarir siðari ára
var það ísbrjótur-
in sem bjargaði lífi
Nobile-flokksins. —
Flugvjelarnar voru
að vísu ómissandi
i ieitinni að mönn-
um, en víst má
elja að þeir liefðu
aldrei náðst ef
Krassins hefði ekki
notið við.