Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1929, Qupperneq 4

Fálkinn - 23.02.1929, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Myiulin cr fekin þegar mwerandi prins af Wales fjckk iilil sinn i hallargarðinum i Carnarvon árið 1911. — At- höfnin fcr fram undir heru lofti. Líkast smjöri! CMHM s MJ0RLIKI Pósthússtr. 2. Reykjavík. Símar 542, 254 Oq tungu í Wales. Fór svo áð Kelt- ar gei’ðu út sendinefnd til Breta- konungs i byrjun ársins 1284 og kvörtuðu undan því, að verið væri að ota fram enskri tungu i Wales. Hjet konungur þeim því þá, að þeir skyldu fá þann höfð- ingja yfir sig, sem fæddur væri í þeirra eigin landi og ekki skildi eitt orð i ensku. Þetta ljetu sendimennirnir sjer vel líka og fóru heim. En skömmu síðar fæddi Englandsdrotning son; var hún þá stödd í Carnarvon- höllinni í Wales, en hún var eign konungs. Konungurinn gerði hann að prinsi af Wales og þóttist hafa haldið loforð sitt, því vitanlega skildi nýfæddur drengurinn ekki orð í ensku. Þetta var fyrsti enski konungs- sonurinn sem varð prins af Wales. Hann varð seinna kon- ungur Bretlands og nefndist Ját- varður annar. Carnarvon-höllin, sein hinn fyrsti prinst af Wales fæddist í, er í bænum Carnarvon, sem er höfuðstáður Wales. Nú er höllin fyrir löngu orðin að rúst, þök öll farin, en veggir standa enn. Má sjá af einni myndinni sem hjer fylgir, að þetta hefir ver- ið stórkoslegt mannvirki og fag- urt. Minnir höllin dálítið á j)ing- lnisið í London. Ennþá er prins- inum af Wales gefið kenningar- heili silt í hallargarðinum í Carnarvon og safnast þá þang- að l'lest stórmenni ríldsins. Síð- ast fór athöfnin fram árið 1911, en núverandi prins af Wales fjekk heitið, er faðir hans tók við ríki eftir Játvarð sjöunda. Nafnfesting prinsins af Wales fer enn fram með nákvæmlega sömu síðum og athöfn eins og fyrir hundruðum ára, því Bretar eru manna fastheldnastir við forna siði. Konungur sjálfur framkvæmir athöfnina og af- hendir syni sínum ýmsa gripi, sem fylgja tigninni. Er þetta einskonar krýningarhátíð, sem þarna fer fram á torginu innan hinna æfagömlu liallarmúra, sem gnæfa alt- í kring. — Og þegar klukkurnar í Carnarvonturnin- um hringja til hátíðarinnar safnast hinir lconunghollu Wal- es-búar saman, og athöfnin sem fram fer er þeim miklu hátíð- legri en konungakrýningin í dómkirkjunni í Westminster er Lundúna-búum. Og þó konung- ar Breta sjeu vinsælir lijá þjóð sinni — því Bretar eru nálega einú konungadýrkendurnir . sem eftir eru í veröldinni á þessum tímum lýðræðishugsjónanna — þá hafa þeir sumir látið á sjer skilja, að aldrei hafi einlægari hollusta og þjóðarvelvild andað á móti þeim en einmitt þegar þeir gengu hurt úr hallargarð- inum í Carnarvon, eftir að hafa þegið titilinn prins af Wales. Sje munnmælasagan um það, hvernig heitið sje lil komið, sönn, þá verður ekki annað sagt, en faðir hins fyrsta prins af Wales hafi verið snjallráður, er hann fann úrræðið til þess að sætta Wales-búa við yfirráð Englakonunga. Það voru vjela- brögð að vísu, en dugðu til þess að gera konungholla menn úr Keltunum. Borgarstjórinn i Amendralejo á Spáni hefir Iagt skatt á stutt pils. Þvi styttra sem pilsifS er, þvi liærri er skatturinn. Breskur liermaður, scm liatði inist fótinn i ófriðnum, fjell nýiega fyrir horð af flutningaskipi. Ilann flaut á gcrfifætinum, sem til allrar ham- ingju fyrir hann var — úr korki. Dómstóllinn í París hefir haft merkilegt mál tii meðferðar. Frú Grappe var ákærð fyrir að liafa myrt manninn sinn. En það var enginn, sem vissi að sá sem myrtur var, var karlmaður. Hann strauk úr her Frakka í ófriðnum og til þess að komast lijá liegningu, klæddi liann sig sem kona og faldi sig hjá konu sinni. Þannig lifðu þau saman i 10 ár, en hann var vondur við konuna sina og loks skaut hún liann. Dómarinn sýknaði hana. í 60 ár hafði Charles Warner í Saratoga verið plakataklistrari og allir i borginni ]>ektu hann. Hann bölvaði og ragnaði og ]>ótti mesta karlmenni. En svo skyndilega um dag- inn varð liann geðveikur og var flutt- ur á sjúkrahús. Þá kom í ljós að liann var — kvenmaður. Hún skýrði ]>á frá l>ví, að hún hefði neyðst til að lílæða sig sem karlmaður, því hún hafi hvergi getað fcngið atvinnu sein stúlka. Hún var nú áttræð — og nú finst mjer, sagði hún, að jeg hafi leyfi til að vera kvenmaður ]>að scm eftir er æfinnar. Það er svei mjer ekki of mikið. f Fayúm í nánd við Kairo býr maður, sem er 153 ára. Hann fædd- ist 1776, man vel atburði, sem skeðu um aldamótin 1800. Yr.gsti sonur hans er nú 26 ára. FRAMFARIR í FLUGI í RRETLANDI. Við lieræfingar, sem haldnar voru i London í sumar til þess að atliuga hve varnir borgarinnar gegn loftárás- um væri öruggar, lcom það í Ijós að borgin er nálega varnarlaus og flug- lier Breta mjög bágborinn. Hinsvegar eiga Þjóðverjar fjölda af þaulæfðuin hermönnum því þeir liafa tekið flug- ið i þjónustu samgangnanna og eru nú langmesta flugþjóð heimsins. Nú finst Bretum eina ráðið til þess að koma fótum undir flugvarnirnar sú, að auka sem mest samgönguflug til þess að koma sjer upp flugmönn- um. Ilefir nú verið stofnað stórf flugfjelag og er Guest, fyrrum flug- málaráðherra formaður þcss. Fjelagið ætlar að koma dpp flugvöllum viðs- vegar um land og reyna að steypa saman öllum flugfjelögum, sem nú eru i landinu. Verða nýju lendingar- staðirnir á annað hundrað talsins og á 30 stöðum verða stofnaðir flug- skólar. Jafnframt þessu á að smiða nýja, einfalda flugvjel, sem liægt er að framleiða svo ódýrt, að almenn- ingi verði lítið dýrara að eignast hana en dýra bifreið. Fjelagið leigir út vjelar í ferðalög og tekur ákveðið gjald fyrir hvern kílómetra. Er húist við að vjelarnar verði mest notaðaf til skemtiferða fyrsta kastið og verð- ur því sjeð fyrir að liafa vjelar til leigu á hverjum skemti- og haðstað að sumarlagi. Carnurvon-höllin.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.