Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1929, Page 5

Fálkinn - 23.02.1929, Page 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. /‘jónusta víngarðsmannaiina. (Matth. 20, 1— 1G). Á tímum neyðarinnar taka menn stundum því starfi, sem þeim fellur ekki vel. Þeir geta ekki valið úr, og fengið það starf sem þeim lætur best eða sem þeir hefðu helst óskað Þeir verða að Iáta sjer lynda, þótt þeir sjeu ekki á rjettri hillu. Allir þeir, sem hafa átt því láni að fagna, að fá lífsstarí sem þeini lætur vel og sem þeir una sjer vel við, hafa ástæðu til að þakka gjafaranum allar góðra hluta fyrir það. Því þeir menn öðlast vinnugleðina og um leið lífsgleðina. Þegar Jesús í líkingunni sem hann segir okkur frá í guðspjall- inu í dag kallar menn til starfs og þjónustu, munu allir sein kallinu hlýða geta tekið undir með trúboðanum sem sagði: Jeg er í bestu þjónustunni, hjá besta húsbóndanum og með bestu kjörunum. Þetta sagði hann, þessi maður, sem Ijet líf sitt fyrir starfið meðal heiðingja suður á Kyrra- hafseyjum fyrir hundrað árum. Og þeir eru alls ekki fáir, sem síðan á dögum postulanna og píslarvottanna hal'a látið lífið fyrir trú sína í kærleika til Guðs og i starfinu fyrir hans ríki. Og allir hafa þeir samt játað það, að betra eða sælla starf gefist engum dauðlegum marini að leysa af hendi hjer á jörðu. í guðspjallinu er sagt frá því, að sumir verkamennirnir hafi möglað yfir laununum sem þeir fengu. Það voru þeir sem höfðu unnið lengst og bjuggust þess vegna við, að fá meiri laun en hinir sem síðast komu. En þetta sýnir oss það eitt, að einnig í víngarði drottins geta þeir menn verið til, sem vinna eins og augnaþjónar og ekki hafa látið sjer skiljast hversu háleitt starf- ið er og hvernig laununum er varið. Menn sem vantar kærleik- ann til starfsins. En án hans er starfið einskis nýtt. Jafnvel þó menn fórnuðu lífi sínu fyrir starfið þá er sú fórnu einskis virði ef hún er elcki gerð með hinu rjetta hugarfari. Sannur kristindómur getur ekki samrýmst þrælsótta eða augnaþjónustu, heldur er hann glöð einlægni í fórnfúsu starfi fyrir Guðs ríki. Aldrei hefir Guð látið mennina vinna ánauðuga í víngarði sínum, heldur er alt starf þar af frjálsum vilja og fórnfýsi og int af hendi i kær- leika. Og í víngarðinum er aldrei atvinnuleysi. Frá fyrstu stundu «1 hinnar síðustu býður vín- garðsherrann mennina velkomna til starfsins, á barnsaldrinum, æskuárunum og á gamalsaldri, þegar hárin eru farin að grána. Garðurinn stendur altaf opinn. Og hlutverkin eru svo margs- konar, að þar geta allir fengið viðfangsefni. En markmiðið er tyirr aíla hið sama: að vinna að ntbreiðslu G,uðs ríkis. Sumir hafa varið mestri æf- mni ; þrælkunarvinnu fyrir Mammon, fyrir lystisemdirnar og fyrir veraldleg völd. Og þeir hafa ekki fengið sælu nje lifs- gleði. Hafa þeir reynt að ráðast i hina nýju þjónustu? Hjá Jesú Kristi erum við í bestu þjónustunni og með bestu kjörunum. Því launin eru heim- ilisvisl í ríki himnanna. FBÁ TÍÐ Frá fellinum 1882. Eftir Vigfús Guðmjmdsson. Jeg var Jn'i 12 vetra fyrir 48 árum, og er l)ó sem jeg finni enn næðing- inn, gegnum þreföld ullarfötin i rok- inu með 20—25° frosti. Það var likt og að vera úti á nærfötum einum i „skaplegri" norðanátt. Mest frost — að degi, er sjeð varð á Keldum — mun hafa verið á góu- þrælinn 20. mars, 28,7° á C. Þá var lygnt, og þá kallaði maður „bliðu“, jiegar logn var. Dæini: Morgun einn um 10-leytið, gengum við Jón bróðir heim frá gegn- ingum. Blælogn var og giaða sólskin. Ilinn eftir erfiðið lagði fram í fingur og tær. Mjer fanst svo óvenju hlýtt, rjett eins og komið væri sólbráð og liiti. Jón gekk að norðurvegg kirkj- unnar, til þess að líta á mælirinn. „Gettu nú, Fúsi, hvað heitt er i dag“. —- Auðvitað blöskraði lionum frostið, fyrst liann lætur mig geta. Og jeg þá ekki alveg svo einfaldur, að geta of litið: „17 gráður“ (en liugsaði nijer 8—-18 gráður). — „Taktu á betur, það cru 25 gráður“. Jeg trúði varla, fyr en jeg sá það sjálfur. A Norðurlandi varð frostið enn meira, jafnvel alt að 37° á C. Og byljir urðu þar ofskap- legir, kom fyrir að fjenaðarhús kaf- fentu og fjenaður kafnaði inni. („Ar- ferði“). Loftbaðstofa var á Keldum, veggir alveg í jörð og milli liúsa, nema standþil á framstafni, og veggur þó undir stofugluggum. Torfgafl að norð- an, og þykt snydduþak. Þó var súðin öll i köflum alhvít innan, með þykk- um hrim-rósum, og skafa þurfti dag- lega skeggið af rúðunum, svo birta kæmist inn. En fasta svellið varð að þynna við og við með því að setja glóðarker i gluggana. Glóðarker lítil, eða slcánarglóð mikil í pottbroti, voru einu ofnarnir til sveita í þá daga. Og þetta bjargaðist í gömlu, hlýju bað- stofunum, ef ekki skorti eldiviðinn. Sjaldan inun hafa frosið í miðri bað- stofunni. Þó man jeg að faðir minn hló að því einn morgun, er hann sá svell á bolla, er stóð á beklc fyrir framan rúmið hans. — En hver mundi hlæja í slíkri lieljar kælu, í ofnlausu „kuldalijö]lunum“ nú á dögum? Eða, livernig ætti búfjenaður að lifa slika vetur, í bárujárns og trjárimla girð- ingum? Klakinn. Sökum þess hve jörðin var ber og snjólítil lengi í mars-mánuði, gekk klakinn ákaflega djúpt i jörð. Svo djúpt, að liann lilánaði ekki til fulls um sumarið. Þannig fundum við bræðurnir, siðla um liaustið, norðan í grasliól i Feldnalandi, ldaka í mold 2—4 þuml. á þykt, liátt á aðra alin undir yfirborði. — í flóðum og fenj- um varð klakinn til lijálpar við hey- skapinn. Þannig mátti slá og fara með liesta á klakanum nálega um öll Oddaflóð, þar sem annars er „botn- leysa“ og óvinnandi. Frostbrestir voru mjög tíðir þegar á leið veturinn, sökum klakaþenslunn- ar i moldinni. Fylgdu þeim liáir smellir og talsverðar hræringar. Kom fyrir að liristust og glömruðu lilutir i húsinu, eins og í vægum laud- skjálfta. Moldrílc jörð sprakk oft með þjettum og löngum rifum, líklega al- veg niður úr klakanum, og nokkra cm. á vídd að ofan. í stöku hól sjást enn slikir brestir. Þeir opnast þvi nær ár- lega, og líta út likt og fjárgötur. fíraslegsi. Þjóðmálaskúmar, sem hvergi nærri hafa komið, og ekkert þekkja hvað bændur hafa við að stríða, telja oft að fellir sje ekkert annað en lior- dauði, er aðeins sje að kerina ófor- sjálni bænda, eða liarðýðgi þeirra og hirðuleysi. Fyrir það beri að sakfella bændur og dæma. (Sbr. lög um liorf. 1884, 2. gr. og 1900, 6. gr.j. Við skulum nú taka vel eftir, livort ekki getur smám saman grilt i fleiri orsakir. — Lýsingin verður þó, líkt og fyr, að miklu leyti staðbundin. Klakinn mikli, sem var i jörðu frameftir öllu sumri 1881, tafði mjög fyrir vorgróðrinum. En vegna blíð- viðris i apríl og langt fram í mai- mánuð, bjargaðist þó allur fjenaður sæmilega. En þá kom stórfelda livita- sunnuhretið, með kulda miklum og næðingi á eftir. — Taldist svo til að 18,000 unglömb liefðu fallið í lireti þessu, á öllu landinu. Tók þá ekki að- eins fyrir gróðurinn, heldur hvarf líka sá er komin var, að mestu leyti. Kuldi lijelst og sífeldur þurkar fram undir ágúst-lok. Spratt þvi sárlítið á þurlendi og þjóttumýrum, sandjörðin allra minst. En góður vöxtur varð i blautum mýrum, og viðunandi á raklendum túnum. A Norðurlandi og í snjónasveitum greri nokkuð fyr og betur yfirleitt. Hvergi hefur verið verra en á ofan- verðu. Landi og Rangárvölluin. Hólar í heiðum þar, voru fremur gráir en grænir alt sumarið. Lautirnar bitust lljótt, og búsmali stóð hungraður í liaganum um liásumarið. Málnyt varð því mjög lítil á þessum slóðum. Ær urðu nærri holdlausar og gerðu ekki i blóð sitt. — 30 ærkroppa þurfti til að fylla olíufat, en 13 árið eftir. Nærri má geta hversu þá gekk að verja fyrir fjenaði slægjublettina, sem voru langt frá bæjum og túnin líka, sem þá voru ljelega girt eða alveg op- i nfyrir átroðningi. — Efst af Landi og Rángárv. varð að sækja mestallan heyskapinn heila dagleið, í Safamýri og Oddaflóð. Þrælbrúkuðu hrossin urðu því ekki holdugri um liaustið, en um vorið. Taða og elfting var svo smá, að vart mátti vera spönn milli reiptagla, til þess að sátan klofnaði ekki. Og baggarnir urðu varla yfir fet á þykt. Þeir lögðust því á liliðina að reið- ingnum, og þegar langt var að flytja voru hestaimir fljótir að rifa smælkið i sig úr reipunum. — Sumir fluttu i pokum og jafnvel brekánum. Taðan af Iíeldnatúninu liefur ekki verið öllu meira en 1/10 af þvi sem liún var órið áður — þó ekki munaði alveg svo miklu að kaplatölunni. Á einu slægjustykki frá Keldum (Hálækjarst. í Grafarnesi) þekki jeg mestan mun á slæjunni: 1 kapall þetta sumar — og þó ekki þýngri en svo, að Sigurður bróðir minn bar hann 10 mínútna spöl, á baki og fyr- ir, frá kjöftum að kofa. En áður og eftir, fengust af sama styklci 80—100 hestar. Frh. Alvarlegur leikur. William Hathaway var bankastarfs- maður i Sommcrville, U. S. A., starf- samur maður og duglegur. Fyrir nokkru setti liann hjúskaparauglýsing í blöðin. Hann fjekk mörg svör og valdi eitt af þeim. Það var frá ungri og laglegri stúlku, sem hjet Margue- rite Aescliler. Þau trúlofuðust og lifðu margar sælustundir saman. Og svo kom brúðkaripið og með þvi við- burðirnir, sem sett hafa Sommerville á annan endann. Það kom nefnilega i l.iós, að bankamaðurinn duglegi var kveninað- ur og meira að segja mikill æfintýra- kvenmaður. Og það er varla tiltöku- mál þó þrúðurin yrði vonsvikin. Að vera ung og lifa i ástarsælu og halda sig elskaða og komast svo að því einn góðan veðurdag, að jietta var eintómt gabh! Og þetta gabb hefir dregið al- varlegan dilk á eftir sjer. Liigreglan skacst nefnilega í leikinn. Það kom í Ijós að „karlmaðurinn“ var dóttir auðugs kaupmanns í Massa- schusetts. Hún hafði gengið i karl- mannsfötum í mörg ár og fengið stöðu i liankanum án þess að nokk- urn grunaði að hún væri stúlka. Sjálf segist liún liafa gert þetta áð gamni sínu. „William Hathaway“ var rann- sakaður af geðveikralæknum, sem komust að þeirri niðurstöðu að hún væri óvenju vel gefin stúlka. Og siðan var höfðað mál gegn henni og liún dæmd í nokkurra ára tugthús. Og þegar liún kemur út þaðan aftur, i’crður hún að fá sjer kvenföt. Ógæfusteinar. Sagnir eru til um steina og ýmsa minjagripi, sem sú náttúra fylgir, að eigendur þeirra verða fyrir óhöppum og áföllum. Af gimsteinum þessarar tegundar er Hope-demanturinn einna viðfrægastur. Fengu allir eigendur steins þessa hinn versta dauðdaga. Einn af síðustu eigendum steinsins var Spánverjinn Habib, sein fórst við strand franska skipsins „Seine“ rjett lijá Singapore. Meðal þeirra er áður liöfðu átt steininn var spánski stjórn- arerindrekinn José Ruiz, sem var pint- aður og drepinn af illræðismönnum. Franska prinsessan Lambelle átti lcngi stein þennan; liún var drepin í f rönsku stjórnarbyltingunni. Einn af stærslu og fegurstu de- nlöntum sem til eru í heiminum heit- ir Koliinoor. Er liann í kórónu Eng- landsdrotningar. Ýmsar sögur eru sagðar um eðli þessa steins og sumar miður fallegar. Allir karlmenn sem átt hafa steininn hafa orðið fyrir ó- liöppum, en kvenfólki hefir liann ekki gert neitt mein. Fyrsti eigandi steins- ins var Muliamed mógúll og henti liann livert slysið öðru verra eftir að liann eignaðist steininn. Her hans beið ósigur í orustu og mógúllinn var tekinn liöndum og kvalinn hræðilega af sigurvegaranum, Persanum Nadir Sliah. Nýlega ætlaði enskt kvikmynda- fjelag að mynda sögu demantsins og átti að taka myndina að nokkru leyti í Indlandi og Persíu og átti að senda leikendur og leikstjóra þangað. En fólkið var varla komið á skipsfjöl fyr en skipstjórinn varð hastarlega veik- ur. Veit enginn livað að lionum geng- ur. En leikendurnir — leikendur eru yfirleitt lijátrúarfullir — ljetu sjer þessa bendingu að kenningu verða og hættu allir við förina. I Itússlandi eru hjónaskilnaðir orðnir svo tíðir að mönnum reiknast svo til að fern hjón skilji fyrir hver fimm sem ganga í hjónaband.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.