Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.03.1929, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 AFTURGANGAN Eftir Rafael Sabatini. Honoré Verignac — í'yrrum slórhöfðingi, nú höfuðsmaður í Konventshernr n — stóð frammi fyrir borgarstjóranum í Tou- louse, hinurn æruverða Jaquelin. — Þú færð góðan dvalarstað, höfuðsmaður, mælti þessi hátt- setti trúnaðannaður stjórnarinn- ar. I allri Toulouse-borg og jafn- vel ekki í öllu landinu er ekki heilli lýðveldissinni til en frú Duvalon. Það eru ekki nema tvær vikur síðan hún ljóstaði upp um l)róður sinn og sendi hann undir fallöxina •—• vegna þess að hún hafði lcomist að því, að hann var óvinur þjóðar sinnai'. Hálfri stundu síðar sýndi Verignac húsmóður sinni tilvon- andi vistarseðilinn sinn og sá strax, að útlit hennar var eins og hann hafði gert sjer í hugar- lund. Og ávarpið sem hann f.jekk hjá henni - var af sama sauðahúsinu: — Fæ jeg aldrei frið fyrir blástökkum? nöldraði hún. —- Borgarafrú, jeg viðurkenni að mjer virðist útlit þitt bera vott um, að hláu skrattarnir hafi kvalið þig svo um munar, svar- aði höfuðsmaðurinn. — Ert þú hingað lcominn til að óvirða mig? Heiptin brann úr augunum á henni. — Nei, engan veginn. Hvern- ig ætti jeg að óvirða konu, sem sýnt hefir þjóðinni slíka holl- Ustu? Borgarstjórinn var einmitt að segja mjer frá fórnfýsi þinni, þegar þú ofurseldir byltingar- dómstólnum hann bróður þinn. Ekki hafði liann slept orðinu fyr en hann óskaði þess, að hann hefði látið þetta ósagt, því áhrifin voru vægast talað hrylli- leg. Kerlingin varð náföl og gler- í?ljái kom á augun í henni. höddin brást henni tvívegis áð- Ur en hún gat hvæst því út úr s.jer, að höfuðsmaðurinn og þjónn hans skyldu koma inn. Hún fór með þá inn í eyðilega stofu með óbrotnum húsgögn- um og kalkstroknum veggjum °g skyldi þar við þá, en lofaði að færa þeim miðdegisverð inn- an skamms. -— Það segi jeg satt, Armand, sagði Verignac undir eins og hann var orðinn einn með vika- piltinum, að bróðir þessarar herfu má hrósa happi yfir því að vera dauður og horfinn burt. Hvílík Jessahel! En ekki vantar hana samviskuna. Tókstu eftir hvernig hún skifti litum þegar jeg mintist á bróður henn- ar, sem var myrtur? Þó skjátlaðist Verignac að nokkru leyti í þessu. Það var óttinn en ekki samviskubitið, sem kvaldi lcerlinguna — um það sannfærðist hann von bráð- ar. — Eftir miðdegisverð var farið að tala um hvar höfuðsmaður- inn ætti að sofa. — Þú getur fengið herbergið mitt, sagði hús- móðirin. — Nei, það vil jeg ekki taka frá þjer. — Þú tekur ekkert frá mjer. Jeg sef þar ekki sjálf hvort sem cr, eftir nótlina i nótt. Það er reimt þar. —• Reimt? Nei, nú ýkir þú. Þú hefir heyrt í rottu. — Rottur tala ekki, höfuðs- maðui’. — Talaði draugurinn? Því betra. Kanske það sje einhver á- kveðinn maður, sem er á ferli þar? — Frú Duvalon nötraði af liræðslu og röddin skalf er hún svaraði: — Verignac höfuðsmaður, það er hann bróðir minn — sem var hálshögginn fyrir hálfum mán- uði. — Drottinn minn dýri, sagði höfuðsmaðurinn. Og hann þagði meðan liann var að hugsa um það með sjáfum sjer, að hann hefði þó haft á rjettu að standa, er hann sá, að einhver snefill af samvisku var í kerlingunni. Og fyrst svo var þá átti hún svo- litla meðaumkvun skilið, jafnvel þó að hún væri illmenni. — Meðan hann var að velta þessu fyrir sjer greip Veronika vinnukona fram í. Hún stóð hjá húsmóður sinni: — Já, höfuðsmaður, jeg heyrði röddina og þekti hana líka. Verignac leit forviða á hana. Ekki hefði vinnukonan gert neitt í þessu máli, sem gat vakið upp drauga í ímyndun hennar. Hon- um fanst þetta mjög dularfult. — Jeg skal sofa í herberginu, frú, sagði hann. Jeg ætla að af- hjúpa drauginn. Og við það sat. En hissa varð hann þegar hann sá þetta al- ræmda herbergi. Húsgögnin voru af úrvals tegund, og mjög frá- hrugðin því sem í hinni stof- unni, enda þótt veggirnir í þessu herbergi væru kalkbornir líka. Hann vopnaði sig með ljós- keri, sem hann setti á dragkist- una við rúmstokkinn, hindi af ljóðum Bois-Roberts til dægra- styttingar og skammbyssu sem hann Ijet undir koddann, og fór að hátta. Hann fór ekki úr öðru en frakkanum og stígvjelunum. Armand svaf í herberginu sein var undir þessu og í öðru her- hergi á neðstu hæð svaf kven- fólkið, — milli vonar, ótta og efa — um úrslitin af fífldirfsku höfuðsmannsins. Tíminn leið seint og um lág- nættið fór Verignac að geispa. Honura var að renna í brjóst. Alt í einu tók hann viðbragð og settist upp í rúminu. Til eyrna honum harst kvein, líkast og það kæmi frá manni í sárri neyð. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hljóðið virt- ist koma ofan að. En nú heyrði hann orðaskil. — Iðrastu synda þinna! var kallað. Ger yfirbót. Ef þú skýtur skolleyrum við aðvörun minni slcaltu deyja. Logar helvítis skulu steikja þig fyrir alt sein þú hefir rænt frá honuin sem dó. Ger yfirbót! Röddin þagnaði aftur. Verignac rankaði við sjer, tók ljóskerið og lýsti upp í þakið en gat ekkert sjeð. Nú barst hon- um til eyrna tryllingslegur hlát- ur, en ekki gat hann greint hvað- an hann kom. — Drottinn minn, andvarpaði hann, er þetta mögulegt? Skjálfandi skreið hann aftur upp í rúrnið og lagði sig. Nú gerðist ekkert sögulegt og Veri- gnac fór að brjóta heilann um, hvað gerst hafði. Það var aug- ljóst að draugurinn hafði hald- ið að frú Duvallon væri í rúm- inu. og þegar hann fór að hugsa um þetta, gat hann ekki varist að hlæja að hræðslu sinni. Gat draugum skjátlast þannig? Verignac skammaðist sin. Hvað átti hann að segja Made- leine? Hann óskaði þess að draugurinn kæmi aftur. Og til þess að freista hans -— ef draugsi á annað borð ljeli freista sín — fleygði hann frakka sínum yfir ljóskerið, svo niðdimt varð í her- berginu. Hann lagði frá sjer bók- ina, tók sína skammbyssuna í hvora hönd og beið átekta. Honum fanst langt um liðið þegar liann varð þess var að ósk hans ætlaði að rætast. Hann heyrði skrjáf hægra megin við rúmið og svo hrakaði í fjöl. Veri- gnac greip fastar um byssuna. Milli stólpanna við rúmgafl- inn sá hann eitthvað hvítt og lýsandi. Nú heyrðist stuna og þessi óskapnaður kom nær. — Iðrastu synda þinna, ger yfirbót! var sagt með þrumandi rödd. Auma kvendi! Verignac settist upp og miðaði byssunni á drauginn. — Herra draugur, sagði hann injúkur í máli. Jeg er hræddur um að þjer skjátlist. Jeg er ekk- ert aumt kvendi. Jeg er glaður og ungur maður. Ef það er frú Duvallon, sem þjer ætlið að særa, þá er yður hest að fara niður, hún liggur í herbergi á neðri hæðinni og jeg vil ráðleggja yð- ur að fara þangað. En yður er best að fá lánað lijá mjer ljós- kerið svo að þjer hálsbrjótið yð- ur ekki i stiganum. Um leið og hann sagði þetta lyfli hann upp frakkanum svo birtuna lagði frá ljóskerinu. Gerið svo vel að standa kyr, herra draugur, ef þjer viljið ekki fá kúlu hjerna úr byssunni minni gegnum haus- inn á yður. — — Hvorugt kvendið niðri var far- ið í háttinn. Frú Duvallon beið í angist og kvíða, og Veronika, seni mókti í stól, glaðvaknaði við að eitthvað mikið gekk á i herbergi höfuðsmannsins, því hún heyrði að skot reið af hyssu. Báðar tóku viðbragð, þutu upp til handa og fóta og góndu hvor á aðra náfölar. — Heyrðir þú það, Veronika? — Já, frú, kjökraði stúlkan lafhrædd. I sama bili heyrðist annað skot og siðan vein, svo að allan mátt dró úr stúlkunni. En frú Duvallon var hugprúð- ari. Hún hristi af sjer óttann, sem í svip hafði náð valdi á henni, greip kerti, hljóp út að dyrunum og opnaði þær upp á gátt. Fyrir utan stóð Armand dáti og var ásjóna hans ferleg á að líta í hálfrökkrinu. — Heyrðuð þjer skotin? hróp- aði hann. —- Það má heyra minna, eða heldur þú að jeg sje heyrnar- laus, glumdi í kerlingunni. — Hversvegna stendur þú þarna, sauðurinn þinn. Snáfaðu upp á loft og hjálpaðu honum hús- liónda þínum. Og hún benti hon- um á stigann. Strákurinn horfði á hana um stund, mállaus af undrun. Og svo gerði hann það, sem liðar í lýðveldishernum ekki voru vanir að gera: Hann signdi sig! —- Jeg þori það ekki. — Þú þorir það ekki, grenj- aði hún og ætlaði að segja eitt- livað meira, en í sama bili heyrð- ist hljóð ofan af loftinu. Hurð var hrundið upp með ákefð og síðan heyrðist fótatak, hratt en þó þunglamalegt og óvisst, eins og drukkinn maður væri á gangi. Madeleine greip ósjálfrátt í hand- legginn á Ármand og glápti ótta- slegin á stigann. Niður þrepin kom Verignac höfuðsmaður, hálfklæddur. Hann dró andann með erfiðismunum og þegar hann kom nær sáu þau að and- litið á honum var náhvítt og augun eins og í vitfirringi. Hann reikaði fram hjá þeim eins og drukkinn maður og inn í her- bergið þar sem Veronika sat í hnipri, og datt þar niður á stól. Þar sat hann og góndi út í blá- inn og varirnar bærðust en ekki kom honum orð af munni, þang- að til hann rankaði við sjer er hann heyrði rödd Armands. — Fáið þjer yður að drekka, liöfuðsmaður, sagði dátinn, og rjetti honum glas. Verignac slokraði í sig konjakið; svo mókti hann aftur með andlitið í höndum sjer. — Verignac saup nýjan leig úr flöskunni: — Þegar jeg var lagstur í rúmið kailaði rödd til mín og sagði mjer að iðrast. Röddin kom ekki úr neinum á- kveðnum stað; en hún fylti alt herbergið. Mig grunaði að hjer væru svik í tafli og kannaði því herbergið hátt og íágt, en fann ekkert grunsamlegt. Skömmu síðar kom röddin aftur; en nú var hún annað og meira — hvít- ur, lýsandi óskapnaður sem jeg varð dauðhræddur við í svipinn. Þá hjelt jeg að þetta hlyii að vera einhver brella og þessvegna spenti jeg lásinn á byssunni minni og tók skýluna af ljós- kerinu. Og þegar Ijósið lagði út um herbergið — getið þjer hugs- að yður hvað mjer brá við — þá sá jeg gamlan mann sitja á miðju gólfi i geysistórum leður- stól. — Hvernig leit hann út? æpti Madeleine. — Hann var grannur, augun blá og sljóg, að því er virtist, augabrúnirnar hvítar, og þegar hann brosti sá jeg að hann vant- aði eina tönn. Hann var í bláum fötum með gyltum hnöppum og hvíta hárkollu. Hann stendur injer fyrir hugskotssjónum með- an jeg lifi. — Drottinn minn! sagði Ver- onika og tók öndina á lofti. Þetta er herra Duvallon, alveg eins og hann leit út daginn sem honum var ekið á höggstokkinn. -—■ Jeg miðaði á hann skamm- byssunni minni; en bros hans töfraði mig. Þá tók jeg eftir Frh. á 15. síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.