Fálkinn - 09.03.1929, Blaðsíða 12
12
F Á L K I N N
5krítlur.
— Faðir yöar var jarðsunginn alveg
nýlega — og 1><’> berið l>jer ekki nema
hálfa sorg — svart baml bara um
erminal
— Já, en hann pabbi hafði bara
einn fót.
* * *
SMELLNAR AUGLÝSINGAR.
Ágætt ])urt timbur til sölu hjá Árna
Helgasyni, sem legið hetir upp á lofti
og þornað í allan vetur.
Litlar minnishækur fyrir kvenfólk
af nafnspjaldastærð til sölu. A. v. á.
Maður sem aldrei er heima, óskar
eftir herbergi til að sofa í nokkra
daga. Menn eru beðnir að snúa sjer
til Petersen, sem stendur á hurðinni
á messingplötu.
Tösku tapaði stúlka með miklu af
peningum i, sem líklega hefir verið
opin neðarlega á Bankastræti.
Týnst hefir vasabók af manni úr
gulbrúnu leðri og með grænu silki-
fóðri að innan.
Þrir lmndar eru í óskilum á lög-
reglustöðinni. Ef rjettir eigendur gefa
sig ekki fram innan viku verða þeir
tafarlaust skotnir.
* * *
— Mikið lifandis ósköp getur hún
talað, hún frú Guðriður?
— Já, mjer þætti sennilegast, að
hún hefði verið bólusett með grammó-
fön-nál.
★ ★ *
Á GRIPASÝNINGU:
— Heyrðu, pabbi, af liverju gerir
maðurinn þetta við kúna — hann
klípur hana í hnakkann og klappar
lienni á vangann .. .. ?
— Hann er víst að hugsa uin að
kaupa hana.
— Þá verður ]>ú víst bráðum að
fá þjer nýja vinnukonu!
— ? ? ?
— Jú, þvi hann Jón frændi er víst
að liugsa uin að kaupa þá, sem við
höfum núna.
★ * *
LISTMÁLARINN: Þetta er besta mál-
verkið mitt.
LISTDÓMARINN: Einmitt ]>aðt Látið
nú samt ekki hugfallastl
Adamson spar-
ar sjer útgjöld
til tannlæknis.
— Nú er jeg búinn að reyna skó í
tvo klukkutíma, en þið hafið ekkcrt
númer, sem er mátulegt.
— Nei, þjer viljið auðsjáanlega fá
númer, sem er stórt að innan en lit-
ið að utan, en það höfum við ekki.
★ ★ *
GAMALL ÁVANI.
— Það er maður frammi, með lang-
an skegglubba, sein vill finna yður.
— Segið þjer lionum að koma með
hann eftir mánaðarmótin.
* * *
Ung stúlka sem hafði tekiö þátt i
fegurðarsamkepni og ekki fengið verð-
laun snýr sjer til dómarans og spyr
hversvegna hún liafi ekki fengið við-
urkenningu. Haiin horfði á hana dá-
litla stund og segir svo:
— Það er af þessu ljóta, sem þjer
hafið þarna á hálsinum.
Unga stúlkan lítur í spegil og segir
svo: — Jeg sje ekkerl Ijótt á liálsin-
uni á mjer.
— Jú, svarar dómarinn, — höfuðið.
........ Að vörmu spori var hurð-
inn lokað svo að glumdi i stofunni.
* * *
— Hvað munduð þjer segja, ungfrú,
ef jeg bæði yður um að verða konan
min?
— Iikki neitt. Mjer er ómögulegt að
hlæja og tala í sömu andránni.
★ * ★
LJÓSMYNDARINN: Jeg lield að þjer
ættuð ekki að vera alveg svona byrst-
ur á svipinn meðan jeg tek myndina?
-— Jú. Þessi mynd á að vera handa
lionum bróðursyni minum og ef jeg
er blíðlegur á svipinn skrifar hann
undir eins og biður um peninga.
★ * *
HJÁ LÖGMANNINUM:
— Hjerna á reikningnum er talin
þóknun fyrir tvö viðtöl. Jeg talaði
ekki við yður nema einu sinni.
— Jú, þjer komið inn aftur, og
spurðuð hvort þjer liefðuð ekki gleymt
regnhlífinni yðar.
★ ★ ★
— Jeg leyfi mjer að biðja um hönd
dóttur yðar, herra stórkaupmaður!
— Eigið þjer peninga?
— Peninga! Haldið þjer að jeg
ætli að kaupa hana?
* ★ *
— Hvað voru þeir margir, bræð-
urnir hans Jósefs? spyr kennarinn
Guðjón litla í biblíusögutimanum.
-—■ Þeir voru sex.
— Sex? Hvernig ferðu að því að
gera þá sex?
— Hann átti einn heilbróður og tíu
hálfbræður. Tíu hálfir eru sama sem
fimm heilir og einn við fimm eru sex.
★ ★ *
— Ertu búinn með gamanleikinn,
sem þú ætlaðir að skrifa?
— Já, honum hefir ]>egar verið
hafnað af leikhússtjóranum.
★ ★ ★
Rithöfundur einn hafði ekið i bif-
reið og gleymt handriti af nýrri bók í
vagninum. Hann auglýsir eftir því i
blöðunum og daginn eftir kemur ek-
illinn með handritið. Rithöfundurinn
verður glaður og segir:
—- Ilvort viljið þjer fremur fyrir
ómakið, tíu krónur eða eintak af bók-
inni, þegar hún kemur út?
— Jeg las kafla úr bókinni í gær-
lcvöldi, svo jeg lield að jeg þyggi
freinur krónurnar.
— Þetta er auma bálcinl Óskaplegur stíll og afkáralegar hugsanir! — Ilvað kosla fötin?
— Ilefirðu lesið hana? — Um 400 krónur.
— Nei, en höfundurinn er vinur minnl — Þá þur/ið þjer cngan vasa að gera fgrir veski!