Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.03.1929, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. „Droltinn Gnð ]>inn ált ]>ú að tilbiðja og ]>jóna honnm einnm“. Matth. 4, 10. Lærdómsríkt og dásamlegt var alt líf Jesú Krists hjer á jörðu. Með jarðvist sinni kendi hann oss mönnunum, hvernig vjer eigum að breyta hvað sem að höndum ber, því sjálfur mætti hann flestu því, sem dauðlegum mönnum mætir hjer á jörðu. Hann var glaður með glöðum, hryggur með hryggum, hann ^ hataði órjettinn og elskaði þá sem ástunduðu rjettlæti. Frá- sagnir guðspjallanna um hann eru ótæmandi lind, sem allir geta ausið af þekkinguna á því hvernig þeim beri að breyta, hvað svo sem að höndum ber. í 4. kapítula Mattheusar gUðspjalla, 1.—11. versi segir frá því er hans var freistað af djöflinum. Og frásögnin um þetta gefur oss þekking, sem er eigi hvað síst nauðsynlegt að hafa. Því dags daglega eru freistingarnar fyrir oss; í ótal myndum koma þær, ýmist ógn- andi eða ginnandi. Sami lcraft- urinn, sem segir frá í freistinga- sögunni er enn til og verður á- valt til, meðan gott og ilt er til. En manninum er það gefið, að þekkja greinarmun guðs og ills. Honum er líka gefið valdið til að velja milli góðs og ills. Ef svo væri ekki væri freistingin ekki til, manninum væri aldrei nema um einn kost að velja. Vjer getum allir tekið undir með postulanum og sagt: hið góða, sem jeg vil, geri jeg ekki, en hið vonda sem jeg ekki vil, það geri jeg. Því viljinn til hins góða er flestum áskapaður. En viljinn er veikur og því er það, að freistingarnar ná svo oft tökum á oss, og við gerum það vonda sem við ekki viljum. Ger- um það sem við sáriðrumst eft- ir, fremjum þær athafnir, sem okkur sjálfum eru til ills eins. Við mætum freistingunum í öllum myndum. Sumar eru þess eðlis, að við finnum að við höf- Um gert rangt með því að láta bugast af þeim. Og þetta eru ekki hættulegustu freistingarnar. Hinar eru hættulegri, sem flækja oss í þá fjötra, sem við aldrei losnum úr. Og þær freistingarn- ar hættulegastar sem koma til hianns í svo lokkandi mynd, að °ss skilst el' til vill ekki fyr en seint og síðar meir og stundum aldrei, að við höfuin stefnt sál °kkar í voða með þvi að láta bugast fyrir þeim. Við sækjumst eftir auði og mannvirðingum, — Veraldlegum hlutuin sem svo J'iargir líta upp til — en gætum bess ekki á stundum í sókninni, að það er oft sem þetta hvort- íye8gja er of dýru verði keypt. Mversu margir eru þeir ekki, Sem hafa selt í sjer sálina fyrir Petta — sálina, sem á að vera Guðs en ekki heimsins. Ódauð- sál, sem oss var gefin af Guði en ekki heiminum. Enginn getur keypt sjer sálar- i'ið fyrir fje, enginn hlotið sælu- vist annars heims fyrir mann- vnðingar þessa heims. Tilbeiðsla veraldlegra hluta er skurðgoða- dýrkun og sálarblindun. Þjón- ustan við veraldarauð og unað er átrúhaður þess, sem brestur trú á því að hann lifi eftir dauðann. „Drottinn Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honuní ein- um“, stendur skrifað. Þau orð eiga að vera leiðarsteinn vor allra, ljós sem lýsir hátt yfir öll villuljós freistinganna. FRÁ LIÐINNX TÍÐ Frá fellinum 1882. Eftir Vigfús Guðmnmlsson. „Fellir og fjárskaði“. Brjef Matth. Joch., Odda, 24. mai 1882 (ísafold, 9. árg., 12. bl.). Matth. Joch. segir svo vel frá á- stæðum í brjefi þessu, að jeg get ekki gcngið fram hjá því. Sumt er þó nokkuð ýkt, einkum örvinglan manna alment (það mun helst hafa komið við föður lians og örfáa hændur veik- bygða), og eyðing jarða varð ekki jafnmikil eða alger, eins og þá leit út fyrir. Fyrst minnist háttv. liöf. á gras- Jeysið, förgun fjenaðar um haustið, og þó ofdjarfan ásetning, hrakasaman vetur með byrjuðum bata, og segir svo: „En einmitt er vonir manna voru sem sárastar, kom liið mikla og minnisstæða fellihret og sandstormur; hófst hann hjer 23. aprilmán. og stóð alt til 4. dags maímán. með 6—9° R. (7%—11%° C.) frosti, heiftar stormi og slundum snjóbyl, en með þeim ó- dæmum af sandroki, að vart sást i viku á milli húsa hjer á Rangárvöll- um, og þó háloftið væri oftast heið- skýrt, grvlti eigi nema við og við til sólar. Var þó hylurinn eða sandrokið enn svartara, að sögn, á Landinu og liærra á Völlunum í þessari sveit. Allar ár lögðust strax undir sterka isa, öll mannaferð hætti, engir sáu aðra meðan þessi undur stóðu, því stormurinn hjelt öllu lifandi inni- liirgðu, en alt sem úti var og ekki hafði náð húsi, króknaði eða rotaðist til bana. Sandfokið sótti og inn i húsin, blandaði allan mat og drykk og jafnvel munnvatn manna. Víða gjörðist fólk lirætt og örvinglað, enda voru þá flestar hjargir bannaðar, þar sumstaðar var engin lífsnæring til fyr- ir fjenaðinn og sumstaðar skorti alt: hey, mat og eldivið; lagðist þá vesalt fólk fyrir, fól sig Guði og ljet svo fyrirherast uns kynjum þessum tók heldur að ljetta 2. og 3. maí. Óhætt má fullyrða, að ofviðri þetta hafi i ]>essum tveimur hreppum drepið hátt á annað þúsund fjár og að tiltölu eða meira af lirossum, og hefir þó fjöldi fallið siðan. Sumt eða jafnvel margt af fje því sem fallið er og er að falla, dcyr af einhverjum veikindum meðfram, og þar sem sauðburður er byrjaður, deyja alment lömbin eða fæðast dauð. Iljá einum hónda lágu 40 sauðir i hrönn við fjárhús hans, er upp ijetti og gætt var að, og á öðru lvverju býli stóðu kýr og annar pen- ingur liungrandi inni. Tóku þá þeir sig til, sein liey áttu eftir, og lánuðu það hverjuin sem nauðstaddur var og ckki hafði skorið kýr sinar (sem ein- stöku menn liöfðu gjö‘rt). Má fyrst og fremst nefna, og það með opinberum heiðri, liinn gamla lieiðursmann Fili- pus Dorsteinsson á Rjólu og syni iians Ámunda og Filipus, svo og tengdason hans Jón Eiriksson; til Jiessara manna, einkum þó til liins fyrstnefnda, var dag og nótt sótt liey úr 3 vestustu hreppum sýslunnar, fleiri hundruð hestar af grænstör, var þar svo mikil ös sem í kaupstað; inenn, en liey fyrir liross, og er þeirri var og gefins matur borinn fyrir aðsókn enn eigi ljett. Varð þetta til almennrar bjargar, einkum kúpeningi sýslunnar, svo þær kýr, sem feldar liafa verið, eru ekki mjög margar, enda var .... fjöldi þcirra drepinn í haust eð leið“. Höf. segir og að fleiri hafi hjálpað er gátu, og nefnir þar til Sigurð dbrm. á Skúmsstöðum. Og ])ó hafi orðið stórfeldasti fellir í manna minnum, á fje og lirossum. „Þó taka út yfir shnd- skemdirnar“, segir höf., — „i ofviðr- inu hafa í framan nefndum hreppum aleyðst yfir 20 jarðir og býli, en fjöldi annara orðið fyrir stórskemdum, og sumar bestu jarðir, sem áður voru, t. a. m. Oddi*), Stóruvellir, Klofi, Leirubakki, Reyðarvatn o. fl. Eftir lausri áætlun telst mjer, sem fasteigna og lausafjárskaði hjer um bil 100 búenda við þetta lirun, megi ekki reikna minna en 130,000 krónu virði, eða 1300 kr. á livern, og mun það vera drjúgum meiri peningur en þeir áttu skuldlausa undir. Án opinbers styrks eða útlendra samskota, er hjer liið mesta volæði fyrir dyrum“....... Enn frá sama oeðri. Af ]>essu ódæma veðri varð hvergi jafn viðtækt og stórfelt tjón, sem á Rangárvöllum og Landi, því auk fjen- aðarins þar, valt landið sjálft úr skorðum. Blöðkumelar og bakkabörð rifnuðu upp með rótum. Sandurinn, vikurinn og mölin skóf grassvörðinn langt ofan í rætur af hólum og hæð- uin áveðra, en hestu og fegurstu svæðin, er lægra lágu og í skjóli voru — lautir, oftast kafloðnar, vallendis- l)rúnir, tún, engi og hagar — fyltist svo af sandinum og vikrinum, að þar óx ekki strá framar, við aðal gárana. Sauðir Hreppamanna. Nálega um allar sveitir þrengdi að mönnum heyskortur og liagaþurfð heimavið. Því var það i blíðunni rjett fyrir kastið, og með litlum snjó til fjalla, að Hreppamenn freistuðust til að reka á afrjet sauði sína, fyr en venjulega. Þjóðólfur (24. júní 1882) segir svo frá, að reknir liafi verið um 1300 sauðir. En þá er gætt var að eft- ir veðrið, liafi um 100 fundist lifandi, en „liitt alt fent, rotað, hrakið i ár eða frosið niður“. Bæði liefir veðrið hrakið sauðina og þeir ætlað að flýja lieim, þegar í veðurbyrjun. En þá l)ólgnaði hver smáspræna, sem vatns- íall, með snjókrapa og klaka. Þar i fundust l'.rannir af sauðunum, og svo lestin þar á milli, er slegið hafði eða gaddað niður á hjarninu, margir með fæturna upp i loftið. Á fleiri stöðum fenti fje og hrakti til bana, því veðrið geysaði um land- ið alt, með miklum liörkubyl á flest- um stöðum, og hafisreki á hvern norð- lægan fjörð. Frli. SAGA FRÁ INDLANDI. í smábænum Slialinger. í Indlandi hefir bramínastúlku einni tekist að fá alla hæjarbúa til að trúa því, að hún liafi lifað mörgum sinnuin áður en núverandi jarðvera liennar liófst. Stúlka þessi, sem nú vekur mikla athygli er, dóttir alþekts og liáttvirts bramaprests, og ekki var liún nema þriggja ára þegar hún byrjaði að segja föður sínuin frá fyrri tilveru sinni í borginni Maglebad. Sagðist hún hafa átt þrjá syni og hjet sá elsti Sitaram en sá næsti Ramsvaropp. f fyrstu tóku foreldrar stúlkunnar elckert mark á þessu og töldu það hugaróra, en eftir þvi sem liún varð eldri urðu frásagnir hennar skýrari og hún *) í Odda urðu skemdirnar í minsta lagi. Þó nokkur sandur fyki þar á tún og liaga, liefir þar að mestu gróið upp úr þessu aftur. En margar aðrar jarð- ir liafa stórum spilst og sumar gjör- eyðst síðan. — Og væri oflangt að lýsa því lijer. V. G. kvaðst muna um fyrri tilveru sína. Foreldrarnir neituðu enn að trúa lienni og varð liún þá reið og tók að fasta. Kvaðst liún þá mundu geta komist í samband við syni sina. Þá loksins fóru foreldrar hennar að gefa ]>essu gaum og fóru nú með henni til Maglebad, þar sem hún sagðist liafa verið áður. Þegar þangað kom benti stúlkan á liúsið, sem liún sagðist liafa átt heima i. Iin eltki var alt þar með búið. Þegar lnin kom inn í húsið gekk liún til gamals manns sem þar var inni og mælti: Þessi maður er sonur minn. Hún þekti lika liina tvo syni sina og vissi nöfn á mörgu fólki í bænum sem liún sagðist kannast við frá fyrri æfi sinni. Hefir þetta vakið afar mikla at- liygli í Indlandi. Það þykir fullsann- að, að stúlkan hafi aldrei á núver- andi æfi sinni komið i þennan bæ fyr en i þetta sinn, og gat þó lýst liús- um og fólki þar áður en liún kom þangað. Hún vill ekki yfirgefa húsið sitt í Maglebad og segist hvergi eiga heima nema þar. Og „syni sina“ um- gengst hún eins og móðir, þó þeir sjeu orðnir gamlir og gráskeggjaðir en liún kornung stúlka. „STÖÐVIÐ ÞJÓFINN!“ H Það bar við um daginn i Osló að næturvörður í einni fjölfarinni götu um miðja nótt sá karlmann lilaupa eins hratt og liann gat eftir götunni. Maðurinn var hattlaus og lögreglu- manninum ])ótti framferði hans nokk- uð grunsamlegt. Næturvörður greip nú og til fótanna og veitti manninum eftirföt. Ilvcr veit nema þetta sje þjófur, liugsaði liann. En þvi ákafar sem lögreglumaðurinn liljóp, því meir flýtti maðurinn sjer, unz hann loks staðnæmdist við hús eitt. Á sama augnabliki náði nætur- vörður í liann og greip taki í öxl- ina á lionum. Síðan varð honum litið á skilti, sem lijeltk á hurðinni. Á því stóð: „Yfirsetukona".

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.