Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1929, Side 14

Fálkinn - 16.03.1929, Side 14
14 F Á L K I N N Sonur olíukongsins Dolicny liefir nýlega verið myrtur, og er einkarit- ari hans morðinginn. Ritarinn hafði tekið sjúkdóm, sem eigi var liægt að lækna nema með holskurði, en kvíð- inn fyrir skurðinum liafði gagntekið ritarann svo að liann brjálaðist og skaut þremur skotum á Doheny einn morguninn. BESTU LJÓSMVNDIRNAR fáiö þjer hjá ljósmyndaverslun yðar á CAPOX (gasljós-pappír). Stórfagur litblær — skarpar og skýrar myndir. Carl Poulsen & Sönner, Kóbenhavn 1/. Líftryggið yður í stærsta líftryggingarfjelagi á Norðurlöndum: Stokkhólmi. Við árslok 1926 líftryggingar í gildi fyrir yfir kr. 658,500,000. » » B B B B » B B » » » » » » » » » » § Af ársarði 1926 fá hinir líftrygðu § endurgreitt kr. 3,634,048,00, en hluthafar aðeins kr. 30,000 og fá aldrei meira. Aðalumboðsm. fyrir ísland: § A. V. Tulinius, Sími 254. j| » ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiia 150 aurar. j s Nú er orðið ódýrt að aka s 5 innanbæjar með okkar bílum. s | Lægsta ökugjald | 150 aura. | | Nýja Bílastööin 1 Kolasundi. z E Sími 1216. Sími 1870. S •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinS f sænska ríkisþinginu eru nú að- eins þrjár konur en voru sjö fyrir siðustu kosningar. Voru þær flestar í verkamannaflokknum, en nú hefir sá flokkur aðeins tvær konur á þingi, enda misti hann 15 þingsæti við kosn- ingarnar þrátt fyrir að liann fjeklc 120.000 atkvæðum fleira en áður. Alls ltauð flokkurinn fram 13 konur. — Þriðja' konan er ílialdsmaður, en sá flokkur bætti við sig 8 nýjum þing- sætum við kosningarnar og jók at- kvæðatöiu sina uin 227.000. Mercur tonafix Sjálftónandi dagsljóspappír. Aðeins 4 au. á mynd. St. 9X6. Car/ Poulsen & Sönnev, Köbenhavn V. Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. hann unnið hálfa miljón franka. — Þið verðið að borða með mjer, sagði hann. Londe tók boðinu með þökkum, en Judith virtist ekki sjerlega hrifin af tilhugs- uninni. — Jeg verð þá fyrst að fara heim og klæða mig, sagði hún. — En jeg held nú samt ....... -—- Klukkan níu í Hotel de Paris, tólc Brookes fram í fyrir henni. -— Jeg ætla að sýna yður nokkuð, sem yður mun koma á óvart ...... Máltíðin var hin kostuglegasta — vín, mat- ur og blóm, alt af besta tagi sem hugsanlegt var að ná í. Brookes var mjög fjörugur og næstum laglegur maður, er hann var í þessu skapi, með lit í kinnum, sem ekki hafði ver- ið þar áður, en gerði hann hraustlegan og mörgum árum unglegri. Hann talaði um alla heima og geima. Londe tók eftir honum nema öðru hvoru. Oftar en einu sinni brosti hún yfir að borði einu, þar sem ungur Frakki, er þau höfðu kynnst deginum áður, var einn að borða. Einu sinni tók Brookes eftir þessu brosi hennar og staðnæmdist í miðri setningu. Fóturinn á vínglasinu, sem hann hjelt á í hendi sjer, hrökk í sundur og svart reiðiský myrkvaði andlit hans. Londe horfði á hann, ánægður, með vísindamanns eftirtekt, en Judith hló að honum. — Hann er svo sætur, sagði hún lágt, — greifinn af Aix. Og svo er hann einn síns liðs. Hversvegna bjóðið þjer honum ekki að drekka kaffið með okkur? — Jeg hefi enga löngun til þess, svaraði Brookes, ólundarlega. — Mjer líst ekkert á hann. Judith gretti sig dálítið. — Jæja þá, við skulum þá fara, sagði hún, og stóð upp, í sama vetfangi og greifinn. Við ætlum að drekka kaffið í klúbbnum. Þið karlmennirn- ir þurfið ekki að flýta ykkur, fremur en þið sjálfið viljið. Greifinn fer með mjer. Brookes þreif matseðilinn og reif hann í tvent. Londe horfði á afmyndað andlit hans, með eftirtekt og ánægju. — Jeg er hræddur um að konan mín sje dálítið dutlunagfull, sagði hann og stundi. Mjcr finst hún tæpast vera nægilega þakklát fyrir þenna ágæta kvöldverð. Má jeg ekki stinga uppá, að við reynum eitt glas af konjakinu frá 1818, Þjer getið þá borið það saman við það, sem jeg gaf yður í gærkvöldi. — Fjandinn hafí bæði það og yður og konu yðar, svaraði hinn, hranalega. Lónde hló aðeins. Ungi maðurinn varð að bíða lengi eftir tælcifæri. Hann hafði unnið mörg þúsund franka og drukkið mörg glös af konjaki áð- ur en hann fjekk tækifæri til að tala við Judith eina. Hann dró hana með sjer inn i drykkjustofuna. — Jeg er ekki viss um, að mig langi neitt hingað inn aftur, sagði hún, dálítið önuglega. — Mig langar meira til að spila. -—• Bjett strax, svaraði hann. — Jeg hefi hjerna dálítið handa yður. Hún ljet sjer segjast og settist niður. — Vitið þjer, að jeg hefi grætt sex hundr- uð þúsund franka? sagði hann.. Hún kinkaði kolli. — Nú, hvað um það? Hann dró lítinn böggul upp úr vasa sin- um, opnaði gráa leðurhylkið og demantar sendu geisla sína út um salinn. Hún laut fram, kæruleysisilega, og gretti sig. ■—- De- mantar? sagði hún fyrirlitlega. — Þeir eru andstyggilegir. Hvað í ósköpunum kom yður til að kaupa demanta í svona ankanalegri umgerð? Hann skelli aftur hylkinu. Svipur hans varð snöggvast grimmilegur. -— Jeg keypti þá handa yður, sagði hann höstugur. Jeg vann þetta fje yðar vegna. Og yðar vegna er jeg orðinn eins og þjer og maðurinn yðar. Hún leit á hann með fyrirlitningu. — Þjer eruð, heimskingi, sagði hún. Áður hefir kannske verið einhver von fyrir yður, en nú er engin. Hvað eigið þjer við? spurði hann og tók andann á lol'ti. — Jeg gerði þetta yðar vegna. — Fábjáni, hreytti hún út úr sjer fyrir- litlega. —■ Jeg trúði ekki nema til hálfs því, sem maðurinn yðar var að segja, sagði hann, — en nú veit jeg, að það er satt. Jeg finn mis- muninn á hverri stundu. Jeg het'i huga, sem eklíi stefnir að neinu, heila, tilfinningu og ástríðu, — en alt sálarlaust! Hún hló aftur, jafn fyrirlitlega og áður. — Þjer hefðuð átt að vita betur, sagði hún. Hið eina, sem gerði yður aðlaðandi, var að þjer voruð hinumegin við takmörkin, þ. e. a. s. voruð heilvita. En nú eruð þjer rjett eins og við, svo mjer þykir ekkert í yður varið. Þjer ættuð að hafa yður á burt og taka með yður demantana. Greifinn er að koina og mig langar að tala við hann. Brookes stóð upp og gekk út, hattlaus og sagði ekki orð við þjóninn, sem hann gekk fram lijá. Hann gekk yfir veginn, síðan spöl- korn niður eftir og kom loks upp á sjógarð- inn. Stundarkorn stóð hann þar, hreyfingar- laus, — og var ægilegur ásýhdum. Síðan steypti hann sjer fram af garðinum og nið- ur í djúpið. Ann kom til Daníels einn morgun nokkru seinna, með blað, sem hafði inni að halda fregnina um sjálfsmorð unga mannsins. — Mjer finst endirinn á greininni dálítið skrít- inn, hr. Rocke, sagði hún. Daníel lagaði á sjer gleraugun og las. Fyr- irsögn greinarinnar var: „ÓVENJULEGT SJÁLFSMORÐ 1 MONTE CARLO. Líkið af ungum manni, sem seinna reynd- ist heita Ernest Brookes og vera teræktar- maður frá Ceylon, fanst í gær í höfninni í Monte Carlo. Maðurinn virðist hafa stokkið ofan af varnargarðinum við höfnina og háls- brotnað. Seðlar og peningar, yfir hálf miljón frankar, fundust í vösum hans; auk þess nokkuð af verðmætum gimsteinum. Einu kunningjar hans í Motne Carlo virðast hafa verið hjón að nafni Broadbent, sem höfðu borðað ineð honum kvöldið, sem hann hvarf. Þau hafa þó ekki getað gefið neinar nánari upplýsingar um manninn". — Auðvitað er þetta einkennilegt, en hvers vegna haldið þjer, að þetta sje handa okkur að rannsaka? Hún benti á aðra grein neðar í blaðinu. Daníel tók blaðið aftur og las: Samkvæmt upplýsingum frá herbergis- þjóninum í gistihúsinu þar, sem hinn látni dvaldi, hefir hann borðað, kvöldið áður en hann hvarf, í. húsi, sem Broadbent-hjónin bjuggu í, og fylgdi húsbóndinn honum heim um nóttina, mjög drukknum, að því er virt- ist. Morguninn eftir var ungi maðurinn ó- vanalega hress, en virtist hafa mist minnið. Hann var mjög kátur í bragði um daginn, en kvartaði um að liann væri ringlaður í höfðinu. Hann virtist hafa trúað herbergis- þjóninum fyrir því, að einhver tilraun hafi verið gerð á honum, sem hefði sennilega verkað á heila hans. Skömmu síðar þver- neitaði hann að hafa sagt nokkuð í þá átt og komst yfirleitt, hvað eftir annað í mót- sögn við sjálfan sig. Þjónninn —- hinn sami, sem hjálpaði honum upp í herbergið kvöld- ið áður — segir að hinn látni hafi ekki sýnt á sjer nein merki þess að vera drukkinn, en miklu fremur þess, að hafa tekið inn ein- hverja ólyfjan. Ekkert hefir frekar orðið upp- víst í málinu og Broadbent-hjónin virðast hafa farið burt frá Monte Carlo, snögglega. — Undarlegt, sagði Daníel og rjetti hönd- ina eftir nafnabókinni. — Broadbent er mjög algent nafn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.