Fálkinn - 16.03.1929, Síða 15
F Á L K I N N
15
Framhald frá bls. 7
— Nú, þarna ertu, „Sláni“,
sagði hann. — Það var óvænt!
„Slánanum“ varð órótt, en hönd
forlaganna, það er að segja Cou-
lons, hvíldi á öxl hans. — Vertu
ekki að þessu, hvíslaði hann,
— jeg skal ekki hlaupa burt —-
jeg lofa því. Nú er hún að
rakna við!
— Þekkir þú hana? spurði
Coulon.
— Jeg hefi aldrei sjeð hana
fyr en í kvöld — svei mjer þá,
Coulon. svaraði „Sláninn". Hann
fór að þukla undir vestinu sínu.
— Láttu þetta vera, mælti
Coulon byrstur. „Sláninn rjetti
að honum þrjú umslög með
seðlum. — Hún á þá! — Jeg
hrifsaði þá áðan. Hún á að fá
þá aftur. Þú sjerð um að hún
fái þá.
— Já, því skal jeg lofa, svar-
aði Coulon. — Ha, hefirðu feng-
ið samviskubit?
„Sláninn“ kinkaði kolli. Þeir
báru stúlkuna inn i sjúkravagn-
inn, en hann sneri sjer að Cou-
lon og brosti: — Má jeg segja
örfá orð við hana? Hann fjekk
það. Og eitt augnablik horfðust
þau í augun, þessi tvö, sem
höfðu mæst í faðmi dauðans.
Hún var náföl. Meðan Coulon
var að tala við læknirinn, stakk
„Sláninn“ votum peningunum í
höndina á henni. -—- Vertu sæl,
Nell. Minstu ekkert á þetta. Það
er eins og það á að vera. Vertu
góð stúlka! Hún brosti.
— Þú ert viss um að jeg lifi,
sagði hún.
— Já, og jeg ætla að hitta
þig eftir tvö ár á þessum sama
stað. — Mundu það! Og „Slán-
inn“ starði á hana með augum,
sem voru þrungin af ást og við-
kvæmni. — Gjeymdu því ekki,
jeg sltal verða hjerna! Jeg mun
þrá þig, Nell. Og reyndu aldrei
framar það sem þú reyndir í
kvöld. Það er mesti óþverri.
trúðu mjer til. Koma tímar,
koma ráð!
— Taktu við þessum bleðl-
um og byrja þú á nýjan leik —
og þú bíður eftir mjer? Þú gerir
það, Nell —- er það ekki?
— Hversvegna að bíða? —
Hönd hennar kreisti hönd hans,
svo að þegar hann ætlaði að losa
hana varð hann að rykkja í.
— Jeg verð að fara. Jeg
skulda þjóðinin tvö ár af æfi
nainni, svaraði „Sláninn“. Það
var engin hreimur í röddinni.
— Kom þú nú, mælti Coulon
og tók fast í öxlina á honum.
Það er tími til kominn.
Stúlkan leit um öxl, um leið
og þeir lyftu henni inn i vagn-
inn.
— Jeg skal verða hjerna!
mælti hún.
Amerikumenn eru mjög gefnir fyrir
að yfirbjóða aðrar þjóðir og ])að er
Kamalt viðkvæði, að alt sje mest í
Ameríku. Nú liefir Ameríkumaður
einn farið í bina áttina, og vill sýna
að Amerikumcnn geti likað gortað af
>,])ví minsta". Hann befir nfl. smiðað
slagliörpu, sem hann segir að sje
minsta slagharpan í heimi og ferðast
hú iand úr iandi og sýnir petta furðu-
Verk sitt. Slagharpan er 35 pund á
t>ynd og liefir 3 áttundir.
SIGURÞOR JONSSON
AUSTURSTRÆTI 3
B.S.A.
Roadster Bicycle
ÐOX 162
REYKJAVÍK
SÍMNEFNI: „ÚRAÞÓR“
B.S.A. Liglit
Roadster Bicycle
Wn* Im> Bollom ÆrocktL.
B. S. A. mótor-hjól og hjólhestar eru kunnir um heim allan fyrir frábærilega góða endingu.
Aðeins úrvals efni er notað til smíðis þeirra og vinnan eins vönduð og framast verður á kosið.
Þrátt fyrir framúrskarandi gæði eru hjól þessi þó lítið dýrari en ýmsar miðlungs-tegundir,
sem hjer hafa verið á boðstólum.
Fyrir þá, sem vilja það besta sem kostur er á, koma tæplegu önnur hjól til greina en B. S. A.
Hamlet og Dór.
Þ O R hjólin hafa reynst mjög vel hjer á landi. Þau
eru ódýrari en B. S. A., en þó mjög vönduð hjól, sem
tryggja kaupanda fult verðmæti fyrir peninga sína.
Gjörið svo vel að leita nánari upplýsinga.
Alt tilheyrandi reiðhjólum.
Silfurpleif*
sReiéar gefins.
Sá sem kaupir fyrir 5 kr.
í verslun minni b ú s á h ö 1 d
hverskonar, veggfóður eða
málningu fær 1 silfur-
plettskeið (2 turnar) sem
kaupbætir.
Sje keypt fyrir 10 krónur
verða tvær skeiðar gefnar,
fyrir 15 króna verslun, þrjár
skeiðar o. s. frv.
Silfurplettskeiðarnar verða
aðeins gefnar sje greitt við
móttöku varanna. — Notið
tækifærið. Homið sem fyrst.
Sigurður Kjartansson
Laugaveg 20 B. Sími 830.
FÖLSK REMDRANDTS-MÁLVERK.
Þýski listfræðingurinn dr. Robert
Dangers i Hamborg hefir árum sam-
an fengist við að rannsaka öll ])au
málverk sem hann hefir komist yfir,
sem talin eru eftir Rembrandt, hinn
mikla málverkasnilling. í áliti sínu
sem fyrir skömmu er komið út kemst
hann að jþeirri niðurstöðu, að ýms
merkustu málverkin sem Rembrandt
eru eignuð sje alls ekki eftir hann.
T. d. segir hann að myndir þær, sen)
Rembrandt er talinn hafa málað af
sjálfum sjer sjeu svo ólíkar að þær
geti ekki verið af sama manninum, og
auk þess sje málningaraðferðin svo
ólik, að þar hafi fleiri menil en einn
vei'ið að verki. Fjöldi listrýnenda hef-
ir risið upp gegn þessari kenningu.
Annars er oft vandi að skcra úr,
hvort málverk sje ekta eða ekki. Fyr-
ir fáeinum árum keypti listasafnið i
Louvre i París tíu myndir eftir
Watteau, sem fjöldi sjerfróðra manna
hafði rannsakað og talið ekta. Nú hef-
ir franskur listfræðingur fært rök að
því, að minsta kosti tvær af þessum
myndum sje sviknar og krafist þess
að þær verði teknar burt af safninu.
hafa þann eiginleika, að þær
þynnast ekki við hita,
storkna heldur ekki í kulda,
þó aðrar olíur geri það.
Þegar Smurningsolíur storkna, hætta þær að smyrja ákveðna
hluta vjelarinnar. Þetta er eðlilega afaráríðandi að forðast, og
það er auðvelt, með því að nota einungis S H E L L-bifreiða-
olíur.
Fyrir sjerhverja tegund bifreiða höfum vjer ákveðnar olíu-
tegundir.
Hlutafjelagið „Shell“ á íslandi,
•iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*
MUNIÐ |
Prjónastofuna Malín s
ef þjer þurfið að kaupa =
prjónafatnað. Þjer fáið
hvergi betri fatnað eða =
jafngóðan fyrir sama
verð. Komið og reynið
strax í dag. — Pantið 5
ef þjer eruð í fjarlægð,
alt sent gegn póstkröfu.
Reynið! Styðjið íslenskt
fyrirtæki. Virðingarfylst
Prjónastofan Malín, |
Laugaveg og Klapparstíg. S
Box 565.
Sími 1690.
•iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimm*