Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1929, Qupperneq 5

Fálkinn - 20.04.1929, Qupperneq 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. iiÞeir munu gera i/ður samkundu- rccka, já, sú stund kemiir, aS hver sem liflœtur i/öur, mun þgkjast veita GuSi bjónustu; og þetta munu þeir gera, af bvi að þeir þektu hvorki föðurinn nje mig". Jóli. 16, 2—4. Enginn hefir talað fegurra nje dýpri skilnaðarorð en Jes- ús gerði við lærisveina sína síð- asta kvöldið er þeir voru som- an. f 16. kapítula Jóhannesar- guðspjalls er hann að lýsa fyrir þeini burtför sinni til föðursins. Hann segir þeim, að þeir megi vera við því búnir að þola margt fyrir trú sína, að sumstaðar muni þeir ekki þykja hæfir und- ir sama þaki og annað fólk, og jafnvel að þeir muni verða að þola liflát fyrir trúna. En — ),I>að er yður til góðs, að jeg fari hurt, því fari jeg ekki burt, mun huggarinn ekki koma til yðar, en þegar jeg er farinn, ffiun jeg senda hann til yðar“. Það kom síðar fram, að þessir sömu lærisveinar og margir fleiri urðu að þola margt fyrir trúna. Þeir voru ofsóttir á all- an hátt, hræddir og hrjáðir og sumir liflátnir. En þeir höfðu i minni, hvað lærifaðir þeirra hafði liðið fyrir þá og aðra og þeir tóku öllum hörmungum með þeirri djörfung og jafnaðar- geði, sem aðeins trúuðum mönn- um er gefin. — Þeim mönnum sem finna til köllunar sinnar i þjónustu háleits málefnis. Þeir voru fáir þá, sem þektu föðurinn eða soninn. Það var að eins örlítill hópur óbreyttra manna. Engin veraldleg völd höfðu þeir og hinir svokölluðu lærðu menn þeirra tíma litu nið- ur á þá. Samtíð þeirra mun hafa talið þá hálfgerða fáráðl- inga. Lærisveinarnir voru hryggir og kvíðandi á skilnaðarstund- inni. Enginn þeirra spyr hann hvert hann fari, það er eins og þeir kvíði svarinu. Þeir vita að lærifaðir þeirra, maðurinn mikli sem þeir elskuðu, á að ganga út í kvöl og dauða. Þeir eru að missa frá sjer ástvin, sem vissu- lega var besti vinurinn, sem nokkrir dauðlegir menn hafa átt hjer á jörðu. Hrygð þeirra var skiljanleg. En vinurinn mesti leitast við að hugga þá, og hann lofar heim, að senda þeim huggara, heilagan anda, sem með þeim verið um aldir alda. Hann er ekki að tala um þrautir þær og þjáningar, sem hann eigi að líða, heldur er það umönnunin fyrir lærisveinahópnum sem er efst í huga honum. -— — Hve fögur er hún ekki þessi mynd og hversu minnis- verð. Því í Viðskilnaðarorðum Jesús, þegar hann var að ganga m í dauðann, felst ævarandi ífildi, fyrir þá, sem heita vilja *risveinar hans, fyr og síðar. ^Oggunarorðin eru sigild, og sá heilagj andi og huggari, sem hann lofaði að senda lærisvein- Unum, er enn með oss, syndug- um mönnum, sem leita vilja nuggunar og friðar í trúnni á hann, Guðs eingetinn son. Orð- ln sem Jesú mælti á þessari dapurlegu stundu, áður en hann sjálfur gekk út í kvalirnar, eru boðskapur urn eilífa náð Guðs til handa öllum þeim sem trúa. Lærisveinarnir voru kvíðnir og vílandi. En eftir að andinn kom yfir þá, efuðust þeir ekki framar. Þeir urðu hetjur, sem fórnuðu öllu fyrir trú sína. Þeir afneituðu ekki Guði og þeir van- ræktu aldrei hoð hans, þó þeir færi á mis við stundarþægindi þess vegna. Það er sjaldan nú á tímum, að menn verði að fórna cins mildu fyrir trú sína, eins og lærisveinarnir urðu að gera. En hversu oft er það ekki samt, að fyrir lítilsháttar ómak og afslátt á svokölluðum lífsþægindum, vilji menn til vinna, að láta boð- orð Guðs lúta lægra haldi. Marg- ir gera það, og þykjast samt vera lærisveinar Guðs. En eru þeir sannir lærisveinar? Jesús sagði lærisveinum sín- um frá því hverju þeir mætti bú- ast við að verða að fórna fyrir trúna. Berum það saman við það, sem við þykjumst verða að leggja á okkur, þegar lífsþæg- indi og boðorð Guðs fara ekki saman, og reynum að feta í fót- spor þeirra, sem alt vildu á sig leggja fyrir trú sína. UM VlÐA VEROLD. MÁLVERKIÐ sem dáleiddi. Frægur taugalæknir suöúr í Ung- verjalandi hefir nýlega ritað langa bók um ýmislegt sem á dagana lief- ir drifið hjá honum í lækningastörf- uni lians. Þar segir hann m. a. jiessa sögu: „Einu sinni kom til mín kona. Hún var ákaflega angurvær og óttslegin og sagði mjer, að kvöldið fyrir hefði gripið sig einhver einkennilegur höfgi, henni fanst einhver liungi koma yfir augun á sjer og liún mátti til að sofna. Jeg spurði konuna ýmsra spurninga og komst jeg þá að jivi, að inni í svefnherberginu, yfir rúmi kon- unnar hjekk gömul mynd frá 13. öld. Var myndin af aðalsmanni eiuum nafngreindum frá Feneyjum. Daginn eftir heimsótti jeg svo kon- una og rannsakaði myndina scm hest jeg gat. Bað jeg liana svo að einblina á myndina nokltra stund. Hún gerði liað og fjell bráðlega í dásvefn. Nú rcyndi jeg að skipa hcnni að vakna aftur af svefninum, en það dugði ekki hót. Konan vaknaði ekki fyr en hún hafði sofið samfleytt í þrjú dægur. Manninum hennar varð ekki um sel, og Ijet undir eins taka myndina úr svefnherherginu. Jeg fjekk hana svo að gjöf og liefi siðan gert ýmsar í ,,Dauði Nat- ans Ketelsson- ar“ sem leikið var hjcr í. fyrsta sinni í fi/rradag, var nýr gestnr á leiksviðinu i hlutverki Vatns- enda-Rósu. Það var frá Svava Jónsdóttir frá Akitrei/ri, sem nú leikur hjer i bænum í fgrsta sinni, þó hún hafi hinsvegar rúmlega 25 ára leiklistarferil að baki. Frú Svava er fædd og upp- alin á Akuregri og bgrjaði um fermingu að leika þar i smá- leikj um, hinum fgrsta með frú Elínu heitinni Matthíasdóttur Laxdal. Hcf- ir hún leikið fjölda hlutverka fgrir norðan, en þó flest sem að kveður á siðustu sjö árum og eru vinsætdir hennar á Akuregri afarmiklar. Með- al hlutverka hennar má nefna Normu i „Vjer morðingjar“ Erlu í „Dóm- um“ eftir A. Þormar, Þóru i „Tár- ið“ eftir Pál J. Árdal, Steinunni i „Galdra-Lofti“, frú Midget í „Á út- leið“, Jóhönnu i „Æfintýri á göngu- för“, Abigael í „Ambrosius“, sem hún Ijek móti Adam Poulsen og Rósu, sem hún leikur hjer nú. — Regkvikingar munu ekki setja sig úr færi að sjá þessa góðu leikkonu, sem tvímælalaust hefir átt einna mestan þáttinn í eflingu leiklistar- innar norðanlands. Mgndirnar sem hjer birtast eru af frúnni sem Vernd- ardísinni í Óskastundinni efiir Kr. Sigfúsdóttir (tv.J og fgrir neðan hana er Förukonan úr sama leik. Að ofan t. h. Abigael í „Ambrosius“. 1111411111111IIIIIIIIIIMIIII111111111 l!llllllllllllll[|ltllllllllllllllllllllltllltllll«IIIIIIlll!tl!‘a'iailllllllSlllllllilIIIIIIMIIIIIIII)INBI!llllnll dáleiðslutilraunir með liana, en jafn- nn árangurslaust". Læknirinn segir að það sje mjög sjaldgæft að dauðir lilutir geti dáleitt fólk. En nugun i myndinni dálciddu þessa konu, þó að þau liinsvegar hefði engin áhrif á annað fólk. HÖGGOHMURINN SEM DREPUR 10000 MANNS Á ÁRI. Cop ra-slangan indverska, eða glcr- nugnaslangan, sem líka er kölluð vegna þess að hún hefir mynd sem lílcist gleraugum, hefir lengið verið talin banvænasta dýr í heimi. Sum árin hefir hún drepið yfir 10 þús. manns i Indlandi. Enskur læknir, William Burne, sem lengi liefir dvalið i Indlandi, hefir rannsakað þetta eiturnöðrukyn. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að nöðru- bitið væri ekki nærri eins hættulegt og af er látið, heldur látist aðeins tiundi hver maður sem bitinn er, af eitrinu. Eitrið lamar bæði lijartað og lungun, og dauðinn kemur hálftima eftir að eitrið er komið i blóðið. En i raun og veru er þetta eitur of veikt fyrir menn. Það er ætlað minni spen- dýrum, sem naðran lifir mest á, og þar lirífur það altaf. Hinsvegar er það oft svo, að menn lialda að þeir geti fengið eitthvað töfralvf við eitrinu, þá deyja þeir ekki. Fjöldi mannaa lief- Hjalti Jónsson framkvæmdarstj. varð sextugur á mánud. var. ir jafnað sig aftur eftir nöðrubit, en ef þeir veikjast seinna af öðrum sjúk- dómi og deyja, þá er eitrinu kent um. Læknirinn heldur því með öðrum orð- um fram að nöðrubitnir menn deyji fult eins oft af hræðslu eins og af eitri.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.