Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1929, Page 1

Fálkinn - 04.05.1929, Page 1
16 sllir ÍO aoriL TUTHANKAMENS-GRÖFIN Mönnum er enn í fersku minni, er Howard Carter og Carnarvon lávarður fundu hirm merku gröf i Luxordalnum í Egypta- landi fyrir tæpum sex árum. Þótti Tuihankamensgröfin einhver merldlegasti fornmenjafundur, sem gerður hefir verið í sjálfu Egyptalandi, en þar hefir þó margt merkilegt fundist áður. Fjellu menn í stafi yfir þvi skrauti og óhófi, sem átt hef- ir sjer stað við útfarir hinna fornu konunga Egypta og það sem í gröfinni fanst ber þess óræk merki, að listiðnaður hafi staðið á afar háu stigi í Egyptalandi í þá daga. Flest af því sem í gröfinni fanst var flutt til Kairo á Egyptska safnið og rannsakað þar af sjerfræðingum. Er aðeins bráðabirgðarannsókninni lokið, en ganga má að því vísu, að margt af því sem fundist hefir í gröfinni verði vísindamönnum rannsóknarefni i mörg ókomin ár. — Hjer á myndinni sjest insta kista Tuthankamens og líkið sjálft. Hefir það varðveist furðu vel.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.