Fálkinn - 25.05.1929, Side 14
14
F Á L K I N N
Ef
Þjer
copierið
sjálfur
þá notið
Mercur tonafix
Sjálftónandi dagsljóspappír. Aðeins 4 au.
á mynd. St. 9X6. Carl Poulsen & Sönner,
Kobenhavn V.
1 Ameríku eru nú 15.000 menn sem
eiga eina miljón dollara hver, og
þaðan aí' meira.
í Suður-Afríku fanst nýlega dem-
antur sem vóg 33% karat. Hann var
seldur fyrir 50,000 mörk.
SRáR^óœmi nr. 1R.
Eftir J. Pospisil.
BarnavagnasmiSir í Birmingham
iijeldu nýlega með sjer fund. Þar
var samþykt tillaga um að gefa hverri
fjölskyldu i borginni, sem eignaðist
sjöunda barnið, barnavagn. Ennfrem-
ur var samþykt að stofna sjóð í þeim
tilgangi að vinna gegn takmörkun
bai*neigna.
Maður í Sharon Springs ætlaði að
selja liænsnin sín. En þegar átti að
taka liænsnin kom í ljós, að þau
höfðu rótað um moldinni innan girð-
ingar og „fundið“ kassa með 10,000
dollurum í peningum í. Þá hætti mað-
urinn við að selja.
Á Kúha hafa yfirvöldin bannað að
nota trumbur í liljómsveitum.
Um daginn var morðingi líflátinn i
Ameríku. Blað eitt sendi út fregn-
miða og á þeim stóð m. a. undir
BESTU LJÓSMyNDIRNAR
fáið þjer hjá ljósmyndaverslun yðar á
CAPOX
(gasljós-pappír).
Stórfagur litblær
— skarpar og skýrar myndir.
Carl Poulsen & Sönner, Köbenhavn V.
myndinni af morðingjanum þetta:
Þessi aumingja maður getur nú ekki
framar lesið blað vort. En það getið
þjer. Gerist áskrifendur!
Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. “2*38
. ■ ■T'— ;----------- ------ --- ----- ........: - >*».! 'i" t. .. .il. . 1 ■ ■■ ■ —^
manninn þinn fara þannig frá þjer til vinnu
sinnnar, Virginía?“
„Hvað er að, frænka?“
„Er hjónabandið þá orðið alveg tilfinning-
arlaust nú á dögum?“ sagði Jane frænka. —
„Ætlar þú ekki að kveðja manninn þinn með
kossi?“
„Við Biily eruin á undan tímanum,
frænka“, sagði hún og ypti öxlum, „okkur
leiðist öll slefa“.
„SIefa?“ át Jane frænka eftir, steinhissa,
„jeg Ijet það aldrei liregðast að kyssa hann
frænda þinn í heil fjörutíu ár, kvölds og
inorgna. Viltu gera svo vel og kyssa manninn
þinn tafarlaust".
„Mjer finst frænka hafa á rjettu að standa;
þú umgengst mig full kæruleysislega“, sagði
Hemingway, og hafði gaman af að yfirgefa
hana þannig í neyðinni. „Það .... særir
mig. — Komdu og kveddu mig, Virginía",
kallaði hann og breiddi út faðminn, en augun
Ijómuðu, svo vel skeinti hann sjer við þetta.
Hún hugsaði með sjálfri sjer, að þetta
skyldi hún aldrei fyrirgefa honum. Hún hat-
aði hann. Hún reigði sig og gekk hnakka-
kert til hans. Hversu óbærilegt sem það var,
varð hún hvað sem öðru leið að leika hlut-
verkið til enda. Hún stóð hein, með höfuðið
reigt aftur á bak, meðan hann kysti hana.
Hann faðmaði hana ekki, en þegar hún fann
heitar varir hans snerta sínar, fór um hana
titringur.
„Jæja, þá er vist hest að líta á íbúðina,
sagði Jane frænka, sein ekki hafði neina
hugmynd um tilfinningar „hjónanna“. „í
hvaða herbergi sofið þið Billy, góða mín?“
„Jeg verð að fara“, sagði Hemingway, og
skaust út.
„Hjerna er mitt herbergi beint á móti
þínu“, sagði Virginía og benti á dyrnar.
„Ekki finst mjer það nii rúmgott“, sagði
frænlcan og leit í kringum sig.
„O, það er nógu stórt handa mjer, frænka.
Þú veist, að jeg er reglumanneskja og hag-
sýn. Mjer þykir vænt um þetta herbergi, það
er ekki stærra en svo, að hjer er alt á sinum
stað og við hendina. Hjer er rafmagnsketill-
inn ininn, ef jeg kynni að verða andvaka og
langa í te. Og hjer er púltið mitt, ef jeg kynni
að vera í skapi til að fara á fætur og skrifa
um miðjar nætur“.
„Fara á fætur og skrifa um miðjar nætur“,
át gamla konan eftir. „Guð minn góður, að
láta sjer detta slikt í hug“. Hún leit rann-
sóknaraugum í kringum sig.
„Virginía, hvar sefur maðurinn þinn?“
„I .... í herberginu þarna fyrir endanuin
á ganginum, en hann hefir það oftast lokað,
vegna skjala sinna.
Jane frænka hnje niður á stól og krossaði
sig. „Nú, þið hafið þá svona fyrirkomulag
á hlutunum? Ja, Virginía, jeg verð að segja,
að mjer er meinilla við þessa tilhneigingu
hjá hjónum nú á dögum til að halda sig sitt
í hvoru horninu. í fjörutíu ár svaf jeg við
hliðina á honum Davíð frænda þínum, og
hrást ekki skyldu minni eina einustu nótt“.
„Billy kemur aldrei heim fyrr en kl. 2—3
á nóttunni, og þú vilt þó ekki, að hann fari
að gera mjer ónæði?“
Jane frænka klemdi saman varirnar og
kinkaði kolli hugsandi.
Virginíu Ijetti ósegjanlega þegar frænkan
hætti rannsókninni og fór að hafa fatasldfti
fyrir miðdegisverðinn. Henni var það kær-
lcomin hvíld að fá að vera ein saman. Hún
var að bursta hár sitt fyrir framan spegilinn
þegar Wyngate kom inn. Hún var laumuleg
á svipinn. „Herra Hemingway er rjett ný-
komin aftur með brjef, sem hann bað mig
að fá ungfr. . . . frúnni .... þegar hún væri
einsömul“.
Þegar Virginía liafði lagað sig til, las hún
brjefið. Það voru að eins tvær línur, rissaðar
niður i flýti: „Verið ekki kvíðin, þrátt fyrir
síðustu erfiðleikana. Jeg finn eitthvert ráð“.
W. H.
Hún fann til þakldætis, en datt þá í hug
hin ófyrirgefanlega ósvifni hans og varð köld
aftur, - en datt aftur i hug snerting vara
hans við hennar varir - og roðnaði.
IV.
Morguninn eftir, jafnskjótt sem Virginía
heyrði Hemingwey stinga lyklinum i skráar-
gatið, afsakaði hún sig við frænku sína og
flýtti sjer út til að tala við hann einan. Hann
virtist hissa, og sagði í ertnistón:
„Þú verður eiginkonulegri með degi hverj-
um“.
Hún leil á hann með alvörusvip.
„Ef jeg hefði ekki komið hjerna fram að
dyrunum, hefði jeg neyðst til að endurtaka
jietta skammarlega hlutverk sem í gær“.
„Svo þetta á að heita fyrsta sinn, sem þú
sjer mig í dag?“
„Já. Jeg fór með frænku niður í Piccadilly
til morgunverðar og svo fóruin við í búðir á
eftir“.
„Það var gott, að þú varaðir mig við í tæka
tið, annars hefði jeg hæglega getað kysst þig
í misgripum".
-> Hún roðnaði. „Finst þjer það ekki and-
styggilegt?“
„Nú, erum við ekki bæði að leika skrípa-
leik?“ spurði hann. „Þegar maður sjer leik-
ara kyssa leikkonu á sviðinu, heldurðu þá,
að nokkur tilfinning liggi þar á bak við? Við
skulum vera róleg, þetta í gær var bara al-
vanalegur viðburður úr leikhúslifinu".
„í þínum augum ef til vill, sagði hún og
leit fast á hann, „en hvað mig snertir, fanst
rajer það andstyggilegt, — jeg hef aldrei áð-
ur lofað nokkrum karlmanni að kyssa mig“.
Hemingway rjetti henni hönd sína auð-
mjúkur. — Mjer þykir þetta leitt, Virginia.
Geturðu fyrirgefið mjer?“
Jane frænka heilsaði honum innvirðulega
Jiegar hann kom inn í dagstofuna. Enginn
vafi gat á því leikið, að henni leitst allvel á
þennan falska frænda sinn.
„Virginía virðist ennþá ekki búin að losa
sig við kvenrjettindagrillurnar“, sagði hún.
„Við morgunverðinn hefir hún verið að taka
inig í tíma í kvenrjettindapólitík. En jeg álít,
að konan hafi engan rjett til að stinga nef-
inu niður í slíkt.
„Engan rjett, frænka? Þínar hugmyndir
um það efni eru frá þeim tímum er konurn-
ar lifðu undir ánauðaroki. Þið heyrið undir
„lausafje“ mannsins“. Virginia hafði staðið
upp í bardagastellingu. „En nú höfum við
fengið frelsið og erum á leið til Ijóssins, og
„Jæja, settu þig nú niður, sagði Jane
frænka allhvöss, „mig langar líka að halda
ræðu. Jeg er orðin þreytt á þessu eilífa blaðri
í þjer um frelsi og konurnar. Lofum þeim
bara að komast á þing, ef þær vilja. Jeg fyrir
mitt leyti trúi ekki, að þær geri þar neitt til
eða frá, en hinu vil jeg halda íram, að rjetti
staður konunnar sje heimili hennar“.
„Til þess að baða sig í yfirlæti karlanna,
eða hvað, frænka?"
„Einmitt .... el' það er nútímamál, sem
þýðir að heiðra mann sinn og stagla sokk-
ana hans. Mjer er ekki um skoðanir þínar,
Virginía. Þú verður að reyna að hera að
skilja, að þú ert manninum þinum háð.
Framvegis", sagði hún og lagði frá sjer
hekludótið, „sting jeg upp á því að láta
greiða honum fje þitt og svo getur hann lát-
ið þig hafa eins mikið eða litið af Jiví og
honum sýnist“.
„Þetta getur ekki verið alvara þín, frænka“,
sagði Virginía og neri saman höndum i ör-
væntingu.
„Jeg kæri mig ekki um það fyrirkomulag,
frænlta“, sagði Hemingway i ákveðnum tón.
„Að vísu er jeg ósammála Virginíu um mörg
atriði, en samt finst mjer það alveg rjett hjá
henni, að kona eigi ckki að vera háð manni
sínum í einu og öllu“.
„Virginía verður að fá hæfilega ráðningu“,
sagði frænka. „Jeg hefi þegar skrifað ávisun-