Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 22.06.1929, Blaðsíða 14
Notið Chandler bílinn. a u r a gjaldmælisbif- reiðar á v a 11 til leigu hjá Kristinn og Gunnar. Símar 847 og 1214. Elsta, besta og þektasta ryksugan er Nilfisk Aðalumboð hjá Raflækjayerslno Austurstr. 7. Skákdæmalausnir: H v í 11: Svart: Nr. 6. 1 D a 6 — c 4. 2. mát. Eitthvað. — 7. 1 B g 1 — h 2. 2. mát. Eitthvað. — 8. 1 B c 4 — d 5. 1 H e 8 —b 8. 2 D e x b 7 — 2 H x D 3 H c 2 — c 8 mát o. s. frv. — 9. 1 D d 1 — h 1. Eitthvað. 2. máf. Komið og lítið á nýtísku hanskana í Hanskabúðinni. Vinsamlegast getið »Fálkans«, þegar þjer skrifið til þeirra er auglýsa í honum. VINDLAR: PHÖNIX, danski vindillinn, sem allir þekkja, Cervantes — Amistad — Perfeccion — Lopez — Don }uan — Dessert og margar fleiri tegundir hefir í heildsölu SIGURGEIR EINARSSON Reykjavík — Sími 205. Kvensokkar í miklu úrvali í Hanskabúðinni. Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. ins sagði Virginia. — Er það ætlun þín að banna vinum mínu mað koma hingað? — Ekki vinum þínum, aðeins Freddie, svaraði Hemingway kuldalega. Mjer þykir leitt, að það skuli fá svo mjög á þig. Freddie Parkinson hlýtur að vera eitthvað meira í þínum augum, en mig hefir grunað. — Þetta er Freddie alveg óviðkomandi, svaraði Virginia, — en það er framkoma þín, sem jeg þoli ekki. — Vertu róleg kona góð, svaraði hann. Þú tekur þetta of hátíðlega. — Þú skammar mig og sneypir, að þjón- ustufólki okkar áheyrandi. Þetta er ef til vill þín einkennilega gamansemi, sem kemur þannig í ljós, en mjer finst það vera .... dýrslegt. Virginia varp mæðilega öndinni, og fjekk kökk í hálsinn, og krampadrætti í munnvikin. Var það mögulegt, að hún, Vir- ginia Trevor, með alla skapstillinguna og laus við kvenlega veikleika, ætlaði að fara að vatna músum frammi fyrir frænku sinni — og meira að segja frammi fyrir Hemingway, sem var enn verra. Hún gat ekki stilt sig lengur og þaut út úr stofunni. — Þetta er alveg eins og jeg bjóst við, sagði frænka, — hún fer inn í svefnherbergi sitt og grætur sig þreytta — allar ungar konur eru eins, William. Hún klappaði á öxl hans. — Farðu inn til hennar, drengur minn, faðmaðu hana og segðu, að þú elskir hana ennþá. Hemingway sá hana í anda, grátandi á rúmi sínu með andlitið hálfhulið i dökka hárinu. Hann stundi. — Bara að jeg gæti það, — guð minn góður. VII. Geturðu ekki farið inn til hennar? sagði frænka. Þið eruð undarlegustu ung hjón, sem jeg hefi fyrir hitt. Hún strunsaði út úr stof- unni, sáróánægð með árangurinn af sátta- samningu sinni. Hemingway þótti gott að vera einn, til þess að koma einhverju skipulagi á hugsanir sín- ar og tilfinningar. Meðvitundin um það, að hann elskaði hana kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það var kaldhæðni örlaganna, að honum skyldi verða það á að verða ást- fanginn af Virginiu, sem hataði karlmenn. Hann sat áfram í dagstofunni með gráa og svarta veggfóðrinu og beið Virginiu. Hann var viss um, að hana myndi brátt iðra reiði sinnar. Hann stökk upp úr sæti sínu er hún kom inn og gekk til hennar með útrjetta hönd- ina. — Geturðu fyrirgefið mjer? spurði hann auðmjúkur. — Er leikari vanur að biðja fyrirgefningar þó hann ýki hlutverk sitt? spurði hún og ypti öxlum. —• Þarna sjerðu, að jeg leik mitt hlutverk betur en þú þitt. Þarna sjerðu, að skylda rekur mig út í öfgar. Virginia leit hann rannsóknaraugum. — Viltu þá halda því fram, að það hafi verið skyldurækni, sem stjórnaði framkomu þinni gagnvart Freddie? spurði hún alvöru- gefin. Hann leit á hana án þess að depla aug- um. Þrátt fyrir alt var hann harðánægður með Freddie-þáttinn af leiknum. — Ef til vill hefi jeg tekið hann óþarflega óblíðum tök- um .... en hinsvegar hefir Freddie komið hjer tvisvar í þessari viku. Seinast þegar hann kom var jeg alveg á glóðum um, að hann tæki eftir giftingarhringnum þínum. Þú tókst hinsvegar alls ekki eftir því, að jeg var að benda þjer að fela hann. Það fór hrollur um Virginiu er hún mint- ist þess hugsunarleysis síns. — Jeg er hrædd um, að þjer finnist jeg hafa hegðað mjer heimskulega og óhemju- lega, sagði hún, en hins ber að taka tillit til, að jeg hefi alls ekki sofið í nótt og .... — Það skil jeg fullkomlega, tók hann fljótt fram í, — en eins og jeg hefi sagt, er þessi aðferð að æsa frænku þína upp gegn mjer, algjörlega ónýt. Eigum við ekki heldur að hætta þegar í stað? — Nei, hreint ekki. Nú hefir frænka sjeð og heyrt tvær sennur á milli okkar, og ef við komum með nokkrar slíkar í viðbót, kemst hún alveg á mitt mál. — Gott og vel. Þótt jeg að vísu haldi ekki, að þetta sje rjett hjá þjer, er ekki nema vel- komið, að jeg gefi frænku nokkur fleiri sýn- ishorn af skapferli mínu, svo hún frelsi þig úr klóm mínum, sem allra fyrst. Hún settist við skrifborðið og tók upp skjöl sín. — Þú fyrirgefur, að jeg verð að hlaupa í gegn um þessi handrit, en þetta ó- næði hefir tafið ótrúlega fyrir mjer. — Þú hlýtur að hafa óvenjulega skýran heila. Hvað mig snertir, er mjer ómögulegt að rúma annað í höfðinu en þetta djeskotans ráðabrugg okkar. Nokkru seinna kom Jane frænka inn, eftir að hafa barið hæversklega að dyrum. Hún bjóst við viðkvæmnislegum sáttasamningi milli hjónanna. Hún varð því dálítið hissa er hún sá Virginiu önnum kafna við handrit sín, en Hemingway sitj- andi hinumegin i stofunni að Iesa í blaði. — Jæja, frænka, sagði hann glaður í bragði, — þú hefir ennþá ekki beðið mig að fara með þjer á neina skemtun. Hvað segirðu um, að við færum öll þrjú á síðdegissýningu á morgun? — Það er mjer ánægja, sagði frænka, en Virginia stóð upp úr sæti sínu. — Jeg get ekki almennilega aðstaðið á morgun. Þá á jeg einmitt að fara á fund seinni partinn. — Hvar er sá fundur? spurði Hemingway. — Jeg á að halda ræðu í Friðarfjelagi Kvenna, svaraði hún, — það er hún, sem jeg er að lesa í gegn núna. — Má jeg sjá hana? spurði hann forvit- inn. Hún leit til hans og fjekk honum síðan handritið. Hann Ieit lauslega á blöðin og las síðan fyrirsögnina hátt: „Ánauð hjónabands- ins“. — Þetta er dáfallegt ræðuefni hjá ungri, nýgiftri konu, sagði Jane frænka víg- reif. — „1 hjónabandinu er konan ekki jafn rjetthá manninum“ .... las hún, „hún er skoðuð sem ambátt sem verður að þola alla dutlunga eiginmannsins, án þess að eiga um þá nokkurn atkvæðisrjett". — Guð minn góður, Virginia, er þetta virkilega alvara þín? — Bláköld alvara. — En þetta er kvenrjettindunum alveg ó- viðkomandi mál. Eftir því, sem mjer skilst, er kenning þín ekki annað en um bardaga gegn karlmönnum. — Jeg berst fyrir frelsi kvenna, sagði Vir- ginia hátt og snjalt. — Já, þangað til einhver kemur og snýr þjer frá villu þíns vegar, sagði Hemingway, og sló á handritið í hendi sjer .... þangað til frýs það, sem mannlegt er í fari þínu. Og það óska jeg ekki, að hendi konuna mina. — 1 þetta sinn var Virginia betur við mót- spyrnu manns síns búin, og svaraði í hlýðni- tón: — Þú hefir sjálfsagt á rjettu að standa, Billy. Fáðu mjer handritið aftur. — Það kemur ekki til mála, að þú fáir að flytja þetta, sagði hann einbeittur. — Jæja, jæja, — en fáðu mjer það samt sagði hún og rjetti út höndina. Hann hristi höfuðið og reif handritið yfir um þvert. Virginia þaut upp æpandi. — Held- urðu, að þjer takist að aftra þessu? sagði hún. — Það skal jeg sýna þjer svart á hvítu, sagði hann og hjelt áfram að tæta handritið sundur og dreifa ögnunum út um alt. Virginia ætlaði alveg að sleppa sjer. Margra daga vinna hennar lá víða á dreif um gólfið og enginn tími til að taka ræðuna saman aftur í tælca tíð fyrir fundinn. — Fa .... fantur, æpti hún. Og áður en hún vissi sjálf af þvi, hafði hún rekið hon- um rokna löðrung. 1 sama vetfangi iðraði hana þess þó, og jafnframt gramdist henni hin óbifandi stilling hans. — Þú heldur kanske, að þú getir tamið mig .... ?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.