Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1929, Blaðsíða 1

Fálkinn - 06.07.1929, Blaðsíða 1
PÁFINN FRJÁLS MAÐUR Reykjavík, laugardaginn 6. júlí 1929. 27. Það þóttu mikil tíðindi, er stjórnarfulltrúi páfans og Mussolini einvaldsstjóri Ítalíu undirskrifuðu sáttasamning í vor og gerðu enda á deilu, sem staðið hafði nær 60 ár milli páfa og ítala. Allan þann tima hafði páfinn talið sig fanga í höll sinni og ekki stigið fæti út fgrir páfagarðinn. En með samningnum viðurkendi Mussolini páfagarð sem sjerstakt fullvalda ríki, og þar með var páfinn á ný viðurkendur verslegur höfðingi. En ekki stóð þessi friður lengi, því fyrir nokkru hófst alvarleg deila milli páfans og Mussolini og var barnafræðslan aðaltilefnið til þeirrar deilu. Mussolini vill láta fræða börnin í ríkisskólunum og án íhlutunar prestanna, en páfinn heldur því fram, að engir eigi að koma nærri barnafræðslunni aðrir en prestarnir. Mussolini liefir gert þetta mál að umtalsefni i einni af hinum opinberu ræður sírium og fór hörðum orðum um þrákelkni páfa og fáfræði kaþólsku prestastjettarinnar í ítaliu. Var hann svo harðorður að páfinn fann sig knúðan til þess að lýsa ummæli Mussolinis villutrú. — Á myndinni sjest t. v. Píus páfi XI. á gangi í hallargarði Vatikansins, en i miðju er útsýn yfir Vatíkanið og Pjeturskirkjuna. Til hægri Píus páfi í hásæti sínu. 16 slr 40 ui

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.