Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1929, Side 4

Fálkinn - 06.07.1929, Side 4
4 F ALKINN JEG ER ALVEG Bretar hafa í ár loki'ö að kalla við smíði tveggja loftskipa, sem heita R100 og R101. Eru skipin smiðuð i Cardington og hyggingameistarinn heitir Richmond. Hefir hann nýlega lialdið fyrirlestur um smíði skipanna og eru þau að mörgu frábrugðin Zeppelinsskipunum. Grindin er öll úr stáli og lögunin þannig, að loftmót- staðan verður miklu minni en á Zeppelinskipum og því auðveldara að stýra þeim. Ölbruggari einn i Englandi, sem Hennesy heitir, segist selja 50.000 flöskur að meðaltali á dag til Banda- ríkjanna, en þar er aðflutningsbann á áfengi. Til Canada segist liann hinsvegar ekki selja nema 1200 flösk- ur á dag. Það var rakari, Pierre Lorchant að nafni, sem bjó til fyrstu hárkolluna, sem menn vita um í heiminum. Og drögin til þessa voru þau, að Filippus góði Burgundahertogi liafði mist hár sitt eftir veikindi. Þetta kom sjer illa, því hann var i þann veginn að biðja ísabellu prinsessu af Portúgal. Til þess að leyna skallanum liafði hann látið gera sjer hettu úr svörtu klæði, en prinsessunni gast illa að þessum liöfuðbúnaði og hafði orð á þvi. Ráð- lagði einn hirðmannanna l)á liertog- anum að hann skyldi heita þeim manni verðlaunum, sem gæti fundið ráð til þess að leyna skallanum. Fá- einum dögum síðar kom maður einn og hafði meðferðis hárkollu, sem var svo vel gerð, að ekki var sjáanlegt annað en hertoginn væri hinn hár- prúðasti maður, undir eins og liann hafði sett kolluna á sig. Og nú urðu viðtökurnar lijá ísabellu prinsessu hlýlegri en áður. Ekki er þess getið, hve mikið rakarinn fjekk fyrir hug- vitssemi sína. I’yrir skömmu fór Vesúvius skyndi- lega að gjósa með miklum ákafa og rann 500 metra breiður hraunflaum- ur niður hlíðina og á þorpið Terzigno, en þar lifa 3000 manns. Varð fólkið alt að flýja og þorpið lagðist í eyði. HISSAl Justin Godard, fyrverandi ráðherra í Frakklandi hefir látið semja skýrslur um, hve mikið þjórfje sje gefið i landinu. Hefir liann komist að þeirri niðurstöðu, að fyrir stríð hafi fransk- ir þjónar fengið um 500 miljón franka á ári i þjórfje. í Parisarborg hafi verið gefnir um 280000 frankar í þjórfje á dag eða um 100.800.000 frankar á ári. En eftir stríðið full- yrðir liann að þjórfjárgjafir hafi margfaldast. Eldstrókarnir upp úr fjallinu voru um 600 metra háir meðan mest gekk á. Þýskur greifi reyndi nýlega ein- kennilega aðferð til þess að svikja sjer út fje. Hann afhenti á póstliús höggul, sem hann liafði vátrygt fyrir 65.000 mörk og sagði að í honum væri mjög dýrmæt perlufesti. Þegar bögg- ullinn kom á ákvörðunarstaðinn var ekkert í honum nema — lifandi mús. Greifinn liafði ætlast til að músin nagaði gat á umbúðirnar og böggull- inn yrði tómur þegar hann ltæmi til viðtakanda, en músin hafði ekþi reynt til þess að komast á burt. Greifinn fjekk 10.000 marka sekt og mánað- ar fangelsi fyrir tiltækið. 1‘repin i þinghúsinu, þar sem Bobrikof var drepinn. Morð eru hryðjuverk, sera ekki er bót mælandi. En þó er mikill munur á atferli Schaumanns og þeirra, sem myrða úr launsát og reyna að bjarga lífi sjálfra sín. Athæfi Schaumanns var sekju- minna að því leyti að augsýni- legt var, að hann hafði ekki ætl- að sjer að reyna að komast und- an, heldur fórnaði lífi sínu í þeirri von, að verkið mundi verða til þess að slakað yrði á þeim kúgunarviðjum, sem þjóð hans hafði verið hnept í. Og sú fórn bar árangur. — f brjefi sem hann ljet eftir sig, lætur hann þess getið, að enginn hafi verið í vitorði með sjer. Biður hann um, að láta keisarann vita, að hann hafi ekki getað fundið aðra leið til þess, að opna augu hans fyrir, hvernig farið væri með finsku þjóðina. Eugen Schau- mann var sonur mikilsmetins þingmanns, F. V. Schaumann. Rússnesku yfirvöldin hefndu sín á föðurnum fyrir morðið, enda var það vitanlegt, að hann var þjóðlundaður maður og hafði barist á móti innlimunarstefnu Bobrikoffs. Var hann fluttur i hið illræmda Peter-Paulfangelsi og landráðamál höfðað gegn honum. En hirðrjetturinn i Ábo sýknaði hann, enda var ekki vottur af sakargiftum til gegn honum. Eugen Schaumann var í góðu emhætti í fræðslumálastjórninni þegar hann frelsaði land sitt úr járngreipum Bobrikof. Rússa- stjórn gat ekki hefnt sin á hon- um á annan hátt en þann, að jarðsetja hann á afviknum stað, svo að enginn skyldi vita, hvar gröf hans væri. En undir eins og Finnlendingar fengu rjettarbót- ina í nóvember 1905 varð upp- vist hvar grafreiturinn var. Var lík hans þá grafið upp og jarðað í ættargrafreit Schaumanns í Borgá, að viðstöddum óteljandi fjölda fólks. Og 16. júní á ári hverju eru lagðir fleiri blóm- sveigar á þessa gröf en nokkra gröf aðra í Finnlandi. Þinghúsið i llelsingfors. (L2-182) Tvöföld rafkveikja Hámarks-sam- þjöppun 7 sveifáslegur Aluminium- stimplar Vökva-þrýsti- hömlur á öllum fjöðrum Fullkominn stýrisútMnaflur Allur undirvagninn smurður með einu handtaki NA S H Aðalumboðsmaður fyrir ísland: SIGUEPÚE JÚNSSOH Austurstræti — Reykjavík i H 1 i d I É É É i i I i I i I i II • T h e r m a Therma rafmagns suðu- og hitatæki hafa verið notuð á íslandi um tvo áratugi samfleytt. Margar gerðir af raftækjum hafa komið á íslenskan markað á þeim tíma, en engin hefir tekið Therma fram. Therma tæki eru ekki ódýrust í innkaupi, en þau verða ódýrust í reyndinni, vegna þess að þau endast best og þurfa minst viðhald. , Leitið nánari upplýsinga um Therma hjá Júlíus Björnsson og Electvo Co. raftækjaverslun Akureyri. Austurstræti 12 — Reykjavík. É É áol i 1 á m I i 1 i rt 1 1 m i M

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.