Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1929, Side 7

Fálkinn - 06.07.1929, Side 7
F A L K I N N 7 SKEIÐIN. Nú var komið á annan sólar- hringinn og enn var síra Mar- sali í sama vandræðaskapinu. Ráðskonan, blessunin hún jóm- i’rú Nelja, sem annars var vön að láta til sín taka á heimilihu, var alveg eins og mús undir fjalaketti. Hún ráfaði eirðarlaus fram og aftur um hiisið — hafði endaskifti á öllu og leitaði og leitaði, — já, meira að segja tár- feldi hún, og því var hún þó ekki vön. Síra Marsali var dimmur og ógnandi eins og skýjafar í úr- synningi. H'onum hafði horfið teskeið á mjög dulanfullan hátt. Sannleik- ans vegna verður að geta þess, að síra Marsali, var engin aura- sál (flestir af stjettarbræðrum hans voru miklu samhaldssam- ari en hann) — en það gildir ckki einu hver skeiðin er — og síra Marsali gat alls ekki náð sjer eftir missi þessarar skeiðar. íþróttamenn og safnarar geta skilið tilfinningar hans — hann hafði mist mjög verðmæta skeið úr safni sínu, sem var dýrasta og .fullkomnasta teskeiðasafnið í öilum þeim landsfjórðungi. Fyrir skömmu hafði hann rek- ist á þessa teskcið hjá forngripa- sala — og hann var sannfærður um, að öniiur eins teskeið væri ekki til í allri veröldinni. Gyðingurinn sem seidi honum hana hefði með glöðu geði tekið Jahve til vitnis um, að Napoleon hefði sjálfur notað þessa teskeið þegar hann dvaldi í Moskva forð- um daga. Og svo kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gestur síra Marsali, Karl Do- manzefski æskuvinur hans, hafði farið í gærmorgun, og klukku- tima síðar hafði hann uppgötv- að, að skeiðin sjaldgæfa var horfin. Nelja ráðskona, sem dags dag- lega var rjóð og blómieg i kinn- um, var ennþá rjóðari en hún átti að sjer í dag; það var ekki svo lítið sem það reyndi á hana að skríða undir rúmin og gægj- ast undir kommóðurnar til að Jeita. Þarna kom þá hinn langþráði hringur með ametyst-steinunum, sem jómfrú Nelja týndi fyrir heilu ári — tveir koparhlúnkar ■— hálfrúblupeningur — — — en skeiðin? Það var eins og hún væri sokkin í jörð. Þegar síra Marsali hafði þótst leita til þrautar, alt til ónýtis, cg ausið skömmum yfir heimilis- fólkið, líka til ónýtis, settist hann fyrir og fór að hugsa málið vis- indalega. Hún hafði verið vís í gærmorgun. — Gesturinn hafði fengið hana á undirskálina sína -— honum leist svo vel á hana -— en síðan hafði hún ekki sjest. Osjálfrátt fór mjög ósennileg- iir grunur um hug síra Marsali, eins og gola yfir gras, hvernig sein hann reyndi að verjast hugs- uninni: Hann, að gera þetta — óinögulegt, sýslumaður — heið- nrlegur maður — nei, nei, nei. ».Alt er mögulegt“, hvíslaðí einhver ári í eyrað á honum — °g svo fór síra Marsali að rifja EFTIR I. PETRUSJEFSKI. upp fyrir sjer framkomu gests- ins 1 öllum atriðum. Hann hafið ekki sjeð Karl Domanzefski æskuvin sinn i sex ár. Karl var kátur og unggæðis- legur, enda þótt þeir væri jafn- aldrar. Hann kom alveg óvænt, —• átti leið þarna hjá. Og síra Marsali þótti vænt um að sjá hann, tók honum eins og alda- vini og sýndi honum húsið sitt hátt og lágt. „Sjáðu, hjerna er borðstofan —- þú skalt nú komast betur i kynni við hana síðar, þegar við snæðum miðdegisverð. Hjerna er lesstofan min og — gestastofan. Setustofu hefi eg eiginlega ekki neina, íbúðin er ekki stór, en gestaherbergi hefi jeg þrátt fvr- ir það, handa aufúsugestum eins og þjer. Hjerna í þessari kytru sef jeg“, sagði síra Marsali og cpnaði smákompu; þar var mjótt trjerúm inni, með þunnri hálmdýnu, laki og tveimum á- klæðuin, en engri sæng. „Sefurðu hjerna?" spurði gesturinn. „Úr svona rekkju er víst hægt að komast snemma á fætur“. „Já, hvað skal segja. Maður verður að pynta holdið og gefa sóknarbörnunum gott eftirdæmi. Þegar maður er kominn á inín ár, verður maður að hugsa ineira um þarfir sálarinnar en líkamans. Árvökur sál í kúguð- um Iíkama“.------ „En hvaða herbergi er svo þetta?“ „Hjerna býr frændstúlka mín, sem stjórnar búinu fyrir mig“, svaraði hinn og opnaði hurðina í hálfa gátt. Bústýran virtist alls ekki breyta eftir kenningunni „árvök- ur sál í kúguðum líkama", því herbergið hennar var snyrtilega og skemtilega búið og á miðju gólfi var breitt rúm með hrúg- aldi af mjúkum dúnsængum. „Hún er ágæt ráðskona, hæglát og hreinleg, rostalaus, vinnu- forkur sjálf, — en hún vill gjarnan láta nostra svolítið við sig. Hatar alla karlmenn — þeir hafa verið að biðja hennar hvað eftir annað, og jeg hefi ráðið henni til að taka þeim, en hún segist ekki vilja giflast frá mjer og skilja við heimilið forstöðu- laust -— já, það er mikil guðs gjöf að hafa svona fólk —“; þannig lýsli síra Marsali ráðs- konunni sinni um leið og hann lokaði herberginu. Svo var miðdegisverðurinn framreiddur — drukkinn heima- bruggaður bitter og Hkör -— og fimtugt ungverskt vín. Að því búnu fór húsbóndinn að sýna gestinum forngripi sína. Gesturinn var ánægður, hann var í besta skapi, át eins og hám- ur, tók af öllu því sem boðið var, drakk drjúgum af gamla vininu, gaf ráðskonunni hýrt auga, og grannskoðaði teskeiðasafnið, sem honum leist afar vel á. Sjerstak- lega var hann hrifinn af síðustu teskeiðinni, og mæltist meira að segja eftir kaupum á henni. Síra Marsali var upp með sjer, en tók því fálega. Hann var ekki alveg á því að selja svo fásjeðán grip, en hitt þótti honum líka leiðinlegt að þurfa að neita gesti sínum; þessvegna tók hann það til hragðs að gefa vini sínum tvær aðrar teskeiðar. En gesturinn kærði sig ekkert um þær; það var aðeins „Napo- leons-skeiðin“ sem hann kærði sig um lir öllu safninu. En þegar hann sá, að húsbóndinn vildi nauðugur missa þessa skeið, bað hann um, að mega nota hana til þess að hræra í kaffibollanum sínum. Honum fanst upphefð í því, að megá hræra í kaffiboll- anum sínum með sömu skeið- inni og Napoleon hafði notað. Síra Marsali tók vel í það. Gesturinn dvaldi í tvo daga, borðaði altaf með jafn góðri matarlyst, drakk með jafn mik- iili kostgæfni, gaf ráðskonunni jafn hýrt auga og dáðist jafn mikið að teskeiðinni. — — — —• — Svo hafði hann farið í gær, eftir að hafa drukkið lcaff- ið í svefnherberginu sinu. Hann hafði þakkað svo innilega fyrir sig og beðið um að gleyma sjer ekki. Klukkutíma seinna var te- skeiðarinnar saknað. Nú liðu. enn fimm dagar. Sira Marsali gat ómögulega látið sjer detta í hug, hvað orðið hefði af skeiðinni. Fólkið á heimilinu hafði alt verið hjá honum i mörg ár, og var áreiðanlega frómt. Engu af því hefði gctað komið til hugar að — — —- Nei, það var ekki um aðra að gera en hann. Síra Marsali var orðinn sannfærður um þnð. Og þegar liðinn var einn dagur enn tók hann sig til og skrifaði vini sínum brjef. „Hugsaðu þjer, góði vinur“, skrifaði liann meðal annars, skömmu eftir að þú fórst hvarf ein skeiðin úr safninu mínu, það var einmitt Napoleonsskeið- in, sem þjer leitst svo vel á. Jeg get ekki imyndað mjer að henni hafi verið stolið. Líklegast þykir mjer að einhver hafi tek- ið hana í spaugi. En, skilurðn, þegar maður gerir slíkt er vani að halda ekki hlutnum lengur en í einn eða tvo daga. Eri að láta heila viku líða án þess að skila gripnum — já, þá fer mað- ur að verða á báðum áttum“. Þrem dögum síðar kom svarið og í þvi stóð meðal annars: • „Hvað mjer leiðist að heyra um tjónið, sem þú hefir orðið fyrir. Mjer finst að það hefði nærri því verið betra, að þú hefðir látið mig hafa skeiðina, en að svona skyldi fara. — Jæja. En það er best að gjalda liku líkt. Þú gerðir að gamni þínu, þegar þú varst að reyna að teljá mjer trú um, að þii svæfir þarna i kompunni i mjórri brík. Jeg geiði líka að gamni mínu. Og látum nú vera þó að þú sofir ekki á bríkinni þinni eina nótt eða tvær — það getur staðist; en að koma ekki í bólið sitt í heila viku, — ja, þá fer maður nú ^ð verða á báðum áttum“. Þá rann Ijós upp fyrir síra Marsali — og skeiðin fanst und- ir eins. H---------------------"H r Matar Kaffi Te Ávaxta Þvotta Reyk Úrvalið mest. Verðið lægst. Verslun Jóns Þórðarsonar. m*.___________________-e a. i i i i i i i i i i i ■ Vandlátar húsmæður nota eingöngu Van Houtens heimsins besta suðusúkkulaði. Fæst í öllum verslunum. n ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► n VARÐ SKÖLLÓTTUR AF HRÆÐSLU l'cssi drcngur, sem aðeins er fimm ára gamall, var um daginn að leika sjer fyrir utan heiinili foreldranna í Washington. Þá rjeðist skyndilega ó’ð- ur hundur á hann og beit hann í fót- legginn. Ilrengurinn varð svo lirædd- ur, að liann mist alt hárið nokkrum klukkustundum siðar. Læknar hafa ekki getað fundið neina sliýring á Jiessu en Jjá, að taugakerfi drengsins hafi truflast svo mjög af hrneðslunni við hundinn. Þetta kvað vera alveg einstætt.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.