Fálkinn - 06.07.1929, Síða 13
F Á L K I N N
13
Málninga-
vörur
Veggfóður
Landsins stærsta úrval.
mpRRiNN
Reykjavík.
Framköllun. Kopiering.
Stækkanir
Carl Ólafsson.
VINDLAR:
PHONIX, danski vindillinn, sem
allir þekkja, Cervantes — Amistad
— Perfeccion — Lopez — Don ]uan
— Dessert og margar fleiri tegundir
hefir í heildsölu
8IGURGEIR EINARS80N
Reykjavík — Sími 205.
****************
Vörur Við Vægu Verði.
****************
súkkulaðið er að dómi
allra vandlátra hús-
mæðra langbest.
Notið Chandler bílinn.
a u r a
gjaldmælisbif-
reiðar á v a 11
til Ieigu hjá
Kristinn og Gunnar.
Símar 847 og 1214.
E
NotiS þjer teikniblýantinn*
„ÓÐINN“?
*3rálRinn
er víðlesnasta blaðið.
er besta heimilisblaðið.
Ávalt fjSlbreyttar birgðir af
HÖNSKUM fyrirliggjandi.
HANSKABÚÐIN.
Maðurinn minn -
SKÁLDSAGA EFTIR
FLORENCE KILPATRICK.
heyra um þetta nýja starf þitt, drengur minn.
— ÞaS er erfiSara en maSur skyldi halda
að fá William til aS tala um starf sitt, sagði
frœnka, — hann er sjálfsagt stór stjarna viS
>.Echo“, en heima hjá sjer setur hann ljós
sitt undir mæliker.
-— BlaSamaSur viS „Echo“, æpti frændi og
hló. — ÞaS var þó svei mjer gaman.
IX.
Þrátt fyrir ýtrustu tilraunir gat Heming-
Way ekki fengiS frænda sinn til þess aS hætta
að tala um blaðamensku. Þetta, að frændi
hans skyldi vera starfsmaSur viS „Echo“,
gladdi gamla manninn ósegjanlega. — Þetta
er skrítin tilviljun, drengur minn, sagSi hann,
bví aSalritstjórinn, Angus McPherson, er
gamall vinur minn. ViS vorum í skóla saman.
Virginía kveiki í sigarettu, eins og ekkert
væri, en þó gat Hemingway sjeð, að hönd
hennar skalf.
—; ÞaS eru þrjátíu ár síSan aS jeg lánaSi
honum ferðapeninga til London, sagði Don-
ald frændi. — Og — bætti hann viS eins og
utan við sig, — hann kom aldrei aftur.
-— Er það mögulegt, að þú þekkir ritstjóra
>.Echo“, spurSi Hemingway.
—- Já, þaS veit hamingjan. Og jeg verS
svei mjer aS líta inn til hans og vita hvernig
honum líSur. Jeg skal biSja hann aS hafa
auga með þjer, Billy.
— Nei, frændi, svaraði Hemingway, — jeg
vil alls ekki, að þú nefnir mig á nafn. Það
yrði mjer ekki til neins góðs.
‘— Ekki það, svaraði frændi og skríkti, —
það færðu seinna að sjá. En að láta þjer
úetta í hug, að jeg segi ekki Agnus, þessum
gamla vini mínum, að þú vinnir hjá honum.
Já, en þaS er svo að segja ómögulegt
að hitta hann við, sagði Hemingway í örvænt-
lngu sinni, — og þar sem þú stendur svona
stutt við, ættirðu ekki að fara aS eyða tím-
anum í það. Hve lengi stendur þú við í Lon-
don?
— Jeg hefi farmiða, sem gildir í viku. Þú
getur hugsað þjer hvernig mjer varS við,
þegar jeg spurði um þig á gamla staðnum
og frjetti ....
— Jæja, frændi, það var ofur fallega gert
af þjer að leita mig uppi, þegar svo margt
og merkilegt er hjer handa þjer að skoSa.
— Þú gengur fyrir því öllu, drengur minn.
Donald frændi stóð upp: — Nú verð jeg að
fara, sagði hann.
Viltu ekki bíða eftir miðdegisverði, frændi?
sagði Virginía og reyndi með herkjubrögð-
um að gera boðið eins hjartanlegt og hægt
var. Og hún gat líka illa dulið feginleik sinn,
er frændi svaraði: — Nei, nei, þakka þjer
fyrir — jeg hefi pantað mat á gistihúsinu,
og verð að borga hann hvort sem er, svo ef
þjer er sama ætla jeg heldur að koma á
morgun.
— Ágætt, svaraði Virginía, — þá getur
Billy komið því þannig fyrir, að hann fái sig
lausan af skrifstofunni. Henni var ekkert um
að eiga ein að hafa af fyrir gamla mannin-
um.
— Það er ágætt. Og -—- vel á minst skrif-
stofuna — jeg ætla að líta þar inn á morgun
og tala við Angus og spyrja hann frjetta. —
Jæja þá — verið þið sæl, börnin góð. Hann
kvaddi frú Grundel innvirðulega. Heming-
way og Virginía fylgdu honum til dyra og
veifuðu til hans höndum með kæruleysi, sem
var fljótt að hverfa, jafnskjótt sem dyrnar
lokuðust á hælum hans.
— Hvað skal nú til bragðs taka? sagði
Virginía með einkennilegu sorgbitnu brosi.
Þetta er alt mjer að kenna, svaraði Heming-
way, — jeg hefði aldrei átt að skilja heimil-
isfang þitt eftir heima hjá mjer. En hins-
vegar gat mjer með engu móti dottið í hug
að Donald frændi tæki upp á þvi að fara að
koma til London. Hann var fölur og þreytu-
legur og Virginía tók nú fyrst eftir því
liversu þreyttur hann var.
Hún ljekk samviskubit. Það var henni að
kenna, að káta áhyggjulausa brosið var horf-
ið af andliti hans. Ósjálfrátt lagði hún hönd-
ina á handlegg hans. — Þú skalt ekki taka
þjer þetta síðasta nærri, sagði hún. Donald
frændi verður hjer ekki nema í vikutíma,
og þegar hann ætlar að sjá alla London, fær
hann ekki mikinn tima aflögum til að hrella
okkur.
Hemingway leit til hennar með þakklætis-
svip.
— Það er fallega gert af þjer, Virginía, að
taka þessu svona vel. En þii sjerð ekki hvað
vofir yfir höfðum okkar. Nú fer hann til rit-
stjóra „Echo“ og fær að vita, að jeg vinni
þar ekki.
— Nvi ert þú farinn að sjá ofsjónum, svar-
aði hún hughreystandi. Hann nær eldrei tali
af honum. Þú veist hvernig er að hitta rit-
stjóra.
Það var dálítið eftirtektarvert hvernig þau
höfðu haft hlutverkaskifti. Nú var það hún,
sem huggaði og hughreysti, en hann, sem
var áhyggjufullur.
—• Þú ert þreytulegur, sagði hún ósjálf-
rátt. Ætlarðu heim til þín núna? Hún fann
til þess alt í einu, að hún hafði aldrei hugs-
að neitt um það hvar hann hjeldi sig, þegar
þau voru ekki saman.
— Já, svaraði hann, — jeg fer beina leið
heim til mín.
— Þú þarft ekki að fara strax. Jeg get sagt
frænku, að þú sjert laus af skrifstofunni dá-
lítið lengur en andranær, svo þú getir verið
kyrr og hvílt þig. Þú lítur ekki hraustlega
út.
—- O, þetta er ekki neitt, svaraði hann og
strauk sjer um ennið, — þetta er ekki annað
en höfuðverkur. Jeg fjekk sólsting einu sinni
þegar jeg var í Indlandi, og er mintur á það
einstöku sinnum.
— Þetta var slæmt, sagði hún. — En ef
þú ferð heim til þín, er þar þá nokkur, sem
getur sjeð um þig?
-— Hann hló með glettnum svip: — Jeg
hugsa um mig sjálfur. Þú skalt ekki hirða
frekar um það. Og nú verð jeg að halda af
stað.
— Nei, svaraði hún skipandi. — Jeg sleppi
þjer ekki burt með þenna höfuðverk. Komdu
nú og hvíldu þig dálítið — jeg skal útvega
þjer eithvað við höfuðverknum.
Hann maldaði í móinn. Honum fanst það
móðgun við karlmensku sína að láta aumka
sig og stjana í kring um sig. En hún Ijet ekki
undan, heldur tók í handlegg hans og dró
hann með sjer inn í setustofuna.
— Billy hefir höfuðverk, frænka, og hann
verður að hvíla sig dálítið áður en hann fer
á skrifstofuna.