Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1929, Síða 13

Fálkinn - 24.08.1929, Síða 13
F A L K I N N 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. MjfUHRiMM 17aiil.í ** ■ I. Reykjavík. Framkðllun. Kopiering. Stækkanir Carl Ólafsson. VINDLAR: Danska vindilinn PHÖNIX þekkja allir reykingamenn. QleymiÖ ekki Cervantes — Amistad — Perfeccion o. fl. vindlategundum. Hefir í heildsölu SIGURGEIR EINARSSON Reykjavík — Sími 205. vg IÆ£- Vörur l/ið l/ægu Verði. »»»»»»»»»»»»»»»» súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. cFálRinn er besta heimilisblaðið. Notið Chandler bflinn. 50 aura gjaldmælisbif- reiðar á v a 11 til leigu hjá Kristinn og Gunnar. Símar 847 og 1214. Notið þjer teikniblýantlnn* ' „ÓÐINN“? Ávalt fjölbreyttar birgðir af HÖNSKUM fyrirliggjandi. HANSKADÚÐIN. Eft.r william le queux í. KAPÍTULI Kvöld eitt í nóvembermánuði sátu tveir ’ienn og töluðu saman í forsalnum í Wind- sor-klúbbnum i Piccadilly. Tveim stundum óður höfðu þeir etið þar kvöldverð og nú stóð annar þeirra upp, leit á úr sitt og sagð- >st verða að fara. — Ertu viss um það, Raymond? spurði hinn. — Já, svaraði sá, sem upp hafði staðið, • jeg þarf að fara í einn klúbb, hjerna í borginni. Og hann leit á fjelaga sinn með einkennilegu hrosi og bætti við: — ... í em- bættiserinduin. Þessir tveir menn voru hýsna ólíkir út- iits. Sá, sem hafði verið kallaður Raymond, var þrekvaxinn, með dökt hár, sem var far- •ð að grána um aldur fram, og hvöss, svört augu. Hann virlist vera um þrítugt — ef til Vill dálítið eldri, en skarpleita, alrakaða and- Htið var mjög hrukkótt, og bar vott \im, að ruaðurinn hefði upplifað sitt af hverju. Fjelagi hans var, sem sagt, mjög ólíkur honum. Hár vexti, einnig alrakaður, en frem- Ur kringluleitur, jarphærður, og augu hans hiágrá og góðmannleg. Við l'yrsta augnatil- 'it bauð Hugh Valentroyd af sjer góðan Pokka. Andlit hans var svipfallegt og góð- ruannlegt og har vott um góða lund og göf- uglyndi. Valentroyd var enn fremur auðugur mað- Ur> því eftir dauða frænda hans — sem hann hafði verið skrifari hjá — hafði hann erft miklar jarðeignir í Worcestershire og fallegt hús í Curzon Square. ttaymond Gaunt og hann höfðu verið v>nir og skólabræður í Eton. Ennfremur tröfðu þeir verið í herþjónustu sainan i ó- friðnum mikla, og enda þótt leiðir þeirra tieföu skilist í ófriðarlokin, eyddu þcir öðru lv°ru kvöldstund saman i Windsor-klúbbn- Uln, eða annarsstaðar. ftaymond Gaunt var til þess að gera fá- tækur og Hugh vissi, að hann hafði ein- Verja atvinnu í leynilögregludeildinni i Scotland Yard, síðan hann hætti hernaðar- störfum. Hann var ekki viss um, hvað starf hans var, en hitt vissi hann, að staða Ray- monds var orsökin til þess, að hann kom oft á ýmsa ótrúlega staði bæði á Bretlandi og meginlandinu, en þar hafði hann oft hitt vin sinn. — Svei mjer þá, Raymond, sagði Hugh, — ef mjer verður það ekki oft á að öfunda þig. Sjálfur er jeg oft þreyttur á þessu tilgangs- lausa lífi mínu. Meðan frændi minn gamli var á lífi, hafði jeg nóg að hugsa, en síðan liggur mjer oft við að þrá ófriðartímana, þó skömm sje kannske frá að segja, en þá hafði maður, að minsta kosti ekki tíma til að láta sjer leiðast. — Góðurinn minn, þú veist ekki hvað þú ert að þrá, svaraði Raymond. Þú ert sjálfur öfundsverður. Jeg hefði meiri ástæðu til að öfunda þig. Þú getur vasast í stjórnmálum, og þú getur ferðast ef þú vilt. Þó jeg ætti ekki nema helming á við þig, gæti jeg lifað og látið eins og jeg vildi, og til tilbreyting- ar gæti jeg farið á villidýraveiðar til Afríku, eða rannsakað Azzeka-landið eða Suður- Ameríku, eða eilthvað þessháttar. Þeir hlógu báðir og Hughh sagði: — Já, kallinn minn, satt er það, en þín tilvera hlýtur þó að vera skáldlegri en mín. — Ja, svei, svaraði Raymond. — Skáld- leg, þó, þó. Nei, góði vinur, þú mátt ekki láta hlaða- eða tímaritagreinar villa þjer sjónir. Glæpamannaheimurinn, sem er, illu heilli, mitt hlutskifti að fást við, er ekki skáldleg- ur. Menn segja, að styrjaldir hafi sína skáld- legu hlið, en finnst þjer ekki þú muna betur þjáningarnar og forirnar í Flandern, heldur en einhver skáldleg atriði? Hugh kinkaði kolli. — Og sama sagan er hvað snertir glæpi og glæpamenn, sagði Raymond. — í raun og veru er þeta alt saman grundvallað á ágirnd, grimd og mannvonsku. — En jeg hjelt, að óbreyttir leynilögreglu- inenn fengjust við þessháttar, og þú fengist aðeins Arið sjerstaklega merkileg mál, helst á stjórnmálasviðinu, sem ekki kærnu fyrir nema endrum og eins. — Góðurinn minn, svaraði Gaunt, — þetta er alt flækt hvað inn í annað. „Fini“ glæpa- maðurinn er oft fjelagi vasaþjófsins á göt- unni, og slundum yfirmaður hans. Nú er jeg, eins og jeg sagði þjer, á leiðinni í klúbb einn. Þar eru meðlimirnir sumir aðalsmenn hreska ríkisins eða ævintýrakonur eða vasaþjófar af götunni. En — jeg er að verða of seinn, jeg verð að fara. — Ef hætt er að rigna, ætla jeg að koma með þjer, sagði Hugh. Mjer veitir ekki af hreinu lofti. Þótt hjer sje þægilegt að mörgu leyti, er loftið vont. — Gott og vel, sagði Gaunt, og siðan tóku vmirnir kápur sínar og gengu út í Picca- dilly. Rigningin var hætt, en leit út fyrir að ætla að byrja aftur. Vindurinn var hráslaga- legur og fátt fólk var á ferli. Þeir gengu í áttina til Piccadilly Circus, og þögðu báðir eftir að hafa minst á veðrið nokkrum orð- um. Þeir hafa verið komnir um hálfa leið, er stúlka ein næstuin stökk út úr húsdyrum, og stansaði fyrir framan Hugh, sem gekk nær húsinu, og sagði: — Ó, má jeg tala við yður fáein orð, herra minn? Hann var í þann veginn að snúa sjer und- an og ganga burt, og Raymond var þegar kominn noltkur skref áfram, þegar hann sá framan í stúlkuna. Andlitssvipur hennar bar vott um svo miklar þjáningar, að hann snar- stansaði, sneri sjer að henni og sagði: — Fyrirgefið þjer, það var ekki ætlun mín að vera ruddalegur. Vilduð þjer tala við mig? — Já, svaraði liún, og nú, er Hugh fjekk betra tækifæri til að virða liana fyrir sjer, sá hann, að hún var fremur fátæklega til fara, bláklædd og með bláan hatt. í fölum kinnunum vottaði ekki fyrir neinum roða. Varir hennar virtust bláar af kulda, og hin fjólubláu augu hennar, sem voru stór og skær, buðu af sjer góðan þokka. Ekkert var, sem benti á, að hún væri ævintýrakona, fanst Hugh, og hann mælti með vingjarnleguin róm: — Hvað get jeg gert fyrir yður? — Gefið mjer tvo pence, til þess að kom- ast heiin með stætisvagninum fyrir. Svarið var svo einfalt og auðmjúkt, að Hugh þóttist viss um, að hjer væri einhver raunasaga hak við. — Afsakið augnablik, sagði hann, og náði i Raymond og sagði hon- um, að hann hefði hitt stúlku, sem virtist vera sjúk, og, að hann ætlaði að fylgja henni heim. Raymond Gaunt hló kuldalega. — Jeg vildi ráða þjer til að skifta þjer ekki af bágstödd-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.