Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1929, Blaðsíða 11

Fálkinn - 05.10.1929, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Farðu ve! með tennurnar. Mijnd sem sýnír vöxt tannarinnar. Eins og ])ú veist fá allir menn tvennar tennur af skaparanum og ímsir fá margar i viðbót hjá tann- lækninum. Það eru bessar síðast- nefndu tennur, sem þú ættir að reyna að komast hjá að nota, og það er hægt ef rjett er að farið. Allur galdur- inn er sá, að fara vel með tennurnar og misbjóða þeim ekki. Þetta veistu nú liklega, því foreldrar þínir liafa á- mint þig um það, en samt kemur það nú líklega fyrir, að þú gleymir að bursta tennurnar og hafir stuudum í munninum sittlivað, sem tönnunum er óholt. En þegar þú hefir lesið það, sem jeg ætla að segja þjer frá, þá þykir mjer líklegt, að þú gleyinir ekki að bursta tennurnar. Það er engu ó- nauðsynlegra en að þvo sjer i íraman. Fyrstu tennurnar fara að koma úr því að barnið er 5 mánaða gamalt, og á rúmu ári tekur það allar barns- tennurnar, 20 alls. Og undir cins og barnið liefir tekið tennurnar þarf að hirða um þær, ef vel á að vcra, en það eru margir, sem ekki skilja það enn, hve mikið er undir því komið, að tönnunum i börnunum sje haldið hreinum. Stundum sjáið þið fólk með munninn fullan af svörtum tannabrot- um, og þessi sjón ætti að vera ykkur -áminning um, að láta ekki það samn koma fyrir ykkur. FullorÖinstcnnurnar. Frá 0. til 14. árs skifla börnin um tennur. Fyrstu fullorðinstennurnar koma venjulega þegar barnið er um 0 ára gamalt, nefnilega fjórir jaxlar næst fyrir aftan barnstcnnurnar og þegar barnið er orðið 12 ára koma fjórir jaxlar í viðbót. Þessa jaxla verður að fara mjög vel með, eins og barnstennurnar, því þeir eiga að vera til frambúðar. En það eru einmitt þeir, sem oftast nær skemmast fyrst af öllum tönnum. Hirðan á þcssum tönnuin er afar mikils virði, eigi að- eins fyrir tennurnar sjálfar og kjálk- ana lieldur og fyrir meltinguna. En lijá nálægt 80 af liverjum hundrað manns, skemmast þessar tennur fyrir tímann, aðeins vegna þess að ekki hefir verið hugsað um að liirða þær fyr en það var orðið of seint. Skemd tönn. 1. glerjungurinn, 2. tann- vejurinn, 3. taugin, 4. skemdin i tönninni. Holur myndast venjulega á þann hátt i tönninni, að matarleifar setj- ast á milli tannanna, rotna þar og mynda gerla, sem komast um örsmá- ar rifur i glerjungnum inn 5 tann- vefinn. Þessar rifur i glerjunginn myndast oft við það, að maður borð- ar annaðhvort sjóðheitan eða iskald- an mat, svo glerjungurinn springur. Þó er tönnin ekki glötuð þó svona fari. Ef farið cr til tannlæknis strax og liann fyllir tönnina getur liún órð- ið cins og ný og enst herrans mörg ár enn. Oftast nær uppgötvar maður holu i tönn fyrst við það að mann sviður i tönnina ef maður borðar eitthvað súrt eða sætt og bráðum ltemur að þvl, að maður á bágt með að borða bæði heitt og ltalt. Tannpinan er cinskonar að- vörun um það, að nú sjeu tennurnar farnar að skemmast og nú þurfi að fara sein fyrst til læltnis. En gangi maður lengi með hola tönn án þess að láta fylla hana, verður rkemdin meiri og meiri og þá fyrst byrja kval- irnar fyrir alvöru. Þeir menn eiu enn- þá til, sem cru liræddir við að fara til tannlæknis, vegna þess að því fylgi svo mikill sársauki. Þeir vilja A|s NORSK-ISLANDSK HANDELSKOMPANI TELEGR.ADR. GERM. OSLO. lieldur láta skemda tönn kvelja sig dögum og vikum saman. Og þó eru tannlæknarnir orðnir svo nú á dögum, að það má lieita sársaukalaust að láta þá gera við tennurnar. „Kvalirnar hjá tannlækninum" eru gamlar kerlinga- bækur frá þeim tíma að engin deyfi- lyf voru til. Svo kemur bólga I tönnina og ef ekkert er að gert hætta verkirnir um síðir. Tanntaugin er þá orðin dauð og ónýt og verkirnir hætta, en sltemd- in heldur áfram og tönnin brotnar smámsaman burt. Næstu tennur smit- ast og fara sömu leiðina og stund- um smitast kjálkinn sjálfur og menn fá kjálkabólgu, sem er liættulegur sjúkdómur. Tennur i lagi. Ault þess að forðast það, sem tönn- unum er óholt, t. d. mikið sælgætisát ei. það áríðandi regla að bursta tcnn- urnar kvölds og morgna, og gera þetta vandlega, svo engar matarleifar sjeu eftir á þeim. — Ef þið gleym- ið þessu ekki, þá getið þið átt vist, að tennurnar í ykkur endist lengi og verði fallegar. Og þá sleppið þið við alla tannpinu. Tóta frænka. t(&tSi&tRæi(m&{SiŒ><R(R<R(R(R&(R(R(R(R<R<R&» Lfftryggið yður f stærsta líftryggingarfjelagi á Norðurlöndum i Stokkhólmi. Við árslok 1928 líftryggingar í gildi fyrir yfir kr. 680,900,000. Af ársarði 1928 fá hinir líftrygðu endurgreitt kr. 3,925,700,23, en hluthafar aðeins kr. 30,000 og fá aldrei meira. Aðalumboðsm. fyrir ísland: A. V. Tulinius, Sími 254. Komið og lftið á nýtísku hanskana f Hanskabúðinni. ET----------- Fagurt úrval. Nýjar vörur. — Vandaðar vörur. — Lágt verð. Verslun L Jóns Þórðarsonar. i □*. r 1 ------\ Saumavjelar /£k V/ESTA ódýrar og góðar útvegar Heildv. Garðars Gíslasonar, V.______— "J Elsta, besta og þektasta ryksugan er Nilfisk. Aðalumboð hjá Raftætiarerslm Jón Sígnrösson. Austurstr. 7. Amatörar. ÖIl kopiering og fram- köllun afgreidd strax daginn eftir. Það gerir þessi Loftur. Fullkomnustu áhöld, sem til eru á landinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.