Fálkinn - 05.10.1929, Blaðsíða 4
4
F A L K I N N
Xl/tisku verslunarhús i Hamborg.
T H E R M A
»Therma« Fabrik fur electrische Heizung A/G., Schwanden,
er ein af þeim raftækjaverksmiðjum sem þekt er um alla
Evrópu, og viðurkend fyrir að skara fram úr hvað vöru-
vöndun snertir. — Hin stærstu iðnaðarlönd í álfunni, svo sem
t. d. Þýskaland, kaupa rafmagnstæki af Therma.
Allir þeir sem ætla að kaupa eitthvað sjerlega vandað,
spyrja um „Therma“.
Snúið yður til:
3ÚLÍUS BJÖRNSSON, raftækjaverslun, eða ELECTRO CO„
Austurstræti 12, Reykjavfk. Akureyri.
þessi hús, sem ennþá eru að
vísu aðeins i ímynduninni, eru
holspeglar, sem gleypa í sifí sól-
argeislana og breyta þeim i hita
og orku. Óneitanlega er þetta
stórskorin mynd af uppgangi
mannvirkjafræði framtíðarinnar.
En þó að sje takandi fyrir fátt
með öllu, verður manni þó að
setja spurningarmerki við það
að breytingin verði svo stórkost-
leg á 50 árum.
Samt sem áður eru altaf að
koma fram nýjar og fullkomn-
ari húsateikningar en áður hafa
átt sjer stað, sem ekki eru að-
eins miðaðar við hið hagkvæma
heldur líka listina.
Hjer á myndunum látum við
fylgja nokkur sýnishorn að því
hvert húsameistararnir stefna i
þessu tilliti.
Ameríka hefir auðvitað for-
ustuna á þessu sviði, en að það
getur líka verið listrænn stíll
yfir nýju húsunum, sannar veit-
ingahúsið með hinum 2500 her-
bergjum, sem innan skamins
verður fullgert í New Yorlc. —
Þessari tígulegu, strýtumynduðu
byggingu, sem er 36 hæðir, verð-
ur ekki neitað um fegurð.
Það verður stærsta hótel í
heimi og kemur til með að kosta
75 miljónir króna.
Eitt af nýjustu húsunum í
Hamborg er hið risavaxna versl-
unarhús, sem er aðsetur Chile
verslunarfjelagsins; það vekur
almenn aðdáun.
í Hollandi hefir húsbygginga-
verkfræðin leitast við að láta
fegurðaráhrifanna gæta í bygg-
ingalistinni þó ekki sje nema
um venjulegt bakarí að ræða.
Og það hefir hepnast. Eins og
myndin sýnir er reykháfurinn
feldur þægilega inn i heildina,
Veruleiki: Hótel i Ameríku með 2500
herbergjum.
sem annars er venjulega til ó-
prýði. Frönsku húsabygginga-
meistararnir ganga að sínu verki
með mildum dugnaði. Um það
ber vott íbúðarhús eitt, sem hef-
ir verið nýlega bygt og við sýn-
um mynd af. Það er stórt, en
þægilegt um leið, og þar er nóg
Ijós og loft. Ennþá hefir hug-
mynd sú ekki verið framkvæmd
að byggja hús í kross, sein rúm-
ar 700 íbúðir. Hugmynd sú er
frönsk að uppruna. Hvort teikn-
ingin er falleg eða ekki skulum
við láta lesaranum eftir að
dæma um.
VerUsmiðjubggging i Ililversum í Hollamli. Rcykháfurinn cr fcldur inn i
heildina svo aS bygginqin verði sem stílfegurst.
Amerikönsk hjón hafa búið sjer til
hinn einkcnnilegnsta hil, scm til mun
vera i heiminum. Bifreiðin er gerð úr
trjástofni, 800 ára gömlum og er 10
fet að Jivermáli. Kassan, sem rúmar
marga menn í tveiin herhergium og
cldliúsi, hafa hjónin sett á hjói, kom-
ið vjel fyrir undir kassanum — og
aka nú um landið i pessu einkenni-
lega farartæki.
Scotland Yard, liin heimsfræga
leynilögreglustofa Breta, sem hefir í
sinni þjónustu bestu leynilögreglu-
menn heimsins, tilkynnis opinberlega,
að ekkert morð hafi verið framið í
Bretlandi á árinu 1928, sem iögregl-
an hafi ekki upplýst til hlýtar og
inorðinginn liafi ætíð verið tekinn.
Þetta er sagt að sje einsdæmi.
Gömlu dansarnir, vals og polka eru
sem óðast að ryðja sjer til rúms
aftur alsstaðar i heiminum. Dans-
kennarar i París halda því fram, að
að tveim árum liðnum sjáist ekki jazz
dansaður í nokkrum danssal i Norð-
urálfu.
Við rjettarliald i þjófnaðarmáli i
Berlín var dómarinn að yfirheyra unga
stúlku. Henni þótti meðferðin ekki
sem hest og varð svo vond að hún,
áður en nokkur gat komið fyrir það,
reif af sjer öll fötin og kastaði i haus-
inn á dómaranum. Það þurfti fjóra
lögregluþjóna, þá allra sterkustu, til
þess að koma lienni í fötin aftur.
Ungfrú Betty Amann i Berlín er
orðin fræg um alt Þýskaland. Ósköp
lítill iokkur af hári liennar var nfl.
metinn af dómaranum 1800 króua
virði. En það var sem lijer segir:
Ungfrú Amann var lijá tannlækni, sem
dró úr henni og svæfði hana áður.
Tannlæknirinn varð alveg bálskotinn í
henni og gat ekki stilt sig um að
klippa lokkinn úr hári liennar. Þegar
hún vaknaði eftir svæfinguna sá hún
undireins að liann hafði skorið lokk
úr hári hennar. Hún fór í rnál við
tannlæknirinn og hann varð að borga
hcnni 2000 mörk í skaðabætur fyrir
lokkinn.
Edgar Wallace segist nú ekki muni
rita fleiri Ieynilögregluhækur „Mjer
dettur ekkert meira i liug“, segir hann
i viðtali við blaðamann nýlega.
COOPERS
baölyfin
eru best og handhægust
til sauðfjárbaðana.
Fást í heildkaupum hjá
Garðari Gíslasyni,
Reykjavík.
I Ameríku liefir nýlega verið borað
10,000 fet í jörðu eftir olíu. En svo
djúpt hefir enginn borað áður.
Borgarstjórinn í Frankenau í Þýska-
landi er maður lilaðinn störfum. Auk
þess að vera borgarstjóri er hann
gjaldkeri fríkirkjunnar á staðnum,
póstmcistari, tannlæknir, rakari. gest-
gjafi og eftirlitsmaður sláturhússins.
Hæðsti karlmaður í Danmörku heit-
ir Erik Bövig og er 2 metrar og H
centimetra hár. Hann auglýsir eftir
stöðu sem dyravörður við bió eða
einhverja verslun. „Hvar sem jeg fer
vek jeg eftirtekt, svo það hlýtur að
vera gott fyrir einhverja verslun að
liafa mig i sinni þjónustu", skrifar
liann.
Um daginn pantaði stúlka 1 París
sjcr bifreið og skipaði bifreiðastjór-
anum að aka með sig til Longwy, en
sá staður liggur í 347 kilómetra fjar-
lægð frá Paris. Eftir 4—5 stunda akst-
ur komu þau loks á ákvörðunarstað-
inn og bifreiðastjórinn lauk upp hurð-
inni. Stúlkan, sem aðeins er 18 ára,
kom brosandi út og sagðist ekki eiga
einn eyri til að borga aksturinn með.
Hún var siðan dæmd í 5 daga fangelsi
fyrir vikið.
Einn af þýsku flugmönnunum, sein
hingað kom í sumar fljúgandi með
von Gronau flugskólastjóra hefir ný-
lega verið ráðinn til þess að stjórna
flugferð, sem heitið er til Miðafriku
á næstunni. Eru það enskir og holl-
enskir auðkýfingar, sem gera út þenn-
an leiðangur og er erindið að veiða
fíla og Ijón. Flugvjelin er Fokkervjel
með þremur lireyflum og á að geta
flogið mjög liátt, enda er búist við
að fara þurfi yfir ýmsa liæstu fjall-
garðana í Afriku.
í Staten Island í Bandaríkjuuum
hefir bæjarstjórnin ákveðið að byggja
stóran skemtigarð er beri nafn Ro-
alds Amundsen. Norðmenn þar i ná-
grcnninu hafa efnt til samskota til
þess að kaupa likneski af Amundsen
til þess að setja upp i garðinum.