Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1929, Blaðsíða 13

Fálkinn - 05.10.1929, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. Mimmm Reykjavík. Framköllun. Kopiering. Stækkanir Carl Ólafsson. ÖOOOÖOOCfQcíOOOÖQCiöOCfööOÖÖQ o O ts o g Haglabyssur, rifflar og g g fjárbyssur. g g Skotfæri allskonar. g g Lægst verð. g | Sportvöruhús Reykjavíkur. | g (Einar Björnsson). g ö Bankastræti tl. Sími 1053 og 553. ö ln/1 o <* ooooooooooooooooooooooooa QoW %/ **************** \Jersli5\Jið\/ikar. Vörur l/ið Vægu Verði. súkkulaðið er að dómi ailra vandlátra hús- mæðra langbest *#++++***+*+**** $ Notið eingöngu íslenska rúgmjölið í brauð og slátur. Mjólkurfjelag Reykjavíkur. cJíálRinn er besta heimilisblaðið. Eftir william le queux Krh. Marinn og meiddur reyndi hann að reisa sig á fætur er hann kom niður, en þá komu dólgarnir aftur og leiddu hann gegnum nokk- ur herbergi og staðnæmdust loks við hurð, sem var fóðruð með flóka. Hún var opnuð, og Hugh var ýtt inn i herbergi, sem tvö raf- ljós lýstu upp, og síðan var dyrunum lokað. Veggirnir í herberginu voru úr einhverskon- ar ofnu efni eða flóka og mjúkir viðkomu, •eins og gólfið. Autt borð stóð á miðju gólfi, en legubekkur með nokkrum ábreiðum á var við vegginn. Einnig voru þar tveir stólar. — Herbergið var heitt og ekki loftilt, en engir voru á því gluggarnir. Auðsjáanlega var það bæði hitað og loftræst. Þegar Hugh hafði litið kringum sig nokkr- um sinnum, tók hann að æpa hátt, en er hann æpti fann hann fljótt, að hljóðið rjett eins og kafnaði, og heyrðist alls ekki iit fyrir herbergið. Alt í einu heyrði hann rödd, sem hann fann að var nálæg, og hljómaði rjett eins og lúður eða hátalari: — Æpið þjer eins mikið og þjer viljið, ef það er yður nokkur ljettir. Enginn lieyrir til yðar Mjer fanst rjett að benda yður á þetta til að spara í yður röddina. — Hver eruð þjer? spurði Hugh, sem var feginn að heyra til einhverrar mamilegrar veru, en svarið kom eklci, heldur aðeins veikt bergmál af hans eigin orðum. Hugh hjelt áfram að líta á úrið sitt, og mínúturnar voru eins og klukkutímar. Eftir þrjá tima fulla heyrði hann óljóst eitthvert hljóð, og inn komu dólgarnir tveir og með þeim þjónn, sem bar bakka. Þeir stóðu milli Hugh og dyranna meðan þjónninn lagði á horðið. Valentroyd vissi, að árangurslaust mundi verða að reyna að lilaupa út, og eins vissi hann, að er hann reyndi að æpa gegn- um oþnar dyrnar, myndu dólgarnir fljótlega þagga niður í honum. Þjónninn lauk verki sinu og þeir voru á leið út, þegar Hugh sagði sín fyrstu orð. Haiin ávarpaði stóra mann- inn, sein virtist vera hnefleikamaður, og hann var farinn að þekkja svo vel í sjón, og sagði: Getið þjer ekki sagt mjer, hvað þetta á eiginlega að þýða? — Veit það ekki, svaraði maðurinn. En um leið og hann var að fara út úr dyrunum, sneri hann sjer að Hugh og sagði: Hafið þjer nokkuð að reykja? Hugh kvaðst ekki hafa það, og fór þá hinn í vasa sinn, tók upp vindlingaöskju og fjekk Hugh. Síðan fór hann út. Á borðinu stóð flaska af Chianti, kjúkl- ingasteik, brauð og ostur, og fleira góðgæti, ennfremur hálfflaska af konjaki. —- Sjáum til, sagði Hugh við sjálfan sig, -----þeir ætla þá ekki að svelta mig í hel. Þetta er undirstöðumatur, þótt óbrotinn sje, — nú er best að sjá hverju fram vindur. En þrír dagar liðu áður en nokkuð mark- vert hæri við. Þrisvar á dag komu dólgarnir inn með góðan, óbrotinn mat, dagblöð og vindlinga, en til Ránfuglsins sjest ekki og engin merki þess, að láta ætti Hugh lausan. Loksins, þriðja kvöldið, opnuðust dyrnar á óvenjulegum tíma, og stærri dólgurinn kom inn og bar ferðatösku, sem Hugh átti s jálfur. — Hjer eru fötin yðar og raktæki og alt tilheyrandi, hei'ra minn, sagði hann. Reynið þjer að snurfusa yður í snatri, því þjer eigið að mæta fyrir Forsetanum. VI. KAPÍTULI. Hugh Valentroyd var feginn því, að ein- hver breyting yrði, að minsta kosti. Einveran þrjá siðustu dagana hafði reynt á hann, og nafn Forsetans, sem Villi skrækur hafði að eins lauslega minst á, vakti forvitni hans. —- Hver er Forsetinn? spurði hann. — Get ekki sagt yður það, herra minn, svaraði dólgurinn, sem verið hafði fanga- vörður hans, — en hann var háttstandandi maður, og þjer ættuð að búa yður vel, áður en þjer komið á fund hans. Dólgurinn gekk til dyranna, en kom brátt aftur og hvíslaði að Hugh: — .Teg vona, að yður gangi vel, herra minn, það geri jeg sannarlega. Jeg hefi heyrt margt sagt af góð- semi yðar við þá, sem þurfa hjálpar við, og hvernig þjer sáuð um vesalinginn hann Villa Skræk, svo jeg vildi ekki, að yður henti neitt misjafnt. Klæðið þjer yður nú vel, og farið sniðuglega að öllu, þegar þjer komið til For- setans, og gangi yður nú vel. Dólgurinn fór síðan og ljet Hugh eftir einan. Hann opnaði ferðatöskuna og fann þar alfatnað, ný föt, rakhníf og alt, sem hann þurfti með. En hvernig var þetta alt hingað komið? Hann furðaði sig á því, að James skyldi ekki hafa gert neinar fyrirspurnir um sig, og hafði, satt að segja búist við að lesa um hvarf sitt í blöðunum, en um það hafði al- drei staðið einn stafur. Hann flýtti sjer að skifta um föt, og í fyrsta sinn, síðan hann varð fangi, rakaði hann sig. Þegar það var búið fanst honum, sem væri hann nýr og betri maður. Varla hafið hann lokið þessu þegar hurðin opnað- ist, og hinn vingjarnlegi fangavörður kom aftur í ljós, ásamt aðstoðarmanni sínum, og nú voru þeir báðir í yfirhöfnum. — Farið þjer í frakkann, herra minn; við ætlum að fara að aka í bifreið, sagði hann, og Hugh var ekki seinn á sjer að hlýða. Þegar hann var kominn í frakkann fór hann á eftir fangaverðinum út göngin og gegn um kjallaraherbergin, sem þeir höfðu áður farið um, síðan gegnum göng, sem hann hafið ekki áður komið í, þangað til þeir komu að luktum dyrum. Þar staðnæmd- is stóri maðurinn. — Jæja, herra minn, sagði hann, — jeg vil ekki hrella j'ður með því að fara með yður eins og krakka. Þjer mun- ið hvernig fór fyrir leynilögreglumanninum og Villa Skræk, þjer skiljið hvað jeg meina? Þjer látið mig ekki þurfa að ógna yður? — Jeg skil, svaraði Hugh. Þjer viljið að jeg launi yður vinsemdina með því að halda mjer saman. — Einmitt, herra minn, svaraði hinn og opnaði dyrnar. Þeir komu út í hliðargötu, þar sem stór lokaður vagn beið, og aðstoðarmaður stóra dólgsins hljóp til og opnaði dyrnar. Sá stóri benti Hugh að stíga inn, og svo var farið af stað. Hugh og stóri dólgurinn sneru að öku- manni, en andspænis þeim aðstoðarmaður- inn. Meðan vagninn var að komast út úr götuumferðinni sagði enginn neitt. En þegar Hugh fann það á aulcnum hraða vagnsins, að þeir mundu vera komnir út úr borginni, sagði hann við sessunaut sinn: — Við erum að greikka sporið. Já. það erum við, svaraði hinn Þar eð tjöld voru fyrir vagngluggunum, gat Hugh ekki sjeð í hvaða átt vagninn fór, og þar eð fjelagi hans var auðsjáanlega stað- ráðinn í því að steinþegja gerði hann ekki neina tilraun til að koma saintali af stað, enda var stöðug þögn nema rjett þegar mað- urinn bauð Hugh og aðstoðarmanni sínum vindling, sem þeir þágu báðir, og það sem eftir var ferðarinnar — en hún stóð í eina tvo klukkutíma — reyktu þeir allir þegj- andi. Loks hægði vagninn á sjer, sneri i rjett

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.