Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1929, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.11.1929, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framlcvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Osló: Anton Schjöthsgate 14. BlaSið kemur út hvern laugardag. ÁskriftarverS er kr. 1.70 á mánuSi; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Al.LAR ÁSKIUFTin GBEIÐIST FYRIRFnAM. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Prentsmiðjan Gutenberg SRraééaraþan/íar. Lögrcglustjórinn nýji í Reykjavík hefir sýnt lofsverðan áhuga á því, að koma á umhótum, í þeim málum, sem undir verksvið hans vita. Lögreglusam- hykt liæjarins hefir verið endurskoð- uð og tekin upp í liana ýms nýmæli, sem að haldi mega koma, og þá virð- ast góðar horfur á þvi, að tala lög- regluþjóna verði aukin að allmiklum mun, og að lögregluþjónunum verði veitt ýmisleg fræðsla, sem þeim má að gagni koma í daglegu starfi sínu. Hafði lögreglustjóri reifað þetta mál alt svo ítarlega og með svo góðum rökum, að eigi var unt að humma umbæturnar fram af sjer. En þetta er önnur hlið málsins. Hin er eigi ómerkilegri, sem sje afstaða almennings til lögreglunnar og fyrir- mæla, sem snerta framferði almenn- ings á gölunum. Og að þeirri hliðinni skal lítilsháttar vikið lijer. Hjer hafa um skeið verið til all- ítarlegar umferðarreglur. En því iniður hafa þær sofið. Jafnvel einfaldasta og auðlærðasta reglan: að menn skuli vikja til vinstri er þeir mætast, er eklii ennþá komin svo vel inn i höf- uðið á Pjetri og Páli, að þess sjáist greinileg merki á götunni, til livorrar hliðarinnar skuli vikið. í öðrum horg- um þarf maður ekki að spyrja um f, á hvora hönd skuli víkja — menn sjá það undir eins. Og þegar þetta ein- falda atriði er svo mjög vanrælct, þá er ekki furða þó illa fari um önnur. Það er t. d. venja margra manna, að ganga eins og þeir eigi alla götuna, þ. e. a. s. þeir ganga úti á miðri ak- braut og ef þeir þurfa að fara af einni gangstjett á aðra, þá fara þeir ekki skemstu leið yfir akbrautina heldur spara sjer krókinn. Nú vita allir menn, að akbrautin er fyrir vagna og hesta og gangstjettarnar fyrir gang- andi fólk. Menn sem gera sjer að reglu að ganga miðja akbraut — þar sem gangstjettir eru til — eru í raun- inni lítið ósekari en hifreið, sem tæki upp á því, að aka gangstjettina — eins og sumir hjólreiðastrákarnir gera. Eitt er það, sem Reykvíkingar eltki kunna enn þá, en er stórnauðsynlegt að kunna til þess að geta talist siðað- ur maður. Það er að híða eftir af- greiðslu í rjettri röð. Maður sjer það einkum þar, sem sel.dir eru aðgöngu- miðar að skemtunum, að ]>ar ryðst hver um annan þveran og sá nær fyrst afgreiðslu sem frakkastur er og stjakar best frá sjer. Þetta sjest hvergi í siðaðri borg. Þar stendur fólkið i röð og er afgreitt eftir rjettri röð. En hjer er ekki rúm til að tclja upp. En vísl er það, að almenningur þarf að læra margt í umferðareglum, ef ekki eiga að hljótast slys af- LAND SOJA-BAUNANNA Sojabaunasekkir A stoð i Mandsjúríu. Sojabaunin er nytjajurt, sem kemur mikið við iðnaðarsögu Evrópumanna á síðustu árum, en fyrir svo sem mannsaldri vissi naumast nokkur hvítur maður deili á henni, hinsvegar hafa Kínverjar ræktað Sojabaun- ir i 5000 ár að minsta kosti og kunnað að hagnýta sjer þær. Jurt þessi telst til baunaættar- innar og heitir á visindamáli „glycine hispida", er það skrið- jurt, blöðin ýmist 3-, 5- eða 7- skift, blómin lítil og sitja í blaðkrikunum, krónublöðin eru dreyrrauð eða bleikrauð, bauna- skálpurinn langur og loðinn með 2—5 baunum. Árið 1790 gerði landbúnaðar- ráðuneytið enska ítarlegar til- raunir til að rækta sojabaunir í Englandi, því Englendingar höfðu þá kynst þessari jurt og sjeð að hún var til margra liluta nytsamleg. En þetta tókst ekki, loftslagið reyndist ekki nægilega hlýtt til þess. Hinsvegar getur jurtin þroskast í Mið-Evrópu og var byrjað að rækta hana í Austurríki 1878 fyrir frumkvæði Haberlandts prófessors. Sojabaunir eru sú vöruteg- und, sem mest er flutt af frá Anstur-Asíu til Evrópu og Ame- ríku nú á dögum og vegna ó- takmarkaðrar sölu í vesturálfu hefir ræktun baunanna aukist mjög mikið eystra. Baunirnar eru einkum ræktaðar í Mand- sjúríu; þegar farið var að leggja járnbrautir um þetta mikla land sköpuðust möguleikar fyrir því að rækta þar baunir til úlflutn- ings. Og þessi atvinnugrein hefir aukist svo hraðfara í Mandsjúr- íu að þangað hafa orðið örari fólksflutningar á síðustu ára- tugum frá Kína sjálfu, en flutn- ingarnir frá Evrópu til Ameríku, Stór og blómleg þorp hafa risið upp þar sem áður var óbygt, nýjar vjelar og nýtisku landbún- aður kom í vetfangi í stað úr- eltustu tækja og má segja, að sumum hjeruðum í Mandsjúríu hafi fleygt fram um þúsundir ára í verklegri menning á ein- um einasta mannsaldri. Land- búnaðurinn í Mandsjúríu er ný- tísku landbúnaður og þar hefir almenningur losnað undan æfa- gömlum erfikenningum og sila- keppshætti, sem er enn algengur víða í Kína. Sojabaunir eru að kalla eina útflutningsvaran, en það er líka ekkert smáræði, því megnið af því, sem Evrópumenn og Ameríkumenn nota af þessari vöru, kemur úr þessum eina stað. En nú eru ýms önnur lönd farið að rækta þessú jurt, því Miljónir Kínverja hafa atvinnu af haunaræktinni í Mandsjúríu. Járnbraularlest lilaðin sojabaunum á járnbrautarstöðinni í Dairen » Mandsj.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.