Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 02.11.1929, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 » VEL SLOPPIÐ Rance sat við arininn 1 þung- um þönkum. Andlit hans, sem eldurinn brá birtu á, var eigin- lega ekki laglegt. Nefið var dig- urt, hakan breið og varirnar þunnar. Ennið var lágt og breitt og ekki sjerlega gáfulegt, en augu hans báru vott um að skyn- semi hans væri í góðu lagi. Ef Dennis Raye befði litið inn til ráðsmanns síns á þessu augnabliki, þá hefði hann áreið- anlega kent í brjósti um hann. Rað voru liðin fjögur ár síðan Rance hafði flutt hingað til þess að ganga í þjónustu Dennis Raye og setjast að í einu af hin- um snotru, nýbygðu húsum hans, ásamt hinni fögru konu sinni, Hazel. Dennis Raye hafði ekki látið á sjá þegar hann frjetti að Hazel hefði yfirgefið Rance. Hann var besti vinur Rance — en ennþá hafði Rance ekki haft þrótt í sjer til þess að segja honum að Hazel hefði farið í burt með Georg Daineron. Siðasta ár hafði leik- ið Rance mjög grátt. Hann sat með pappír og penna fyrir framan sig og var nð gera upp ýmsa reikninga. Það var laugardagskvöld og hann hafði hálfsmánaðar kaup i vasanum. Á mánudaginn átti hann að borga húsaleiguna, svo var raf- magnsreikningurinn; fæðiskostn- aðinn hafði hann borgað. Þegar hann var búinn að borga þetta, þá átti hann drjúgan skilding eftir, sem hann ætlaði að leggja á vöxtu. Rance var útlærður efnafræðingur og liann var for- stöðumaður hjá Dennis Raye, svo að hann hafði álitleg laun. Rance sat hreyfingarlaus. — Hann var að hugsa um Hazel og hve hamingjusamur hann hefði verið fyrsta hjúslcaparárið, — hann hló kuldahlátur .... Hann gat ekki gleymt deginum þegar grunur lians um það vaknaði hjá honum, að Hazel væri hon- um ótrú........Hún hafði altaf verið svallgefin og kröfuhörð. — Hann ypti öxlum óþolinmóðlega, ein og hann vildi lirinda öllum hugsunum á braut. Svo geispaði hann og leit á klukkuna. Hann beið þess bara ,að heyra 9,40 Iestina fara fram hjá, og þá ætlaið hann að leggja sig. Hann hrökk við, honum heyrð- ist barið á dyrnar. .... Rance var ekki vanur því að heimsækja aðra eða fá heimsóknir; hann hjelt því að þetta væri misheyrn og beið þess með eftirvæntingu, að aftur yrði barið......... Það var barið aftur og dyrnar opn- uðust hljóðlega. Kona Rance gekk inn, hálfhrædd augsýnilega, en dásamlega fögur. — Rance, sagði hún hlýlega, -— Rance! Rance stóð á öndinni og glápti; andlit hans skalf af geðs- hræringu. Hún var fallegri en nokkru sinni áður með fagra hörundslitinn sinn, stóru, dökku augun og tinnusvarta hárið. Hún hal'ði ekkert gengist fyrir þennan tíma siðan hún fór í burt — þó að Rance fyndist heil öld síðan. Hún hafði engu glatað af hlýja yndisþokkanum sínum. — Hvernig komst þú lnngað? stamaði hann loks upp. Það var eins og hann væri ekki ennþá vaknaður til með- vitundar um, að hún væri ná- læg honum. — Með bíl. Hún rjetti út báðar hendur með látbragði, sem leit út fyrir að vilja spyrja, hvað það kæmi málinu eiginlega við, hvernig hún hefði komið. Hún leið ófram í áttina til hans með yndismjúk- um hreyfingum og fjell á knje. En áður en hún fjekk að snerta hann, stóð Rance á fætur og færði sig undan. — Jeg er komin aftur, Rance. Hún talaði í lágum og dapur- legum rómi. -— Lífið er einskis- virði án þín! Rance stóð hreyfingarlaus. — Það brann eldur úr augum hans. — — Þarna var Hazel rjett lýst með alla lýgina. Altaf vildi hún vera alt í öllu, annars var hún ekki ánægð. Rjett í svip fóru heitir straumar uin hann allan, hann kannaðist svo vel við þetta..... Heimilið var orðið sjálfu sjer líkt aftur. — Þarna lá Hazel og laug að honum. Hann var hissa á því með sjálfum sjer að hann hálfkendi í brjósti um Georg Dameron. Hvernig í ósköpunum átti nokkur maður að geta staðist þessa konu, án þess að eiga revnslu hans, hún dró menn að sjer eins og segull stál. — Rance, jeg hefi breytt illa, sagði hún i iðrunarrómi, — Jeg hjelt að jeg elskaði þig ekki. Og þegar jeg svo tók eftir því, að það var samt þú sem jeg elsk- aði, þorði jeg ekki að koma aftur. En að lokum þoldi jeg ekki við. Jeg varð að fá fyrir- gefningu hjá þjer, hvort sem þú nú vildir taka á móti mjer eða ekki. — Hefir Georg orðið leiður á þjer? — Það var hvorki gremja eða hæðnishreimur bak við spurninguna, hann spurði aðeins af forvitni. — Nei, það er nú alt annað! Hún teygði út armana með tignu látbragði. — Hann vildi lieldur deyja en lifa án mín. En jeg hefi skilið við hann til þess að vera með þjer. Viltu taka mig í sátt, Rance, gerðu það! Hvernig hún sagði þetta hefði jafnvel komið steininum til að klökkna. Rance stóð grafkyr og horfði á hana áður en hann svaraði. Ef það er meiningin hjá þjer að verða hjerna, þá er best að jeg fari og kaupi þjer einhvern matarbita. Jeg er nefnilega van- ur að borða annarsstaðar. Þess- vegna er enginn matur heima. —- Rance! — Þó hún ef til vill hafi nú ekki kunnað við hreim- inn í róinnum, þá ljet hún ekki á því bera.....— Þú ert sann- ur engill .... Þú ert .... Hún steig nær honum, reikaði á fót- um og lagði hendur á Ljarta- stað. Því næst ljet hún sig síga Miðstöðvar. Upphitun í hús yðar fáið þjer áreið- anlega vel af hendi leysta, ef þjer annast verkið. Geri tilboð í efni og látið mig uppsetningu á hverskonar tækjum því tilheyrandi. Loftur Bjarnason, járnsmiður. Hallveigarstíg 2. niður með yndisleik, er ekki verður lýst. Rance sneri sjer hálf óvart að henni, en áttaði sig; hann var náfölur. Hann vissi að það mundi læsa sig um hann eins og eldur, ef hann snerti við henni. Og þeg- ar hann að lokum gekk til henn- ar og lyfti lxenni upp, spruttu svitadroparnir upp á lireiða enninu hans. En þegar hann nú augnabliki síðar lagði hana upp í legubekkinn, gat hann ekki að því gert að brosa dálítið. .... Hann tók hattinn sinn á horð- inu, opnaði dyrnar og gekk lit. Og í sama bili og hann hvarf opnaði unga konan óttaslegin stóru, dökku augun sin. Hvað? Hann hafði þá ekki kyst hana •—- Jæja, sagði hún róleg og hallaði sjer aftur á bak, — það er ekki til neins að gera sjer rellu út af því. Þegar hann kemur aftur, þá — — -— Rance fann stöðvarst jórann liálfsofandi; hann var að bíða eftir 9,40 lestinni. Hann rjetti honum stóran seðil. — Fæ jeg farmiða, hr. Spen- cer? -— Já, en hvert ætlið þjer að fara? —• Það keinur ekki inálinu við, en látið þjer inig hafa miða svo langt sem lestin fer. Hann skrifaði nokkur orð til Deunis Raye á símskeytiseyðu- blað, innsiglaði það og fekk það stöðvarstjóranum til þess að koma því til skila. Lestin kom þjótandi inn á stöðina og hjelt aftur á stað eft- ir nokkrar mínútur. Rance fór með lestarstjóranum til svefn- klefa síns. Beiskjan var horfin af svip hans. Það var eins og alt væri komið fram sem Rance hafið langað til. Henni var svo guðvelkomið að halda innan- stokksmununum, sem hann átti, en herbergið hlaut hún að verða að yfirgefa innan skams, þar sem hún gat ekki borgað leig- una. — — — Rance háttaði og breiddi ofan á sig. Það var eins og lestar- hjólin hrópuðu: -—• Það varst þú sem fórst þína leið! — Það er betra að flýja en berjast illa, muldraði hann við sjálfan sig. Og hann rak upp stuttan hlátur áður en hann sofnaði. Barnalijónabönd eru algeng i Ind- landi. En nú ætla Indverjar aí5 fara að sporna við þeiin og hafa nýlega verið sett lög um hann. gegn þvi að gefa hörn sainan. Menn, sem gefa stúlkur yngri en 14 ára og pilta yngri en 18 ára saman, skulu sæta mánaðar fangelsi eða 1000 rúpiu sckt. r------------------\ Saumavjelar V/ESTA ódýrar og góðar útvegar Heildv. Garðars Gíslasonar, Reykjavík. cooooooooococoocoosioecooc} £3 O o ... o g Vátryggmgarfjelagið Nye g § Danske stofnað 1864 tekur § O að sjer liftryggingar og o o o o brunatrvggingar allskonar § O —————— o § með bestu vátryggingar- § o kjörum. § o f o o Aðalskrifstofa fvrir Island: O €3 q Sigfús Sighvatson, §° Amtmannsstíg 2. o oooooooooooooooooooooooo Ávalt fjölbreytlar birgðir af HÖNSKUM fyrirliggjandi. HANSKABÖÐIN. HAMINGJUSAMUR ÖLDUNGUR Þýskur hlaðamaður, sem farið hef- ir um allan heim, heldur þvi fram, að þessi karl sje liamingjusamasti maður í heimi. Hann er húsettur i Kúmeníu en er rússneskur að ætt. Ilann hefir ekki sofið í húsi siðan 1898, hýr æfinlega um sig í skógunum mildu suður i Rúmeníu og lætur liverjum degi nægja sín þjáning. — Tvisvar hefir hann kvongast, en „það cr langt síðan jietta var“ — og nú liður lionum helur en nokkru sinni áðnr, lirált fvrir 92 ár að baki sjer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.