Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.11.1929, Blaðsíða 14
14 F A L K 1 N N L á r j e t i : 1 kvenmannsnafn. 7 þol. 13 hiti. 14 taska. 16 feitmeti. 18 sjór. 20 spakt. 22 clregið af karlmannsnafni. 23 farar- tálini. 25 í vefstól. 26 trje. 27 lindum. 2!) hringlireyfing. 30 innsiglisstaður. 31 timaeining. 32 skrif. 33 fjöldi. 35 grein- ir. 36 fyrv. biskupssetur. 39 dónsk. 41 bar. 42 liávaði. 43 leikur. 46 hugarburð- ur. 49 hrylla. 50 = 30 lárjett. 51 Jík. 53 flas. 54 litur. 55 fijettir. 57 munn- ar. 60 sendiboði. 61 verandi. 63 æ. 64 fugl. 65 matarílátið. 69 Ijósmaturinn. 71 þvo. 73 torfæra. 74 málari. Lóðrjett: 2. vosbúð. 3 innyfli. 4 smákorn. 5 forsetning. 6 mannsnafn. 7 kantað. 8 eftir umlioði. 9 starf. 10 gróður. 11 á vetling. 12 karlmannsnafn. 15 er altaf erlendis. 17 istra. 19 mjólk. 21 ung- viði. 23 -land. 24 trú’ jeg. 27 skemm- ast. 28 iðnaðarmenn. 31 sliaði. 34 skiln- ingarvit. 37 eiri. 38 enskur titill. 59 bál (þolf.). 40 sögn. 43 vöndurinn. 44 liöfuðborg, 45 hlýjað, 47 guðsmóðir, 48 óliapp, 51 borg, 52 vænta, 56 rysk- ingar, 58 þvertrje, 59 litur, 60 1930, 62 ræða, 64 skaðfrjósa, 66 eignarfor- nafn, 68 bibliunafn, 70 silfur, 72 hús- dýr (þolfall). KROSWGATA nr. 23. V B. KTseliir „ÓÐINN** teikniblýantinri^ | Líftryggið yður í stærsta líftryggingarfjelagi á Norðurlöndum: ■ ......."~~<iiintiu »r Stokkhólmi. Við árslok 1928 líftryggingar í gildi fyrir yfir kr. 680,900,000. Af ársarði 1928 fá hinir líftrygðu endurgreitt kr. 3,925,700,23, en hluthafar aðeins kr. 30,000 og fá aldrei meira. Aðalumboðsm. fyrir ísland: A. V. Tulinius, Sími 254. Kvensokkar f miklu úrvali ( Hanskabúðinni. ist ekki geta láð honum. Jeg hefði láð hon- um, sem hverjum öðrum ræí'li og heimsk- ingja, ef hann hefði ekki rjett hluta sinn þegar tækifæri gafst. Rödd Eunice var svo ögrandi og augnaráð hennar svo grimdarlegt, að Hugh hugsaði með sjálfum sjer, að nú sæi hann sál þessarar dutlungafullu, einráðu stúlku, eins og hún væri i raun og veru. En þetta stóð ekki nema augnablik, því hún hafði jafnskjótt komist í góða skapið, sem Hugh þekkti best hjá henni. En þetta eina augnablik hafði þó sannfært Hugh um það, að stúlkan hefði orðið fyrir einhverjum sár- um vonbrigðum eða ranglæti, sem gerði hana svona harða i dómum sínum — og, ef til vill hefði komið henni í þann fjelagsskap, sem hún var nú f, þar sem menn eins og Ránfugl- inn voru helstu foringjar, menn eins og góð- látlegi dólgurinn óbreyttir meðlimir, sem aftur tóku vígslu af Forsetanum, sem var og varð aldrei annað en ráðgáta. Meðan þau horfðu á síðustu sólargeislana síga undir sjóndeildarhringinn, kom Forseti til þeirra og þau tóku að skrafa um alla heima og geima. Þau voru á þilfarinu þang- að til mjög var orðið áliðið, þá aísakaði Eunice sig og Hugh og Forseti fóru tveir einir niður í salinn, eftir að hafa boðið henni góða nótt. Hugh, sem hafði orðið hrærður af viðtalinu við Eunice, hefði gjarnan viljað láta í ljósi samúð sina með henni. Þegar hún bauð honum góða nótt, þrýsti hann hönd hennar í fastara lagi, og hún hlaut að hafa skilið það, því ástarglampa sást bregða fyrir i augum hennar og rödd hennar varð blíðari en hann hafði áður heyrt hana. Forseti horfði á eftir henni, síðan bljes hann út úr sjer reyknum úr vindlirium og sagði: — Skollans falleg stúlka, Valentroyd, og fær altaf það, sem hún vill og í þetta sinn vill hún yður — það er eldci um að villast, það veit jeg eins vel og jeg veit, að mig lang- ar í visldblöndu. Og jeg get bætt því við, að hún fær ósk sinni framgengt. — Hvernig getur yur dottið slílc heimska í hug, herra Forseti? Hugh roðnaði um leið og hann mótmælti orðum hins. — Jeg liefi ekki sjeð stúlkuna nema þrisvar iil ijórum sinnum og aldrei látið m jer detta slíkt i hug. — Það er ekki nema trúlegt, svaraði For- seti. En hún bara gætti sín ekki í kvöld, og þriðji maður sjer oft best það, sem fram fer. Jeg sá hvernig hún horfði á yður þegar hún sagði „góða nótt“. Jeg man hvað hún varð glöð, þegar jeg sagði henni í kvöld, að þjer munduð koma. Ha, ha .... Það gerir elck- ert til, drengur minn. En jeg vil veðja 10 móti einum til að byrja með. Hvað sem öðru líður, mun jeg leggja yfir ykkur blessun mína. En .... eigum við ekki að fá okkur eitthvað að drekka? Þegar þeir komu inn í salinn, sópaði For- seti hrúgu af blaðaúrldippum til hliðar, en Hugh varð Iitið á þær um leið og sá, að þetta voru alt frásagnir af morðinu í Regent Street. Samt mintist hann elcki á það einu orði og hann og Forseti töluðu um alla heima og geima; alt frá Eton, þar sem báðir höfðu verið í skóla, áður fyrr, til helstu stjórnmála, sem þá voru efst á baugi. Hvor- ugur minntist á verkið, sem framundan var, nje á Eunice de Laine eða Sylvíu Peyton, sem Hugh langaði mest til að spyrja um. Þegar komið var fram yfir miðnætti, stóð Forseti upp. — Þjer hljótið að vera þreyttur, Valentroyd, sagði hann. Fyrirgefið, að jeg hef haldið svona fyrir yður vöku. En það er nú svona: málæðið er óbrigðull förunautur ellinnar. Góða nótt. Hugh svaraði sama og fór til káetu sinn- ar og svaf vært þangað til brytinn vaktL hann klukkan hálfníu morguninn eftir, og færði honum te. Næstu tveir dagar voru yndislegir — sólin skein stöðugt á hinn himinbláu flöt Miðjarð- arhafsins og er að ferðalokum leið fann Hugh til saknaðar er hann hugsaði til þess að skilja við samferðafólk sitt. Mest af tím- anum hafði hann verið með Eunice, því For- seti eyddi jafnan morgninum og oft talsverð- um tíma síðdegis í að skrifa skeyti og orð- sendingar á dulmáli, til að svara samskonar skeytum, er honum bárum. Stundum virtist hann vera ergilegur yfir þessum skeytum, og hafði það þá til að slíta þeim samræðum, er fyrir hendi voru og sitja lengi þögull, nokkra stund, taka síðan dulmálsbók sína og skrifa orðsendingar á ný, sem svo voru þegar send- ar af stað i loftskeyti. Stundum virtust skeytin flytja gleðifregn- ir, sem Forseta þóttu að einhverju leyti skemtilegar, því að þá sauð niðri i honum hláturinn, og hann reif skeytin og skrifaði svar. Eunice hafði verið ágætis sainferða- kona, alt af kát og fjörug, vel að sjer um alt hugsanlegt, en þótt þekking hennar væri víð- tæk, var hún algerlega laus við að vilja trana henni fram, eins og svo mörgum konum hættir við, sem þykjast vita jafnlangt nefi sínu, hafa ferðast víða og umgengist margs- konar fólk. Eunice var altaf kvenleg e.n það var mikill kostur, að áliti Hughs. Það eitt líkaði honum ekki, að hann heyrði aldrei Sylvíu nefnda á nafn. Hann hafði altaf stilt sig um að minnast á hana við Forseta, bæði vegna þess, að hann var hræddur nm, að gamli maðurinn svaraði því með skopi, en þó sjerstaklega vegna þess, að hann hjelt, að ef til vill mundi hann ekki gera Sylvíu neinn greiða með því. Hún hafði sagt honum svo ákveðið, að ekkert samband gæti orðið á milli þeirra, vegna þessa leyndarlmáls lífs henn- ar, sem hún hafði ekki viljað tala nánar um, svo það gat tæpast orðið til neins gcðs að láta Forseta vita, að hann kærði sig neitt sjerstaklega um hana. Daginn, sem þau bjuggust við að lioma til Leghorn, kallaði Forseti Hugh inn í salinn, settist andspænis honum við borðið, bauð honum vindil og viski og sagði: — Jæja, drengur minn, það er þá best, að þjer fáið síðustu fyrirskipanir frá mjer. Sendiförin, sem yður er fyrirhuguð er afar áríðandi — miklu meir áríðandi en yður getur dottið í hug — og jeg hef valið yður til að fara hana af tveim ástæðuin. Fyrst og fremst hefir fjár- hagsatriðið enga þýðingu fyrir yður, og þótt jeg gæti boðið öðrum svo mikið, að þeim væri treystandi, þá er hjer um svo geysimikið fjárhagsatriði að ræða, að jeg vil heldur mann, sem er eins stæður og þjer. Þjer meg- ið vita, að hver, sem för þessa fer, hefir í hendi sjer sjálfan „eldinn“, ef jeg svo má segja, það er að segja, hann kemst í kynni við „leyndardómsfulla dauðann", sem hefir verið mönnum svo mikil ráðgáta hingað til. í öðru lagi sendi jeg yður af því að þjer virðist rjetti maðurinn til þess að eiga við stjórnmálamenn og embættismenn. Þjer er- uð sömu tegundar og þeir menn, sem ríkin velja úr utanríkisstarfsmenn sína. Jeg geri það viljandi að segja yður ekki meira, svo hin háa persóna, sem’ þjer eigið að heim- sækja, geti ekki veitt upp úr yður. Hann er í höfuðborg Latiniu og þjer eigið að færa honum þetta innsiglaða brjef. Forseti tók upp þykkt brjef en utan á það var slcrifað með hinni föstu rithönd hans, til Radicati greifa, í utanríkisráðuneytinu i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.