Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1930, Blaðsíða 2

Fálkinn - 01.03.1930, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ------ GAMLA BÍO ---------- Heimþrá Atlagans. Gullfalleg Paramountmynd í 7 þáttum. Aðallilutverk leika: Lupe Velez, Gary Cooper. Myndin verður sýnd bráðlega. P R 0 T 0 S Hárþurkur. Ekki eins dýrar og margir halda! Hitapúðar. Veikluðum læknisráð! ------ NÝJA BÍO ------------- Sek eða sýkn. Stórfenglegur sjónl. í 8 þáttum. Tekin af First National, undir stjórn George Fitzmaurice. Aðalhlutverk leika: Milton Sills og Dorothy Mackaill. Sýnd innan skamms. SOFFÍUBÚÐ (S. Jóhannesdóttir.) Vefnaðarvöru- og fataverslanir. Austurstræti 14 (beint á móti Landsbankanum). REYKJAVÍK og á ÍSAFIRÐI. Allskonar fatnaður fyrir konur, karla unglinga og börn. Fjölbreytt úrval af áinavöru, bæði í fatnaði og til heimilisþarfa. Allir, sem eitthvað þurfa, sem að fatnaði lýtur eða aðra vefnað- arvöru, ættu að líta inn í þess- ar verslanir eða senda pantan- ir, sem eru fljótt og samvisku- samlega afgreiddar gegn póst- kröfu um alt land. Allir þekkja nú SOFFÍUBÚÐ. Kvikmyndir. SEK í rjettarfari hins nýja tíma EÐA gætir þeirrar skoðunar á- SÝKN7 valt meir og meir, að var- -------- varhugavert sje að ákveða sekt manna eftir lagabókstafnum ein- göngu. Svo mörg atriði geta komið til greina, sakborningi til afsökunar, að rjett þykir að dæma hann ekki fyrir glæpinn. Mannleg tilfinning er látin ráða meira en lögin. Þessi nýj- ung i rjettarfari hefir einkum kom- ið fram í Frakklandi eftir að kvið- dómar voru settir þar, en þeir hafa síðan rutt sjer til rúms í öðrum löndum. Myndin „Sek eða sýkn“ segir frá stúlku, sem ákærð er fyrir morð. Það þykir sannað af vitnaleiðslun- um að hún hafi framið morðið og ekki er annað fyrirsjáanlegt en að hún fái þungan dóm. En þá kemur síðasta vitnið til sögunnar, lögreglu- foringinn Thomas McDonald. Hann skýrir rjettinum frá, hversvegna stúlkan hafi framið morðið og að sá sem myrtur hafi verið miklu sekari en hún. Og hann segir einnig frá hugarferli stúlkunnar eftir að hún framdi morðið og hvernig hún hafi þroskast og komist á betri braut, svo að hegningin myndi hafa þau ein áhrif að spilla henni á ný. í sex ár hefir hann haft tækifæri til að kynnast henni og hugsanaferli henn- ar, því þeim hefir skolað upp saman á óbygðri eyju og dvalið þar allan þennan tíma. — Vitnisburður lög- reglufulltrúans frelsar stúlkuna frá fangelsi Stúlkuna Ann Janssen, sem lög- reglan hefir árum saman verið að leita að, leikur Dorothy Mackaill, en Milton Sills leikur lögreglufulltrú- ann. Hafa þau tvö oft leikið saman í myndum áður og eru þær myndir orðlagðar, enda eru þau bæði snill- ingar hvort í sinni röð. Einkum hef- ir Milton Sills náð miklum vinsældum um allan heim, svo að þeir sem hafa sjeð hann í kvikmyndum, láta ógjarn- an þær myndir ósjeðar, sem hann leikur í. Myndin, sem hjer er um að ræða gerist sumpart í híbýlum ríks svallara vestan hafs, sumpart í rjett- arsalnum og sumpart á Hawaij, í undrafögru umhverfi. Hún er tekin af First National undir stjórn Fitz Maurice. Af leikendum í öðrum hlut- verkum má nefna George Fawcett og Miriam Byron. — „Sek eða sýkn“ verður sýnd í Nýja Bíó innan skamms. ------------------x---- HEIMÞRÁ Mynd þessi gerist í UTLAGANS. Bandarikjunum um ----:------- miðja öldina sem leið. Sam Lash unir ekki hag sínum á Austurlandinu en langar til að freista gæfunnar í hinum lítt bygðu vestur- ríkjum og stunda þar veiðiskap. Tveimur árum síðar hittir áhorfand- inn hann í Mexíkó; er liann þar kominn til að selja loðskinn. Þar hitt- ir hann spánversku stúlkuna Lolu Salazar; þau hittast á dansleik og liún verður ástfangin af honum, syng- ur fyrir hann og dansar við hann. En faðir hennar harðbannar henni, að gefa þessum útlendingi undir fót- inn. Hún sinnir því ekki meira en svo, að þau flýja upp til fjalla um nótt- ina, ásamt tveimur fjelögupi Sams. Og láta gefa sig saman í þorpi þar. En brátt leiðast Sam kyrseturnar. Veiðimannalífið lokkar hann og hann ásetur sjer að yfirgefa Lolu og ferð- ast út i óhygðirnar. Þó iðrar hann þess fljótt og vill nú komast heim til hennar aftur. En á leiðinn lendir honum saman við Indiána en kemst þó undan þeim, særður og máttfar- inn. En þegar heim kemur fær hann að vita að faðir Lolu hafi verið þar og tekið hana lieim með sjer. Sam fær sjer hest og ríður á eftir þeirn til Toas til að hiðja Lolu fyrirgefn- ingar. En liún liefir snúið við lionum bakinu og faðir hennar ætlar að drepa hann fyrir óvirðinguna, sem hann hefir sýnt Lolu. En þegar hún sjer Sam aftur snýst henni hugur og þau sættast heilum sáttum. Myndin er tekin af Paramount og aðalhlutverkin leika Gary Cooper og Lupe Velez, en Victor Fleming hef- ir stjórnað leiknum. „Heimþrá útlag- ans‘ verður bráðlega sýnd i Gamla Bíó. FIMM ÁRA í Lúndúnum er LEIT AÐ GÓÐUM skrafað lieilmik- EIGINMANNI ið þessa dagana --------------- um brúðkaup, er haldið var þar i borg fyrir skömmu. Brúðurin var ekki úr hópi Lund- únakvenna, en borin og barnfædd i Ástralíu. Hún var ung og falleg og vellrík að auki. Þetta var þó ckki nóg til þess að eftir henni yrði tek- ið heldur bar svo við, að stúlka þessi hafði verið á ferðalagi um víða ver- öld síðustu fimm árin til þess að leia sjer að eiginmanni við sitt liæfi. Hafði hún engann fundið til þessa hvorki meðal menninga])jóða nje sið- leysingja á ýmsu stigi. Var hún kom- in til Lundúna til þess að hvíla sig um stund áður en lagt yrði upp i nýjan leiðangur. Eiginlega var aum- ingja stúlkan að verða alveg vonlaus um að finna mann þann, sem talist gæti fyrirmyndar eiginmaður. Þá var það dag nokkurn að úti var steypi rigning. Var stúlkan á gangi um göt- ur borgarinnar og brá svo við að hún liún gekk framhjá húð, sem hafði regnkápur á boðstólum. Fór hún þangað inn til að fá sjer kápu. Eig- andi verslunarinnar afgreiddi stúlk- una sjálfur. Hvernig manni þessum hefir tekist að sýna og sanna á meðan hann var að afgreiða ungfrúna að hann myndi verða fyrirmyndar eig- inmaður um það geta Lundúnablöð- in ekki. En satt best að segja þaú voru vígð umsvifalaust. ——x—'— í alþjóðaborgarhlutanum í Shang- haj komasl Indverjar einir i lögreglu- þjónsstöðu. Þeim er gert að skyldu að vera með alskegg. Þó er þeim leyft að nota gerfiskegg, sem þeir geta tekið af sjer þegar þeir koma lieim á kvöldin. -x- -X-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.