Fálkinn - 12.04.1930, Page 8
8
F A L K I N N
flinn 23. f. m. logði leiðangur upp frá Englandi áleiðis til Hima-
layafjalla undir stjórn Dyhrenfurths prófessors. Er tilgangur
fararmanna að komast upp á Kanchanjangatind, sem er næst
hæsta fjall i heimi og enginn fjallgöngumaður hefir sigrast á
til þessa. Er fjallið fyrir suðaustan Everstfjall og er 8602 metra
hátt. Dyhrenfurth er kennari við háskólann í Breslau og eru í
för með honum kona hans, Charles Duvanel kvikmyndari,
Hellmuth Richter læknir og enski hlaðamaðurinn Frank Smythe.
Engum mun blandast hugur um, hvar þær eru hinar tvær risd'
vöxnu byggingar, sem sjást hjer á myndinni að ofan. Þser
sverja sig svo greinilega í ættina við skýjakljúfana í BandO'
ríkjunum. New York var fyrsta skýjalcljúfaborgin í Ameríku,
en aðrar hafa fetað i fótspor hennar og þá ekki síst Chicago■
Eru báðar byggingarnar hjer á myndinni þaðan. Til vinstri (’r
merkasta leikhúsið í Chicago; er sú bygging „ekki nema“ 30
hæðir og MO fet á hæð, en er tvímælalaust ein af fegurstu hús-
um, sem gerð hafa verið í skýjakljúfastil. Leikhússalurinn sjálf'
ur rúmar um 3000 áhorfendur, en jafnframt þvi að vera leik'
hús hefir byggingin fjölda af skrifstofuhíbýlum. Myndin tit
hægri sýnir sönghöllina nýju í Chicago, sem kostað hefir 20
miljón dollara. Eru þar líka skrifstofur auk söngsalanna. Hið
miklu samkomuhús stórborganna í Ameríku eru flest bygP
þannig nú á dögum, að þar sjeu jafnframt skrifstofur, til þess að
byggingarnar borgi sig betur i rekstri.
Hjer er mynd af torginu fyrir framan Buckingham
Bretakonungs. Er hún tekin um það bil sem flotamálargðstep1.
an hófst, þegar hinir opinberu fulltrúar erlendra ríkja fóru Þ,
konungs til þess að heilsa honum. Sjást hallargarðshliðin á miðH
myndinni, en til hægri hornið á höllinni sjálfri.