Fálkinn - 12.04.1930, Side 11
F A L K I N N
11
Hattabúðin
Anstnrstræti 14
Hattabúðin
Austurstræti 14
.... ■................
Fallegri hattar en nokkra konu liefir dreymt um, eru nú á boðstólum, því það er þegar viðurkent að
tí s k a n 1930
býður fallegri kvenhatta að efni, lit og lögun en nokkru sinni fyr.
KONAN VEIT AÐ VALD HATTSINS ER TAKMARKALAUST!
Ætti hatturinn að vera lítill úr fíngerðu strái, mjúku silki, skreyttur útsaum eða blómum, eða ætti hann að vera
barðastór með gagnsæjum börðum, skreyttur laufum og blómum, eða eingöngu gerður úr tylli og blómum?
Er íslenska konan ekki heppin að liafa um svo mikið að velja
1930
KOMIÐ OG SJÁIÐ HVAÐ YÐUR FER BEST!
Vilji dömur fá ákveðinn afgreiðslutíma fyrri hluta dags, eru þær vinsamlega beðnar að hringja í
síma 8 8 0.
Anna Ásmundsdóttir.
Yngstu lesendurnir.
Fiallakóngurinn, fjallakötturinn og fágæta perlan.
til ali'lr Wörgum þúsundum ára var
frá | g samskonar land og sagt er
an og æfintýrum. Um lang-
lei(ag 1 bafði alt fólkið í landi þessu
hafði n31 ^gætuperlunni. Sá, sem
í hei1T1-er 11 Þá í liöndum gat gert alla
Sarna. ÁÍ1111 ,g(^®a> glaða og hamingju-
hjndisf °i?1SU höfeu margar perlur
ar perl\ a hr höfðu fundið einhverj-
Stá11{an 1 heflari og konungur, smala-
Og pr-’ seni gætti vallarins á vorinn
ieguiu ii!nUrnar> sem bjuggu í dýr-
hlrðrnev‘ lí>rs°*um og höfðu fjölda
hm hf*a „a® leika við sig. En eng-
Og hv! hindið perluna fágætu.
ihU j)Vj Var nú meiri leitin í land-
hsegt að^f’SV° hl> að það hefði verið
áiður ]. a. a® vita hvar perlan var
uni sen, 'l1!!!1!’, en Það var bara eng-
Sii Sem ah það í hug að reyna það.
Mtur 0„Vls,s! Um perluna var gömul,
l’Ul kof- 8i hona, sem bjó í dálitl-
himinhK,, !angt l|PPi á milli hinna
að gani,‘ t-ialla. Það fanst víst öllum
fyrip s= konan væri ekki svo mikil
annau oíÁ’ hún myndi vita um
1 htig 1S társjóð, og datt þvi ckki
Oft 0ð sP\’rja hana.
g tiðum sat gamla konan i
litlu stofunni sinni og gladdist yfir
sólinni, sem gekk upp hvern morgun
fögur og góð og rann til viðar á
kveldin glöð og trygg. Sólin var alt,
sem liún átti þarna uppi milli hinna
fögru bláfjalla.
í landi þessu var svolítil stúlka,
sem ekki hafði heyrt um annað skraf-
áð frá því hún fæddist en perluna
fágætu. Bræður hennar þrír, sem
allir voru eldri en hún, höfðu hver
á fætur öðrum horfið lieiman að strax
og þeim óx fiskur um hrygg til að
leita perlunnar. En enginn þeirra
hafði fundið hana, frekar en aðrir.
Og pabhi þeirra og mamma voru al-
veg eyðilögð yfir að missa þá alla
frá búinu og höfðu því ekki gert ann-
að en vara litlu stúlkuna sína við að
ráðast í hið sama, en ekkert hafði
stoðað. Dag nokkurn gat hún ekki
lengur setið á sjer, en lagði af stað
til þess að leita perlunnar og bræðr-
anna.
Og nú er að segja frá hvernig
henni geldc. Fyrst kom hún til tröll-
karls. Hann var svo stór og hrika-
legur að liún varð dauðhrædd. Hún
horfði svo vingjarnlega á gamla önug-
lynda tröllið, að það glaðnaði yfir
því og það spurði hana hvað lnin
vildi sjer. Hún sagðist vera að leita
bræðra sinna, sem horfið hefðu í
leitinni að perlu þeirri, sem allir töl-
uðu um. Bað hún það að segja sjer
livert hún skyldi leita perlunnar, því
þá myndi liún sjálfsagt geta fundið
bræðurna líka. En þá varð tröllkarl-
inn hamslaus af bræði og öskraði:
— Perlur og perlur, allir. eru á
hlaupum eftir perlum. Ekkert veit jeg
um þær. Farðu og spurðu fjallakon-
unginn um þær.
— Hvar á hann lieima? spurði litla
stúlkan.
— Jeg skal lána þjer kriuna mína
til að vísa þjer leið, og í sama bili
flaug svartur hrafn út úr helli
tröllsins.
—• Svo kríurnar hans eru svona lit-
ar, liugsaði litla stúlkan með sjer. Eri
það dugir ekki að vera hrædd fyrst
jeg ætla mjer að reyna að finna fjár-
sjóðinn. Þó held jeg jeg myndi nú
snúa við aftur ef jeg þyrfti ekki endi-
lega að finna bræðurna mína.
Hún hefði þó ekki haft tima til að
snúa við, því áður en hún vissi af
var hún orðin eins lítil eins og manns-
fingur. Hrafninn tók hana á bak sjer
og flaug af stað með geysi hraða. Þau
flugu yfir gula akra, græn engi, rauða
bóndabæi og hvítar hallir, yfir háa
kirkjuturna og spegiltær vötn. Og all-
an tíman var hrafninn að segja henni
að vara sig á fjallakónginum, því
hann væri ekki lamb að leika sjer við
þegar einhver kæmi í slíkum erinda-
gerðum. En sólin skein svo skært,
náttúran var svo fögur og þrá litlu
stúlkunnar eftir bræðrum sinum svo
heit, að liún var ekki vitund kvíðin,
en hugsaði með sjer, að alt skyldi
ganga vel, ef hún aðeins kæmist á
fund fjallakonungsins.
Að lokum komust þau alla leið.
Fjallakonungurinn var heima. Hann
sat og var að tina sundur ósköpin
öll af gimsteinum. Hann var einmitt
rjett búinn að ná sjer í einn, sem
var sjerlega fágætur svo hann var í
ágætu skapi og spurði góðlátlega hvað
svo lítil stúlka ætlaði að gera upp í
fjöllin.
Þá sagði stúlkan litla hvernig í öllu
ál og bað fjallakonunginn að segja
sjer til vegar upp til gömlu konunn-
ar. Fjallakonungurinn glenti upp
ginið og skellihló.
— Já, þú ert svo sein ekki sú fyrsta,
sem kemur hingað i þeim erindagjörð-
um, en þú ert minst allra og þess-
vegna skal jeg gera það, sem jeg hefi
aldrei áður gert, jeg skal segja þjer
til vegar, þó jeg búist varla við að
gamla konan láti perluna af hendi
við þig. Hún er of hrædd um að hún
verði misnotuð og það kann að vera
rjett hjá þeirri gömlu. Því þetta cr
ágæt perla, sem jeg vildi sjálfur
gjarnan eiga. En það er eins mikill
ógerningúr fyrir mig að ná í hana
eins og að taka niður skýin af himn-
inum. Nú skal jeg lána þjer eitt af
tröllunum mínum, það sem hægast er
i förum, en það segi jeg þjer fyrir
vist, að þú mátt hvorki vera hrædd
eða uppbiirðarlaus ef þetta á að tak-
ast fyrir þjer.
Litla stúlkan hneigði sig og þakk-
aði honum fyrir með mörgum fögr-
um orðum. Tröllið kom eins og
sprottið upp úr hól og þaut af stað
með ógnar liraða. Litla stúlkan var
nær því fallin í öngvit þegar þau
loksins komust á ákvörðuriarstaðinn.
Tröllið hrópaði: Nú verðurðu að
flýta þjer, ef þú ætlar að fá að verða
mjer samferða aftur, því jeg má ekki
vera lengur að heiman en fimm mín-
útur og ef þú ekki kemur með mjer
• Frh. á bls. 14.