Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1930, Qupperneq 15

Fálkinn - 26.07.1930, Qupperneq 15
F A L K I N N 15 Um víða veröld. ----X---- Saklausar lygar. Fyrir nokkru síöan skaut ungur Itali í Parísarborg unnustu sína heima hjá foreldrum hennar og ætl- aði síðan að ráða sjálfum sjer bana. Stúlkan dó samstundis og hann ligg- br þungt haldinn á spítala. Fyrir nimu ári trúlofaðist 25 ára gamall maður, Septimo Larici stúlku nokkurri, Raymond Garcin að nafni, hafði hún sagt honum að hún væri 17 ára gömul. Hafði hann enga á- stæðu til að rengja hana um aldur hennar, einkum af því að hún virtist mjög bráðþroska og fullorðinsleg. Ekki alls fyrir löngu fór hann á fund foreldra hennar og bað um sam- bykki þeirra til giftingar. Foreldr- arnir sögðu að hún væri altof ung. Hún væri ekki nema 15 ára, og var Það rjett. Stúlkan hafði logið að honum. Hún var hrædd um að hann uiundi yfirgefa sig ef hann vissi hvað hún væri ung. Út af þessu varð mesta uppistand a heimilinu og lauk því svo að Sep- timo dró skammbyssu sína upp úr Vasanum og skaut stúlkuna beint í hjartastað. Sjálfur særðist hann Uokkuð, en þó er ekki hætta á að hann deyi. Það sýnist vera nokkuð varhuga- Vert að látast vera eldri en maður er. Það virðist ekki vera eins hættu- tegt að segjast vera yngri, ef dæma niá eftir sögu þeirri, sem hjer fer á eftir og á rót sína að rekja til Hollands. Er hún sögð hjer aðeins til þess að sýna andstæðurnar, en ekki af því að þessar tvær sögur eigi nokkuð sameiginlegt. Þó skal það haft i huga að Hollendingar þykja ákaflega rólyndir, svo að næslum er oi’ðið að máltæki. Fyrir nokkru síðan kom 35 ára Uiaður dr. phil. og falleg ungleg kona til borgarstjórans í Haag til þess að játa gefa sig saman í borgaralegt hjónaband. Hún liafði sagt unnusta s*num að lnin væri 25 ára gömul en í rauninni var hún tíu árum eldri. Borgarstjórinn fór nú að leita i hirkjubókunum til þess að fullvissa si« um að lijúin væru hin sömu og Pau þóttust vera. Brúðguminn var ára, það var rjett. Þegar kom að brúðurinni varð lnin fyrst hlóðrjóð i framan en svo ná- 'ölnaði hún. — Hvað gengur að þjer kæra Emi- Ila! hvíslaði brúðguminn. Hún starði á kirkjubókina með skelfingarsvip. ~~ Brúðurin 35 ára, sagði borgar- stJórinn. „— Fyrirgefið, hún er ekki nema maelti brúðguminn. .'7' 25 ára? Þetta eru fæðingar- skýrslur frá 1893. Það getur ekki Ver*ð uin misskilning að ræða. j.T~ Yður hlýtur að skjátlast stam- ■ oi brúðurin, jeg er aðeins 25 ára. Borgarstjórinn skyldi nú hvernig n , í *s> °8 þorði varla að lita upp r bókum sinum. Brúðurin var enn- þá, náföl. Hún horfði sljóum augum framundan sjer og virtist myndi falla í yfirlið þá og þegar. Þá kom hjálpin. — Herra borgarstjóri, hvað kem- ur það málinu við. Það er skiljanlegt að þjer verðið að fara eftir bókun- um. Við skrifum sem sagt 35 ára. Það var brúðguminn sem þetta mælti. Síðan sneri hann sjer að brúðurinni og sagði: — Kæra Emilía, hvað gerir það lil þó aldur þinn standi í bókunum frá 1893 og þó það standi 35 ára á giftingarvottorðinu. Þú ert ekki nema 25 ára og svo tölum við ekki meira um það. Það fór aftur að færast roði í kinnar Emilíu, hún leit á mannsefni sitt með ástúðlegu augnaráði. — Þjer eruð sannarlegt göfug- menni, sagði borgarstjórinn þegar liann óskaði brúðgumanum til ham- ingju. ----x---- Tvífari Fords dáinn. Myndasmiðurinn Walter James Edwards, sem árum saman hefir ver- ið kallaður „Tvífari Fords“ dó i fyrra 57 ára gamall. Edwards var vel þektur um alla Ameríku, átti hann það mest að þakka þvi hve lílcur liann var ríkasta manni heimsins. Æfiferill hans var mjög æfintýraleg- ur. Fyrst var hann sendill á stórri skrifstofu, en seinna komu í ljós blaðamannshæfileikar hjá honum og stofnaði hann þá í Lundúnum fyrstu frjettastofuna, sem sá um að byrgja blöðin altaf upp með nýjum mynd- um af þeim atburðum, sem voru að gerast í það og það skiftið. Hann vakti einna fyrst athygli á sjer við brúðkaup Alfons konungs 1900. Edward hafði þá eins og marg- ir aðrir myndasmiðir komið sjer fyr- ir með myndavjel sína fyrir framan dómkirkjuna þar sem vígslan átti að fara fram. Konungsvagninn ók inn á svæðið fyrir framan kirkjuna — í sama augnabliki varð sprenging undir vagninum. Stjórnleysingi liafði kastað handsprengju undir vagninn. Af tilviljun varð það þá Edward, sem lókst að „smella af“ einmitt á sama augnabliki. Myndin var keypt af ame- rískum blöðum við geypiverði — og upp frá þeim degi græddi Edwards á tá og fingri. Edwards var einnig heppinn með- an á hnefaleikunum stóð milli Demp- sey og Carpenter, sem svo mikill styr stóð um. Sjerstakt fjelag hafði fengið einkaleyfi til þess að taka kvikmyndir af hnefaleiknum, og fengu því engir myndasmiðir að koma þar nærri. En Edwards var ekki ráðalaus hann leigði sjer flug- vjel og Ijet liana fljúga listflug yfir vellinum meðan leikurinn stóð yfir og á þann hátt tókst honum að taka kvikmynd af öllu saman. En einkum var þó Edwards fræg- ur fyrir það, hve hann var dæma- laust líkur Ford. Var það til þess að tekin voru skrítileg misgrip á þeim. Það vildi til dæmis einu sinni til á einu af fínustu liótelum New York borgar að nafnkunnur banka- stjóri gekk til Edwards og heilsaði honum mjög hjartanlega, og bauð honum að koma heim til sin til mið- degisverðar. Edwards hafði aldrei sjeð hann áður. Á meðan þeir voru að borða fór bankastjórinn að reyna að vekja eftirtekt bílakonungsins á nýrri uppfundningu á gúmmi. Ed- ward fjellst á að liugmyndin væri ef til vill ekki sem verst. Hann skyldi hugsa um það. Þegar þeir voru að kveðjast sagði liann bankastjóranum fyrst frá þvi hver hann var. Edwards ljet blaðamenn oft spyrja sig spjörunum úr undir því yfirskini að hann væri Ford, og einu sinni lofaði hann 10.000 dollurum í vel- g'örðaskyni i nafni bílakonungsins. Nokkrum dögum seinna vildi þó ekki hinn rjetti Ford greiða upphæðina, af því sem hann þóttist aldrei hafa skrifað sig fyrir þessari upphæð. En þegar komst upp seinna hvernig i öllu lá, brosti Ford að öllu saman og bauð Edwards heim til sín. Einusinni rjeðist prentsmiðjustjóri einn í Lundúnum að Ford, hjelt hann að það væri Edwards. Ford lofaði manninum að vaða elginn þangað til hann komst út í svo sjerstök atriði viðvíkjandi prentlistinni að Ford botnaði ekki neitt i neinu og varð að gefa sig til kynna. Meðal hinna mörgu samhrygðar- skeyta sem bárust fjölskyldu Ed- wards við dauða hans var eitt frá bílkonginum, Henry Ford. ÓDÝRIR HVEITIBRAUÐSDAGAR Villa Tourbia i Gdingen liggur nokkuð afskekt. Húsið er afarstórt og vel búið að húsgögnum, en eig- endur þess hafa um langt skeið ver- ið á ferðalagi og hefir það þvi stað- ið autt á meðan. Dag nokkurn í lok vikunnar sem leið tók lögregluþjónn nokkur, sem gekk frani hjá eftir því að reyk lagði upp um skorsteininn. Hann vissi ekki betur en húseigendurnir væru ókomn- ir heim og fanst þetla grunsanilegt. Ásetli hann sjer að athuga hvað um væri að vera « húsinu. Væru eigend- urnir komnir gerði það svo sem ekk- ert til og ef ekki ...., það var besl að athuga málið. Hann hringdi og ungur maður og kona komu til dyra. Bæði voru sjer- lega vel búin. Þegar lögregluþjónn- inn spurði hvernig stæði á veru þeirra þarna, sögðust þau hafa leigt húsið af eigendunum. Kváðust þau ekki liafa tíma til að sinna honum því þau væru nú að fara og höfðu þau ferðakistur sínar tilbúnar og biðu nú aðeins eftir að vagninn kæmi og sækti dótið þeirra. Lög- regluþjónninn var ekki vel ánægður með þessa skýringu. Hann varð enn þá tortryggnari. Skömmu seinna kom stór flutningsbíll upp að húsinu. Lög- regluþónninn gekk til bílstjórans og skipaði honum að aka flutningnum öllum saman á lögreglustöðina. Þau þyrftu aðeins að svara nokrum spurn- ingum og svo mættu þau halda áfram. Það varð þó ekkert úr þvi ferða- lagi, því þegar á lögreglustöðina kom kom í ljós að ókunni maðurinn og hin fagra fylgikona hans voru nýgift hjón frá Riga. Þau höfðu far- ið i brúðkaupsferð og komið að auðu húsinu i Gdingen, til þess að spara sjer gistingarkostnað gerðu þau sjer hægt um hönd og tóku sjer þar bólfestu. Ljetu þau fyrirberast inni i húsinu allan daginn svo eng- inn skyldi verða var við þau. Þetta var alt mjög fyrirgefanlegt að því er lögreglustjóranum fanst. En allar töskurnar? Hvað er í þeim. Voru þær nú opnaðar og kom þá í Ijós að í þeim var samankomið alt hið dýrmætasta og fegursta, sem i húsinu hafði verið af húsmunum og öðru skrauti. Auk þess kom í ljós að hjónin höfðu komið nokkuð ó- þyrmilega við vínbyrgðir hússins. Þau höfðu að öllu leyti lifað mjög ánægjusömu lifi þarna í húsinu. En nú sitja þau inni og biða dóms. -----------------x---- TVEIR BLAÐAKONGAR. í Englandi er blaðaútgáfan fyrir löngu orðin stóriðja, þar sem aðal- iðjhöldarnir berjast um völdin á lík- an hátt og olíukóngarnir gera, eða aðrir þeir, sem náð hafa undir sig miklu í einhverjum öðrum iðnaði eða framleiðslu. Voldugasti blaðakonung- ur Englands er Rothermere lávarður, bróðir Northcliffe, sem frægastur var allra blaðamanna í heimi, þegar hann andaðist fyrir nokkrum árum. Northcliffe stofnaði blaðið Daily Mail fyrir 35 árum og varð það út- breiddasta blað heimsins í höndum lians og hefir haldið áfram að vaxa undir stjórn Rotliermere. Kemur það út í 2 miljón eintökum á dag. Iívöld- útgáfa þess heitir Evening News og keniur út i 900.000 eintökum en önn- ur fræg blöð Rothermere eru Daily Mirror, Sunday Dispatch og Sunday Pictorial, sem öll koma út í London, en auk þess á Rothermerefjelagið fjölda blaða í öllum stærri borgum Englands. Næst Rothermerehringnum kemur blaðahringur Beaverbrook lávarðar. Þó á hann engin blöð, sem eru jafn útbreidd og Daily Mail, en sum blöð- in i þessum hring eru eigi að síður talin fult eins valdamikil og Daily Mail, t. d. Daily Express, sem kemur út i 1.700.000 eintökum, Evening Standard og Sunday Express. Beaver- bi’ook lávarður er lalinnmikillstjórn- málamaður og þegar hann fjekk Rothermere lávarð til þess að ganga i lið með sjer i vetur til þess að berj- ast fyrir gagnkvæmum verndartoll- um á vörum milli Englands og ný- lenana þess, var ekki laust við að i- haldsflokkurinn yrði skelkaður, þvi að liefði þetta orðið, hlaut íhaldsflokk- urinn að klofna. En þó að voldugustu blaðasamsteypur Englands stæði að málinu fór svo, að málið náði ekki fram að ganga og hljóðnaði út af án þess, að rekspölur kæmist á það.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.