Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1930, Side 2

Fálkinn - 18.10.1930, Side 2
2 FÁLKINN ------ QAMLA BIO —----------- EiBlnmaður drottning- arinnar. (Prinsgemalen) Stórfengleg hljóm- og talmynd lekin af Paramount undir stjórn snillingsins Ernst Lubitsch. ASalhlutverkin leika: Jeanette McDonald og Maurice Chevalier, hinn heimsfrægi gamanleikari og vísnasöngvari. Myndin er talin besta tal- myndin, sem Amerikumenn hafa tekið. Kóllrinn er víðlesnasta blaðið. rdlHlIUI er besta heimitisblaðið. Verðskrá frá K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. Kaffistell 12 manna frá 22,00 6 — — 12,50 Þvottastell, falleg — 12,50 Matarstell, 25 stk. 25,00 Bollapör, postulín 0,50 Barnakönnur — 0,40 Barnadiskarm. myndum 0,50 Matardiskar,dj.oggr. 0,50 Mjólkurkönnur — 0,75 Sykursett, 4 teg. — 1,50 Kökubátar — 1,25 Vatnsglös, m. teg. —- 0,35 — — stöfum á 1,00 Blómsturvasar frá 0,75 Bollapör, áletruð — 1,25 Matskeiðar, 2ja turna á 1,50 Matgafflar, 2ja turna 1,50 Teskeiðar, 2ja turna — 0,45 Kökuspaðar, 2ja tunar 2,50 Köku og áleggsgafflar 1,50 Ávaxtaskeiðar, 2ja turna 2,75 og margt fleira 2ja turna af 5 gerðum. Borðhnífar, ryðfríir frá 0,85 Hnífapör, parið — 0,75 Eldliúslmífar á 1,00 Skólpfötur, emaill - 2,25 Slcaftpottar, emaill frá 0,65 Skurðarbretti á 0,45 Sleifasett, 7 stk. - 3,00 Gafflar, alum. frá 0,10 Teskeiðar, alum. —- 0,05 Bestu fáanlegu niðursuðu- glösin „Adler“. — Tækifæris- gjafir, mikið úrval. Barna- leikföng o. m. fleira með landsins lægsta verði. mmmm Músík Nótur Plötur Zwei Hertzen. Auch du. Ástarsöngur heiðingjans. Stein Song. Dream Lover. Libesvalzer. Singing in the Rain. Love Parade. Orange blossom time. Singing in the bathtub. Sig det i Toner. Meet me in my dreams to-nigt. Sími 656 Símnefni Hljóðfærahús. Sent gegn eftirkröfu um land alt. Hljóðfærahúsið. • # NÝJA BÍO ðrkin hans Nóa. Saga styrjaldarinnar niilclu og samnnburður hennar við Nóa- I'lóðið, tekin af Warner BroS. Orkin hans Nóa þykir að frá- gangi og efnismeðferð ekki standa að baki bestu myndum með efni úr ritningunni, sem teknar hafa verið. Látið ekki hjá líða að sjá þessa mynd. ! SOFFIUBUÐ ! ■ ■ S. Jóhannesdóttir. ■ ■ ■ Aausturstræti 14. Reykjavik. ; 8 j er ólitin ein af bestu vefnaðar- s ! vöru og fataverslunum landsins. j : j Alnavara: : Sængurveraefni frá 4 kr. í verið. 3 Lakaefni frá 2.90 i Lakið. j Sængurdúkur einbr. og tvíbr. j Ljereft dún- og fiðurhelt. ■ Tvistar. — Flónel. — Morgun- j j kjólatau. — Drengjafatatau. — j : Kjólatau. Alklæði frá 9 kr. til : 18.50mtr. Tilbúin fatnaður. j Peysufatakápur. Sjöl tvilit. Vetr- ■ : arkápur og kjólar. Kasmirsjöl. j Svuntusilki. : : j Karlmanna- • alklæðnaðir bláir og misl. Vetr- : • arfrakkar. Ryk- og reknfrakkar. : 3 8 ■ ■ | Ollum líka viðskiftin vel, sem ■ : versla í SOFFIUBÚÐ í Reykja- S vík eða á Isafirði. : 3 er besti teikniblýanturinn Talm Eiginmaður drottningarinnar. Þegar talmyndin kom lil sögunnar óvænkaðist ráðið fyrir ýmsum þeim leikendum, sem undanfarið höfðu verið í metum hafðir um allan heim. Þeir kunnu að leika í kvikmynd að visu, en málfæri þeirra var þannig, að þeir gótu ekki staðist fyrir hinu stranga prófi, sem talmyndafjelögin gera til málfæris og raddar þeirra, sem eiga að koma fram í talandi mynd. En nýir menn komu í staðinn. Og þessir nýju menn voru einkum sóttir til leikhúsanna, ekki síst óperuleik- húsanna, því að enn sem komið er er sú talmynd færust i samkepninni, sem getur boðið bæði mál og söng. Sá maður, sem talmyndin liefir sótt færastan til leiks í myndum er tvímælalaust Maurice Chevalier. Hann hafði um langt skeið verið eft- irlætisgoð og besti vísnasöngvari Parísarbúa, —• erfði sess Henri Frag- son, söngvarans og tónskáldsins, er hann fjell fró.Chevalier er hvor- tveggja i senn: ágætur söngvari og frábær í meðferð gamanvísna. Hann varð sökum listar sinnar vinsælasti maður í París, hann var fenginn til þess að leika á móti hinni heims- frægu vísnasöngkonu Mistinguette og honum voru fengin bestu og vinsæl- ustu viðfangsefni, sem hægt var að bjóða leikara í hans grein í Paris. Svo fann Paramountfjelagið upp á því snjallræði að bjóða lionum of fjár til þess að leika hjá sjer i nokkr- yndir. um tal- og hljómmyndum. Eftir fyrstu myndina, sem hjet „París — París“ varð nafn hans á allra vörum í enskumælandi löndum. Og önnur myndin spilti ekki. Það var myndin „The Love Parade“ eða „Eiginmaður drottningarinnar", sein Gamla Bíó er nú nýbyrjað að sýna. Um þessa mynd er það að segja, að naumast hefir nokkur tahnynd sem gerð hefir verið vakið aðra eins athygli og hún eða sætt annari eins aðsókn. í New York var hún sýnd i röð í meira en þrjá mánuði og hafði þó leikhúsið oftast margar sýningar á dag og í Chicago og fleiri borgum gekk hún ennþá lengur. Efni myndarinnar er algengt „operettuefni“, en meðferð Chevalier á hlutverki sínu er þannig, að jafnvel ekki allra vandfýsnustu kvikmyndagestir hafa staðist þenn- an alsigrandi leikara nje mótleikara hans, Jeanette MacDonald. Og um frágang myndarinnar þarf ekki að segja annað en það, að sjálfur ofjarl allra kvikmyndastjóra, Ernst Lu- bitsch hefir stjórnað tökunni. ----x---- ÖRKIN HANS NÓA. „Kvikmyndin um regnboga kærleik- ans, sem nær frá Nóaflóðinu fyrir 5000 árum til blóðflóðsins mikla, heimsstyrjaldarinnar“. Þetta er und- irheiti á myndinni „Örkin hans Nóa“, sem kvikmyndafjalagið „Warner Brothers“ hefir gert, og er einskonar sambland gamals og nýs, saga þess, að þrátt fyrir aila vonsku mann- kynsins þá sje því jafnan viðreisnar von aftur. Og regnboginn, sem bibl- ían segir frá, hvernig til hafi orðið, er gerður að tákni þess, að guð muni aldrei eyða jörðunni. Myndin hefst í járnbrautarlest i Frakklandi vorið 1914 og er þarr gerð lýsing á heimsborgurum ýmissa landa. Járnbrautin verður fyrir slysi: og það er gert að einskonar tákn- mynd þess sem á eftir fer. Og þeir viðburðir, sem gerast í sambandi við slysið eiga að sýna drættina i því, sem styrjöldinni hafi valdið: sjer- girnina og þjóðernisrembinginn. í stríðsfeiknunum lenda aðalper- sónurnar i þvi, að sprengikúla gref- ur þær lifandi. Þar hitta þau fyrir prest, sem þau höfðu áður hitt — í járnbrautinni. Og hann fer að tala til þeirra huggunarorð, og minnir þau á, að Nóaflóðið hafi orðið til vegna synda mannkynsins og eins hafi styrjöldin mikla orðið til vegna haturs mannkynsins. Og við orð hans hverfur sagan 5000 ár aftur í tímann, til syndaflóðisins. Persónurnar breyt- ast og verða að hlutverkum í hinni gömlu helgisögu. Og nú er brugðið upp fyrir nútíðarfólki mynd af því, sem löngu er liðið og fylgt frásögn Mósebókanna — til þess, að þeir sem ekki hafa lesið biblíuna af skiln- ingi fái sjálfir sjeð, með tilstoð hins inilda menningarmeðals, sem kvik- myndin er, hvað Nóaflóðið var og hve rík og mikil saga það er öllum þeim sem siðar lifðu. — Hvenær á fólki að takast það eina, sem horfir til frambúðar: að læra af reynslunni! Gamli presturinn: ímynd hans Nóa gamla, Iýkur máli sínu með þess- um orðum: „Bölvun heimsstyrjaldar- innar er Ijós öllu fólki ná, og öllum þjóðum. Heimurinn má ekki gleyma þessum árum þjáninganna — þess- um dauða tíu miljón manna". Myndin er svo úr garði gerð, að henni hlýtur í framtíðinni að verða skipaður hár sess meðal mynda í þessum flokki. Frágangur hennar er stórkostlega góður og hefir gildi fyr- ir alla þá, sem vilja sjá hlutina eins og þeir hafa verið. Því kvikmynda- fjelagið hefir varið miklu fje og neytt aðstoðar mikils mannvits til þess að gera mynd þessa sem sannasta og rjetta. ----x---- . Júðasaga. Blum er vellríkur maður, en ekki þykir hann vera sjerlega gjöfull. Á striðsárunum bannaði liann skrif- stofufólki sínu harðlega að hleypa nokkrum manni inn til sin, sem væri með samskotalista. En þó koma einu sinni tvær Ijómandi fallegar stúlkur frá Rauða krossinum inn á skrifstof- una til að leita samskota. — Skrif- stofustjórinn stenst ekki mátið og hleypir þeim inn á innri skrifstof- una til Blums. — En hann verður nú eins og milli tveggja elda: annars- vegar eru stúlkurnar svo ljómandi fallegar og brosa svo yndislega til hans og hinsvegar mammon. Hann réttir þeim loks tjekk uppá 5 þús. franka. Þær þakka fyrir með sínu sæta brosi og fara svo leið sina. Nokkru síðar mæta þær Blum á götu, heilsa honum blíðlega og benda honum með mestu kurteisi á að hann hafi alveg gleymt að skrifa nafnið sitt undir tjekkinn þann um daginn. „Jeg ætlaði mjer aldrei að skrifa undir hann“, segir Blum. „Jeg er ekki einn af þeim sem hrópa upp um góðverk mín. Þegar jeg gef gjafir þá gef jeg altaf án þess að láta nafns míns getið“.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.