Fálkinn - 18.10.1930, Qupperneq 8
8
F A; L K I N N
Nautaat er þjóðskemtunSpánverja,
bæði á Spáni og sumum spönsku-
mælancli löndum í Suður-Ameríku.
Og þráit fyrir allar áskoranir er-
lendra og innlendra dýraverndun-
arfjelaga taka Spánverjar ekki í mál
að leggja þessa blóðugu skemtun
niður. Nautabanarnir eru enn sem
fyr sannkallaðar þjóðarhetjur, sem
fá offjár í laun fyrir að leggja naut
að velli og þjóðin ber þá á höndum
sjer, hvar sem þeir koma. 1 smábæn-
um Pamploma helst enn sá siður,
að áður en nautaötin byrja eru naut-
in öll rekin í hóp um stræti bæjarins,
en ungir „toreadorar“ fylgja þeim
eftir og reyna á alla lund til að egna
þau, með því að veifa dulum fram-
an í þau og stinga þau með örfum.
Horfa bæjarbúar með aðdáun á
þessa götusýningu úr gluggum sín-
um og af svölum húsanna, og gleyma
vitanlega elcki að koma á nautaatið
á eftir.
Góðir tamningamenn hafa jafnan
þótt prýði sveitar sinnar. En þó að
stundum sje erfitt að ráða við óþæga
fola íslenska þá er það barnaleikur
einn í samanburði við það, að eiga
að temja hina viltu hesta á sljettun-
um'í Amerílcu. Eru þessar skepnur
stórar og sterkar og alveg ótrúlega
ólmar, enda hefir kynið gengið vilt
öldum saman. Til þess að fást við
þessa hesta þarf afar leikna og
djarfa tamningamenn og stundum
ráða allra æfðustu menn elcki við
ótemjurnar, sem fleygja þeim af
baki og meira að segja reyna svo að
drepa þá, með því að sparka í þá.
Hjer er sýnd viðureign hests og
tamningamanns og sjest maðurinn
liggja flatur undir hestfótunum.
Hjer sjest ítalski hnefáleikarinn Carnera vera að leika sjer við
Chaplin í Hollywood. Carnera hefir unnið 20 hnefaleiki síðan
hann kom vestWr og grætt um miljón dollara á ferðinni.
Hjer sjást tvær ungar blómarósir íslenskar og hafa myndirnar
af þeimfarið um flest blöð Norðurlanda núna eftir Alþingishá-
tíðina i sumar. Önnur er á skautbúningi en hin á upphlut.