Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1931, Síða 3

Fálkinn - 10.01.1931, Síða 3
F A L K 1 N N 3 (gfcuj$inti. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastrœti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa I Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. „Kemst þó hægt fari“. Þeir eru margir sem verða til að lasta þctta orðtak Njáls, ekki síst æskan, sem lastar seinagang tímans og finst al- drei nógu hart farið. Æskan vill vinna í sprettum og halda kyrru fyr- ir á milli. En hinir fara sjer hægt og bítandi. Sífeldur sprettur verður sjaldnast afdrifagóður. Þvi að mennirnir eru nú svo gerðir að þeir þreytast á spretfinum. Sá sem kann að takmarka vinnuhraðann við þol sitt reynist jafnan mestur afkastamaðurinnn, — hann er dugnaðarmaðurinn, sem al- drei verður þreyttur, aldrei sýnist t'lýta sjer en vinnur þó meira dags- verk en allir liinir. Sprettamaðurinn kemst ekki þangað með tærnar, sem hinn hefir hælana, þegar alt er lagt saman. Og líkt er þessu varið i verki heilla þjóða. Þar skiftast menn í andstæða flokka eftir því hvort þeir vilja vinna i sprettum eða hægt og bitandi. Sprettmennirnir eru stórhuga og vilja komast áfangann i einu stökki, hinir vilja fara hægt, þó að það taki lengri tima. Þeir álíta að stökkið mishepn- ist og því sje betra að feta sig áfram. En báðir eru þeir í rauninni sam- huga um að komast áfangann, þó að þeir hvor um sig telji hinum alls varnað og hnúturnar hnjóti á milli þeirra. Þeir kalla hvor annan öfga- mann og afturhaldssegg. Svona hefir það altaf verið og svona verður það. Það er sagt uin flokkana að það sjeu oftast fremur leiðirnar að markinu en markið sjálft, sem þá skilur á um, en liinu mætti bæta við, að það veldur líka miklu um samkomulag eða ósamkomulag hve hratt eigi að fara leiðina. Og eigi er hvað minst um vert, að athugaðir sjeu samkomulagsmöguleikarnir á þessu atriði. Hagnýta ráðningin á því hve hart eigi að fara er vitanlega sú að taka dugnaðarmanninn til fyrirmyndar. Manninn, sem vinnur eins og hann fcolir, en ekki meira en hann þolir. Manninn, sem dregur aldrei af sjer cn aldrei gefst upp. Margar stefnur leiða til öngþveitis vegna þess að þær geisa um of, aðrar verða að kyrstöðu og afturhaldi vegna þess aÖ þeim er miðað um öxl. Margar þjóðir reisa sjer hurðarás um öxl á ofurhug og bráðræði, aðrar stein- gerast i athafnaleysi og varúð. Hindenbnrg Þýskalandsforseti. Það þóttu furðuleg tíðindi, er Paul von Hindenburg hershöfðingi varð í kjöri við forsetakosningarn- ar þýsku 1925 og enn meiri furða, er hann náði kosningu, með miklum meiri hluta. Að vísu var Hinden- burg tvímælalaust frægastur a'.Ira þálifandi Þjóðverja og hafði verið átrúnaðargoð Þjóðverja á ófriðarár- unum. En hinsvegar höfðu Þjóð- verjar beðið ósigur þrátt fyrir sinn „ósigrandi járnkarl. Hindenburg“, hið gamla stjórnarfyrirkomulag, sem Hindenburg hafði verið tabnn fylgj- andi, var fordæmt, keisarinn rek- inn, lýðveldi kOmið á og jafnaðar- itienn langsterkasti flokkur þingsins. Hindenburg varð eigi að síður for- seti við kosningarnar 29. april 1925 — nær áttræður maðurinn, sem allir liieldu að lokið hefði lífsstarfi sínu og væri að hverfa inn i skugga gleymskunnar. Það var spáð heldur illa fyrir for- setanum Hindenburg, bæði utan- lands og innan, og menn fundu hon- um margt til foráttu. En aðfinslurn- ar þögnuðu fljótt, gamli maðurinn sýndi bráðlega, að hann var stjórn- málamaður ekki síður en hermaður og að hann kunni að fara þannig með stöðu sína, að jafnvel óvildar- menn hans dáðust að. Þeim skjátlað- ist, sem spáð 'höfðu þvi að Hinden- burg mundi neyta stöðu sinnar til þess að stefna landinu í gamla horf- ið; jafnvel kvað svo ramt að, að fylgismenn hans tautuðu honum fyr- ir ráðþægni við andstæðingana. Og þó maðurinn væri gamall ljet hann til sín taka um ýmislegt, sem ætla mætti að yngri menn væri hæfari til; þannig kom hann skjótari af- greiðslu á í ráðaneytum og opin- berum stofnunum en verið hafði og festu i hið nýja stjórnarfar, svo að ýmsir fóru að likja honum við Bis- marck. Það eru persónulegir yfirburðir Hindenburgs, sem valdið hafa því, að hann cr talinn fyrir ofan flokk- ana. Þjóðverjar litu upp til keisar- ans áður fyrrum og ef til vill er þeim Ijúft að eiga einhvern þann mann, sem þeir geti talið einskonar föður sinn. Ef nokkur maður nú- lifandi getur heitað þvi nafni í Þýskalandi nú, þá er það Paul von Hindenburg. Höllin, sem forseti Þýskalands hefir aðsetur sitt í er bygð fyrir 150 árum af rikum hershöfðingja, sem hjet von Schwerin. Eulenburg greifi sem annaðist um þessa höll á stjórn- arárunum hins síðasta keisara ljct skreyta hana margvíslega, þrátt fyrir að luin var býsna ríkmannleg áður. En þegar lýðveldið komst á og Ebert varð forseti, ljet hann taka alt skraut- ið á burt úr höllinni og gerði alt einfalt og óbrotið innan húss. Þegar Hindenburg tók við Ijet hann alt halda sjer þar í smáu og stóru, eins og Ebert hafði skilið við það, að undanteknu því, að hann flutti þang- að málverk eitt af Friðrik mikla. Það var hið eina, sem Hindenburg flutti með sjer af ödum þeim lista- verkum, sem hann átti sjá.fur, og voru þau þó mörg. Hindenburg er ekkill og sem for- seti býr hann „i horninu“ hjá syni sínum og tengdadóttur; er sonur hans, von Hindenburg majór, adjú- tant forsetans. Þegar forsetinn er laus frá skyldustörfum sínum hefir hann mest gaman að leika sjer við sonardætur sínar tvær, Geirþrúði og Helgu. Er sú fyrnefnda heitin eftir konu hans. Hindenburg lifir afar reglubundnu lífi. Ilann fer snemma á fætur og gengur góða stund á hverjum morgni. Kl. 9 til 1 tekur hann á móti sendi- nefndum og háttsettum embættismönn- um og öðrum eða heldur fundi. Dag- skrá er jafnan sett fyrirfram fyrir livern dag og henni fylgt út i æsar. Þó að sendinefndir komi með löng erindi er Hindenburg jafnan fljótur að áttia sig á áðalinntaki þeirra og gefa svör við. Krefst hann þess, að öll erindi til sín sjeu ljóst orðuð og þannig að ekki verði um neitt vilst og sjálfur gefur hann jafnan skýr svör og ákveðin. Því er viðbrugðið hve rólyndur maður Hindenburg sje og er til dæmis um það sögð þessi saga. Hershöfð- ingi einn spurði hann einu sinni, meðan stóð á einni orustunni á vest- urvígstöðvunum: „Hvað gerið þjer, herra marskálkur þegar yður er órótt innanbrjósts?“ Hindenburg svaraði: „Þá blístra jeg“. „En jeg hefi aldrei heyrt yður blistra“, svaraði liinn. „Jeg ekki heldur“, svaraði Hinden- burg. Daginn, sem verið var að telja upp atkvæðin frá forsetakosningunum var alt á tjá og tundri um endilangt Þýskaland. Það var komið kvöld og búist við úrslitunum upp úr miðnæíti. En Hindenburg fór að hátta á tíunda tímanum og steinsofnaði þcgar, eins og honum kæmi þetta eiginlega ekkert við. Það hefðu fæstir leikið eftir. Um víða veröld. ---X--- LISTMÁLARINN OG PENINASKÁPURINN Listamenn i Berlín skemtu sjer ný- lega við sögu eina, sem gekk um ungan málara. Hann hafði eignast stórcflis peningaskáp, en gat ekki losnað við hann. í nánd við listaháskólann í Har- denbergerstrasse liggur dálítil búð þar sem málararnir eru vanir að kaupa nauðsynjar sinar. Eigandi verslunarinnar hefir einnig á boð- stóluin vinnustofur fyrir listamenn og íbúðir fyrir þá. Á búðarborðinu stcndur spjald þar sem taldar eru upp vinnustofur og herbergi, sem hægt er að fá leigð. Ungi listamaðurinn, sem um er að ræða, hafði verið svo heppinn að geta selt eitt af málverkum sínum fyrir 200 mörk. Gat hann þá leigt sjer dálitla ibúð og vinnustofu. Átti hann að greiða 90 krónur i leigu á mánuði, hann keypti sjer gamlan sófa fyrir 20 mörk, gamalt borð fyr- ir 15 mörk, tvo stóla fyrir 10 mörk og lampa fyrir 15. fyrir afganginn keypti hann sjer yfirfrakka — og borðaði auk þess miðdegisverð fyrir 5 mörk. Þegar málarinn vaknaði morgun- inn eftir að hann flutti, átti hann ekki eyri eftir. Hann litaðist um í herberginu hvort ekkert gæti verið þar, sem hægt væri að fá lán út á eða veðsetja, og tók þá eftir stórum peningaskáp sem stóð i einu horninu. Vinnustofan hafði áður verið notnð af útvarpstækjafjelagi, scm farið hafði á hausinn. Á uppboðinu, sem haldið var á eftir keypti húseigandi i Griinewald skápinn fyrir 00 mörk, en hafði ekki látið sækja har.n. Mál- arinn varð reiður yfir að hafa skáp- inn þarna og skrifaði cigandanum og skipaði honum að láta sækja hann. Fám dögum siðar fær hann brjef frá eigandanum og segist hann ekki geta lálið sækja skápinn, en sendi málaranum lykilinn og segir að hann megi ciga skápinn. Málarinn varð auðvitað himinlif- andi glaður og Ijet meta skápinn. — Hann er m'nst 1500 marka virði sagði matsmaðurlnn. — Jeg skal seija yður hann fyrir 1000 mörk sagði málarinn á auga- bragði. — Eruð þjer vitlaus maður, sagði matsmaðurinn, það er ekki til sá maður í allri Berlín sem myndi vilja eiga hann fyrir 5 mörk. — En — hversvegna ekki, spurði málarinn undrandi. — Af þvi að flutningurinn myndi kosta miklu meira en skápurinn sjálf- ur, því til þess að koma honum burlu þyrfti svo mikinn útbúnað og rask, svaraði maðurinn — og það myndi að minsta kosti kosta 2000 mörk. Það er ekki að furða þó málarinn yrði utan við sig af bræði þegar hann heyrði þetta. Hann braut heil- an um hvernig hann ætti að fara að losna við pcningaskápinn. Þvi hvað á jeg að gera við tóman peningaskáp hugsaði hann með sjer. Dag nokkurn hitti hann mála- færslumann og bar málið i tal við hann. Málafærslumaðurinn hlýddi með athygli á frásögn málarans, sió kumpánlega á öxlina á honum og sagði. — Við höfum einhver ráð með þetta, gamli vin. Skrifaði nú málafærslumaðurinn eigandanum í Griiuewald og skipaði honum að iáta sækja skápinn því málarinn vildi auðvitað ekki þyggja gjöfina. Og nokkrum dögum scinna kom brjef til málarans og 1000 marka ávísun, sem eigandinn sendi honum ef hann vildi gera svo vel og lofa skápnum að standa inni hjá sjer. Það þarf varla að bæta því við að peningaskápurinn stendur ennþá hjá málaranum. Frú ein, sem heitir Jeanette Be- tollier-Pasquin hefir tekið í sig að fara pílagrimsför gangandi og ber- fætt frá Monte Carlo til Róm. Tilefn- ið til þessa tiltækis cr það, að árið 1927 kom hún til undra indarinn- ar í Lourdes og fjekk þar bót meina sinna. Þar fjekk hún lika opinberun um, að hún ætti að ganga berfætt til Róm, enn ekki vildi hún taka mark á þessu fyr en nú. Frúin fór að meðaltali tólf kilómetra á dag, var hún alein, í hvítum kjól og með hvítan heltuklút, en skemti sjer á lciðinni mcð þvi að syngja gaman- vísur. Páfinn tók mjög hátiðlega á móti frúnni þcgar hún kom til hans. x

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.