Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1931, Side 6

Fálkinn - 17.01.1931, Side 6
6 F Á L K I N N / flestum nýtisku skólum eru nemendurnir vcgnir og mældir með stuttu millibili, til þess að sjá hvaða áhrif skólavistin hefir á líkamsþroska þeirra. Myndin er úr skóla í Ilamborg. Sveitaskóli i Frakklandi. Gerðin er einföhl en þykir mesta fyrirmynd, sjerstaklega hvað birtu og loftræsting snertir. legir liorkongar“, og leiðir að því full rök. En síðan þessi ritgerð var skrifuð hafa miklar breytingar orðið í þessum efnum, enda kom hún mörgum manninum til að rumska. Síðan hafa sæmileg skóláhús komið upp víða um land, þó enn sje þeir staðirnir fleiri, sem vanta þau. Sumar sveitir hafa komið sjer upp myndarlegum barnaskólum og rikið hefir verið ört á f je til ung- mennaskóla. 1 Reykjavík er ris- inn upp nýr barnaskóli, stærsta og dýrasta skólaliúsið á landinu, bygður í samræmi við nýjustu tísku. En það er vottur um breyt- ingarnar yfirleitt, að þetta skóla- hús liefir ekki vakið nærri eins milda eftirtekt og barnaskólinn við Tjörnina gerði á sinni tið. Erlendis fóru menn um miðja 19. öld að gefa gaum þeim heil- brigðiskröfum, sem gera þarf til skólahúsa, en vitanlega leið á löngu þangað til þær kröfur komu til framkvæmda. En smámsaman hurfu gömlu og ó- heilnæmu skólarnir úr sögunni og í stað þeirra komu aðrir full- lcomnari og stærri. Og fleiri! Því að jafnframt þvi að kröfur voru gerðar til aukinnar mentunar og almennrar, varð vitanlega að fjölga skólunum. Sviar og Danir stóðu framarlega í þessum um- bótum, enda er alþýðumentun á mjög liáu stigi í þessum löndum. Og Þjóðverjar tóku málið upp á vísindalegum grundvelli og rannsökuðu það með sinni heimsfrægu nákvæmni. En heimurinn stendur ekki í stað, allra síst i skólamálunum, og nú er það sumt úrelt orðið, sem ágætt þótti fyrir tíu til fimt- án árum. Á hverju ári koma fram nýjungar, sem kollvarpa því sem fyrir var. Myndirnar, sem fylgja þessari grein segja frá ýmsum nýjung- um í skólamálum. Þær eru flest- ar frá þýskum og frönskum skól- um og frá Kaupmannahöfn og gefa dágóða lýsingu á nýtísku- skólum í þessum löndum. En vera má, að einhverjum, sem lít- ur á þær eftir 25 ár þyki þær allar úreltar og „gamaldags“. í kirkju einni í Karlstad í Svíþjóð átu rottur upp á einni nóttu altaris- dúkinn, hökulinn og flauelið af knje- fallinu. ----x----- Sex systkini frá Aakran i Noregi, sem flest hafa flust til Bandaríkj- anna mun vera með jafn-elstu styst- kinunum sem til eru i veröldinni. Eru þau samtals 478 ára gömul, eða að meðal.tali 79 ára og átta mánaða. Elstur er Klemet Aakran, 88 ára og fluttist hann til Ameríku fyrir 50 ár- um, nœst er Ingibjörg, 86 ára og fluttist vestur um sama leyti og Kle- met, þá kemur Simen Aakran 84 ára, næst Marit, 77 ára, Ivonrad 75 ára og loks Martin Aakran, 73 ára. ------------------x----- Verkamaður í þorpi einu skamt frá London keypti fyrir nokkru gamla biblíu hjá fornbóksala fyrir fá- eina shillinga. Eitt kvöld þegar kona hans var að lesa í biblíunni tók hún eftir því að tvö blöð voru limd sam an. Losaði hún þau livort frá öðru og fann þá sex 100-punda seðla og á bakhLið eins þeirra var þessi arf- leiðsluskrá rituð: „Jeg hefi orðið að strita mikið til þes að eignast þessa seðla, en með því að jeg á eng- an erfingja, skulu þeir vera eign þess manns, sem eignast bókina, sem faðir minn hefir átt á undan mjer, og hefir eins mikla á nægju af að lesa í henni og jeg hefi haft‘“. ----x----- A flugvjelasýningu, sem haldin var í París í vetur voru meðal. ann- ars á boðstólum vjelar, sem ekki kostuðu nema rúmar 5000 krónur og höfðu þó 100 hestafla hreyfil og gátu farið með 200 kílómetra hraða á klukkustund með 14 lítra bensín- eyðslu. Ódýrustu vjelarnar kostuðu um 4000 krónur. Það er með öðr- um orðum hægt að kaupa sjer flug- vjel fyrir sama verð og ódýra bif- reið. Og J)ó er Jjví spáð, að flugvjel- ar J)essar lækki enn i verði, þegar farið verður að framleiða þær i stór- um stíl. ----x----- ltalska skipið „Artiglio“, sem stundum hefir verið getið um hjer i blaðinu í sambandi við tilraunir til að ná fjársjóðum úr sokknum skipum, er nú ekki framar til. í sum- ar var Jiað að reyna að ná 20 milj- ónum króna í gulli úr enska slcip- inu „Egypt“ en var í vétur fengið ti) að sprengja upp skipið „FIorence“ sem lá á 30 metra dýpi fyrir utan höfnina í St. Nazaire í Frakklandi. Þótti slafa hætta af Jiessu skipi á svo litlu dýpi, en vandgert að sprengja það, ])ví að Jiað liafði sjálft verið hlaðið sprengiefnum, sem það var að flytja frá Ameríku til Frakk- lands þegar ]>ví var sökt. Foringinn á „Artiglio" tók samt verkið að sjer og hafði komið sprengikveikjum fyr- ir í skipinu og sigldi „Artiglio" svo 300 metra í burtu og beið þar þang- að til sprengingin varð. En hún varð svo öílug, að Artiglo" sundraðist, druknuðu 12 af 19 manna skipshöfn, en af sjö sem björguðust voru 5 svo meiddir, að þeim var ekki hugað lif þegar siðast frjettist. ----x---- Þó að Jerúsalem sje lítil borg, eru eigi töluð þar færri tungumál held- ur en í New York, sem annars er talin Babýlon allra stórborga. í Jerúsalem eru viðurkend 27 talmál. Hehreskan er útbreiddust og hana tala 33.000 manns, en næst kemur arabiska, sem 22.30Ö manns tala. Eru þetta aðalmálin, og engin hinna er nálægt þvi svo útbreidd. Af öðrum málum má nefna: armensku, jidd- isku (gyðingamál), ensku, ýmsar indverskar mállýskur, grisku, rúss- nesku, þýsku, frönsku, ítölsku, spönsku, persnesku, rúmensku, búlg- versku, serbnesku, pólsku, sænsku, zigaunamál, grusenisku, tjekknesku og hollensku. í verslun og viðskiftum eru aðallega notuð enska, hebreska og armenska. Rekstursliagnaður af járnbrautum Svíþjóðar varð 45.7 miljón krónur á árinu, sem var að liða. Höfðu tekj- urnar farið 2Vx miljón króna fram úr áætlun, eingöngu vegna aukinna fól.ksflutninga, sem mest stafa af ferðalögum til Stokkhólmssýningar- innar og frá. En gjöldin urðu um 4 miljón krónum undir áætlun, mest- part vegna kauplækkunar starfs- manna, sem leiddi af lækkuðu verði nauðsynja í landinu. ----x---- „Þvottapotturinn“ er einn hverinn í Yellowstone Park kallaður og er það rjettnefni. Hjerna i laugunum þarf að þvo þvottinn, en hinn hver- inn hefir það fram yfir, að ekki þarf annað en að fleygja óhreina þvott- inum samanbrotnum í hann. Ilverfur þvotturinn þá í nokkrar mínútur og kemur síðan upp aftur — mjalla- hvitur. ----x------ 1 Chicago á heima kaupmaður, sem heitir bæði fornafni og eftir- nafni, sem hl.jóðar eins hvort sem það að lesið afturábak eða áfram. Ilann heitir Otto Rentner. ----x---- Til dæmis um fullkomnun og flýti þýskra iðnaðarfyrirtækja má nefna, að dagblað eilt í Harzen gerði til- raun með, á hve skömmum tíma hægt væri að gera pappir úr trje, prenta hann og koma honum út. Var vitanlega al.t sjerstaldega vel undirbúið. Urslitin urðu þau, að rjettum sólarhring eftir að trjen voru feld í skóginum var blaðið komið úl, sem prentað var á pappirinn úr þeim. ----x---- Á veitingahúsi einu í Arizona stendur svolátandi auglýsing með risavöxnum bókstöfum: „Iljer eru allar veitingar ókeypis, þá daga, sem eliki sjer sól á lófti“. Veðráttuna geta menn markað af því, að þau 16 ár, sem auglýsingin hefir staðið, hefir veitingahúsið aLdrei þurft að láta af hendi máltíð fyrir ekki neitt.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.