Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.01.1931, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Eins og kunnugt er hafa Bretar mikið dálæii á ríkiserfingja sínum, Játvarði prins af Wales, enda er hann talinn mesta lipur- menni og blátt áfram í framgöngu. Hvar sem lmns er von safnast fólkið að til þcss að sjá hann og taka í höndina á honum. Mgndin hjer að ofan er úr litlum útvegsbæ í Englandi. Prinsinn er fmr á ferð en fiskvinnustúlkurnar hafa þekt hann og gerst svo nærgöngular, að lögreglan verður að ryðja honum braut út úr hópnum. Fyrir jólin bárust í sífellu frjettir af sakamáli ein rússnesku. Höfðu margir menn verið kærðir fyrir landráð og voru svo fúsir að meðganga að furðu sælti. Þeir meðgengu nfl. miltiu meira en þeir voru spurðir um. Að ofanverðu á myndinni eru rússnesk- ir dómendur en að neðanverðu myrid úr áheyrendasal. Lenin, höfundur ráðstjórnarríkisins rússneska, var smurður eft- ir andlát sitt og sjerstök kapella, mjög skrautleg, gerð fyrir lík hans á Rauðatorgi í Moskva, innan múrgarða háborgarinnar i Kreml. Hvílir lík Lenins í glerskála i þessari grafhöll. Nú er sagt að smurningin hafi ekki tekist svo vel sem skyldi, þrátt fyrir að hún hefir verið gerð í líkinu tvívegis.og að amerískur sjer- [ræðingur hafi verið kvaddur til Moslwa til þess að smyrja líkið í þriðja sinn. Myndin hjer að ofan er af Rauðatorgi og sjest þar grafhöllin. 1 Kreml er stjórnarsetur ráðsljórnarinriar rúss- nesku.sem flutti setrið til Moskva frá Petrograd eftir byltinguna og skýrði Petrograd Leningrad. Fyrrum hafði stjórnin setið i Moskva alt þangað til Pjetur mikli stofnaði Pjetursborg og efldi ríki Rússa við Eystrasalt. En eftir ófrihinn mikla mistu Rússar Eystrasaltslöndin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.