Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.02.1931, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 o ""IIIIIH" o ""llllli"' O "“llllln' O "“llllln" O "“lllliii" O "“lllliii" "“liniu' O "“IIIIIH" O "“lllllii" O "“111111'" O "“illlin" 0"l|lllllii' O "“Illlli'" o Gömul draugasaga. Efiir Jóhannes úr Kötlum. O A o Það var hjerna um árið, þeg- ar liundarnir fengu fárið, að saga þessi gerðist. Mörgum eru minnisstæð þau örlög, sem þá biðu þessara vesa- lings tryggu dýra. Einkennilegt snörl, froðufall, teygjur, kippir — og dauði. Jeg var vinnumaður i Gröf á þeim árum, unglingur innan við tvítugt, bráðröskur, sagði fólk, en barn minnar tíðar. Eina nótt- ina, seint á Þorra, dreymir mig að jeg er staddur austur við beit- arliúsin, — jeg hafði fjárgæslu á liendi þennan vetur. — og Val- ur minn með mjer. Valur var ljósgrár rakki, stór, snögghærð- ur og fráneygur, með lafandi eyru. Jeg hafði meira ástriki á honum einum, en öllu öðru á himni og jörðu til samans. Vit lians var frábært, trygðin órjúf- andi, góðlyndið einstaklega ynd- islegt. En jeg var nú reyndar alinn upp í sveit. Jæja, livað sem um það er, þá þykir mjer, sem við sjeum þarna við húsin, beint í’ram undan miðhúsdvrunum. Jeg stend fram á stafinn minn, og er eitthvað að hugsa um Helgu bóndadóttur, en Valur liggur þar rjett hjá mjer og er að sleikja á sjer lappirnar. — Alt í einu heyri jeg eitthvert þrusk á bak við mig. Mjer verð- ur hálfhverft við, því satt að segja var jeg ónotalega myrkfæl- inn í þá daga, en lít þó um öxl nijer, eins og ekkert sje. Sje jeg þá hvar mórauður strákur, illa til reika, kemur út úr húsinu og snarar steinvölu að hundinum. Jeg varð rjett frávita af hræðslu, þarna í svefninum, því jeg þótt- ist áreiðanlega finna á rnjer, að þetta væri sjálfur Sel-Móri, magnaður ættardraugur, sem átti heima í næstu sveit. En mestri ógn olli það mjer, að steinninn, sem draugurinn kastaði, hitti Val beint í trýnið. Hann fjekk ])egar áköf flog, engdist sundur og saman, kastaðist til og frá, fioðufeldi og lá innan stundar steindauður við fætur mína. Jeg gat ekki hreyft legg nje lið, að- eins starað eins og sturlaður á drauginn, sem kinkaði ánægju- lega kollinum og glotti. Þá heyrði jeg einhvern kalla á mig úr fjarska og við það vaknaði jeg. Það stóð heima, að Sigga gamla var að staulast til að liita morgunkaffið. Jeg lá grafkyr í rúminu um stund, máttlaus og allur i svitabaði. En svo hleypti jeg í mig vonsku, stökk fram úr rúminu og reif mig í fötin. Mitt fyrsta verk var að þjóta franr í bæjargöng og gá í bólið hans Vals míns. Jú, þarna lá hann blessað kvikindið, og svaf ánægjulegum svefni hins rjett- láta. Jeg kallaði til þess að verða alveg viss. Valur rauk upp með andfælum, en áttaði sig þó fljótt, dinglaði ákaft rófunni og flaðr- aði upp um mig, hamslaus af fógnuði, eins og vant var á hverj- nin morgni. Allan daginn var jeg þó á milli vonar og ótta. Jeg vissi að í nágrannasveitinni, þar sem Sel-Móri átti heima, lirundu Jiundarnir niður, á liverjum bæn- um á fætur öðrum. Og jeg átti svo sem ekkert bágt með að trúa þvi, að þessi mórauði djöfull hefði gaman af að flakka um sveitirnar, til að kvelja lífið úr saklausum málleysingjum. — Jeg liafði því gát á hverri hreyf- ingu Vals, livort heldur sem jeg var að reka fjeð eða stóð yfir því í haganum. En ekkert óvana- legt skeði þann daginn. Það var ekki fyr en um liádegi daginn eftir, að reiðarslagið dundi yfir. Jeg var að rölta í kringum fjeð sunnan við Hádeg- ishólinn. Þá tók jeg eftir því, að Valur fór alt í einu að ger- ast órólegur. Fyrst varð lionum eins og óglatt og fjekk ákafa geispa. Svo kom fyrsta flogið, og vesling seppinn lientist ýlfrandi að fótum mínum. Þá annað og hið Jiriðja. Milli kastanna mændi liann á mig dökkum, biðjandi augum. Jeg fleygði mjer niður hjá honum og hann sleikti mjúk- lega liendur mínar og rak trýnið innilega framan í mig Að skömmum tíma liðnum lá hann steindauður i ísköldum snjónum. Mjer var þyngra en svo að jeg gæti grátið. Mjer sortnaði fyrir augum og jeg grúfði mig hjálp- arvana niður i volgt hræið. Sá einn, sem hefir alisl upp á sveit og á engan að, getur skilið þess- konar dæmalausan barnaskap. Þegar jeg loksins rankaði við mjer og reis á fætur, sá jeg ekki betur en Sel-Móri stæði glottandi fyrir framan mig. Voðalegur hefndarhugur gagntók mig. Með steytta hnefana ætlaði jeg að vaða að draugnum og rota hann með einu höggi. En hann var þá horfinn út í veður og vind. Eftir þetta hvarf mjer öll myrkfælni og hræðsla við huldar verur. Nú þráði jeg heitt að kom- ast í færi við þær, segja þeim stríð á hendur, koma hefnd minni fram, liverju sem tautaði. — Jafnan, er jeg eftir þetta gekk nálægt Hádegishól, gall við sárt hundsýlfur í eyrum mjer og minti mig á óhætta sök við ill- ar vættir. Þorraþrællinn var harðleifcinn á þessum vetri. Fyrri hluta dags gerði svo snöggan og grimman áhlaupsbvl að firnum sætti.. Sauðalijarðir voru víðast nýrekn- ar til beitar og svo var einnig í Gröf. Jeg var búinn að standa svo sem í hálfa stund hjá fjenu, þegar liringiðan skall á. Síðar meir var löngum til þess tekið, hversu rösklega það liefði verið af sjer vikið af mjer, að koma þvi einn heilu og liöldnu í beit- arhúsin. En sjálfur var jeg sannfærð- ur um, að jeg hefði ekki verið einn um liituna í þeirri liríð. Jeg sá sem sje altaf öðru livoru grá- um rakka bregða fyrir í sortan- um. Ef einliver kindin ætlaði að slitna út úr hópnum var hún rekin hægt og hljóðalaust inn i hann aftur. Jeg þurfti fyrir þvi einu að liafa, að elta hjörðina heim að húsunum. Þar var hús- bóndinn fyrir, undraðist dugnað minn og lofaði guð, aldrei þessu vant. Morguniim eftir, á fyrsta Góu- dag, var komið hið besta veður, að vísu nokkuð dimt í lofti, en milt og hæglátt. Jeg gekk snemma til beitarhúsanna, svo að ekki var enn orðið full-ljóst. Mjer var margt annarlegt í hug, því enn var jeg minnugur at- burðarjns frá deginum áður. Söknuðurinn yfir missi hins trvgga vinar, Vals, lagðist nú á mig með hálfu meiri þunga en nokkru sinni fyr. Heilabrot mín snerust því mest um hundapest og elíft líf. Þegar jeg kom austur á liúsa- hlaðið, brá mjer einkennilega, því jeg þóttist glögt heyra eitt- hvert einkennilegt þrusk fyrir innan miðliúshurðina. Og ekki batnaði, þegar jeg heyrði hunds- ýlfur blandast saman við þrusk- ið. Jeg staðnæmdist ósjálfrátt og glápti forviða á hurðina. IJrædd- ur varð jeg ekki, en þrútnaði all- ur og tútnaði út af hlakkandi hefndarþorsta. Máske var þá hin niikla stund komin! Jú, jú. Innan skamms opnuð- ust dyrnar og í morgunskímunni sá jeg renglulegan unglingsstrák vappa út á lilaðið, og gráan hund á hælum hans. Hjer var ekki um neitt að villast. Þetta var vitanlega aumingja Valur minn, sem þarna var að reka mórauða djöfulinn á undan sjer út í hegninguna og hefndina! Jeg beið heldur ekki boðanna, leyfði engri ónauðsvnlegri liugsun að komast að. Eins og elding hentist jeg í einu stökki að draugnum og tók lirygg- spennu um liann miðjan. Nú átti hann ekki að sleppa, sá góði lierra! Jeg skildi elvkerl í, hvað liann var linur og aumingjaleg- ur, þegar jeg skelti lionum þarna ofan i lnishlaðið. — Jeg böglaði honum miskunnarlaust undir mig og ljet sannarlega knje fvlgja kviði. „Ætlarðu að drepa mig fant- ur?“ livæsti draugurinn og jeg' fann volga andgusu koma fram- an í mig. Jeg gat aldrei svarað neinu, því nú var bitið svo óþyrmilega í herðarnar á mjer, að jeg slepti öllum tökum og snerist til varn- ar. Jeg sá að það var grái hund- urinn, sem að mjer sótti. „Valur! Valur minn! Þekkirðu mig ekki!“ kallaði jeg frá mjer numinn af geðsliræringu. En grái hundurinn bara urraði og bjóst til nýrrar atlögu. Þá misti jeg allan mátt, valt á grúfu í snjó- inn og fór að hágráta. Það væri eiginlega rjettast að konan mín segði það sem eftir er af sögunni. Það var hvort sem er liún, draugurinn, sem jeg var að ghma við hjá beitarhúsunum. Iiún heitir Guðrún, og er ættuð frá Seli, sama Selinu, sem Móri var kendur við. Faðir liennar var fjarverandi, þegar Þorraþræls- hríðina gerði. Gunna, sem þá var seytján ára bjó sig þvi karl- mannsföt, og ætlaði að smala fjenu lieim. En liún viltist þá bara í aðra sveit, blessunin, og lenti loksins, ásamt seppa sínum, í beitarhúsunum frá Gröf. Hún var engin liðleskja í þá daga, liún Guðrún mín, þó ung væri. En guðs mildi var það, að Snati liennar reif mig svona rösklega, því annars er bágt að segja hvað orðið hefði. .Teg sleppi þvi hjer, að tala um það hvernig þessi atburður leiddi til hjónabands með okkur. Það 'yrði of löng saga. En full- komlega bættist mjer upp Valur minn og hefi jeg þó ekki enn lcomið liefndinni fram á Sel- Móra gamla. Hinn frœgi írski flugmaður, James Fitzmaurice, sem var á „Bremen“, er sú flugvjel flaug yfir Atlandsliaf, skildi við konu sina skömmu síðar, til þess að giftast aftur þessari konu, sem hjer sjest á myndinni. En hana liitti liann fyrsfa sinni er hann lenti í Ameríku. Hún heitir Barbara von Klackreuth og er af þýskum hefðar- ættum. ——x----- Belgiskur maður fyrirfór sjer ný- lega eftir að hafa verið viðstaddur bíó-sýningu þar sem kvikmynd frá stríðinu var sýnd. Hann hafði sjálf- ur verið með í ófriðnum — og varð svo mikið um myndina, að hann varð vitskertur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.