Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.02.1931, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. Já, eimnitt þú. — Jeg .... engu. Ertu skuldug? spurði Anania. . - Nei. Skuldarðu. ekki vegverðiiium heldur íeitt? - ' Nei, hann hefir lekið alt, sem jeg átti. ' "Hvað áttirðu? ■ Silfurhnappa í skyrtuna mína, nýja skó, og tólf líra í peningum. Hvað áttu nú? — Ekkert. Það, sem jeg er í, sagði liún og tók í svuntuna. Rödd hennar var tómleg og dapurleg. — Attu nokkur skjöl? Hvað? Nokkur skjöl, endurtók zia Grathia til útskýringar, fæðingarvottorð, skilurðu. Já, jeg hefi fæðingarvottorð, mælti liún og benti í barm sjer. Það hefi jeg. — Láttu mig sjá það! Hún tók fram gulnaðan pappír, þakinn olíu- og svitablettum, en Anania hugsaði með beiskju um allar þær rannsóknir og tilraunir, sem hann hafði gjört til þess að fá að vita hvort María Obinu ætti nokkur skjöl, sem hægt væri að fá upplýsingar um liana af. Zia Grathia tók við vottorðinu og rjetti honum það; hann fletti því út, las það og rjetti henni það aftur. Hversvegna hefurðu fengið þjer þetta vottorð? spurði hann. Til þess að geta gifst Celestino. Blinda manninum, mælti ekkjan til skýringar og hætti við í hálfum hljóðum; þorparanum þeim arna. Anania þagði og lijelt áfram að ganga fram og aftur um eldhúsið; vindurinn hvein sleitidaust í húsinu, gagnum rifurnar í þak- inu komu nokkrir sólargeislar, sem stráðu einkennilegum gullmyntum á svart gólfið. Anania gekk fram og aftur án þess hann tæki eftir því og stiklaði milli dílanna, alveg eins og hann hafði verið vanur að gera með- an hann var harn. Hann hugleiddi hvort það væri þá nokkuð eftir ógert og fanst liann hafa fullgjört mikinn hluta af hinni þungu skyldu sinni. ■ Jeg ætla að taka zia Grathia afsíðis og fá henni peninga til að kaupa fyrir föt og skó og mat handa henni; svo fer jeg og tala við .... Ujer er ekki meira fyrir mig að gera. AJt er mi klappað og klárt. „Já nú er öllu lokið“. Honum fanst eiginlega að hann ætti að setjast hjá móður sinni, spyrja hvernig henni hefði liðið, segja eitthvað vingjarnlegt við liana, en liann gat það ekki, honum var það ómögulegt. Hann fann til hryllings við það eitl að sjá hana. Honum fanst vera óþefur af henni .... og það var i raun og veru sama óþægilega lyktin i kring um liana sem vön er að fylgja betlurum .... liann þráði að mega fara burtu, flýja, þurfa ekki lengur að horfa á þessa hrygðarmynd fyrir aug- um sjer. Samt var það eitthvað, sem hjelt honum kyrrum; hann fann að fundinum gat ekki lokið á þennan veg, eftir þessi fáu orð, hon- um fanst að vel gæti verið að Oli, þrátt fyr- ir hræðslu sína og blygðun, findi til gleði yfir að eiga svona fallegan, hraustan og á- litlegan son. Og þrátt fyrir ógeð sitt og sárs- auka fann hann til dálítillar huggunar, þeg- ar hann sagði við sjálfan sig: Hún er að minsta kosti ekki á flæðiskeri stödd; hver veit nema hægt sje að bjarga lienni. Hún er ekki óstjórnleg, hún fer ekki að gera mótstöðu. En þar skjátlaðist hpnum. Heyrðu, sagði hann eftir langa þögn. Nú bíðurðu hjernp, þanggð til jeg er búinn að koma málum minum fyrir. Zia Gratliia kaupir föt og skó lianda þjer. Þrákelknislega, kjökrandi röddin varð ein- beitt: — Jeg tek ekki á móti neinu. Jeg vil það ekki .... Hvað er þetta, ekki það? sagði hann og staðnæmdist skyndilega fyrir framan arininn. — Jeg verð ekki hjer! — Hvað er nú þetta? kallaði hann upp og laut fram með krepta lmefana og hvesti á hana augunum. Hvað á þetta að þýða, viltu skýra það fyrir mjer! Jæja, svo því var þá okki komið fyrir ennþá? Hún dirfðist að sýna mótþróa? Hvernig gat hún vogað . . ? 0, hann skildi nú hreint ekki hvernig sonur hennar hefði farið að líða og stríða alt sitt líf með því eina arki að bjarga lienni frá löstunum og leysingjaskapnum, jafnvel þó það kostaði hann alla framtíð hans! Hvernig vogaði hún nú að sýna mótþróa? Skildi hún ekki að hann ætlaði að hindra flótla hennar, jafnvel þó hann yrði að beita valdi til þess ? Hvað á þetta að þýða, endurtók hann, og gat með mestu naumindum stilt reiði sína. Hann staðnæmdist til að hlusta, skjálfandi al' óþolinmæði og stakk beittum nöglunum inn í lófana, andlit hans breytti um svip hverja einustu sekúndu, afskræmt af sárs- auka, sem elcki var hægt að lýsa. Zia Grathia athugaði hann, tilbúin að kasla sjer á rnilli þeirra, ef hann vogaði sjer að snerta Qli. Milli hinna þriggja viltu mann- eskja, sem höfðust við i kringum arininn hóf sig blár logi úr eldibrandi einum, það hvein í honum, eins og grátvæl. Heyrðu mig, sagði Oli áköf. Vertu ekki vondur, reiði þín er nú tilgangslaus. Hið illa er framið og verður ekki aftur tekið. Þú getur ráðið injer hana, en þú myndir ekkert gagn liafa af því. Það eina, sem þú getur gert er að láta mig afskiftulausa. Jeg get ekki dvalið hjer, jeg fer leiðar minnar, þú skalt aldrei þurfa að heyra neitt af mjer framar. Hugsaðu þjer aðeins að þú liafir aldrei hitt mig. — Hvert ferðu? spurði ekkjan. Jeg liefi sagt honum þetta sama, en liann hefir ekki viljað láta sjer segjast. En jeg veit hvernig við getum farið að. Vertu heldur kyr hjer en fara að liröklast út í heiminn; við skul- um ekki láta neinn vita um það liver þú ert og hann getur lifað rólegu lífi eins og þú værir langt í burtu. Veslingurinn, hverl ættirðu svo sem að fara, ef þú hlypir hjeðan. — Hvert, sem Guð vill. — Guð? hrópaði Anania upp yfir sig og barði kreptum hnéfanum fyrir brjóst sjer. Guð skipar þjer nú að lilýða mjer. Vogaðu þjer ekki framar að ympra á því að þú vilj- ir ekki vera hjer kyr. Vogaðu það ekki! end- urtók hann eins og í óráði. Heldurðu karfn- skje að jeg sje að gera að gamni minu? Vogaðu þjer ekki einu sinni að taka eitt ein- asta skref án míns leyfis, því að þá máttu húast við liverju sem er af mjer. — Það er þjer fyrir bestu, sagði hún ein- beitt. Hlustaðu að minsta kosti á mig, vertu ekki svona liarður við mig, þegar þú ert blið- ur og góður við föður þinn, þorparann þann arna, sem olli óhamingju minni. Það erirjett hjá lienni, mælti ekkjan. * —• Þegiðif! kallaði Ahania skiþandi. Oli herti enn betur upp hugann. Jeg erækki íær um að tala vel, Ánania .... jeg get það ekki, því að óliamingjan hef- ir gert mig sljóga; en jeg spyr þig aðeins að einu. Heldurðu að það væri ekki það lang- hesta fyrir mig, að vera hjer kyrra? Og ef jeg fer leiðar minnar, er það þá ekki fyrir það, að það er hest fyrir þig? Svaraðu því! 0, liann heyrir varla það, sem jeg er að segja, bætti hún við og snjeri sjer að ekkjunni. Anania gekk aftur og fram um eldliúsið og virtist ekki liafa heyrt orð Oli; alt í einu staðnæmdist liann og lirópaði upp: — Jeg lieyri. Hún endurtók auðmjúkt: — Hversvegna viltu að jeg verði hjer kyr ? Láttu mig fara mína leið. Fyrst jeg hefi nú einu sinni gjört þjer órjett, þá láttu mig nú gera þjer gott. Láttu mig fara! Jeg vil ekki standa í vegi fyrir þjer .... láttu mig fara .... það er best fyrir þig .... — Nei! hrópaði hann. — Lofaðu mjer að fara, jeg bið þig um það, jeg get ennþá unnið. Þú skalt aldrei framar heyra um mig, jeg skal hverfa eins og lauf fyrir vindinum .... Hann fann til augnabliks vímu; óstjórn- legrar freistingar til að lofa henni að fara! Augnahlik ljómaði sál hans af gleði við þá hugsun að alt þetta væri ekki annað en illur draumur; aðeins eitt orð og draumurinn myndi hverfa, yndislegur veruleiki koma aft- ur fram á ný. En skyndilega skammaðist liann sín fyrir sjálfum sjer, reiði hans óx, og rödd hans bergmálaði aftur í dimmu eld- húsinu. — Nei! —- Þú erl villidýr, muldraði Oli, þú ert ekki kristinn maður; villidýr, sem læsir klón- um í sitt eigið liold. Lofaðu mj'er að fara, Guðs barnið mitt, lofaðu mjer .... - Nei! — Hreinasta villidýr! tók ziá Grathia upp eftir henni, þegar Oli þagði eins og liún hefði látið telja sjer liughvarf. Hvað á það að þýða að öskra altaf? Nei! Nei!! Nei!!! Fólk, seiii er fyrir utan og heyrir til þín getur lialdið að það sje mannýgt naut, sem sje lokað hjer inni. Er það þetta, sem þú hefir lært í skól- anuin ? í skólanum liefi jeg lært þetta og margt annað, sagði hann og lækkaði róminn, sem var að verða hás. Jeg liefi lært að það er betra að missa líf silt en æru. En það er ýmislegt, sem þið ekki skiljið. Nú skulum við binda enda á þetta, og þegið þið nú báðar .... — Skil jeg ekki? Jeg skil þetta mjög vel, andæfði ekkjan. — Guðmóðir, þú skilur. Mundu .... nei, nú ætti þó að vera nóg komið, mælti liann þreyttur og úttaugaður og bandaði frá sjer með höndunum. Orð gömlu konunnar liöfðu liaft óvenju mikil álirif á hann; hann komst aftur til sjálfs sín, mundi eftir þvi að liann liafði alt- af litið á sig sem einhverja veru, sem væri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.