Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 16.05.1931, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Spanska lýðveldið er yngsta lýðveldið í heiminum og síðan byltingin var gerð hefir rás viðburðanna bent í þá átt, að eigi muni nein hætta á gagnbyltingu. Það hefir sem sje komið í Ijós, eigi hvað síst á bæjarstjórnarkosningum í byrjun apríl, sem urðu tilefni til þess sagði konungur sagði af sjer, að mikill meiri hluti landsmanna er konungssinnaður og löngu leiður á konungdæminu, en aðallinn og nokkur hluti hersin.s hefir haldið hinni gömlu stjórnarskipun við. Alfons konung- ur er nú kominn til París og kveðst hann ekki hafa afsalað sjer konungdómi en hinsvegar hafi hann farið úr landi til þess að afstýra borgarastyrjöld. — En horfur voru á því um stund að Kataloníu hjerað mundi segja sig úr lögum við Spán og stofna sjerstakt lýðveldi. Kataloníubúar eru af öðrum uppruna en Spánverjar, tala sjerstaka mállýsku og telja sig sjerstaka þjóð, og lengi hefir verið þar mikill uppreisnarhugur. Búa þar nú 3—4 miljónir manna og stærsta borgin er Barcelona. En nú virðast sættir ætla að takast við stjórnina í Madrid um að ríkisheildin verði varðveitt. Myndin hjer að ofan er tek- in á aðalgötunni í Barcelona nálægi höfmnni og gnæfir minnismerki Columbusar við himin til hægri handar á myndinni. Eins og í öðrum höfuðborgum er lífvarðarsveit í Tokíó. Þeg- ar sveitin gengur um göturnar með lúðrablæstri þyrpist mann- fjöldinn að og fylgir henni eftir, eins og sjá má hjer á myndinni. Á myndinni hjer að ofan sjást nokkrir af sigurvegurunum í enska knattspyrnumótinu í vor. Heitir fjelagið, sem sigraði, Wesl Broomwitch Albion

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.