Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.05.1931, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Mobiloil Oargoyle obiloil nefnið nafnið til að fá gæðin. Smurningsolían er aöeins um 3% af reksturskostnaði bifreiöarinnar, en þessi 3% hafa mikil áhrif á hin 97% — og reynslan liefir sýnt að gæða olíur eins og Gargoyle Mobiloil dreg- ur úr útgjöldunum til viðgerðar, end- urbóta o. fl. Með þvi að biðja um Gargoyle Mobil- oil frá Vacum Oil Company í stað- inn fyrir „smurningsolíu“ tryggið þjer vjelinni rjetta og hagkvæma smurningu, sem og þjer einnig við sölu eða skifti á bifreiðinni fáið meira fyrir hana ef hún er i góðu ásigkomulagi. — Smyrjið með Gargoyle Mobiloil; lengri ending bifreiðarinnar mun sýna yður muninn. H. BENEDIKTSSON & Co., Reykjavík Húsgagnaverslunin við Dómkirkjuna. Sendum vörum gegn póstkröfu um all land. Aldrei liafa birgðir okkar verið stærri en nú. Borðstofuhúsgögn, Betristofu, Svefnlierbergis og skrifstofu. Hagkvæmir greiðsluskilmálar þegar um stærri kaup er að ræða. Nýjar vörur teknar líeim dag- lega. Ódýrast í bænum: Ivörfustólar á 10 krónur. Borð- stofustólar, Matborð, Barnarúm, Barnavagnar, Barnastóiar. gat honum verið að því? Ef liann átti sökina á hvarfi Waltons og miljónastuldinum, þá lilaut lionum að vera annast um, að þetta væri þaggað niður. — Bill Dicker leit sínum augum á þetta. „Hann vill iáta blanda þjófnaðinimi og hvarfi Waltons saman og tilgangur hans með því er sá, að láta fólk lialda, að Walton sje valdur að fjárhvarfinu. Jeg er viss um, að Kupie á ekki sök á hvorutveggju“. Hann las blaðið einu sinni enn og kinkaði kolh. „Já, það er enginn vafi á þessu. Hvað hefir þú lesið út úr skriftinni, Sepping?“ „Það sama og áður. Hann hlýtur að vera miðaldra. 1 öllum brjefunum er liöndin ekki laus við skjálíta, og auk þess er auðvelt að sjá, að maðurinn er ekki vanur að skrifa —“ „Og þó er þetta ágætlega stílað“, sagði Dicker. „Þetta brjef er að minsta kosti ekki lakara en fyrri brjefin lians“. Jim sat klukkutima á skrifstofu sinni og hugleiddi viðburði síðustu daga, og honum lá við að gefast upp við alla frekari rannsókn, þegar skrifarinn kom inn með brjef til hans. „Það kom sendill með það, herra fulltrúi“, sagði liann. Það var frá Dóru og hljóðaði svo: Kæri Jimmy, jeg vildi óska, að jeg gæti talað við yður í kvöld. Pabbi er eklci heima, og mig langar svo lil að skrafa um Rex við yður í næði. Ef skyldustörf yða: leyfa, þá talið þjer við mig svo sem í klukkutíma, þó að þjer eigið annríkt.“ Hann lagði brjefið frá sjer og andvarp- aði. Veslings Dóra! gat það verið hugsan- legt, að það væri hún, en ekki Rex Walton, sem Kupie var að ofsækja? Hann mintist i huganum annarar ungrar stúlku, sem þessi ókunni þorpari liafði rekið út í dauðann. Þarna sat hann eins og i leiðslu þegar Dicker kom inn, íottandi pipu sína með áfergju, og lokaði hurðinni á eftir sjer. „f nótt ætla jeg að gera aðsúg í Jemons Street 973“, sagði hann. „Þar er spilavíti og mig grunar, að þar sje lika ópíumskrá. Jeg lield að eigandinn, þessi Casey, sje eingöngu Ieppur“. „Jimmy leit forviða upp. „Jeg hefi aldi-ei heyrt getið um það spilavíti,“ sagði hann. „Það er livergi á listunum okkar“. Bill Dicker liristi höfuðið. „Þeir hafa ef- laust mútað einhverjum á næstu lögreglu- stöð. Við liöfum fengið þessar upplýsingar frá áreiðanlegum „þefara“ og nú skulmn við gera alvöru úr þessu í nótt. Jeg ætlaði aðeins að spyrja þig, hvort þig langaði til að eiga við þettta?“ Jimmy hristi höfuðið. „Jeg hefi víst meira en nóg að gera næstu mánuðina — þvi mið- ur,“ sagði liann alvarlega, og Dicker fjelst á það. „Þær vaða uppi þessar spilakrár núna, og það er lögreglan, sem á sökina á því. Það er augljóst, að annaðlivort á aðalstöðinni eða hverfistöðvunum eru einliverjir, sem hnippa í bófana, hvenær sem gera á aðsúg, og af- leiðingin er sú, að við höfum ekki handsam- að neinn síðustu tvo mánuðina“. Hann setl- ist á borðröndina, tottaði pípuna eins og liann ætti lífið að leysa og linyklaði brún- irnar. „Og bak við þessi spilavíti stendur Kupie," kom svo eins og skollinn úr sauð- arleggnum. „Hvernig dettur þjer það i hug“? spurði Jim forviða. „Þegar þú lítur á glæpi Kupies“, sagði Bill Dicker, „þá verða þeir raktir til spilavíta, álhr nema Waltons-livarfið. Anríaðhvort liafa fórnarlömbin verið gint i spilaviti, eða að þessi Persson, sem viljandi eða óviljandi hef- ir gefið Kupie upplýsingarnar, liefir verið fjárhættuspilari eða haft samband við fólk, sem venur komur sínar á þessliáttar staði“. Hann tók umslagið utan af brjefi Dóru, sem lá á borðinu og leit kæruleysislega á það. „Maðurinn sem kom með þetta brjef, gerir sjer ekki innbrotsþjófnað að atvinnu“, sagði hann og benti á eitt liornið, þar sem sjá málti far eftir fingurgóm. Jim hló. „Jeg hefi aldrei haft miklar mæt-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.