Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 18.07.1931, Blaðsíða 3
F Á 1. K 1 N N 3 Islandsför „Graf Zeppelin“. Skradðaraþankar. „Dag skyldi að kveldi lofa“. Þessi sami málsháttur kemur fram i ýms- um myndum á flestum menningar- máíum, af því sjest, að sú óvarkárni er sameiginleg flestum þjóðum, áð þykjast hafa höndlað hnossið, undir eins og maður hefur eygt það. Það þykir gott að vera bjartsýnn, en það getur stundum komið sjer illa að vera of bjartsýnn, því að þá tapast það, sem annars var auðvelt að vinna. Maðurinn sem lífið leikur við, gleymir því máske að velgengn- in er ekki eign, sem ekki getur glat- ast. Lánið er valt, og það sem gerir það valtast er þelta: að manni liætt- ir til að gleyma því, að það sje valt, en slær eign sinni á það“ eins og verið sje að nema land, i stað þess að liafa í minni, að það getur flogið frá manni út í buskann og óvist hvort það kemur nokkurntíma aftur. Sú bjartsýni, sem veldur þessum hugsunarhætti heitir réttu nafni skammsýni. „Fáir kunna sig í fögru veðri heiman að búa“, segir málsháttjur, sem segir með skýrum orðum það sama, og sá sem áður er nefndur. Bjarta veðrið knýr fram bjartan liug, sem gleymir þvi í svipinn, að veðr- ið geti orðið öðruvísi en gott. Mað- urinn sem kemur gagndrepjii heim ar hann fór, er bjartsýnn — en vegna þess, að það var heiðrikt þeg- skammsýnn. Maðurinn sem fer yfir fjörðinn spegilsljettan að morgni, en lendir í hrakningum á heimleiðinni, vegna þess að hann hafði forsómað sjálfsagðan útbúnað til öryggis sjer er bjartsýnn — en skammsýnn. Mað- urinn sem setur of mikið á fóður, sem ræðst i vandasamt fyrirtæki vegna þess að öðrum hefir tekist það, sem — miðar alt við „góða veðrið, er bjarlsýnn en skammsýnn. Því að góða veðrið er valt eins og lukkan. Ekkert er eins breytilegt eins og veðráttan og ekkert eins erf- ilt að segja fyrir. Lánið á það sam- eiginlegt með veðráttunni, að það er ómögulegt að segja það fyrir, þó að það breytist að vísu ekki eins oft eins og islensk veðrátta. Þar mætast málshættirnir tveir sögunni um Krösus, er hann sýndi spekingnum auðæfi sín. Skammsýn bjartsýni er varhuga- verð, en „framsýn bölsýni" er liættu- leg. Bjartsýni, sem er svo í hóf stilt, að menn gleymi því aldrei að nauð- synlegt er að búa sig vel áð heim- an í góða veðrinu, er hnoss, sem ger- ir manninum gæfuna fylgispakasta. Það hefir valdð mikla athygli víðsvegar um lönd, ekki síst á Norðurtöndum, að „GrafZeppe- lin“ hefir nú farið tvær ferðir til Islands. Því að margar af stærri horgum N orðurlanda hafa alls ekki fengið að sjá lofiskip þetta ennjjá, og fæstar nefha einu sinni. Erlendu blöð- in töluðu mikið um hina síðustu ferð skipsins og mintust Jjess í Jjví sambandi, að Jjetta væri uppliaf af flugpóstferðum milli Islands og Evrópu, en ekki er laust við, að dálítillar afbrgði- semi keruii i ummælum Jjeirra og þeim finnist að þeirra land og þeirra borg sje haft útund- an. Þessar loftferðir hafa tví- mælalaust átt góðan þátt í því, að leiðrjetta hugmyndir er- lendra þjóða um ísland og sýna þeim og sanna, að lijer er ekki það veðravíti, sem hindri flug- ferðir. — Þær fallegu myndir, sem hjer fylgja, önnur tekin úr flugvjel yfir Reykjavík og hin við Vestmannaeyjar ganga nú á milli heimsblaðana og vekja hina mestu athygli. Litla mynd- in er af póststimpli skipsins. — Nú er loftskipið að búa sig til pólflugsins og ef úr því verður, að skipið leggi upp núna á mánudaginn eins og áætlað hef- ir verið, mun allur heimurinn *C/Q :-TIda v • • 2. Má, /LLL liLANDFAÚÖtmL*ðX & — standa á öndinni eftir fregnum af „Greifanum“ og ekki síst Is- lendingar, sem þekkja svo vel til skipsins. Er vonandi að sama gifta fylgi þessu fræga skipi í þeirri ferð eins og und- anförnum. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sími Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriflir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.